Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Blaðsíða 3
10 SÍÐA — pJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 Þriðjudagur 11. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir Umsjón: Víöir Sigurösson KR í neðsta sætinu 1. deilarlið KR í handknattleik karla hafnaði í neðsta sæti á alþjóð- legu móti sem hófst í Vestur- Þýskalandi í síðustu viku og lauk um helgina. KR-ingar byrjuðu á að vinna góðan sigur á Kiel, liði Jó- hanns Inga Gunnarssonar, töpuðu síðan naumlega fyrir Axel Axels- syni og félögum í Dankerscn, þá 19- 20 fyrir Elektromos frá Ungverja- landi og loks 21-30 fyrir Sarajevo frá Júgóslavíu. Júgóslavarnir sigr- uðu í mótinu sem var aíar jafnt og tísýnt með 6 stig, Kiel, Eletromos og Dankersen hlutu 4 stig hvert en KR tvö stig. Arnór og co. áfram Arnór Guðjohnsen og félagar í Lokeren unnu sætan sigur á belg- ísku meisturunum Standard Liege þcgar félögin mættust í belgísku bikarkcppninni í knattspyrnu á sunnudag. Lökcren sigraði, 3-0, og lék Arnór mjög vel. Hann lagði upp eitt markanna en Rena van der Gyp sá um þau öll. Pétur Pétursson og lið hans, Ant- werpen, náðu jafntefli 1-1, á úti- velli gegn Gent. Lið Ragnars Mar- geirssonar og Sævars Jónssonar, SC Brúgge, tapaði 2-0 í Licrse og Magnús Bergs og félagar í Tonger- en töpuðu 1-3 heima gegn RWD Molenbeek. Liðin sem eftir eru í keppninni eru: Winterslag, Licrse, FC Brúgge, Lokeren, Beveren, Molenbeek, Waregem og Gent eða Antwerpen. Waterschei, lið Lárus- ar Guðmundssonar, er úr leik cn hann skoraði tvö mörk um hclgina í æfingaleik gegn 3. dcildarliði. Simon Ólafsson skoraði flest stig íslensku leikmannanna í leikjunum þremur gegn Dönum.Mynd:-eik Landsleikir íslendinga og Dana í körfuknattleik: Tveir sigrar - eitt tap Tveir sigrar og eitt tap var ár- angur okkar manna í lands- leikjunum þremur við Dani sem fram fóru hér á landi um hclgina. Fyrstu tveir, í Keflavík á föstu- dagskvöldið og í Laugardalshöll- inni á laugardag, unnust en Danir sigruðu í þriðja og síðasta leiknum, í Hagaskólanum á sunn- udag. í Keflavík var jafnt lengi vel 39- 34 fyrir ísland í hálfleik, og jafn- ræði hélst nokkuð fram í síðari hálfleikinn. Góður endasprettur íslenska liðsins tryggði því síðan þrettán stiga sigur, 80-67. Ein- hverjar vöflur voru á mönnum með lokaniðurstöðuna og þótti sumum oftalið, öðrum vantalið. Meginniðurstaðan var þó íslensk- ur sigur og allir sammála með það. Símon Ólafsson var stigahæst- ur íslendinganna með 24 stig, Axel Nikulásson skoraði 16, svo og Jón Kr Gíslason, Hreinn Þorkelsson . Páhnar Sigurðsson 4, Torfi Mag.iússon 4, Valur Ingi- mundarson og Þorvaldur Geirs- son tvö stig hvor. Ófærðin tafði í öðrum lciknum sem fram fór í Laugardalshöllinni voru áhorf- endur með allra fæsta móti og leikmenn komust heldur ekki svo glatt í Höllina vegna veðurs. Varð að færa þá þangað í þartilgerðum bílum til þess að leikurinn gæti hafist. ísland sigraði 84-77 eftir að staðan í hléi hafði verið Dön- um hagstæð, 39-40. í síðari hálf- leiknum seig landinn framúr og vann örugglega. Pétur Guðmundsson skoraði mest, 23 stig, Jón Kr. Gíslason skoraði 12, Torti Magnússon, 11, Axel Nikulásson 10, Ríkharður Hrafnkelsson 10, Símon Ólafs- son 5, Kristján Agústsson 4, Pálntar Sigurðsson 2, Valur Ingi- mundarson 2 og Porvaldur Geirs- son tvö stig. Danir sigruðu Eftir tvo góða sigra slakaði ís- lenska liðið á þegar þriðji og síðsti leikur þjóðanna fór fram í Hagaskólanum á sunnudaginn. Leikurinn átti upphaflega að vera í Borgarnesi en sú rysjótta tíð sem gengið hefur yfir landsmenn gerði það að verkum að flytja varð leikinn. Leikfimissalur Hag- askólans er tæpast boðlegur fyrir landsleik í körfuknattleik, öll aðstaða þar vægast sagt bág- borin. Segja má að leikurinn á sunnu- daginn hafi borið einkenni hinna tveggja fyrri. Liðsmenn voru þreyttir eftir tvo erfiða leiki í röð. Danir, sem sjaldnast hafa fengið góða útkomu úr landsleikjum þjóðanna, voru þó greinilega staðránir í að sigra að þessu sinni og það tókst þeim, 88-77. Það var þó alls ekki áreynslulaust því að leikurinn var í járnum nær allan tímann. Afleitur kafli í fyrri hálfleik kom íslenska liðinu í vandræði. Eftir ágæta byrjun þar sem stað- an var 11:8 íslandi í vil skoruðu Danir 10 stig í röð án þess að okkar menn svöruðu fyrir sig, og þessu forskoti héldu Danir að meira eða minna leyti út fyrri hálfleik. 1 leikhléi var staðan 47:37 Dönum í vil. Pétur með 5 villur Pétur Guðmundsson var svo sannarlega ógnvaldur dönsku leikmannanna þann tíma sem hans naut við. Þegar síðari hálf- leikur hófst var þó ljóst að hann yrði að leika á hálfum krafti. því að hann var þá þegar kominn með 4 villur. Islenska liðið barðist vel og náði að minnka muninn og síðan að jafna metin. Staðan breyttist úr 37:47 í 43:49, síðan í 43:53, en þá skoruðu ís- lensku leikmennirnir 10 stig í röð og jöfnuðu metin. Axel Nikulás- son kom svo landanum yfir, 63:61, og þá var spennan rnikil og leikurinn geysilega jafn. Danir höfðu að vísu á tímabili þann leiða ávana að skora 3 stig í sókn og héldu þannig í við leikinn. Stutt eftir að Pétur Guðmunds- son hafði komið íslandi í 69:68 varð hann að yfirgefa völlinn nteð 5 villur og Danir sigu framúr. Staðan breyttist þegar í 69:73 og síðan juku Danir æ nteira við for- skotið og sigruðu örugglega. Lokatölur urðu 88:77. Símon Ólafsson átti góðan leik og var stigahæstur íslensku liðsmannanna með 18 stig, en Pétur skoraði 17 stig þann tíma sem hans naut við. Axel skoraði 12stig,Torfi, Jón Kr., Ríkharður og Þorvaldur 6 stig hver. Þá skoraði Kristján Ágústsson 4 stig og þeir Viðar Þorkelsson og Pálmar eitt stig hvor. Hjá Dönum var Ebe Salling langatkvæðamestur, og skoraði hann 22 stig. Jörgensen kom næstur með 20 stig. - hól. Mark Jóhann- esar ekki nóg Jóhannes Edvaldsson, fyrrum fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, kom nokk- uð við sögu með liði sínu, Motherwell, í skosku úrvalsdeildinni á laugardag. Mot- herwell vann tvo leiki í röð yfir hátíðarnar og leiddi 0-1 í hálfleik gegn Dundee á útivelli. Það var enginn annar en Jóhannes sem skoraði markið. Motherwell hélt þó ekki út,, Dundee skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum og sigraði 3-1. Celtic heldur forystunni og vann St.Mirren á útivelli, 0-1, með marki Murdo MacLeod. Þetta var 100. mark Celtic í öllum keppnum í vetur. Rangers vann loks, lagði Dundee Unit- ed að velli heima, 2-1. John Rix kom gestun- um yfir en Svíinn Robert Prytz jafnaði fyrir hlé. Andy Kennedy, 18 ára piltur, skoraði' síðan sigurmark Rangers á 63. mínútu, hans fyrsta mark fyrir félagið. Aberdeen sigraði Morton 2-0 með mörk- um Neil Simpson og Mark McGhee en Kilni- arnock tapaði 0-2 fyrir Hibernian, sjötta tap liðsins í röð og markatalan í þessum tap- leikjum er 0-20! Staðan í úrvalsdeildinni: Celtic 19 16 2 1 53-20 34 Aberdeen 20 14 3 3 40-13 31 Dundee United.. 19 12 4 3 44-16 28 Rangers 19 6 8 5 28-23 20 Dundee 19 6 6 7 24-23 18 Hibernian 20 3 9 8 16-26 15 St.Mirren 20 3 8 9 18-32 14 Morton 20 4 6 10 20-36 14 Motherwell 20 6 1 13 22-43 13 Kilmarnock 20 1 7 12 15-48 9 -VS Haukarnir styrktu stöðuna Haukar í Hafnarfirði eiga nú aukna möguleika á að komast í fjögurra-liða úrslit 2.dcildar karla í handknattleik um l.deildarsæti eftir öruggan sigur á HK á föst- udagskvöldið, 26-21. Breiðablik tapaði hins- vegar dýrmætu stigi gegn Aftureldingu á laugardag er liðin skildu jöfn, 18-18. Staðan í 2.dcild: KA .................11 7 2 2 278-243 16 Grótta.............. 10 7 0 3 240-243 14 Haukar...............11 5 2 4 255-242 12 Breiðablik......... 11 4 4 3 217-208 12 ÞórVe............... 10 4 3 3 221-218 11 HK...................11 4 1 6 237-248 9 Afturclding........ 12 2 3 7 231-259 7 Ármann.............. 10 1 3 6 205-224 5 TBR öruggur sigurvegari A-lið TBR varð öruggur sigurvegari, eins og ávallt áður, í l.deildarkeppninni í badniin- ton sem fram fór um helgina. Kcppnin hófst á Selfossi en var flutt til Reykjavíkur á sunnu- dag vegna ófærðarinnar. Akurnesingar urðu í öðru sæti en b-lið TBR í þriðja sætinu. í fjórða sæti l.deildar varð d-lið TBR cn úrslitin um fimmta og sjötta sætið eru ekki ráðin. Þar eiga KR og c-lið TBR eftir að leika og liðið sem tapar, fellur í 2.deild. Valur og b-lið Akumesúiga urðu jöfn og efst í 2.deild að loknum úrslitalcik og vcrða að leika aftur uni l.deildarsætið um næsta helgi. Alls léku átta lið í 2.deildinni að þessu sinni. I sigurliði TBR voru: Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adolfsson, Ilaraldur Korn- clíusson, Sigfús Ægir Árnason, Kristín IJerg- lind Kristjánsdóttir og Kristín Magnúsdóttir. íþróttir Umsjón: Víöir Sigurösson 1. deild karla í hand- knattleik ■r.vi • : Þorgils Óttar Mathiesen, línumaðurinn snjalli úr FH, hefurbrotist framhjá Víkingunum Ólafi Jónssyniog Hilmari Sigurgíslasyni og skorar eitt átta markasinna íleik liðannaá sunnudagskvöldið. Þau átta mörk dugðu þó skammt, Víkingar unnu öruggan sigurog hefndu fyrir tíu marka tapið suður í Hafnarfirði fyrr í vetur. Þessi félög eiga væntanlega eftir að mætast fjórum sinnum þegar úrslitakeppnin um íslandsmeistaratitilinn hefst og þargætu úrslitin ráðist. Mynd:- eik. nýtiug hans léleg. Það lilýtur að vera þjálfara FH-liðsins, Geir llall- steinssyni, nokkurt áhyggjuefni hversu léttvægir FH-ingar voru fundnir í þcssum leik. Raunar má segja. aö Víkingar hafi gert út um ieikinn á síöustu lt) mínútum fyrri hálfleiks. Fl I náöi forystunni strax í byrjun, l :()og 2:0 og síöan 3:1. Víkingar jöfnuöu og| koniust síðan yfir. Eftir það varl mikiö jafnræði með liöunum. jafnt á öllum tölum og munaöi aldrei meiru en einu marki. Þegar staöan 1 var 9:8 fyrir FH og áhorfendur, sem voru með fleira móti, farnir að búast við verulega spennandi leik, gerðu Víkingar sér lítið fyrir og skoruöu 7 mörk í röð! Það var eink- um Sigurður Gunnarsson sem var atkvæöamikill í þessum hluta leiksins og alls skoraöj hann 6 mörk í seinni hluta fyrri hálfleiks og dugði lítið þótt FI 1-ingar reyndu aö takíi hann úr umferö. Staðan í hléi var 15:9 og slíkt forskot missa Vík- ingarekki niöur. Á þessum síðustu mínútum fyrri hálfleiks fór auðvit- Víkingar skoruðu átta mörk í röð! Kristján Arason með „yfirfrakka“ og Víkingar unnu FH létt, 28:23. Víkingar - án Þorbergs Aðal- iteinssonar, en með Pál Björgvins- :on nýgenginn í liðið aftur - áttu :kki í miklum erfiðleikum með að ágra FH í Laugardalshöllinni á Möguleikar Þróttara uin að vomast í úrslitakeppnina um Is- andsmeistaratitilinn í 1. deild tarla í handknattleik eru engir irðnir eftir að liðið gerði jafntefli dð Stjörnuna, 16-16, í Hafnarfirði fyrrakvöld. Þeir geta nú mest náð 15 stigum sem verður ekki nóg; KR, FH og Stjarnan eiga öll eftir að eika við botnlið ÍR og verða, nema únhver stórundur eigi sér stað, ncð 16 til 17 stig eftir þá leiki. stjarnan er nánast örugg, tapi Valsmenn stigi til FH á miðviku- lagskvöldið cr leiðin greið fyrir ný- iðana úr Garðabænum. Leikurinn í fyrrakvöld tafðist sunnudagskvöldið. I sína þjónustu tóku þeir einfalt og áhrifaríkt her- bragð, settu Pál á Kristján Arason sem skoraði aðcins citt mark í leiknum og voru mislagðar hendur talsvert þar sem dómararnir mættu ekki til leiks, gífurleg hneisa í 1. deildinni, og tveir dómarar meðal áhorfenda, hvorugur með réttindi til að dæma í 1. deild, björguðu málunum. Þróttarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiddu verð- skuldað í hléi, 9-7. Á þeim bæ mun- aði nokkru að Guðntundur Sveins- son skyldi vera mættur til leiks á ný en hann var sagöur hættur í nó- vember. í síðari hálfleiknum jafn- aði Stjarnan 11-11, Þróttur kornst þremur mörkunt yfir en Garðbæ- ingum tókst að jafna skömmu fyrir leikslok, 16-16. að llestu leyti, misnotaði in.a. tvö vítaköst. Hans Guðmundsson átti greinilega að vera svar FH-inga við þessari leikaðferð og náði hann að skora mörg mörk, en þó var skota- Eyjólfur Bragason var marka- liæsti maður Stjörnunnar með fimrn mörk, og þaö dugöi honum til að taka forystuna í keppninni unr markakóngstitil 1. deildarinnar á ný. Magnús Teitsson skoraði 4, Ólafur Lárusson 3, Guðmundur Þórðarson, Guðmundur Óskars- son og Viðar Símonarson, sá gantli kominn í slaginn enn á ný, eitt hvor. Páli Ólafsson skoraói 4 mörk fyrir Þrótt, Guönrundur Sveinsson 3, Ólafur H. Jónsson 3, Jens Jens- son 2, Einar Sveinsson, Konráð Jónsson, Lárus Karl Ingason og Magnús Margeirsson eitt hver. - VS. aö margt úrskeiðis hjá FH og ofana bættist afbragös góð ntarkvarsla Ellerts Vigfússonar sem er greini- lega mjög vaxandi markvöröur. í seinni hálfleik ógnuðu FH- ingar aldrei forskoti Víkinga jafn- vel þótt þeir minnkuöu muninn niður í fjögur mörk, 13:17. Víking- ar höfðu öll ráð í hendi sér og kom- ust í 9 marka forskot, 24:15.1 síðari hálfleik blómstraöi hreinlega Guömundur Guömundsson. Ilann viröist ekki þurfa mikið og kominn í færi þarf ekki að spyrja að leikslokum. Alls skoraöi hann níu mörk af línunni. Lokatölur uröu 28:23. Víkingar voru með gamalkunna liðsuppstillingu: Árna, Viggó, Guðmund, Sigurö, Steinar og Pál. Liö þeirra lék eins og vel smurð vél og er vissulega sigurstrangiegast í komandi úrslitakeppni. FH-ingar voru heillum horfnir. Þorgils Óttar var drjúgur á línunni en slakur í vörninni. Kristján Arason sást varla í leiknunt. Mörk Víkings: Guönrundur 9, Siguröur 7 (2 v.), Viggó 4 (3 v.), Steinar 3, Páll og Árni 2 hvor og Karl Þráinsson eitt mark. Mörk FH: Þorgils Óttar 8, Hans 8 (1 v.), Guöjón 2, Guðmundur Magnússon 2, Sæmundur, Pálmi, Kristján eitt rnark hver, - hól. Stjarnan nær en Þróttarar fjær Sigurður skoraði níu mörk Víkingar unnu nokkuð öruggan sigur á Fram, 26-20, í 1. deild karla í handknattleik á föstudagskvöldið. Víkingarnir náðu lljótlega góðri forystu, leiddu í hálfleik 13-8 og Framarar komust aldrei nálægt þeim í síðari hálflciknum. Siguröur Gunnarsson, Guð- rnundur Guðmundsson og Ellert Vigfússon markvörður áttu bestan dag í liði Víkings en Egill Jóhann- esson hjá Fram. Staða Fram er ansi slæm. íiðið verður líklega í næst neösta sætinu þegar að úrslita- keppninni kemur, það á tvo erfiða leiki eftir, gegn FH og KR, en er langt frá því aö vera dæmt til að falia. Sigurðúr Gunnarsson skoraði flest mörk Víkings, 9, Guðmundur Guðmundsson 6, Viggó Sigurðs- son 4, Steinar Birgisson 3, Árni Indriöason, Hilmar Sigurgíslason, Ólafur Jónsson og Páll Björgvins- son eitt hver. Egill skoraöi 7 mörk fyrir Fram, Dagur Jónasson 4, Flannes Leifs- son 4. Erlendur Davíðsson 3, Hermann Björnsson og Sigurður Svavarsson eitt hvor. Staðan: Staðan í l.deild karla í hand- knattleik eftir leiki helgarinnar: Vikingur.........12 8 2 2 259-237 18 Stjarnan.........12 7 1 4 246-239 15 KR...............11 7 0 4 264-210 14 FH...............11 7 0 4 285-246 14 Valur...........11 5 1 5 227-208 11 Þróttur..2......12 5 1 6 241-249 11 Fram............12 4 1 7 259-277 9 ÍR..............11 0 0 11 194-309 0 Næstu lcikir verða á miðviku- dagskvöldið. Þá mætast KR-ÍR og FH-Valur. Markahæstu menn 1 .deildar eru eftirtaldir: Eyjólfur Bragason, Stjörnunni......74 Kristján Arason, FH................73 Anders Dahl-Nielsen, KR............65 Páll Ólafsson, Þrótti..............63 Alfreö Gislason, KR................57 Þorgils Óttar Mathiesen, FH........55 Egill Jóhannesson, Fram............54 Hans Guðmundsson, FH...............54 Björn Björnsson, ÍR................46 Guðmundur Þórðarson, Stjörnunni....46 SigurðurGunnarsson, Víkingi........45 Guðmundur Guðmundsson er orð- inn einn skæðasti horna- og línu- maður sent íslenskur handknatt- leikur hefur alið af sér. í leik Vík- ings og FH skoraði hann 9 ntörk af línunni, flest þeirra í síðari hálfleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.