Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 2
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Föstudagur 13. janúar 1984 BLAÐAUKI Hvað vissi Kári Sölmundarson um brunavarnir, sem Skarpheðinn Njálsson vissi ékki? Brunamalastofnun nkisins auglysir eftir upplýsingum um allskonar búnað til brunavarna. Kári slapp úr Njálsbrennu en Skarphéðinn brann inni ásamt flestum frændum sínum. Það er alls óvíst hvort vitneskja um brunavamir nútímans hefði komið þeim á Bergþórshvoli að nokkmm notum á söguöld. Hins vegar er fullvíst að á 20. öldinni er nauðsynlegt að allir eigi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum. Bmnamálastofnun ríkisins þarf á degi hveijum að svara fyrirspumum þess efnis, hvar unnt sé að fá ýmsan búnað, tæki og vömr til brunavama. Stofnunin vill gjaman geta gefið hlutlægar upplýsingar hverju sinni. Þess vegna biðjum við íslenska framleiðendur og umboðsmenn erlendra aðila að senda bmnamálastofnuninni sem allra fyrst greinagóðar upplýsingar um hvað þeir kunna að hafa á boðstolum. Eftirtalin atriði eru einkum áhugaverð: — Sjálfvirk viðvömnarkerfi. — Sjálfvirk slökkvitæki. — Heimilisreykskynjarar og eldvamar- teppi. — Handslökkvitæki. — Bmnaslöngur á keflum. — Eldvamarhurðir. — Neyðarlýsingarkerfi. — Útgönguljós og eldvarnarmerkingar. — Eldþolin byggingarefni og klæðningar. — Eldþolin húsgögn, gluggatjöld og gólfteppi. — Eldþolnar málningar og lökk. — Bmnalokur í loftræstikerfi. — Bmnaþéttingar fyrir rafkapla og pípur. — Björgunarbúnaður fyrir efri hæðir húsa. — Hurðarbúnaður fýrir dyr í rýmingar- leiðum húsa. — Bmnahanar fyrir vatnsveitur bæjar- félaga. — Slökkvibílar, slökkvidælur, slöngur og annar búnaður fýrir slökkvilið. — Hlífðarfatnaður fyrir slökkviliðs- menn. — Reykköfunartæki og tilheyrandi búnaður fyrir slökkvliðsmenn. — Talstöðvar og ýmiss annar sérbún- aður og tæki fyrir slökkvilið. BRUNAMALASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 120 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 25350 Langvinn... Frh. af 7. síðu Við samningana sumarið 1980 lögðum við þunga áherslu á breytingu á fyrirkomulagi greiðslna þannig að allur réttur umfram fyrsta mánuð greiðist úr tryggingum, sem atvinnurekend- um verði gert skylt að greiða ið- gjald til. Þá yrði veikindarétturinn óháður starfstíma hjá einstökum atvinnurekendum og það þýddi að allir íslenskir launamenn héldu fullu dagvinnukaupi í heilt ár ef þeir yrðu frá störfum að ganga vegna veikinda. Þessi krafa okkar náðist ekki fram í samningunum 1980 en henni verður án efa haldið til streitu áfram og sýnir vel hvaða áherslu verkalýðshreyfingin leggur á hvers kyns úrbætur er miða að því að tryggja sitt fólk fyrir skakkaföll- um“. Rétturinn til húsnæðis Nú hafa húsnæðismál verið mjög í deiglu. Verkalýðshreyfingin hef- ur löngum haldið á lofti kröfunni um rétt verkafólks til sómasamlegs húsnæðis? „Já, það er alveg rétt. Eftir ára- langa baráttu var það knúið fram með löggjöf árið 1929 að fyrstu verkamannabústaðirnir voru byggðir og það er engin goðgá að segja að þar með hafi verið stigið stórt skref í átt til þess að tryggja fólki frumstæðustu mannréttindi. Ýmsir áfangar náðust næstu árat- ugina þó hægt miðaði, en við samn- ingagerð árið 1963 var um það sam- ið að byggja skyldi 250 íbúðir á veg- Benedikt Davíðsson formaður stjórnar SAL um Framkvæmdanefndar og jafn- framt var það bundið að 20% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna gengi til fjármögnunar íbúða á fé- lagslegum grunni. Lífeyrissjóðirnir hafa staðið við þetta hlutfall og raunar gott betur því undanfarin ár hafa þeir varið 40% síns ráðstöfu- narfjár til kaupa á skuldabréfum Byggingasjóðs verkamanna. Eftir að þetta stóra skref var stig- ið, sem m.a. má sjá stað í Breiðholtshverfunum hefur verið lögð mikil áhersla á að tryggja verkafólki ódýrt húsnæði og mikill vöxtur færst í byggingar verka- mannabústaða hin síðari árin“. Hvað viltu segja um það tilboð Vinnuveitendasambandsins að verkalýðshreyfingin versli með ýmis þau félagsleg réttindi sem fólk hefur aflað sér? „Þessar hugmyndir VSÍ eru nátt- úrulega svo fráleitar að það er vart orðum að þeim eyðandi. Það þarf að fara marga áratugi aftur í tím- ann til að leita hliðstæðu og á þeim kjaraskerðingartímum sem yfir verkafólk hafa dunið á síðustu mánuðum er það hrein móðgun við hvern vinnandi mann að svo mikið sem viðra slíkar hugmyndir. Atvinnurekendur virðast halda að þeir ráði yfir þeim réttindum sem fólk hefur aflað sér eftir lang- vinn átök. Við getum tekið sjúkra- sjóðina sem dæmi. Þeir voru stofn- settir og fjármagnaðir sem hluti af kaupi fólks á sínum tíma. Atvinnu- rekendur eiga ekki þá sjóði og þeir geta því ekki boðið það sem þeir ekki eiga. Það er boðið upp í versl- un með veikindaréttinn. Hann er minni hjá almennu verkalýðsfélög- unum en almennt gerist t.d. hjá op- inberum starfsmönnum og því er auðvitað verið að klípa af því sem allt of lítið er af fyrir, eins og ég rakti hér áðan. Fólk í landinu gerir sér mæta vel grein fyrir því að at- vinnuleysisvofan er tekin að ganga Ijósum logum og það gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir því einnig að það er búið að stórskerða kjörin. Það mun því aldrei ljá máls á því að ganga á þau félagslegu réttindi sem ein geta vegið eitthvað á móti skertum launum og ótryggu at- vinnuástandi“. í þessu stuttu spjalli við Bene- dikt Davíðsson hefur verið stiklað á stóru og aðeins fátt eitt nefnt af þeim ávinningum sem verkalýðs- hreyfingin hefur unnið og miða að því að tryggja verkafólk fyrir áföll- um þegar í harðbakkann slær. Það er þó ljóst að íslenskt tryggingak- erfi í orðsins fyllstu merkingu væri snöggtum lakara ef þessara ávinn- inga baráttunnar nyti ekki við. —v. Elsta tryggingafélagið 122 ára! Skipaábyrgðarfé- lag Vestmannaeyja Senn eru liðin 122 ár síðan elsta nústarfandi tryggingar- félagið á íslandi var stofnað. Það var gert í Vestmannaeyjum 26. janúar árið 1862 og nefn- dist það þá Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja en heitir í dag Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja. í Öldinni sem leið, minnisverð- um tíðindum 1861-1900 segir svo um stofnun félagsins: „Tilgangur félagsins er sá, að því er segir í lögum þess, að „efla og styrkja sjávarútveg Vestmannaeyja, með því að tryggja þá, er eiga í skipum, er ganga til fiskveiða á vertíð hverri, gegn skaða þeim, er skip geta orðið fyrir bæði á sjó og landi““. Ennfremur segir að af virðingar- upphæð hvers skips skuli á ári hverju gjaldast 3 ríkisdalir af 100 í sjóð þann er stofnaður verður til ábyrgðar skaða þeim er skip kunna að verða fyrir. Aðalfrömuðurinn að stofnun Skipaábyrgðarfélags Vestmanna- eyja var Bjarni Magnússon sýslu- maður. Var hann einnig fyrsti for- maður félagsins. - v. Það er ekki lakara fyrir þá þessa að hafa Bátaábyrgðarfélagið á bak við sig. BlLBELTI AFTURÍ BJARGAR! Samkvæmt skýrslum Umferðarráðs slösuðust 166 farþegar í bílum fyrstu 9 mánuði 1983, þar af sátu 79 í aftursæti - án bílbelta. Ljóst er að margir hefðu sloppið við meiðsli, ef þeir hefðu notað bílbelti. Til þess að örva notkun bílbelta í aftursæti og þar með fækka slysum á farþegum, býður ÁBYRGÐ HF., fyrst tryggingarfélaga, ennþá betri tryggingarvernd þegar aftursætisfarþegar nota bílbelti. Framyfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 krónur við dauðsfall og allt að 150.000 krónur við örorku ef farþegar í aftursæti í einkabílum, tryggð- um hjá ÁBYRGÐ HF., slasast alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. Þessi aukatrygging gildir einnig um ökumenn og farþega í framsæti í einkabílum með ökumanns- og farþegaslysatryggingu hjá ÁBYRGÐ HF., slasist þeir alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. Tryggingafélag bindindismanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.