Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 3
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. febrúar 1983 Tvö töp og Þórarar úr leik Eftir leiki helgarinnar í2. deild karla í handknattleik er Ijóst hvaða lið leika um 1. deildarsœti og hver þurfa að berjast við fallið í 3. deild. KA, Haukar, Breiðablik og Grótta eru í efri hlutanum, Pór Eyjum, HK, Ármann og Aftureld- ing í þeim neðri. Þór átti möguleika fyrir hlegi en tvö töp gegn Kópavogsliðunun sendu Eyjamennina í neðri hlutann. Þeir töp- uðu 16-13 fyrir Breiðabliki og 25-20fyrir HK. Á föstudagskvöldið vann Grótta HK 27-17, kærkominn sigur Seltirninga eftir þrjú töp í röð. Sverrir Sverrisson skoraði 8 mörk fyrir Gróttu en Sigurður Sveinsson 7 fyrir HK. Þá sigruðu Haukar Aftureldingu 27-21 í Hafnar- firði. Þórir Gíslason var markahœstur Haukanna með 8 rnörk en Sigurjón Eiríksson skoraði mest fyrir Mosfell- inga, 6 mörk. Staðan í 2. deild: KA.............. 11 7 2 2 278-243 16 Haukar.......... 13 7 2 4 305-282 16 Breiðablik.......13 6 4 3 253-235 16 Grótta...........12 8 0 4 286-283 16 ÞórVe........... 13 4 3 6 272-281 11 HK...............13 5 1 7 279-294 11 Ármann.......... 12 2 3 7 241-262 7 Afturelding......13 2 3 8 252-286 7 Leik KA og Armanns á Akureyri var frestað. Bikarkeppni í bordtennis Lið Gerplu úr Kópavogi sigruðu bœði í keppni A og B-liða á bikarmóti Fim- leikasambands íslands sem haldið var í Ármannsheimilinu og Laugardalshöll um helgina. Keppnin í báðum flokkum var milli Gerplu og Bjarkar úr Hafnar- firði og munaði ekki miklu. í keppni A-liða hlaut Gerpla 122,6 stiggegn 108,5 og hjá B-liðunum 123,75 gegn 118,75. Armenningar áttu tvö efstu liðin í keppni C-liða. Armann 2 sigraði með 92 stig en Ármann 1 hlaut 87,95 stig. Þá kom Björk með 86,35, Fylkir 83,15 og KR 75,05. Tvö lið féllu út í undanrásun- um, ÍBA og ÍR. Ármann vann einnig í piltaflokki, hlaut þar 177,60 stig, Gerpla kom næst með 130,5 og Björk þriðja með 117,9 stig. Að sögn Lovísu Einarsdóttur hjá FSÍ er það vandamál, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í nágrannalöndun- um, hve erfitt er að fá pilta til þátttöku í fimleikum og eru þeir í miklum minni- hluta í þessari íþrótt. Mótið var mjög fjölmennt, um 200 þátttakendur eða fleiri en nokkru sinni áður. Mikið af ungu og efnilegu fim- leikafólki kom fram á sjónarsviðið, eink- um hjá C-liðum stúlkna, en þar eru keppendur alltfrá sjö ára aldri. Lið Fylk- is, KR og ÍBA bœttust við frá því ífyrra. -VS íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Stefán Þ. Stefánsson á leið yfir 1,90 metra í hástökki karla og það reyndist tryggja honum sigurinn. Mynd:-eik. Jón og Bryndís bættu metin í langstökkinu Jón Oddsson, KR, og Bryndís Hólm, ÍR, unnu bestu afrekin á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í Reykjavík um helgina. Þau settu bæði glæsileg íslandsmet í lang- stökki og Jón, miðherji 1. deildar- liðs ísfirðinga í knattspyrnu, varð fyrstur Islendinga til að stökkva lengra en 7,50 metra. Hann nálgast óðum það að geta talist boðlegur á stórmót erlendis en algengt er að þeir sem þar ná verðlaunasætum stökkvi um 8 metra eða lengra. Handhafi Islandsmetsins fyrir mótið var Armenningurinn efnilegi, Kristján Harðarson, en það var 7,32 metrar. Kristján bætti það Um heila 9 sentimetra, 7,41, en það dugði ekki til sigurs því ísfirðingurinn sveif 7,52 metra. Bryndís var í sérflokki í lang- stökki kvenna og hennar helsti keppinautur var Islandsmetið. Hún náði því, bætti eigið met um 10 sentimetra með því að stökkva 5,92 metra. Bryndís var einnig ná- lægt sigri í 50 m hlaupi kvenna, þar varð hún þriðja þrátt fyrir að ná sama tíma, 6,6 sek., og sigurvegar- inn, Helga Halldórsdóttir, KR. Önnur varð Sigurborg Guömunds- dóttir, Ármanni. Keppnin í hástökkinu var einnig tvísýn en þar sigraði Stefán Þór Stefánsson, ÍR, stökk 1,90 m, sem og þeir Kristján Sigurðsson, UM- SE og Gunnar Sigurðsson, UMSS. Stefán Þór varð þriðji í langstökk- inu með 7,07 metra. Þrístökkið vann Eyfirðingurinn Guðmundur Sigurðsson en hann náði góðum árangri, stökk 14,54 m. Annar varð Kári Jónsson, HSK, með 13,81 m og þriðji Örn Gunnarsson, USVH, með 13,37 metra. f kúluvarpi karla hafði Helgi Þ. Helgason, USAH, nokkra yfir- burði og kastaði 15,40 metra. Egg- ert Bogason, FH, varð annar með 14 29 m og Garðar Vilhjálmsson, UIA, þriðji með 13,78 metra. Jóhann Jóhannsson, IR, reyndist sprettharðastur þegar að 50 m hlaupinu kom. Hann fékk tímann 5,8 sek, Akureyringurinn úr KR, Hjörtur Gíslason einnig en varð annar og Gísli Sigurðsson, KR, þriðji á 6,0. FH vann þrefalt í 800 m hlaupi. Magnús Haraldsson kom fyrstur í mark á 2:06,3 mín, þá Viggó Þóris- son, sá efnilegi hlaupari, á 2:08,1 og Sigurður Haraldsson lenti í þriðja sæti með 2:08,3 mín. Magnús sigraði einnig í 1500 m hlaupi á 4:22,8 mínútum. Gunnar Birgisson, ÍR, varð annar á 4:29,7 og Ómar Hólm, FH, þriðji á 4:32,1. í boðhlaupi karla reyndust Hafnfirðingarnir úr FH fljótastir, þá ÍR-ingar, síðan Breiðablik. Kvennasveit ÍR sneri dæminu við og varð á undan FH-stúlkunum í mark. Jllöt'jOúiiblsiíijs Bryndís Hólm bætti íslandsmetið í langstökki kvenna. Þórdís Gísladóttir var fjarri góðu gamni í hástökki kvenna en sú grein vannst á 1,45 m. Þórdís var að stökkva 1,86 í Bandaríkjunum á dögunum. Hanna Símonardóttir, UMSB, og Sigríður Guðjónsdótt- ir, HSK, stukku báðar áðurnefnda hæð en Hanna sigraði á færri til- raunum. Á eftir Bryndísi í langstökkinu komu þær Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, og Linda B. Loftsdóttir, FH með 5,21 og 5,15 metra. Soffía Gestsdóttir, HSK, varp- aði kúlu lengst allra kvenna, 12,68 metra. Helga Unnarsdóttir, UIA, kom næst með 11,93 og þáMargrét Oskarsdóttir, ÍR, með tíu og liálfan. Þá er aðeins ótalið 50 m grindahlaup kvenna en þar sigraði Helga Halldórsdóttir, KR, rétt eins og í 50 m hlaupi án grinda. Hún var þó 0,6 sekúndum lengur eftir að grindurnar höfðu verið settar upp og hljóp því á 7,2 sek- úndum. Sigurborg Guðmundsdótt- ir, Ármanni, hljóp á 7,3 sekúndum (og vonandi á skóm líka) og Birg- itta Guðjónsdóttir, HSK, varð þriðja á 7,9 sekúndum. -VS Allt eftir bókinni hjá stulkunum Það fór allt eftir bókinni í 1. deild kvenna í handknattleik á laugardaginn. Þrír leikir fóru fram í 1. deild, þrjú lið úr efri hluta deildarinnar sigruðu þrjú þeirra neðri. Fyrst vann Fram Hauka 25-11, þá sigraði FH KR 19-15 og loks unnu Valsstúlkurnar Víking 18-12. Staðan í 1. deild: Valur.......... 11 8 2 1 176-134 18 FH...............10 7 2 1 169-125 16 Fram.............10 7 1 2 153-116 15 ÍR...............10 7 1 2 165-133 15 Víkingur.........11 3 1 7 131-162 7 KR.............. 10 3 0 7 123-134 6 Haukar.......... 10 0 1 9 111-179 1 Þór Ak........... 6 0 0 6 80-124 0 Bikararnir til Gerplu og Ármanns Bikarkeppni Borðtennissambands ís- lands verður haldin ífyrsta skipti í vetur ogferfyrsta umferðin fram sunnudaginn 13. febrúar í Fossvogsskóla. Um nœstu umferðirfer eftir þátttöku og verða þœr tilkynntar eftir þá fyrstu. Þátttökutilkynningar skulu berast mótanefnd fyrir 10. febrúar. Þátttöku- gjald er kr. 500,- fyrir hvert lið. ímóta- nefnd eru Jón Kr. Jónsson, s. 30354, Gísli Hjartarson, s. 83674 ogÁgústHaf- steinsson, s. 83674. Celtic slapp með jafntefli Celtic slapp fyrir horn gegn Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu þegar félögin mœttust á Tannar- dice Park í Dundee á laugardaginn. Pat Bonnar markvörður Celtic varði víta- spymu frá Eamonn Bannonn rétt fyrir hálf- leik og lið hans hélt því öðru stiginu. Charlie Nicholas skoraðifyrir Celtic á 4. mínútu en Davið Dodds jafnaði fyrir heimaliðið á 38. mínútu og úrslitin því 1-1. Rangers varð að sœtta sig við enn eitt jafnteflið á heimavelli, nú 1-1 gegn Dundee, og stjórinn, John Greig, er ekki talinn líklegur til að endast út keppnis- tímabilið. Hibernian vann Morton 2-0. St.Mirren sigraði Kilmarnock 2-0. Leik Aberdeen og Kilmarnock var frestaðþar sem völlur Aberdeen, Pittodrie, var gegnsósa af vatni. Staðan í úrvalsdeildinni: Celtic.........22 17 3 2 59-24 37 Aberdeen........22 15 4 3 43-14 34 Dundee United 22 13 6 3 48-19 32 Rangers........22 6 10 6 30-27 22 Dundee........ 22 6 8 8 28-29 20 Hibernian......23 4 10 9 19-30 18 St.Mirren......23 4 9 10 23-36 17 Motherwell.....22 8 1 13 25-44 1 7 Morton.........23 4 7 12 23-42 15 Kilmarnock... 23 2 8 13 18-51 12 Charlie Nicholas, einn efnilegasti knatt- spyrnumaður Skota, skoraði mark Celt- ic eftir fjórar mínútur. Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íbróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Einn maður úr hvoru byrjunar liði inná undir lokin! Einn maður úr hvoru byrjunar- liði, hjá ÍR og Fram, var eftir á vellinum á lokamínútum leiks liðanna í úrvalsdeildinni í körfukn- attleik á sunnudaginn. Fimm IR- ingar voru komnir útaf með 5 villur og fjórir Framarar, tveir þeirra reknir út úr húsinu eftir útistöður við dómara. Jafnvel þeir þaulsætn- ustu á varamannabekkjunum fengu því að spreyta sig undir lokin en þegar að mestu upplausninni kom voru úrslitin ráðin; ÍR vann 96-86, annar sigur liðsins á fjórum dögum og sá sjötti í átta síðustu leikjunum í úrvalsdeildinni. Framarar voru ákveðnari í byrj- un en ÍR náði fljótlega forystunni. Aldrei munaði þó meiru en 4 til 6 stigum og þegar stutt var til hálf- leiks jöfnuðu Framarar 37-37. Þá tók ÍR góðan sprett og leiddi í hléi 49-40. Sú forysta stóð ekki lengi, Fram- arar gáfu ekkert eftir og voru komnir yfir um miðjan síðari hálf- leikinn, 66-64. Um svipað leyti var Pétur Guðmundsson hjá ÍR kom- inn með 4 villur og Gylfi Þorkels- son og Jón Jörundsson horfnir af leikvelli með 5 stykki hvor. En hin- um megin fengu Þorvaldur Geirs- son, Val Brazy og Viðar Þorkels- son 4. villuna hver og vendipunkt- urinn var sjö mínútum fyrir leiks- lok. ÍR var yfir 73-69 og þá fékk Brazy sína 5. viilu. IR skoraði 16 stig gegn 3, staðan 89-72 þegar þrjár mínútur voru eftir, enþáfyllti Pétursinn villukvóta. Urslitin voru ClllKUIIl fékk 5. villuna og var rekinn útúr húsinu fyrir að dangla í Gunnar dómara og Ómar Þráinsson fauk sömu leið fyrir kjafthátt. Viðar fékk 5. villuna og Guðsteinn Ingi- marsson einn eftir af byrjunarliði Fram. Hreinn Þorkelsson og Krist- inn Jörundsson ÍR-ingar kláruðu einnig sinn skammt og Kolbeinn Kristinsson einn eftir úr þeirra byrjunarliði en þó Frömurum tæk- ist að laga stöðuna nokkuð komst sigur ÍR-inga ekki í hættu. Staða f R styrkist enn og fallhætt- an óðum að hverfa. Mikill kraftur og barátta einkennir leik liðsins og sjálfstraustið, sem ekkert var fram- an af vetri, skín úr augum allra. Pétur var óstöðvandi í fyrri hálfleik og skoraði þá 21 stig en hann var öllu mistækari í þeim síðari. Hreinn lék mjög vel allan tímann og Kolbeinn Kristinsson átti stór- góðan síðari hálfleik. Skoraði þá hvað eftir annað með glæsilegum langskotunr. Þessir þrír báru af en aðrir stóðu fyrir sínu. Pétur skoraði 29 stig, Hreinn 22. Kolbeinn 20, Hjörtur Oddsson 7, Kristinn og Jón Jör. 6 hvor, Gylfi 4 og Kristján Einarsson tvö. Fram átti ágætan dag þar til villu- vandræðin fóru að segja til sín. Val Brazy lék samherja sína virkilega vel upp, allt annað að sjá til hans en gegn Keflavík í þeirn efnum, og hann skoraði t.d. ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik, úr sinni ann- arri skottilraun. Viðar skoraði drjúgt úr langskotuni þótt nýtingin hefði kannski getað verið vetri og Þorvaldur átti góðan dag. Ómar lék sinn besta leik í langan tíma og það er mikill styrkur fyrir Fram að Guðsteinn skuli vera kominn á ný, ekki síst meðan Sínron Ólafsson er fjarverandi vegna veikinda. Skortur á breidd háir Fram þó nokkuð, kannski ekki eins mikið og virðist því Guðmund Hallgríms- son mætti að ósekju nota meira. Hávaxinn piltur og nokkuð efni- legur að því er virðist. En Fram gæti átt í erfiðleikum í næsta leik, í Guðsteinn Ingimarsson, Fram, sækir að Hirti Oddssyni, IR, í hinum sögulega leik liðanna á sunnudaginn. Báðum tókst að sleppa við „fimmvillurnar“ og leika leikinn á enda þótt flestir félaga þeirra hyrfu af leikvelli. Mynd: -eik Valsmenn ekki í miklum vandræðum með botnlið KR Það fór eins og við var að búast þegar efsta lið úrvalseildarinnar í körfuknattleik, Valsmenn, léku við botnlið KR í Ilagaskólanum á laugardaginn. Valsmenn léku allan tímann eins og þcir sem valdið hafa, tóku þegar forystuna og héldu henni allan tímann. Nítján stiga inunur þegar upp var staðið var síst of lítið, Valsmenn sigruðu 103-94 eftir að hafa leitt í hálfleik 49-35. Leikurinn var nokkuð hraður og fjörugur þegar í upphafi en hittni leikmanna var nokkurn tíma að komast í eðlilegt horf, einkum hjá KR-ingum. Það tók t.d. Stewart Johnson sjö skottilraunir að kom- ast á blað og þegar það loks tókst voru Valsmenn komnir með góða forystu, 21-9. Munurinn jókst og varð mestur 45-27 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. í byrjun síðari hálfleiks náðu KR-ingar sínum besta leikkafla eftir að Valur hafði komist í 55-39. Johnson og Jón Sigurðsson skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og allt í einu munaði aðeins sjö stigum, 57-50. En þá settu Vals- menn allt á fullt, komust í 68-52 og eftir það átti KR aldrei möguleika. Tuttugu og tveggja stiga forysta náðist tvívegis, 86-64 og 96-74, og Valsmönnum tókst að rjúfa hundr- að stiga múrinn eina ferðina enn í vetur, 103-84. Liðsheildin hjá Val er afar sterk og engu virtist skipta þótt Rík- harður Hrafnkelsson væri í leikbanni. Tómas Holton fékk í staðinn betra tækifæri en oftast áður til að sýna hve geysilega efni- legur leikmaður hann er og lét það ekki ónotað. Jón Steingrímsson átti mjög góðan fyrri hálfleik og Tim Dwyer tók að skora sjálfur í þeim síðari eftir að hafa gert mest af því að mata aðra fyrir hlé. Torfi Magnússon var drjúgur að vanda, samt nokkuð frá sínu besta og Kristján Ágústsson lék vel. Tim skoraði 22 stig, Jón, Kristján og Tómas 18 h ver, Torfi 13, B j örn Zo- ega og Sigurður Hjörleifsson 4, Hafsteinn Hafsteinsson, Hannes Hjálmarsson og Leifur Gústafsson tvö hver. Allir skoruðu - undir- strikar enn breiddina og yfirburði Vals. Tveir menn, Johnson og Jón Sig. sjá um allt hjá KR og ekki bætti úr skák að sá sem stendur þeim næst- ur, Páll Kolbeinsson, lék ekki með vegna meiðsla. Johnson var lengi í gang en hitti ágætlega eftir það og Jón lék virkilega vel. Kraftur hans fleytti liðinu langt. Aðrir voru slak- ir, helst að Þorsteinn Gunnarsson kæinist þokkalega frá leiknum. Johnson skoraði 37 stig, Jón 24, Þorsteinn 8, Björn Indriðason 4, Kristján Rafnsson 3, Ágúst Líndal, Birgir Guðjónsson og Stefán Jó- hannsson tvö hver. Gunnar Guðmundsson og Þrá- inn Skúlason sýndu dómgæslu í meðallagi. -VS Njarðvík, fari þeir Þorvaldur og Ómar í bann eins og líklegt má telja. Viðar skoraði 21 stig fyrir Fram, Brazy 16, Þorvaldur 16, Ómar 15, Guðsteinn 8, Jóhannes Magnússon 5, Guðmundur 3 og Auðunn Elíasson tvö. Gunnar Valgeirsson og Davíð Sveinsson dæmdu leikinn. Þeir leyfðu alls konar röfl og raus og geta því sjálfunr sér um kennt að allt skyldi fara úr böndunum undir lokin. -VS Staðan: Staðan í úrvalsdcildinni í körfu- knattleik eftir leiki helgarinnar: Valur...........14 11 3 1278-1120 22 Keflavík........14 10 4 1162-1148 20 Njarðvik........14 7 7 1139-1158 14 ÍR.............15 6 9 1155-1198 12 Fram.......... 15 5 10 1317-1332 10 KR..............14 4 10 1178-1273 8 Næstu leikir eru á fiinmtudags- kvöldið. Þá mætast KR og Njarðvík í Hagaskólanum og Keflavík-Valur í Keflavík. Þurftu engan stórleik Botnbaráttulið ÍR sigraði ís- landsmcistara Njarðvíkur 78-60 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á föstudagskvöldið þegar félögin mættust í Njarðvík í einum léleg- asta leik deildarinnar í vetur. Virt- ust Njarðvíkingar alveg heillum horfnir án Bandaríkjamannsins þeirra, Bill Kottermann, sem meiddist í leik Keflavíkur og Njarðvíkur á dögunum. ÍR komst strax yfir, 6-0 og fyrsta karfa Njarðvíkinga kom ekki fyrr ená þricVi nínútu eftir aragrúa til- rauna. ÍR-ingar héldu forystunni allan fyrri hálfleikinn og varð mun- urinn mestur, 12-28, á 14. mínútu. Þá skoruðu Njarðvíkingar næstu átta stigin en ÍR var fyrir í hálfleik 29-39. Strax í upphafi síðari hálfleiks fóru heimamenn að saxa á for- skotið og á 12. mínútu komust þeir yfir í fyrsta og síðasta skipti, 54-53, mest fyrir tilstilli Ástþórs Inga- sonar og Alberts Eðvaldssonar sem börðust eins og ljón í vörninni. En allan aga virtist vanta í Njarðvíkurliðið og leikur þess hrundi algeriega. Ekki bætti úr skák að þeir Hilmar Hafsteinsson þjálfari og Valur Ingimundarson voru reknir útúr húsinu undir lok leiksins og eiga bann yfir höfði sér. ÍR var langt frá því að eiga stór- leik, þess þurfti einfaldlega ekki til að leggja meistarana. Pétur Guð- mundsson og Kolbeinn Kristinsson léku mjög vel og báru uppi leik liðsins. Þeir skoruðu sín 24 stigin hvor, Gylfi Þorkelsson 13, Kristinn Jörundsson 10, Hreinn Þorkelsson 6 og Jón Jörundsson eitt. Valur Ingimundarson var eini Njarðvíkingurinn sem var nálægt því að sýna sitt rétta andlit og skoraði 24 stig. Sturla Örlygsson kom næstur með 9, Árni Lárusson 8, Gunnar Þorvarðarson 6, Ingim- ar Jónsson 5, Albert Eðvaldsson 4 og Ástþór Ingason 4. Dómgæsla Kristins Albertssonar og Gunnars Guðmundssonar var undir meðallagi en bitnaði ekki frekar á öðru liðinu eins og Njarðvíkingar virtust almennt telja. -gsm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.