Þjóðviljinn - 15.03.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Þriðjudagur 15. mars 1983 Aðalsíini Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími aigreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Frumvarp flokks- formanna um kjördæmamálið Samþykkt Frumvarp flokksformannanna fjögurra var samþykkt frá alþingi í gær. Lögin gera ráð fyrir breytingu á kosningalögum og fleiru. Þarmeð er ekki sagt að breyting- in á stjórnskipunarlögunum verði framkvæmd, því næsta þing þarf að samþykkja breytinguna til að kom- ist til framkvæmda. Þannig verður t.d. ekki kosið samkvæmt breytingunni fyrr en í þarnæstu kosningum. - óg. Lánsfjárlögin Samþykkt Lánsfjárlögin voru samþykkt frá efri deild alþingis í gær. Lögin miðast við það einsog fram kom hjá Ragnari Arnalds er hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði í neðri deild á dögunum, að erlendar lántökur aukist ekki að raungildi. -óg. Skrúfudagurinn, áriegur kynningardagur nemenda í Vélskóla íslands, var haldinn sl. iaugardag. Þar stunduðu nemendur verklega kcnnslu að viðstöddu fjölmenni gesta sem komu til að kynnast skólanum. Var þetta í 23. skipti sem Skrúfudagurinn er haldinn að sögn forsvarsmanna nemenda. Myndina tók Þormar Stefánsson, einn nemenda skólans, en nú munu um 350 nemendur vera í Vélskóla ísiands. Alþýðubandalagið: G-listinn 23. apríl í kvöld, þriðjudaginn 15. mars verður félagsfundur Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík haldinn í Hrey filshúsinu á horni Grensásveg- ar og Miklubrautar. Fundurinn hefst kl. 20.30 og verður þar kynnt tillaga um framboðslistann í vor. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandaiagsins hefur framsögu á fundinum og nefnir hann hana: Islensk leið - ekki leiftursókn. Fundir á Akureyri Það verður sannkölluð Akur- eyrarhelgi hjá Alþýðubandalaginu um næstu heigi, 18.-20. mars. Um þá helgi heldur AB landbúnaðarr- áðstefnu og miðstjórnarfund á Hó- tel Varðborg og hefur boðað til al- menns stjórnmálafundar að Hótel KEA sunnudaginn 20. mars kl. 16. Landbúnarðarráðstefnan verður sett kl. 20.30 á föstudag. Mið- stjómarfundurinn hefst á sama stað kl. 14 á laugardag. Tilkynnið þátt- töku til skrifstofu bandalagsins í síma 17500, 17504 og 28655. Stúdentar í Háskóla íslands: Kosningar í dag Þær skipa 1. og 2. sætið á lista Vinstri manna í kosningunum til stúdentar- áðs í dag. F.v.: Valgerður Jóhannesdóttir og Jóna Háifdanardóttir. Ljm. Atli. Stúdentar ganga til kosninga í dag og verður kosið um 13 fulltrúa í stúdentaráð og tvo í Háskólaráð. Verður kosið um heiming þeirra sem af hálfu stúdenta sitja í Háskól- aráði og svo helming þeirra sem sitja í stúdentaráði. Eins og í síð- ustu kosningum bjóða þrír listar fram, A - listi Vöku, B - listi Vinstri manna og C - listi Umbótasina. I Stúdentaráði eiga nú sæti 13 full- trúar Vinstri manna, 10 fulltrúar Vöku og 7 frá Umbótasinnum. Fjórir þeirra eiga cinnig sæti í Háskóiaráði. Það kom fram í spjalli sem Þjóðviljinn átti síðastliðinn fimmtu- dag við Jónu Hálfdanardóttur og Valgerði Jóhannsdóttur sem skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri manna, að það sem helst verður bitist um í þessum kosningum er að færa rekstur Félagsstofnunar stúdenta aftur á félagslegan grundvöll til hagsbóta fyrir stúdenta en frá þeim tíma sem Vökumenn hafa setið við stjórnvölinn hafa gróðrasjónarmið eingöngu ráðið ferðinni en ekki hagsmunir stúdenta Þá hefur leiga á Hjónagörðum og einstaklings- herbergjum fyrir stúdenta hækkað upp úr öllu valdi og eru uppi hug- myndir um að stórhækka leiguna allt uppað 100% svo bygging nýra garða sækir kostnað sinn beint í vasa stúdenta sem þar byggja og stefnir framfærslu þeirra og þar með námi í mikla hættu. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fór fram á föstudagin og í gær, en í dag verður kosið á átta stöðum, 1., 2., 3. og fjórða kjördeild eru í hliðarsal Félagsstofnunar stú- denta, 5. kjördeild í Lögbergi, 6. kjördeild í húsi Raunvísinda, 7. kjördeild að Grensásvegi 12 og 8. kjördeild í Landsspítalanum.. hól. Prófkjör Alþýðuflokksins á Vestfjörðum: Karvel sigraði naum- lega Karvel Pálmason sigraði Sig- hvat Björgvinsson í baráttunni um 1. sætið á lista Alþýðu- flokksins í Vestfjarðarkjör- dæmi í prófkjöri flokksins, en úrslit voru kunngerð um síð- ustu helgi. Karvel hlaut 442 at- kvæði í fyrsta sætið en Sighvat- ur 418. AIls tóku 937 manns þátt í prófkjörinu. Það vekur athygli að í Bolung- arvík, vígi Karvels'kaus 250 manns en ekki nema 368 á ísafirði. Mikil ólga er meðal stuðningsmanna Sig- hvats með úrslitin, en hann hefur Aðeins 24 atkvæði skildu milli Karvels og Sighvats í 1. sætið en 937 tóku þátt í prófkjörinu, þar af 250 manns í Bolungarvík, aðalvígi Karvels. skipað 1. sæti listans í síðustu kosn- ingum. Og eins og kemur fram í samtali við Sighvat annarsstaðar í blaðinu er alls óvíst hvort hann tekur 2. sætið á listanum. Þessi úr- slit gætu því haft alvarlegar afleið- ingar fyrir Alþýðuflokkinn á Vest- fjörðum í næstu kosningum. - S.dór. / Anægður með úrslitin segir Karvel Pálmason Það á enginn að taka þátt í Hann sagðist ekki vita til annars kjörið alveg fullkomlega. stjórnmálum sem ekki getur tekið en að prófkjör Alþýðuflokksins á Auðvitað er ég ánægður með úrslitum í lýðræðislegum kosning- Vestfjörðum hafi farið fram ná- úrslitin, ég kepptiað 1. sæti og náði um, sagði Karvei Pálmason alþing- kvæmlega eftir þeim leikreglum því marki. Um það sem Sighvatur ismaður í samtali við Þjóðviljann í sem settar voru og hann sagðist hefur sagt vil ég ekkert segja, sagði g*r. treysta því fólki sem sá um próf- Karvel Pálmason að lokum. S.dór Sighvatur Björgvinsson um 2. sætið: Ekki tekið ákvörðun enn Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort ég tek sæti á listanum og geri það ekki fyrr en á fundi í kjör- dæmisráði Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum, sem ég hef óskað eftir að haldinn verði um næstu helgi, sagði Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður í samtali við Þjóðviljann í gær. Sighvatur sagðist hafa fyrir því sannanir að yfirlýstir stuðnings- menn annarra floícka hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Nefndi hann til stjórnanda í prófkjöri sérframboðs Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, men úr trúnaðarmannaráði Sjálf- stæðisflokksins, auk ýmissa flokks- bundinna Sjálfstæðismanna. Þá sagðist hann vita til þess að fjöl- skylda eins af frambjóðendum Al- þýðubandálagsins hefði tekið þátt í prófkjörinu, og raunar fólk úr öll- um flokkum, yfirlýstir andstæðing- ar Alþýðuflokksins, sem sitja í sveitastjórnum fyrir aðra flokka. Ég hef afhent formanni kjör- dæmisráðsins lista með nöfnum 40 til 50 manns sem þátt tóku í próf- kjörinu, en eiga sæti í sveitastjórn- um, ráðum og nefndum annarra flokka, sagði Sighvatur. Hann var spurður að því hvort það, sem hann segir að þarna hafi átt sér stað, sanni ekki að opin prófkjör henti ekki minni flokkun- um hér á landi. Nei, ég tel að fólkinu sé fullkom- lega treystandi í opnu prófkjöri, en það er aftur á móti spurning hvort frambjóðendum og áköfustu stuðningsmönnum þeirra er treystandi, svaraði Sighvatur Björ- gvinsson. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.