Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 3
10 SÍÐA — ÞJÚÐVILJINN Þriðjudagur 15. mars 1983
\ Þriðjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
lj>rottir
Umsjón:
Viöir Sigurösson
Umsjón:
L: ■■ Viðir Sigurðsson
■Hi
máMngH
mátni/tg tj
trtátöng*.
idlningfí
Málning*
^é/ni/n
lálnínff'
mhlniný
Knattspyrnan á meginlandinu
Sævar skoraði glæsimark og
Pétur er enn í toppbaráttu
Ssevar Jónsson landsliðsmið-
vörður í knattspyrnu skoraði fail-
egt mark fyrir lið sitt, CS Briigge, í
1. deildinni belgísku á sunnudag.
Briigge gerði þá jafntefli, 1-1, við
Lierse og náði forystu þegar Sævar
sendi knöttinn í netið af 25 m færi
strax á tíundu mínútu.
Pétur Pétursson og félagar í Ant-
werpen eru áfram í slagnum um
meistaratitilinn, stigi á eftir Ander-
lecht. Þeir sigruðu Waregem 3-1 á
sunnudag. Waterschei vann Be-
erschot 1-0 en Lárus Guðmunds-
son varð að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla. Sömu sögu er að segja af
Arnóri Guðjohnsen, en lið hans,
Lokeren, vann einnig, 3-0 á útivelli
gegn Courtrai. Tongeren, lið
Magnúsar Bergs, situr áfram á
botninum eftir 3-0 tap gegn Ser-
aing.
Átta marka leikur
Velgengni Stuttgart með Ásgeir
Sigurvinsson í fararbroddi heldur
áfram. Liðið lék gegn Bayer Le-
verkusen í vestur-þýsku „Bundesl-
igunni" á laugardag og sigraði 5-3.
Ásgeir skoraði ekki að þessu sinni.
Staðan breyttist þó nær ekkert því
öll efstu liðin sigruðu. Hamburger
vann Frankfurt 3-0, Bayern Múnc-
hen sigraði Bochum með sömu
markatölu, Dortmund lagði Núm-
berg 4-0 og Köln sigraði Dúss-
eldorf 4-0. Hamburger, Bayern og
Dortmund hafa því 34 stig, Stutt-
gart 31 og Köln 30 stig.
Laval áfram
Laval, lið Karls Þórðarsonar í
Frakkalandi, komst í 16-liða úrslit
bikarkeppninnar þar með 1-1 jafn-
tefli gegn Nancy. Laval vann fyrri
leikinn 1-0. Lens féll hins vegar út,
tapaði 0-2 í Bordeaux eftir að hafa
unnið heima, 1-0. Önnur toppliða
sem komust áfram eru Nantes,
Monaco og Paris St. Germain.
Enn jafnt í Holiandi
Hin jafna keppni í Hollandi
heldur áfram. Ajax sigraði NEC
Nijmegen 4-0 á útivelli um helgina,
Feyenoord vann einnig úti, 1-0
gegn AZ 67, og PSV Eindhoven
sigraði Haarlem 2-1. Ajax og Fey-
enoord hafa 41 stig, PSV 38.
í bikarkeppninni drógust Ajax
og PSV saman í undanúrslitunum.
Það ætti að vera úrslitaleikur því í
hinum undanúrslitaleiknum mæt-
ast Haarlem og Nijmegen. Leikið
verður heima og heima.
Maradona og Menotti
Leikvangur Barcelona, Nou
Camp, var troðfullur þegar liðið
lék við Real Betis í spænsku 1.
deildinni á sunnudag. Diego Mara-
dona var að leika sinn fyrsta leik í
þrjá mánuði eftir að hafa verið
rúmliggjandi með lifrarsjúkdóm og
annar kunnur Argentínumaður,
Cesar Luis Menotti, var að stýra
liðinu í fyrsta, skipti.
Leikurinn byrjaði nógu vel;
Maradona lagði upp mark strax á
þriðju mínútu, en gestirnir jöfnuðu
fyrir hlé og lokatölurnar 1-1. Real
Madrid sigraði Celta Vigo og Atl-
etico Bilbao vann Salamanca 4-0.
Þegar sex umferðum er ólokið á
Spáni hafa Real Madrid og Bilbao
42 stig hvort gegn 38 hjá Barcelona
og Menotti og Maradona mega því
taka upp sparihanskana.
Platini með tvö
Frakkinn Michel Platini virðist
vera að ná sér á strik með ítölsku
Blikastúlkur skelltu meistur-
um Próttar í lokaleiknum
Deildakeppninni í blaki lauk um
helgina, leiknir voru síðustu leikir í
öllum deildum. Úrslitin voru alls
staðar ráðin, Þróttur hafði tryggt
sér sigur í 1. deild karla og kvenna
og HK var komið upp í 1. dcild
karla. Úrslitin um helgina urðu
þessi:
t. deild karla:
Víkingur-UMSE...............2-3
(11-15, 7-15, 15-3, 15-7, 11-15)
IS-Bjarmi...................3-0
(15-7, 15-8, 15-5)
Víkingur-Bjarmi.............2-3
(15-8, 2-15, 6-15, 15-10, 9-15)
Þróttur-UMSE................3-0
(15-2, 15-11, 18-16)
Lokastaðan:
Þróttur...... 16 15 1 47-13 30
ÍS........... 16 13 3 43-13 26
UMSE......... 16 6 10 21-37 12
Bjarmi....... 16 6 10 21-37 12
Vík.......... 16 0 16 16-48 0
Punktafjöldi úrleikjunum íheild
réði úrslitum um þriðja sætið sem
þar með féll í skaut Eyfirðinga.
1. deild kvenna:
ÍS-KA........................3-1
(15-7, 15-10, 14-16, 15-2)
Þróttur-Breiðablik...........2-3
(14-16, 3-15, 15-9, 15-5, 11-15)
Víkingur-KA..................2-3
(12-15, 7-15, 15-12, 16-14, 9-15)
Breiðabliksstúlkurnar unnu
þarna góðan sigur á meisturum
Þróttar og hafa þær fyrrnefndu far-
ið mjög vaxandi síðari hluta vetrar.
Lokastaðan:
Þróttur...... 16 15 1 47-14 30
ÍS............ 16 11 5 39-17 22
Breiðablik... 16 10 6 34-23 20
KA............16 4 12 15-39 8
Víkingur..... 16 0 16 6-48 0
2. deild karla:
Samhygð-Þróttur Nes.........3-0
(15-1, 15-6, 15-5)
Fram-Þróttur Nes.............3-1
(15-8, 15-13, 14-16, 15-12)
Lokastaðan:
HK.............. 8 6 2 19- 7 12
Samhygð...........8 5 3 19-14 10
Fram............. 8 5 3 18-15 10
Breiðablik........8 2 6 11-20 4
Þróttur Nes..... 8 2 6 9-20 4
HK tekur því sæti Víkings í 1.
deild og ieikur þar í fyrsta skipti
næsta vetur.
-VS
meisturunum Juventus. Hann
skoraði tvívegis á sunnudag þegar
lið hans sigraði Avellino 4-1. AS
Roma vann Pisa 2-1 úti, Roberto
Falcao og Di Bartolomeo skoruðu
mörkin, og heldur áfram þriggja
stiga forystu. Hefur nú 33 stig gegn
30 hjá Juventus þegar átta um-
ferðum er ólokið í ítölsku 1.
deildinni.
-VS
Obreytt
i« ií r
roo i
2. de ild
KA og Haukar standa áfram best
að vígi í toppbaráttu 2. deildar
karla í handknattleik en fyrsta um-
ferðin af fjórum um sæti í 1. deild
fór fram að Varmá í Mosfellssveit
um helgina. Breiðablik vann þó á
en Grótta tapaði öllum sínum
_ lcikjum og er líklega úr leik. Úrslit
leikjanna urðu þessi:
Föstudagur:
Breiðablik-KA....28-16 (11- 9)
Haukar-Grótta ......27-22 (13-15)
Laugardagur:
KA-Grótta........21-15 ( 8- 2)
Haukar-Breiðabl. .. 21-19 (11-18)
Sunnudagur:
Breiðabl.-Grótta.... 18-17 ( 8- 8)
Haukar-KA........ 24-24 (11-13)
Staðan:
KA...........17 10 4 3 405-370 24
Haukar.......17 10 3 4 403-365 23
Breiðablik...17 8 4 5 338-312 20
Grótta.......17 8 0 9 382-401 16
Önnur umferð fer fram á Sel-
tjarnarnesi um næstu helgi.
Coe hóf upphitun-
ina með heimsmeti
Bill Kottermann Njarðvík-
ingur reynir skot að körfu
ÍR-inga í leik liðanna í fyrra-
kvöld. Pétur Guðmundsson
er til varnar.
Mynd: -eik
-
Faliib er annarra höf-
uðverkur héðan af“
„Við föllum ekki, það er annarra
höfuðverkur héðan af,“ sagði Jim
Dooley þjálfari úrvalsdeildar ÍR í
körfuknattleik eftir sigurinn á
Njarðvík, 95-82, í Hagaskólanum í
fyrrakvöld. Dooley var ekkert að
leyna fögnuði sínum, sem vonlegt
var, og bætti við: „Það fór margt
miður í þessum leik, en allt í lagi
með það, nú er rétti tíminn til að
brosa og láta sér líða vel.“
Já, ÍR-ingar höfðu fulla ástæðu
til að gleðjast. Liðið tapaði sjö
fyrstu leikjum sínum í úrvals-
deildinni og fallstimpillinn var
rækilega þrykktur á leik þess. Þá
kom Pétur Guðmundsson til skjal-
anna og eftirleikinn þekkja allir.
Kristinn Jörundsson, fyrirliði
ÍR, var ekki síður í sjöunda himni:
„Ástandið var ekki svo hrikalega
slæmt þegar Pétur kom en eftir það
fóru menn virkilega að sýna hvað í
þeim bjó. Pétur hirti fráköstin, það
var hlutur sem okkur vantaði,
sjálfstraustið kom og nú er mikill
léttir að vera laus úr fallhættunni.
Keppnistímabilið er þó ekki búið,
bikarinn er eftir, en fyrir mig er þar
snúinn leikur næst á dagskrá, gegn
IS í undanúrslitunum." Kristinn er
nefnilega einnig þjálfari 1.
deildarliðs ÍS!
Leikurinn sjálfur milli ÍR og
Njarðvíkur er auðgleymdur. ís-
landsmsistarar Njarðvíkinga voru
áhugalausir á löngum köflum og
aðeins í byrjun veittu þeim ÍR-
ingum virkilega keppni. IR komst í
27-16 um miðjan fyrri hálfleik og
var yfir í hléi, 48-39. í síðari hálf-
leik varð munurinn fljótt fimmtán
stig og varð mestur tuttugu, 91-71,
þegar Pétur Guðmundsson hvarf af
leikvelli með sína fimmtu villu fyrir
leikslok. Njarðvíkingar tóku þá
fjörkipp, sinn besta í leiknum, en
möguleikinn á sigri var löngu rok-
inn útí veður og vind.
ÍR var nokkuð frá sínu besta en
meira þurfti ekki. Hreinn Þorkels-
son og Pétur Guðmundsson voru
bestu menn og Kristinn Jörunds-
son var ekki langt að baki. Hreinn
lék af krafti og ákveðni sem endra-
nær, Pétur hafði hægt um sig í
byrjun en skoraði síðan 14 stig á tíu
minútum þegar ÍR var að síga
framúr í fyrri hálfleiknum. Gylfi
Þorkelsson var einnig mjög drjúg-
ur og liðsheildin var sterk. ÍR er
eitt þriggja bestu liða landsins í
dag, á því er enginn vafi.
Þegar Valur Ingimundarson og
Bill Kottermann eru langt frá sínu
besta er ekki von á góðu hjá
Njarðvík. Valur var mjög mistæk-
ur, svo og Bill, þótt sá síðarnefndi
tæki sig mjög á eftir hlé en hann
skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálf-
leik. Gunnar Þorvarðarson var
bestur þótt hann hafi oftast lagt sig
meira fram en í þessum leik. ísak
Tómasson vakti athygli í síðari
hálfleiknum en í heild var liðið
óskaplega slakt og áhugalítið.
Stig IR: Pétur 28, Hreinn 19,
Kristinn 19, Gylfi 16, Hjörtur
Oddsson 4, Jón Jörundsson 4, Kol-
beinn Kristinsson 4 Ragnar Torfa-
son eitt.
Stig Njarðvíkur: Gunnar 21,
Kottermann 18, Valur 16, ísak 8,
Júlíus Valgeirsson 7, Árni Lárus-
son 6 og Ingimar Jónsson sex.
Gunnar Valgeirsson og Kristinn
Albertsson dæmdu. Framan af
fórst þeim það þokkalega úr hendi
en þegar á leið urðu smásmug'u-
legir dómar til að setja leiðinlegan
svip á leikinn.
-VS
Valsmenn stungu
KR-inga af undir lokin
Sebastian Coe, hinn snjalli
breski hlaupari sem við sögðum frá
í sunnudagsblaðinu, hóf upphitun
sína fyrir heimslcikana í Helsinki í
ágúst með því að setja heimsmet í
800 m hlaupi innanhúss í lands-
keppni Breta og Bandaríkja-
manna um helgina.
Gamla metið hans var 1:46,00
mín. og strax að loknum fjögur
hundruð metrum var ljóst að það
væri í mikilli hættu. Coe skeiðaði
fyrri hringinn á 51 sekúndu og á
lokasprettinum áttu engir and-
stæðingar möguleika. Tfminn varð
1:44,92, glæsilegt heimsmet.
Keppni þjóðanna var hörku-
spennandi og hnífjöfn en í loka-
greininni tókst Bretum að tryggja
sér sigur, 72:70. - VS.
Allt eftir bókinni
í skoska bikarnum
Islandsmeistarar Þróttar í karlaflokki: Aftari röð frá vinstri: Leifur Harðarson, Valdemar Jónasson,
Láentínus Ágústsson, Guðmundur Kærnested, Sveinn Hrcinsson, Gísli Jónsson. Fremri röð: Skúli Sveins-
son, Jón Árnason, Gunnar Árnason, Böðvar Helgi Sigurðsson og Börkur Arnviðarson.
Mynd: -eik
Engin úrslitanna í 5. umferð
skosku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu á laugardaginn komu
mönnum sérstaklega í opna
skjöldu. Fjögur úrvalsdeildarlið
mættu jafnmörgum úr 1. deildinni
og fóru þau fyrrnefndu alls staðar
með sigur af hólmi, eftir mismun-
andi harða baráttu þó.
Celtic vann Hearts 4-1. Þar var
hinn leikreyndi Willie Johnston hjá
Hearts rekinn útaf í 19. skiptið á
ferli sínum og eftir góða frammist-
öðu framan af, 1-0 í hálfleik fyrir
Celtic, átti Edinborgarliðið ekki
möguleika. Murdo McLeod
skoraði fyrst, þá Charlie Nicholas
tvö og loks Frank McGarvey.
Aberdeen lenti í vandræðum
með Partick Thistle á heimavelli 1.
deildarliðsins í Glasgow en vann
2-1. Neil Cooper og Peter Weir
skoruðu fyrir Aberdeen en Ian
McDonald fyrir Partick, jafnaði
þá, 1-1.
Rangers komst í 0-2 á Hampden
Park gegn Queen’s Park með
mörkum Gordon Dalzel og David
Cooper en Gilmour svaraði, 1-2,
fyrir heimaliðið úr vítaspyrnu.
Loks vann St.Mirren Airdrie 5-0 á
útivelli og skoraði Billy Stark þrjú
markanna.
í úrvalsdeildinni vann Dundee
United granna sína úr Dundee 5-3
og Jóhannes Eðvaldsson og félagar
'í Motherwell náði dýrmætum stig-
um í fallbaráttunni, sigruðu botn-
liðið Kilmarnock 3-1.
-VS
Góður kafli Valsmanna seint í
leiknum við KR í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á sunnudaginn sá
þeim fyrir öruggum sigri, 104-92. Á
stuttum tíma breyttu þeir stöðunni
úr 74-70 í 95-78 og hetjuleg barátta
KR-inga fram að því kom fyrir
lítið. Vesturbæjarliðið er áfram í
fallhættu og berst þar við Fram en
nú er ljóst að leikur Vals og Kefla-
víkur í Laugardalshöllinni næsta
mánudagskvöld ræður algcrlega
úrslitum um hvert íslandsbikarinn
fer að þessu sinni.
Valur virtist ætla að gera út um
leikinn í fyrri hálfleik, komst í 31-
20, en KR-ingar hleyptu þeim ekki
lengra framúr sér og munurinn í
hálfleik var fjögur stig, 51-47, Val í
hag. KR jafnaði fljótlega eftir hlé,
57-57, en Valur svaraði með sjö
stigum á mínútu. Aftur tók KR
kipp, staðan 66-63 og síðan 74-70
en þá kom umræddur kafli Vals-
manna. Með því að keyra upp
hraðann skildu þeir KR-inga
hreinlega eftir og þegar þeir
síðarnefndu náðu að átta sig var
leikurinn gjörtapaður. Hafsteinn
Hafsteinsson rauf hundrað stiga
múrinn hálfri annarri mínútu fyrir
leikslok og lokatölurnar sem áður
sagði 104-92.
Valsliðið lék vel og þeirra fimm
manna byrjunarlið sem mest er
keyrt á, Tim Dwyer, Ríkharður
Hrafnkelsson, Torfi Magnússon,
Kristján Agústsson og Jón
Steingrímsson, er óumdeilanlega
það sterkasta hér á landi. Allir léku
þeir vel, enginn þó betur en Dwy-
er. Hann spilaði af fítonskrafti í
vörn og sókn, var alltaf þar sem
mest var um að vera og gekk KR-
ingum bölvanlega að ráða við
hann.Ríkharður lék stórvel, eink-
um í síðari hálfleik þegar hvert
langskotið af öðru rataði beint á
áfangastað. Torfi var drjúgur,
bestur á umræddum úrslitakafla,
og aðrir stóðu fyrir sínu. Nýliðar
Keflvíkinga verða að eiga góðan
dag til að ráða við Valsmenn í bikar
og deild í kvöld og á mánudags-
kvöldið.
prengihætta í Kefla
vík á föstudagskvöld!
Það er ekki einleikið hversu oft
lcikir í úrvalsde.ildinni í körfuknatt-
leik í vetur hafa verið skemmtilegir
og spennandi. Einn slíkur var í í-
þróttahúsinu í Keflavík á föstu-
dagskvöldið þar sem heimamenn
rétt mörðu sigur á botnliði Fram,
84-83, eftir að hafa leitt í hálfleik
51-41.
Leikurinn var jafn fram undir
miðjan fyrri hálfleik og einnkennd-
ist öðru fremur af mikilli baráttu.
Heimamenn náðu einum af sínum
góðu köflum og breyttu stöðunni
úr 16-19 í 44-31, sem var mesti
munur í leiknum.
Tíu stiga forystan hélst fram eftir
síðari hálfleik en þá fóru Keflvík-
ingar að slaka á. Viðar Þorkelsson
gekk á lagið og skoraði tíu stig í röð
og kom Fram yfir, 68-69. Þeir voru
yfir, 72-75, þegar sex mínútur voru
til leiksloka en eftir það munaði
aldrei meiru en tveimur stigum þar
til Þorsteinn Bjarnason skoraði
fyrir Keflavík, 84-81, hálfri annarri
mínútu fyrir leikslok. Val Brazy
var fljótur að svara, 84-83, og síð-
ustu mínútuna var sannkölluð
sprengihætta í húsinu, enda spenn-
an í hámarki. Hvorugu liði tókst að
skora, enda taugarnar strekktar til
ÍR náði / tvo
Axel Nikulásson og félagar í ÍBK eiga tvo stórleiki
gegn Val fyrir höndum næstu daga. Sá fyrri er í
undanúrslitum bikarkeppninnar og hefst í kvöld kl.
20.30 í Laugardalshöllinni.
Úrslitakeppni yngri flokka pilta í
körfuknattleik fór fram í Keflavík
um helgina. IR-ingar náðu þar í tvo
íslandsmeistaratitla, Haukar í einn
og heimamenn, Keflvíkingar, í
einn.
Haukar sigruðu Valsmenn í úr-
slitaleik 2. flokks 100-97. ÍR lagði
KR í 3. flokknum 63-62, Keflvík-
ingar sigruðu erkióvinina og ná-
grannanna úr Njarðvík 54-53 í 4.
flokki og í úrslitaleik 5. flokks kom
stærsti sigurinn, þó aðeins flmm
stig, þegar ÍR vann Hauka 35-30.
KR átti ágætan dag lengi vel.
Stewart Johnson þurfti fimm skot
til að fínstilla kanónuna en eftir það
gekk hún án þess að hiksta veru-
lega. Hann gerði einnig meira af
því í sókninni að leika samherjana
uppi en oftast áður. Garðar Jó-
hannsson sýndi sitt gamla form í
fyrri hálfleik og skoraði þá 16 stig
en allt púður var úr honum í þeim
síðari og hann þá tæpast skugginn
af sjálfum sér. Jón Sigurðsson var í
rólegra lagi en skilaði sínu vel og
Birgir Guðbjörnsson átti sennilega
sinn besta leik í vetur. Barðist af
gífurlegri grimmd í vörn og sókn.
Stig Vals: Dwyer 30, Ríkharður
24, Torfi 18, Kristján 14, Jón 10,
Hafsteinn 3, Leifur Gústafsson 2,
Tómas Holton 2 og Björn Zoega
eitt.
StigKR: Johnson 41, Garðar 19,
Birgir 16, Jón 8, Kristján Rafnsson
4, Ágúst Líndal 2 og Þorsteinn
Gunnarsson tvö.
Dómarar voru Gunnar B. Guð-
mundsson og Sigurður Valur Hall-
dórsson. Þeir stóðu sig þokkalega
og ummæli KRinga í þeirra garð í
Ieikslok voru ekki á rökum reist.
Sérstaklega voru orð formanns
KKÍ, um að vel væri hægt að út-
vega mun hæfari dómara í þeirra
stað, fljótfærnisleg, og hvað sem
kann að vera hæft í þeim var ritara-
borðið í leikslok ekki viðeigandi
vettvangur fyrir slík orðaskipti.
Þannig opinberun á innanhússmál-
um sambandsins skemmir aðeins
fyrir og gerir úrbætur torveldari.
Lið ÍBK var jafnt. Axel Nikulás- -VS
son átti mjög góðan leik. Björn V.
Skúlason hefur sýnt betri og betri
leiki undanfarið og er orðinn mun
áræðnari í leik sínum en áður. Jón Staðan í úrvalsdeildinni í körf-
Kr. Gíslason og Þorsteinn Bjarna- uknattleik:
son komu einnig ágætlega út. Axel Valur..........19 14 5 1708-1532 28
skoraði 27 stig, Jón 20, Þorsteinn Keflavik.......19 14 5 1597-1578 28
L4’, BJ°r" í3’ Brad Múey 8 og (f*...........19 8 „ 1481.1511 16
Oskar Nikulasson tvo. kr.............19 7 12 1596-1691 14
Fram.........19 6 13 1 616-1650 1 2
Baráttan var í góðu lagi hjá Fram
og menn voru samtaka um að selja ^á er aðeins ein umferð eftir í
sig dýrt. Viðar Þorkelsson var besti úrvalsdeildinni. Njarðvík og KR
maðurvallarinsoghitti mjögvelog le'ka á föstudagskvöldið, Fram og
þá voru Brazy og Þorvaldur Geirs- ® ú sunnudag og loks er úrslital-
son þokkalegir. Viðar skoraði 28 eikurinn,milliValsogKeflvíkinga,
stig, Brazy 25, Þorvaldur 16, á mánudagskvöldið. Fram getur
Guðsteinn Ingimarsson 8, Jóhann- me® s'8r*ná® úrslitaleik við KR um
es Magnússon 4 og Ómar Þráins- fallið en leikur Vals og Keflavíkur
son tvö. ræður úrslitum um hvert Islands-
_gSm bikarinn fer að þessu sinni.
hins ýtrasta, og IBK hékk á báðum
stigunum.
Leikurinn var í heiid spennandi
og skemmtilegur. Framarar voru
að berjast fyrir sæti sínu í deildinni
en Keflvíkingar að leika um topp-
sætið og mátti oft ekki á milli sjá
hvorir voru hvað.
Staðan: