Þjóðviljinn - 28.06.1983, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Morgunblaðið vill leggja niður
viðskiptaráðuney tið:
A að vera í
sér ráðuneyti
segir viðskiptaráðherra Matthías
Á. Mathiesen
„Ég hef verið þeirrar skoðunar
að viðskiptamálin í heild sinni eigi
að vera í sérstöku ráðuneyti, þar
styðst ég við álit viðskiptaaðila,
bæði í inn- og útflutningi og við
kunnugleika minn í stjórnar-
ráðinu“, sagði Matthías Á. Mathie-
sen viðskiptaráðherra.
f leiðara Morgunblaðsins sl.
miðvikudag er bent á það,“ að við-
skiptaráðuneytið sé að ýmsu leyti
óþarft, reynslan sýni til dæmis að
utanríkisviðskiptin séu betur kom-
in í utanríkisráðuneytinu."
„Það þarf vissulega að haga mál-
um þannig að náið samstarf sé á
milli starfsmanna viðskiptaráðu-
neytisins, sendiráðsstarfsmanna og
viðskiptaaðila þannig að nýta megi
inn- og útflutningsmöguleika okk-
ar sem best, og ég veit ekki betur
en þetta samstarf sé gott“, sagði
viðskiptaráðherra.
Hann bætti því við að víðast þar
sem íslendingar hafa viðskipti sé
sérstakur viðskiptaráðherra með
viðskiptamálin stundum nefndur
utanríkisviðskiptaráðherra. „En
það er óvanlegt að utanríkisráð-
herra fari einnig með viðskiptamál,
en það er þó til“, sagði Matthías.
Aðspurður hvort það væri stefna
Sjálfstæðisflokksins að leggja beri
niður viðskiptaráðuneytið sagði
hann. „Mér er ekki kunnugt um
það. Hitt er að sumir hafa talið rétt
að tengja meira saman utanríkis-
ráðuneytið og viðskiptaráðuneytið
og aðrir vilja færa viðskiptamálin
alveg inn í utanríkisráðuneytið."
— Ifi.
Fjöldi landsmanna 1981-,82:
Fjölgaði um 1,5%
fbúatalan komin uppfyrir 235 þús
Á meðan sumar velmegunar-
þjóðir eins og t.d. Svíar eiga við
það vandamál að stríða að mann-
fólkinu fjölgar ekki hcldur þvert á
móti, fjölgaði íslendingum um
1,5% áárunum 1981-82 samkvæmt
tölum sem Hagstofan hefur sent frá
sér.
í byrjun desember 1982 var tala
fslendinga 235.453 en var á sama
tíma 1981 231.958. Langstærsti
hluti íbúanna býr á höfuðborgar-
svæðinu, 86 þús. í Reykjavík en
næst stærsti kaupstaðurinn er Kóp-
avogur með rúmlega 14 þúsund
íbúa. Þá kemur Akureyri með tæp-
lega 14 þúsund íbúa og loks Hafn-
arfjörður með 12.500 íbúa.
Fjölmennasta sýsla landsins er
Árnessýsla með 6.741 íbúa. Snæ-
fellsnessýsla kemur næst með 4.634
íbúa. Fámennasta sýsla landsins er
Dalasýsla sem telur 1090.
- hól.
Þcándheims
ÍPtjÚ/egt
Þrándheimsferðin 22. júní varð
strax uppseld og biðlistinn lengd-
ist stöðugt. Við efnum því til
aukaferðar á sama hagstæða
verðinu. Möguleikar þínir í
Þrándheimi eru ótæmandi og má
nefna sem dæmi ferðalag á bíla-
leigubíl um fjöll og firði Noregs-
stranda, notalega dvöl í borginni
með stuttum ferðum um ná-
grennið eða þú hreiðrar um þig í
þægilegu sumarhúsi á Stórasandi
og lætur náttúrufegurðina heilla
þig upp úr skónur
Rútuferð
Meðal þess sem Samvinnuferöir-
Landsýn býður upp á í tengslum
við Þrándheimsferðina er rútu-
ferð um Noreg, Svíþjóð og Finn-
land. I henni sækjum við heim
jafnt borgir sem smáþorp, njót-
um fallegs útsýnis og gleymum
hvorki að skoða Vasasafnið í
Stokkhólmi né reyna raunveru-
legt finnskt saunabað í Seinajoki.
Byggingariðnaðurinn:
Augl j ós
samdráttur
1 úthlutun lóða
Samdráttarcinkenni eru farin að
gera mjög vart við sig í byggingar-
iðnaði. Þetta kemur m.a. fram í
minnkandi eftirspurn eftir lóðum,
sem síðan skilar sér í minnkandi
atvinnu við byggingarstarfsemi.
Leifur Þorsteinsson, hjá bygg-
ingafulltrúanum á Akpreyri sagöi í
viðtali viö Þjóðviljann, að það sem
þeir hefðu úthlutað og væri líklegt
að byrjað yrði á í ár væru 21 lóð
undir einbýlishús, 19 raðhúsalóðir
og undir 33 íbúðir í fjölbýlishúsum.
Alls eru þetta 73 íbúðir, en í fyrra
var úthlutað 93 íbúðum.
Lefur sagði að uggur væri í bygg-
ingamönnum á Akureyri og hæpið
væri að full atvinna héldist í
greininni miðað við þessar úthlut-
anir.
Hjá Daníel Árnasyni, bæjar-
tæknifræðingi á Akranesi fengum
við þær upplýsingar, að þar hefði
verið úthlutað 4 lóðum það sem af
er þessu ári. Til samanburðar nefn-
di hann m.a. að árið 1980 hefði
verið úthlutað 50 lóðum þar í bæ.
Þessar tölur eru í samræmi við
það sem fram hefur komið um út-
hlutun í Reykjavík, þar sem færri
sóttu nú um lóðir heldur en nam
fjölda þeirra lóða seem úthlutað
var. Hefur það ekki gerst áður.
Prestastefna íslands
Prestastefnu íslands 1983 lauk sl.
fimmtudag og var meginefni henn-
ar að þessu sinni: „Hinn lúterski
arfur í kirkju samtímans“, en á
þessu ári eru liðin 500 ár frá
fæðingu Lúters.
f aðalályktun Prestastefnu ís-
lands 1983 segir, að íslensk kirkja
varðveiti best hinn lúterska arf
með því að reyna jafnan að svara
nýjum þörfum samtímans.
Þá var einnig samþykkt eftirfar-
andi ályktun á Prestastefnunni:
Prestastefnan fagnar stofnun
Friðarhreyfingar íslenskra kvenna
og hvetur alla til að vinna að mál-
efnum friðarins. Prestastefnan fer
þess á leit við biskup, að hann hlut-
ist til um myndun friðarhóps, er
verði söfnuðum landsins til aðstoð-
ar í friðarstarfi, m.a. með miðlun
fræðsluefnis til uppeldis til friðar
ast
2 vikur á ótrúlega lágu verði 16. júlí
Islendingadagurinn í Gimli
Samdráttur er þegar farið að gæta í byggingariðnaði, og í ár gerðist það í fyrsta sinn, að afgangur varð af
úthlutuðum lóðum í Reykjavík.
Winmpeg
14. júlí - 4. ágúst
14. júlí bjóðum við ódýrt
leiguflug vestur um haf til
Toronto og þaðan beint yfir til
Winnipeg. Við minnum á ís-
lendingadaginn í Gimli og öll
hátíðahöldin sem honum fylgja
og bendum jafnframt á að
Toronto-flugið er einstaklega
ódýr byrjun á góðri ferð til
Vesturheims hvort sem leiðin
liggur til Winnipeg, Florida,
Hawaii, stórborga á vestur-
ströndinni eða hvað annað sem
hugurinn girnist.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899