Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1984, Blaðsíða 4
14 SÍÐA - ÞJÓf)VILJINN:ÞriPjMdagur 1. maí íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: Öðru slnni í aprílmánuði sólundaði Manchester gullnu tækifæri til að gera forystu Liverpool í 1. deild ensku knattspyrnunnar að engu. Það fyrra gafst 14. apríl er Li verpool tapaðl í Stoke en Manch. Utd beið þá ósigur í West Bromwich, og á laugardaginn hef ði Man. Utd getað náð Liverpooi að stigum. Liverpool gerði þá jafntefli heima við fallbaráttulið Ipwich, 2-2, en Man. Utd varð að sætta sig við markalaust jafntef li á heimavelli gegn West lam sem hefur gengið mjög illa að undanförnu. Liverpool er því áfram með æggja stiga forskot, 74 stig gegn 72 hjá Man. Utd, þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Liverpool á mun léttari andstæðinga eftir, Coventry og Norwich heima og Birmingham og Notts County úti en Man. Utd á eftir að leika við Ipswich heima en Everton, Nottm. For. og Tottenham úti. Annað tækifæri Staðan 74 ...38 21 11 6 67-31 ... 38 20 12 6 68-35 72 ... 39 21 6 12 62-33 69 9 9 55-36 66 8 11 66-41 65 8 14 67-54 59 8 13 58-48 59 9 14 61-59 57 9 14 57-56 57 8 16 65-71 53 1. Liverpool.. Manch.Utd... Q.P.R...... Southampton.. 37 19 Nottm.For.....38 19 Arsenal....'..39 17 WestHam.......38 17 Tottenham.....39 16 Aston Villa...39 16 Watford.......39 15 Everton.......38 13 13 12 37-41 52 Luton.........39 14 8 17 51-60 50 Norwlch.......38 12 13 13 45-41 49 Leicester.....39 12 12 15 63-64 48 Sunderland....39 12 12 15 40-52 48 W.B.A.........38 13 8 17 43-56 47 Coventry......39 12 10 17 53-69 46 Birmlngham.... 39 12 9 18 38-49 45 Ipswlch.......39 12 Stoke.........39 11 NottsCo.......37 9 Wolves........38 5 8 19 50-55 44 10 18 30-62 43 9 19 45-66 36 10 23 26-72 25 Markahsstir: lan Rush, Uverpool..............27 Gary Lineker, Lelcester.........21 Tony Woodcock, Arsenal..........20 Steve Archibald, Tottenham......19 Maurice Johnston, Watford.......18 Steve Moran, Southampton........18 Paul Marlner, Arsenal...........17 2. deild: Sheff.Wed.....38 24 9 Chelsea.......39 22 13 Newcastle.....39 22 7 Grimsby.......39 18 13 5 68-32 81 4 84-39 79 10 76-50 73 8 56-42 67 Manch.Clty....39 19 9 11 61-46 66 Carlisle......39 16 15 8 45-34 63 Blackbum......39 16 15 8 52-42 63 Charlton......39 16 9 14 52-56 57 Brighton......39 16 8 15 63-55 56 Shrewsbury....39 15 10 14 44-51 55 Huddersfld....38 14 12 12 53-45 54 Leeds.........34 14 14 13 49-54 53 Barnsley......39 14 7 18 54-48 49 Cardiff.......39 15 4 20 50-61 49 Fulham........39 12 12 15 52-50 48 Portsmouth....39 13 6 20 67-61 45 Middlesbro...... 39 11 Cr. Palace....39 11 Oldham........39 11 Derby........ 39 10 Swansea....... 39 7 Cambridge.....39 3 12 16 40-44 45 10 18 38-48 43 8 20 44-69 41 9 20 34-65 39 7 25 34-76 28 12 24 27-71 21 Markahæstir: Kerry Dixon, Chelsea............26 Kevln Keegan, Newcastle.........25 Mark Hateley, Portsmouth........19 Mike Quinn, Oldham..............18 Slmon Garner, Blackburn.........18 3. deild: Oxford........42 26 Wimbledon.....43 24 Sheff.Utd....43 23 HullCity.....42 21 9 7 85-46 87 9 10 92-72 81 11 9 82-48 80 13 8 67-36 76 Brlstol R.......43 20 12 11 64-52 72 4. deild: YorkCity.......43 29 8 6 91-37 95 Doncaster......41 21 13 7 74-50 76 Bristol C......44 22 10 12 67-43 76 Readlng........42 20 14 8 76-50 74 Aldershot......42 20 8 14 69-64 68 Blackpool......41 19, 9 13 61-44 66 Enskar getraunir Leikur Liverpool og Ipswich á Anfield var allur hinn fjörugasti og ungu strákarnir sem nú bera uppi lið Ipswich voru ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart hin- um sterku mótherjum sínum, börðust vel og var fagnað vel í leikslok af stuðningsmannahópi sínum. Eftir 19 mínútur náði Ipswich forystunni, Eric Gates skoraði með mikilli bombu. Alan Kennedy jafnaði eftir mikla rispu þretttán mínútum síðar og Liverpool komst 2-1 yfir fyrir hlé þegar fyrrum Ipswich-dýrlingurinn John Wark gaf á Ian Rush sem skoraði. Eftir 12 mínútur í síðari hálfleik jafnaði Gates 2-2, með góðu skoti efst í markhornið og þar við sat þótt Kenny Dalglish skyti í Ipswich- slána seint í leiknum. Á Old Trafford Munaði engu að West Ham kæmist snemma yfir. Tony Cottee komst í dauðafæri en skaut beint í fangið á Gary Bailey markverði Man. Utd. Heimamenn léku án miðjumannanna snjöllu, Bryans Robsons og Arnolds Mu- hrens, og náðu sér aldrei á strik, úrslitin urðu mikil vonbrigði fyrir þá og hina fjölmennu fylgismenn þeirra. Southampton hefur ekki gert mikið af mörkum í vetur, miðað við gott gengi, en gegn Coventry á laugardaginn brustu allar flóðgáttir á síðustu 33 mínútum leiksins. Þá voru gerð átta mörk, staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Southampton, og úrslitinn urðu einhver þau furðu- Iegustu í vetur, 8-2 sigur Sout- hampton. Coventry er því í sjötta neðsta sæti og enn í fallbaráttu. Steve Moran og Danny Wallace skoruðu 3 mörk hvor fyrir Sout- hampton, Frank gamli Worthing- ton og David sköllótti Armstrong eitt hvort. Ashley Grines og Micky Gynn skoruðu fyrir Coventry. Nýliðar Q.P.R. gera það enn gott og þriðja sætið er innan seilingar hjá þeim eftir 2-1 sigur á Totten- ham. Tony Parks, hinn ungi mark- vörður Tottenham, varði víta- spymu frá Terry Fenwick snemma leiks en strax á eftir skoraði Wayne Fereday fyrir Q.P.R., hans þriðja mark í jafnmörgum leikjum en áður hafði hann ekki komist á blað í vetur. John Gregory kom Q.P.R. í 2-0 en Steve Archibald, sem er búinn að finna réttu leiðina í net- Stig fyrir leiki á Vernons- og Littie- woods-getraunaseðlunum: 3 stig: nr. 3, 6, 14, 20, 23, 32, 36, 37, 43, 46, 48, 50, 51 og 54. 2. stig: nr. 5, 7, 11 og 40. 1 1/2 stig: nr. 4, 19, 25, 27, 42, 45, ah ao :i .... sc möskvana á ný, lagaði stöðuna fyrir Spurs undir lokin. Lítil hrifning ríkti í Nottingham með frammistöðu Nottm. For. gegn botnliði Stoke, markalaust jafntefli varð niðurstaðan í slökum leik og áhorfendur flykktust heim löngu fyrir leikslok. Forest gerði allt nema skapa sér færi lengst af en Stoke var sterkari aðilinn þegar á leið, hefði hæglega getað sigrað og náði sér alltjent í dýrmætt stig. I raun var aðeins um eitt marktæki- færi að ræða í leiknum, Steve Bo- uld bakvörður hitti ekki boltann í dauðafæri við mark Forest strax á 7. mínútu. Sheff. Wed og Chelsea í 1. deild Sjö reknir útaf Aðrir leikir vöktu helst athygli fyrir þá sök að í þeim voru alls sjö leikmenn reknir af leikvelli. Þekkt- astur þeirra er Charlie sjálfur Nicholas hjá Arsenal en hann og Andy Peake, Leicester, voru báðir sendir í kælingu í ódrengilegum leik liðanna sem Arsenal vann 2-1. Poul Davis skoraði sigurmark Arsenal en öll mörkin komu á lokamínútunum. Tony Woodcock skoraði fyrra mark Arsenal en Gary Lineker fyrir Leicester. Wilff Rostron, fyrirliði Watford, og Poul Elliot, Luton, lentu í slagsmálum á 39. mínútu og voru reknir útaf er Watford vann 1-2 úti- sigur í leik nágrannanna. Niegel Callaghan og Maurice Johnston skoruðu mörk Watford, en Paul Walsh fyrir Luton. Þriðja parið sem lenti saman var Mike Harford, Birmingham, og Rob Hindmarsh, Sunderland, og báðir fengu að fara snemma í sturtu. Sunderland vann 2-1, öll mörkin komu úr vítaspyrnum. Leighton James afgreiddi tvær fyrir Sunderland og Wright eina fyrir Birmingham. Sunderland er því sama sem sioppið úr fallhættu en nú syrtir mjög í ál Birmingham. Garry Thompson hjá WBA fyllir tölu brottrekinna, hann fékk að fjúka í markalausum leik í Wolver- hampton. Mark Walters skoraði 2 mörk er Aston Villa vann Notts County 3- 1. Peter Withe, góðvinur Þorgríms Þráinssonar, skoraði eitt en John Chiedozie gerði mark Notts sem nálgast enn 2. deildina. Andy Gray skoraði snemma í Norwich en það dugði Everton ekki til sigurs þar sem Age Hareide jafnaði á lokamínútunu. I 2» Frá H«linl Bargssynl frötta- mannl Þjóðvlljans I Eng- landl: Það sást ekki i grasið á laikvangi Cheispa, Stamford Bri- dge, ettir að Cheisea itaföi sigrað Leeds 5-0 á iaugardaginn og tiyggt sár 1. deildarsæti. Mann- fjöldinn þyrptist inná völlinn og þegar upp var staðið höfðu þrjár löggur meiðst og 25 óróaseggir verið handteknir. Utd forgöröum „Þetta er stærsti dagur Iffs mins, óg get ekki beðtö næsta vetrar", sagði bakvörðurinn efni- legi hjá Sheff. Wed., Mel Ster- land, eftir að hafa komið félagi sfnu upp í 1. deild á laugardag- inn. Sterland, sem er í enska landsliðinu undir 21 árs og er spáð landsliðsframa, skoraði sigurmarkið þýðingarmikla gegn Crystal Palace. Sheff Wed. og Chelsea eru kom- in í 1. deild og kemur engum á óvart. Misjafn var þó stílinn yfir sigrum þeirra á laugardag. Leik- menn Sheff. Wed. voru að drepast úr stressi en unnu þó Cr. Palace 1-0. Mel Sterland skoraði markið úr vítaspyrnu en Palace fékk þrjú upplögð færi til að jafna. Lundúnaliðið Chelsea fór hins vegar upp með glæsibrag. Stórsigur á Leeds, 5-0, á Stamford Bridge og fögnuðurinn var gífurlegur, áhorf- endur þyrptust inná völlinn við hvert mark sem þeir bláklæddu gerðu. Micky Thomas skoraði fyrst, þá Kerry Dixon þrjú stykki og loks Paul Canoville á lokamín- útunni. Dave Watson, sú 37 ára gamla fyrrum landsliðskempa, færði Der- by County von um að halda sér í 2. deild er hann skoraði sigurmarkið, 1-0, gegn sínu gamla félagi, Manc- hester City. Hann eyðilagði um Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liverpool, hældi leikmönnum Ipswich á hvert reipi eftir 2-2 jafn- tefli liðanna á Anfield. „Þetta var vel gert hjá Ipswich, þeir spiluðu vel allan leikinn", sagði Fagan milli smóka. Terry Curran, útherjinn leikni hjá Everton, hefur verið geysilega óheppinn með meiösli á sínum langa feríi með mörgum félögum. Von hans um að leika bikarúr- slitaleikinn gegn Watford 19. ma( virðist brostin, hann meiddist illa f leiknum í Norwich á laugardag- inn. Peter Lorimer, sú gamla Leeds-hetja sem sneri aftur á æskuslóðimar [ vetur, 37 ára að aldri, setti nýtt markamet hjá fé- laginu er hann skoraði úr vfta- spymu gegn Oldham f sfðustu viku. Þá skoraði hann sitt 155. deildamark fyrir félagið og komst einu uppfyrir John Charles, sem skoraði 154 mörk fyrir Leeds á árunum 1948-62. Urslit... Urslit... Urslit. leið að mestu von City um að kom- ast aftur í 1. deild. Newcastle verður enn að fresta hátíðarhöldunum vegna 1. deildarsætis, liðið tapaði gífurlega óvænt í Cambridge, 1-0, og var þetta fyrsti sigur Cambridge í 2. deild síðan 1. október, eða í sjö mánuði! Kevin Smith skoraði sigurmarkið úr vítaspymu í fyrri hálfleik. Oxford, Wimbledon og Sheffield United styrktu öll stöðu sína í 3. deild meðan Hull tapaði og þrjú þau fyrsttöldu ættu að komast upp. York tryggði sér meistartitilinn í 4. deild og gæti hæglega náð að hljóta 100 stig og skora 100 mörk í deildinni. -VS Kerry Dixon skaut Chelsea uppf 1. deild með þrennu gegn Leeds. Hann komst þar með framúr Kevin Keegan sem markahæsti maður 2. deildar og nú er að sjá hvað piltur getur í 1. deild. 1. deild: Arsenal-LeicesterCity...........2-1 Aston Villa-Notts County........3-1 Llverpool-lpswichTown...........2-2 LutonTown-Watford...............1-2 Manch. United-West Ham..........0-0 Norwich City-Everton............1-1 Nottm.Forest-StokeCity..........0-0 Q.P.R.-Tottenham................2-1 Southampton-Coventry............8-2 Sunderland-Birmingham...........2-1 Wolves-W.B.A....................043 2. deild: Brighton-Barnsley..............1-0 Cambridge-Newcastle............1-0 Carlisie-Grlmsby...............1-1 Charlton-Shrewsbury............2-4 Chelsea-Leeds Unlted.....(.....5-0 DerbyCounty-Manch.City.........1-0 Huddersfield-Cardiff...........4-0 Oldham-Portsmouth..............3-2 Sheff. Wed.-Cr.Palace...........1-0 Swansea-Mlddlesborogh..........2-1 Blackburn-Fulham...............0-1 3. deild: Bolton-Bournemoth...............0-1 Brandford C.-Brentford..........1-1 Brlstol Rovers-Llncoln..........3-1 ExeterClty-Preston N.E..........2-1 Newport-Oxford United...........1-1 Orlent-Hull City................3-1 PortVale-Burnley................2-3 Rotherham-Gillingham............3-0 Scunthorpe-Miilwall..’..........0-1 Southend-Sheff.United...........0-1 Walsall-Wigan Athletic..........3-0 Wimbledon-Plymouth..............1-0 4. deild: Blackpool-Hereford..............3-1 Chester-Doncaster...............1-0 Chesterfleld-Bristol Clty.......1-1 Colchester-Torquay..............3-0 Crewe-Tranmere..................3-0 Darlington-HalífaxTown..........3-2 Norhampton-Wrexham..............3-3 Readlng-Bury....................1-1 Rochdale-Aldershot..............3-1 Stockport-Peterborough..........4-1 Swindon-Mansfield............. 1-1 York City-Hartlepool............2-0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.