Þjóðviljinn - 04.09.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.09.1984, Blaðsíða 3
Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1984 álögðum í Kópa- vogskaupstað, en þau eru: tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, kirkjugarðs- gjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, vinnueftir- litsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda, lífeyris- tryggingagjald atvinnurekenda, atvinnuleysistrygg- ingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, iðnlána- sjóðsgjald, sjúkratryggingagjald og sérstakur skattur á skrifstofu og verslunarhúsnæði. Ennfremur fyrir launaskatti, skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vita- gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysa- tryggingagjaldi ökumanna 1984, áföllnum og ógreidd- um skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu sbr. 1. 77/1980, sérst. vörugjald af innlendri framleiðslu sbr. 1.107/1978, vinnueftirlitsgjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti sem í eindaga erfallinn, svo og fyrir viðbótar og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri tímabila. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 28. ágúst 1984. | Starf fulltrúa Hálfdags starf fulltrúa II á bæjarskrifstofu Hafnarfjarð- ar er laust starf fulltrúa II. Laun fyrir starfið ákvarðast skv. samningi við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu minni, Strandgötu 6, Hafn- arfirði, fyrir 17. sept. n.k. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. ÚTBOÐ Hvolhreppur óskar eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokhelda búningsklefa íþróttahúss og sund- laugar við grunnskólann á Hvolsvelli. Húsið verður um 265 m2 og 1050 m3. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hvolhrepps, Hvolsvelli og á verkfræðistofunni Hönnun hf., Síðu- múla 1, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 5. sept. 1984 gegn 2.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hvolhrepps, Hvolsvelli, eigi síðar en miðvikudaginn 19. sept. kl. 14.00. hönnun hf Ráðgjafarverkfræðingar FRV Síðumúla 1-108 Reykjavík • Sími (91) 84311 Húsnsdisstofnun ríKisins Tæknideild Laugavegi 71 R Simi28500 Útboó Andakílshreppur Stjórn verkamannabústaða í Andakílshreppi óskar eftir tilboðum í 1. áfanga af byggingu verkamanna- bústaða sem er 137 m2 að flatarmáli, 462 m3 að rúmmáli. Húsið verður byggt í landi Hellna í Andakílshreppi. í 1. áfanga skal gera sökkla, jarðlagnir og grófjafna lóð, og skal honum lokið 1. desember 1984. Afhending út- boðsgagna er hjá Jóni Blöndal, Langholti, Andakíls- hreppi og á skrifstofu Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá fimmtudeginum 6. september 1984 gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðju- daginn 18. september 1984, kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. 2. deild Endurreisn í Eyjum IBV Tindastóll Víðir á mesta möguleika á 1. deildarsœtinu 4-2 Það er orðið allt annað að sjá til Eyjaliðsins miðað við leiki þess fyrr í sumar. Endurreisnin kom vel í Ijós gegn Tindastóli á laugar- daginn, IBV spilaði vel á rennb- lautum Hásteinsvellinum og hefði átt að vinna mun stærri sigur. Eftir aðeins 90 sekúndur lék Kári Þorleifsson að endamörkum og gaf á Sigurjón Kristinsson sem renndi boltanum í netið, 1-0. Á 12. mín. tók Elías Friðriksson aukaspyrnu, sendi inní vítateig Tindastóls þar sem Viðar Elíasson skallaði í markhornið, 2-0. Á 27. mín. fékk Eiríkur Sverrisson boltann í vítateig ÍBV og renndi honum í netið, 2-1 í hálfleik. í hléi sá Páll Pálmason, sá gam- alkunni markvörður, um að hita upp son sinn Hörð sem síðan varði mark ÍBV af öryggi í síðari hálfleik. Kynslóðaskipti útfærð á skemmtilegan hátt! Á 60. mín. fékk Kári boltann á miðju vallarins, óð upp að marki og skoraði, 3-1. Tuttugu mín. fyrir leikslok kom gamla brýnið Tómas Pálsson inná sem vara- maður. Hann byrjaði á að kom- ast einn innfyrir vöm Tindastóls, gaf til hliðar á Kára sem klúðraði færinu. En á 82. mín. gaf Kári á Hlyn Stefánsson sem lék á þrjá Sauðkrækinga og skoraði örugg- lega, 4-1. Þegar komið var fram- yfir venjulegan leiktíma barst há sending inní vítateig ÍBV, vara- maðurinn Eyvindur kastaði sér fram og skallaði stórglæsilega í stöngina og inn, 4-2. Kári var maður leiksins og hef- ur tekið stakkaskiptum frá því fyrr í sumar. ÍBV er með sigrin- um enn í baráttu um 1. deildar- sæti en verður að treysta á hag- stæð úrslit í leikjum keppinaut- anna. Lið Tindastóls bar þess merki hvar það er statt í 2. deildinni. Bestur norðanmanna var Eiríkur Sverrisson. -JR/Eyjum “ o-o Völsungur Það var greinilega mikið í húfí fyrir bæði lið og leikurinn ein- kenndist af taugaveiklun, barn- ingi, bægslagangi, kýlingum og slagsmálum en lítilli knattspyrnu. KS var sterkari aðilinn þegar á heildina er litið en sóknir beggja liða voru bitlitlar og úrslitin við hæfi. Völsungar áttu þó tvö stang- arskot. Fá færi sköpuðust í leiðin- legum fyrri hálfleik. Eitt hættu- legt hvoru megin; eftir auka- spyrnu Kristjáns Olgeirssonar rak Helgi Helgason hnéð í bolt- ann sem hrökk í utanverða stöng Siglufjarðarmarksins. Hinum Staðan f 2. dsfld þegar tveimur umferðum er ólokið: FH........... Vlðir........ (BÍ.......... ÍBV.......... KS Njarðvik Völsungur.... Skallagrimur Tindastóll... Einherji..... 16 10 4 16 8 3 32-15 34 29-24 27 32-20 26 25-24 25 19-17 24 6 17-16 24 6 21-21 24 7 28-25 23 2 311 16-40 9 1 312 11-28 6 7 5 7 4 6 6 7 3 7 3 7 2 Markahæstir: Garðar Jónsson, Skallagrími.11 Guðmundur Magnússon, ÍBÍ....10 Ingi B. Albertsson, FH.......9 Pálmi Jónsson, FH............9 megin komst Björn Ingimarsson einn í gegn en Gunnar Straum- land hirti af honum boltann á lag- legan hátt. Síðari hálfleikur var skárri. Menn gerðu sér greinilega grein fyrir því að mörk þyrfti að skora, en leikurinn þróaðist þó uppí hálfgerð slagsmál á köflum og Steinn Helgason dómari var ein- um of linur. Róaði þó menn með gulum spjöldum. Helgi Helgason var aftur á ferðinni eftir auka- spyrnu og skallaði yfir Ómar markvörð og í stöngina öðru sinni. Friðfinnur Hauksson stóð fyrir opnu Völsungsmarkinu en skaut yfir og Baldur Benónýsson átti „hjólhest" ofan á þverslána. Tveimur mínútum fyrir leikslok skaut Hörður Júlíusson grimmdarskoti sem Gunnar varði vel í horn. Colin Thacker bar af í liði KS, þar er snillingur á ferð. Ólafur Ólafsson var sterkur í vörninni og Hörður átti spretti frammi. Gunnar markvörður, miðvörður- inn firnasterki Sigmundur Hreiðarsson, Kristján og Jónas Hallgrímssynir voru bestir í liði Völsungs sem á að geta sýnt ann- að og betra en háloftaknatt- spyrnu. -RB/Siglufirði Skallagrímur Njarðvík Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í Borgarnesi vel og sóttu mjög til að byrja með. Á 13. mín. komst Haukur Jóhannsson einn í gegn en Kristinn Arnarson markvörð- ur Skallagríms varði vel með út- hlaupi. Á 15. mín. skaut Garðar Jóns- son rétt yfir mark Njarðvíkinga og hann var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar en mark- vörðurinn varði þá vel, sem og skot Ómars Sigurðssonar rétt á eftir. Eftir aukaspyrnu Björns Ax- elssonar á 25. mín. sendi Loftur Viðarsson á Garðar sem kom Skallagrími yfir, 1-0. Gestirnir fengu eitt dauðafæri fyrir hlé en skutu hátt yfir af markteig. Snemma í seinni hálfleik fengu Njarðvíkingar tvívegis færi til að jafna. Kristinn bjargaði með út- hlaupi í fyrra skiptið en varnar- maður forðaði marki í það síðara. Á 60. mín. skoraði svo Garðar aftur, komst inní klaufalega sendingu varnarmanns á mark- vörð og renndi boltanum í netið, 2-0. Loftur fékk tvö færi til að bæta við mörkum en á 85. mín. skoraði Ólafur Jóhannesson þjálfari Skallagríms þriðja mark- ið með skalla eftir hornspyrnu Gunnars Jónssonar. Á lokamín- útunum skallaði svo Björn Jóns- son naumlega yfir mark Njarð- víkinga. Kristinn markvörður átti skín- andi leik og var besti maður Skallagríms ásamt Birni Jónssyni sem var óhemju duglegur á miðj- unni. Garðar var einnig frískur. Njarðvíkingar virkuðu áhugalitl- ir og með þessu tapi er möguleiki þeirra á 1. deildarsæti líkast til úr sögunni. Freyr Sverrisson var einn um að sýna lit en náði ekki að smita samherja sína. -VH/Borgarnesi Einherji ÍBÍ 1-3 3-0 Karl Þórðarson snýr á Sævar Leifsson KR-ing í leiknum á laugardag. Karl byrjar vel eftir heimkomunaúr atvinnumennskunni, íslands-og bikarmeistari með ÍA. Mynd: -eik Einherjar byrjuðu af firna- krafti og hefðu getað komist í 3-0 eða svo á fyrstu mínútunum. Strax á 2. mínútu skoraði Jón Gíslason með viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu, 1-0, og á næstu mínútum áttu Páll Björnsson og Kristján Davíðsson dauðafæri sem ekki nýttust. En á 13. mínútu jafnaði Atli Einarsson fyrir ísfirðinga af stuttu færi eftir þvögu, 1-1. Við þetta komust vestanmenn meira inní leikinn. Stefán Guðmunds- son átti þó mjög góðan skalla rétt framhjá marki IBÍ en á 38. mín. bjargaði Aðalbjörn Björnsson á marklínu Einherja. ísfirðingar tóku völdin í síðari hálfleik. Á fyrstu mínútu komst Atii í dauðafæri en Hreiðar Sig- tryggsson, ísfirðingurinn í Ein- herjamarkinu, varði á ótrúlegan hátt. Hreiðar varði aftur glæsi- lega frá Atla á 60 mín. og á 62. mín. vippaði Atli laglega yfir Hreiðar en líka yfir markið. Loks á 64. mín. náði Átli að skora, 1-2. Hann fékk boltann óvaldaður á vítapunkti Einherja og skoraði auðveldlega. Á 79. mín. var Guð- mundur Magnússon dauðafrír á svipuðum stað ogskoraði, 1-3, og eftir það sótti ÍBI látlaust en náði ekki að bæta við mörkum þótt það hefði verið vel sanngjarnt. Lið ÍBÍ var jafnt og sterkt. Atli og Guðmundur, framherjarnir ungu og efnilegu, voru stórhættu- legir, einkum Atli sem skapaði sér gífurlegan fjölda tækifæra. Einherjar voru daufir ef fyrstu mínúturnar eru undanskildar. Stefán átti bestan dag, var geysisterkur á miðjunni. -V/Vopnafirði Skagamenn itSlakir - samt meistarar s KR-IA 0-0 - sveiflur Hallbjörns ekki síðri I KR-stuði kántrýsöngvar óma, og kæti rík þar hefur jafnan völd. Svo tilveran fær nýjan lit og Ijóma og ljúfir draumar rætast sérhvert kvöld. Komdu í KR-stuð e.t.c. sönglaði Hallbjörn frá Kántrýbæ fyrir leik KR og í A í fyrstu deildinni á laugardaginn, og voru sveiflur hans ekki síðri en lcikmanna. Leikurinn var ákaflega lélegur og lítill glans yfir titilheimtingu Skagamanna sem varð þennan dag, - mest fyrir tilstilli Þórs- ara frá Akureyri. Leikmenn beggja liða reyndu þó að spila í upphafi, en heldur tókst það illa. Misheppnaðar sendingar gengu á víxl og fátt gladdi augað. A 24. mínútu kemst Björn Rafnsson KR-ingur í dauðafæri en skýtur í hliðarnetið enda Bjarni snöggur út að loka markinu. Eftir þetta voru KR-ingar mun aðgangsharðari og réðu gangi leiksins. Ágúst Már á t.d. tvo hættulega skalla, annan í slána en Bjarna tókst að verja hinn. Sæbjörn átti svo á 43. mínútunni skot naum- lega framhjá, en á lokamínútu fyrri hálfleiks voru Skagamenn rétt búnir að taka forystuna, - Hörður í dauða- færi en skýtur framhjá. Skagamenn tóku sig aðeins á í en leik manna síðari hálfleik, - voru þá heldur meira með boltann en tókst samt ekki að skapa sér eitt einasta mark- tækifæri! KR-ingar fengu þau hins- vegar og á 20. mín. bjargar Guðjón Þórðarson á línu og frá blaðamanna- stúkunni að sjá virtist boltinn inni. En dómari og línuvörður ekki á sáma máli og staðan núll. Gunnar Gísla- son kemst þremur mínútum seinna í gott færi en skýtur yfir og rétt fyrir lok leiksins kemst Björn Rafnsson inn í sendingu til markvarðar, potar í boltann sem rúllar fyrir opið markið og út f tómið. Ekki hefði KR - sigur verið ósann- gjarn en þeir léku stundum vel í fyrri hálfleik, - sérstaklega Hálfdán, Sæ- björn og Ágúst Már. Þá gerði Sævar Leifsson varla mistök í leiknum og er þar mikið efni á ferð og Björn Rafns- son barðist vel og var hættulegur. Árni Sveinsson og Bjarni mark- vörður voru bestir íslandsmeistar- anna að þessu sinni sem oftar. Liðið lék ekki vel í þessum leik og virðist heillum horfið, - enda mótið þegar unnið. Sigurður Jónsson kom inná seint í leiknum, vafinn á fæti og beitti sér skiljanlega lítt. Þóroddur Hj altalín var flautuglað- ur dómari þessa leiks. _p> 1. deild Mörkin gilda! ÍBK tapaði fyrir Þór og þar með varð ÍA endanlega íslandsmeistari Það er gamla sagan. Mörkin eru það sem gildir en ekki tækifærin í knattspymunni. f leik ÍBK og Þórs í Keflavík á laugardaginn sannaðist það áþreifanlega. Heimamenn skoruðu aðeins einu sinni, úr mörg- um upplögðum tækifærum, en gest- imir nýttu sín fáu færi mjög vel. Sendu knöttinn tvívegis í net Keflvíkinga, sem færði þeim þrjú kærkomin stig og treysti stöðu þeirra í l.-deildinni. Þór vann 2-1 og þar með varð í ÍA endanlega íslandsmeistari. Glaða sólskin og gola var, sjaldan þessu vant í sumar, en völlurinn samt nokkuð þungur. Framan af þreifuðu liðin fyrir sér. Reyndu að láta knött- inn ganga og engin veruleg hætta skapaðist við mörkin. Á 10. mín. teygir Rúnar Georgsson bakvörður fótinn hátt í loft og krækir í knöttinn,- leggur hann fyrir sig og ákveður síðan að senda hann á Þorstein Bjarnason markvörð, en Bjarni Sveinbjörnsson sá hvað var í vændum. Eldsnöggt skýst hann á milli þeirra. Nær knettin- um, leikur á Þorstein og skorar með hnitmiðuðu skoti, 0:1. sannkallað silfurfats mark og reyndar ekki það fyrsta sem ÍBK-vörnin gerir sig seka um með að vera að vepjast með knöttinn fyrir framan markið. Keflvíkingár létu þessi ósköp ekk- ert á sig fá og vom staðráðnir í því að jafna. Sóttu þeir fast að marki norð- anmanna og sköpuðu sér góð færi, sem ekki nýttust. Sigurður Björgvins- son átti hörkuskalla, en knötturinn smaug rétt yfir þverslá. Næstur kom Óskar Færseth, fyrrum bakvörður, en núna tengiliður, með hörkuskot, en framhjá marki. Honum tókst þó betur til skömmu síðar, þegar Ingvar Guðmundsson náði knettinum við endamörk, - sendi hann fyrir markið þar sem Óskar tók undir sig stökk, hallaði sér um 180 gráður og spyrnti af alefli svo ekki varð auga á knöttinn komið fyrr en í neti norðanmanna 1:1. Glæsilegt mark, - það fyrsta sem Óskar skorar á sínum sex ára ferli í deildarkeppninni. Áfram héldu heimamenn að hrella norðanmenn með ógnvekjandi tæki- færum. Gísli Eyjólfsson yfir þverslá eftir hornspymu, í fyrri hálfleik og í þeim seinni slapp Ingvar Guðmunds- son inn fyrir vömina, en noðanmenn kræktu í knöttinn á marklínunni. Helgi Bentsson og Ragnar Margeirs- son vom iðnir við kolann. Áttu þeir báðir gullin tækifæri, en markvörður Þórs, Baldvin Guðmundsson, sá við þeim með knáleik sínum, eða þeir skutu fram hjá marki. Varnarmenn komu einnig við sögu og spurningin hvort þeir hafi ekki gengið einum of langt þegar Ragnar slapp í gegn, en var gróflega hindraður, án þess að Eysteinn Guðmundsson dómari sæi nokkuð athugavert við það. Norðanmenn áttu svo sem líka sín tækifæri, þótt færri væm. Hæga- gangur ÍBK- varnarinnar veitti þeim möguleika á slíku. Á 47. mínútu átti Halldór Ásgeirsson hörkuskot rétt fyrir utan marksúlu og Þorsteinn Bjarnason mátti hafa sig allan við þegar Kristján Kristjánsson var allt í einu kominn í dauðafæri og slá fast skot hans út fyrir endamörk. En svo kom reiðarslagið. Úr tiltölulega sak- leysislegri sókn er knettinum lyft inn fyrir ÍBK-vörnina. Bjami Sveinbjörnsson smeygir sér á milli varnarmannanna og nær knettinum. Sallaróllegur sendir hann knöttinn yfir Þorstein og í netið 1:2. Á þeim tveimur mín. sem vom til loka reyndu Keflvfkingar að jafna en tókst það ekki. Keflvíkingar voru öllu betri aðilinn í leiknum. Sóttu meira, þó var eins og þeir hefðu ekki nógu góð tök á miðj- unni, enda vantaði þá Einar Ásbjörn Ólafsson, sem er meiddur og leikur ekki meira með i sumar. Ragnar, Helgi, og Ingvar á stundum voru mjög virkir, þótt gæfan sneri við þeim bakinu í markskotum. Magnús Garð- arsson átti mjög góðan leik, en meiddist og hafði það miður góð áhrif á liðið. Þórsarar lögðu sig alla fram og oft brá fyrir þokkalegum leik hjá þeim. Nói Björnsson og Baldvin markvörð- ur vom þeirra styrkustu stoðir af jöfnum leikmönnum -SÓM/Suðurnesjum 1. deild Byrjunin góð - en ekki meir Sanngjarnt jafntefli, 1-1, hjá Val og Breiðabliki á sunnudaginn Heldur var viðurcign Vals og Breiðabliks í sólskininu á Val- svellinum á sunnudaginn í daufara lagi. Þegar upp var stað- ið var útkoman jafntefli, 1-1 - töpuð tvö stig Valsmanna í bar- áttunni við Kcflavík um UEFA- sætið, eitt stig áunnið hjá Breiðabliki í fallbaráttunni. Sanngjörn úrslit í alla staði. Víst var barist og víst lögðu leikmenn sig alla fram. En ekki tókst þeim að framreiða fjör handa áhorfehdum nema fyrsta korterið og síðan stöku sinnum með löngu millibili eftir það. Byrjunin var hressileg. Stefán Arnarson í Valsmarkinu varði góðan skalla Jóns Oddssonar á 2. mínútu og Friðrik Friðriksson Blikamarkvörður varði stuttu síðar frá Bergþóri Magnússyni sem var í góðu færi. Valur tók síðan forystuna á 10. mín. Stutt horn - Grímur Sæmundsen sendi bogabolta að fjærstöng, Valur Valsson stökk upp með Friðriki, hrinti honum vildu Blikar meina, og boltinn hrökk innað marki þar sem Þorgrímur Þráinsson henti sér fram og skallaði í netið, 1-0. Valsmenn voru síðan nálægt því að bæta við mörkum, Guðmund- ur Þorbjömsson átti glúrna hæl- spymu yfir og fékk síðan send- ingu innfyrir vöm Breiðabliks en skaut ýfir markið úr erfiðri stöðu. Á síðustu sekúndu fyrri hálf- leiks fékk Jón Einarsson boltann við vítapunkt Vals. Hann sneri skemmtilega á vamarmenn og skaut í gegnum glufu á milli þeirra í markhornið, útvið stöng. Glæsimark. Síðari hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Liðin sóttu til skiptis, Breiðablik heldur meira eftir því sem á leið. Ljósi punktur hálf- leiksins kom á 74. mín. Ómar Rafnsson tók þá boltann viðstöðulaust á lofti og skaut gullfallegu skoti á Valsmarkið af 20 m færi. Stefán kom hönd á knöttinn uppvið þverslá og sló hann þvert fyrir markið, sem Sig- urjón Kristjánsson var staddur við stöngina en aðþrengdur var hann og kom boltanum ekki rétta leið. Jón Einars átti loks gott færi á 88. mín. en skaut yfir. Guðni Bergsson var yfirburða- maður í liði Vals. Þessi ungi leik- maður stefnir hraðbyri í hóp okk- ar bestu manna og hann hefur feykilega gott vald á „sweeper“- stöðunni. Ingvar Guðmundsson, var duglegur og Guðmundur Þor- björns gerði laglega hluti. Valur hefur oftast í sumar sýnt betri knattspymu en í þessum leik. Miðju- og varnarleikur Breiðabliks var ágætur en sóknin slök og hugmyndasnauð. Þá var alltof mikið at háum sendingum í átt að vítateig Vals, slíkt hæfir ekki framherjum Breiðabliks. Miðverðirnir Loftur Ólafsson og Ólafur Björnsson vom bestu menn liðsins, Loftur er hreint frá- bær í loftinu! Breiðablik þarf að skora mörk til að halda sér í deildinni og það er versti höfuð- verkur þeirra Kópavogsmanna. Helgi Kristjánsson dæmdi leikinn og var frekar slakur. - VS. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 4. september 1984 Þrlðjudagur 4. september 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Stangarstökk Sex metrarnir nálgast! Það er bara orðið tímaspurs- Vigneron stökk 5,91 m og bætti mál hvenær stangarstökkvari met Sovétmannsins Sergeis Bu- vippar sér yfir 6 metrana. í Róm bka um einn sm. Bubka lét sér á föstudagskvöldið var heims- það ekki vel lika og var fljótur metið tvíbætt með 5 mínútna að setja nýtt heimsmet, glæsi- millibili. Frakkinn Thierry legt, 5,94 m! Arnór með Anderlecht Amór Guðjohnsen lék að nýju með aðalliði Anderlecht í belgísku 1. deildinni í knatt- spymu á sunnudaginn. Hann var í byrjunarliði en Anderlecht gerði jafntefli, 2-2, við Standard Liege. Anderlecht er efst með 5 stig, sama stigafjölda og Gent og Beveren. Pétur Pétursson lék með Fey- enoord, hollensku meistumn- um, gegn Roda á sunnudag í fyrstu umferð 1. deildarinnar þar i landi. Roda náði að sigra, 2-1, en Pétur stóð sig ágætlega í leiknum. Ajax byrjaði öllu bet- ur, sigraði Sparta 5-2 í Rotter- dam, en PSV Eindhoven mátti sætta sig við jafntefli við Gron ingená heimavelli, 1-1. Glæsimörk Giresse Bordeaux heldur áfram sigur- leikjum, 2-1 gegn Nantes, og göngu sinni í frönsku 1. deild- það var hinn smávaxni snilling- inni í knattspyrnu. Á flmmtu- ur Alain Giresse sem skoraði dag unnu meistararnir sinn bæði mörkin, beint úr auka- flmmta sigur í jafnmörgum spymum. ,Útimótið‘ FH-stúlkur sigruðu FH varð á laugardaginn ís- landsmeistari í 2. flokki kvenna á íslandsmótinu í handknattleik utanhúss. Mótið fer reyndar fram innandyra í Hafnarflrði. Fimm Uð iéku í 2. flokki kvenna, KR, ÍR, Vfkingur og a- og b- Hð FH. I úrslitum iéku a-lið FH og Vfkingur og sigraði FH nokkuð ömgglega, 9-5. Mótinu verður haldið áfram um næstu helgi og þá verður keppt i meistaraflokki karla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.