Þjóðviljinn - 25.10.1984, Blaðsíða 16
Aðalsíml: 81333. I£völdsími: 81348. HeJgarsími: 81663.
MðÐVIUINN
Hmmtudoour 25. otdóber 1984 207. töiublad 49. árgangur
íhaldið
Neita að bjarga fólkinu
Hafnarfjörður: Bœjarstjórinn og meirihlutinn neita að opnafyrir atvinnuleysisbœtur
þráttfyrir einörð tilmœli Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, verkfallsnefndar-
innar og verkalýðsfélagsins Hlífar. Hundruð manna komin á vonarvöl
Þeir neita að hefja atvinnu-
leysisskráningu, þrátt fyrir að
hundruð manna hér í Hafnarfirði
séu komin á vonarvöl, sagði Sig-
urður T. Sigurðsson starfsmaður
Hlífar í Hafnarfírði en verka-
lýðsfélagið hefur ásamt verkfalls-
nefnd Starfsmannafélags Hafn-
arfjarðar reynt til hins ítrasta að
fá bæjarstjórann og meirihluta
bæjarstjórnar til að fallast á að
hægt verði að bjarga fólkinu úr
mestu þrengingunum.
- Til að greiðsla atvinnu-
leysistrygginga geti hafist þarf að
hefja skráningu en hér í bænum
eru margar fjölskyldur komnar á
vonarvöl, m.a. vegna þess að
fjölmennir vinnustaðir sögðu
fólki upp um það leyti sem kom
til verkfalls BSRB.
- Þannig er að skráning fer
fram á vegum bæjarins hér í
Hafnarfirði. Verkalýðsfélögin
fóru á stúfana þarsem bæjar-
stjórnin hafði ekki reynt að
bjarga málum við - og sendi bæj-
arstjóra bréf 10. október, þess
efnis að hann sækti um undan-
þágu til verkfallsnefndar Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðar fyrir
viðkomandi starfsfólk.
- Bæjarstjórinn Einar Hall-
dórsson svaraði ekki einu sinni
þessu bréfi. Og nú loks á dögun-
um minntist hann á þetta mál í
Skák
Athinda
jafntefliö
i roð
í 17. einvígisskák þeirra Karp-
ovs og Kasparovs gerði hinn fyrr-
nefndi, sem hafði hvítt, enga til-
raun til þess að notfæra sér hvítu
mennina. Kasparov, sem mætti
seint til skákarinnar, kom
heimsmeistaranum strax í opna
skjöldu með þvi að nota Tartako-
ver afbrigði drottningarbragðs,
en á því hefur Karpov mikið dá-
læti.
Þetta setti pressu á Karpov því
nú þurfti hann að sanna yfirburði
hvítu mannanna án þess að veita
högg einni af aðalbyrjunum sín-
um með svörtu.
Eins og áður sagði ákvað Karp-
ov að taka enga áhættu og Kasp-
arov jafnaði taflið auðveldlega.
Þó að Kasparov hafi sótt í sig
veðrið að undanförnu breytir það
ekki þeirri staðreynd að staðan er
4-0 Karpov í vil. Ég læt skákina
fljóta með:
Hvítt: Karpov - Svart: Kasparov
1. Rf3 d5 12. cxd5 Rxd5
2. d4 Rf6 13. Rxd5 Bxd5
3. c4 e6 14. dxc5 Rxc5
4. Rc3 Be7 15. b4 Re4
5. Bg5 h6 16. Bc7 De8
6. Bh4 0-0 17. a3 a5
7. e3 b6 18. Bd3 axb4
8. Be2 Bb7 19. axb4 Bxb4
9. 0-0 Rd7 20. Bxe4 Bxe4
10. Hcl c5 21. Dd4 Bxf3
11. Bg3 a6 22. Dxb4 Be2
og hér sömdu keppendur um
jafntefli.
Lí.J •
bæjarráði og lagði til að ekki yrði
leitað eftir undanþágu. Undir
það tóku þeir fulltrúar meirihlut-
ans, Einar Mathiesen fyrir Sjálfs-
tæðisflokkinn og Vilhjálmur
Skúlason fyrir óháða borgara.
Minnihlutafulltrúarnir lögðu hins
vegar til að þegar yrði orðið við
þessari bón.
- Næst gerist það að Starfs-
mannafélagið sjálft og verkfalls-
nefnd þess ákveða einhliða 20.
október að veita slíka undanþágu
og skora á meirihluta bæjar-
stjórnar að leyfa það. Þeir leggja
meira að segja mikla áherslu á
það að við þessu verði orðið
vegna ástandsins.
- Nú hefi ég aflað mér lög-
fræðilegra upplýsinga um að fólk-
ið sem sér um skráningu geti
mætt til vinnu með undanþágu og
kæmi þá ekkert í veg fyrir það
nema verkbann eða að húsnæði
yrði læst.
- Ég hafði samband við Fé-
lagsmálafulltrúann Gunnar
Sveinbjörnsson og bað hann að
kalla til starfa það fólk sem þyrfti
til að skráning gæti farið fram.
Hann hefur leitað til bæjarstjór-
ans um leyfi en ekki verið virtur
viðlits.
- Maður hélt nú að svona
kaldlyndi heyrði sögunni til en
þetta erum við enn að reyna hér í
Firðinum. Hér er að skapast
neyðarástand vegna þess að á-
standið var svo slæmt fyrir. Ég tel
að um 200 manns séu hér
atvinnulaus. Mörgum var sagt
upp i Bæjarútgerðinni og höfðu
átt von á síðustu laununum sínum
sem aldrei komu. Einsog gefur að
skilja er þolinmæði okkar í verka-
lýðsfélaginu alveg brostin og
vegna fólksins getur þetta ekki
gengið svona lengur, sagði Sig-
urður T. Sigurðsson að lokum.
-6g-
Mikill fjöldi ánægðra andlita fylgdist af athygli með skemmtiatriðum í Háskólabiói I gærdag. Mynd: eik.
Barnahátíð BSRB
Verður endurtekin í dag
M
Helmingi færri en vildu komust að í gœr
ikil örtröð var við Háskóla-
Skemmtun BSRB manna átti að
hefjast kl. 14 og hálftíma fyrr var
hleypt inn. Fljótlega sást að salur-
inn yfirfylltist og anddyri bíósins
einnig. Þá var sú ákvörðun tekin í
skyndi að endurtaka skemmtun-
ina og verður því barnahátíð í
Háskólabíói aftur i dag kl. 14.
Aðgangur er ókeypis enda
skemmtiatriðin unnin og flutt af
félögum í BSRB. Kennarar,
fóstrur, sjónvarpsmenn og
leikarar fóru á kostum í gær með
vel heppnuð skemmtiatriði enda
fjöldinn í sal og anddyri ánægður.
Þekktustu skemmtikraftarnir
voru Ómar, Hemmi Gunn. og
Bessi sem var m.a. með
spumingakeppni úr Kardemom-
mubænum.
Flestir sem ekki komust í sal
yfirgáfu anddyri bíósins eftir að
skemmtunin hófst, og staðráðnir
í að mæta snemma í dag. BSRB
félagar tóku bíóið á leigu og söfn-
uðu fyrir leigugjaldinu þegar fólk
gekk út.
-ÍP
Vöruþurrð
Oþarfa bensínhamstur
Víðast nœgar matvörur. Byggingavörur á þrotum.
Kreditkortaviðskipti stóraukast.
Geysimikið hamstur hefur ver-
ið á bensíni síðustu daga
vegna fregna um að bensínbirgðir
í landinu séu á þrotum. Forráða-
menn olíufélaganna segja bensín-
birgðir nægar fram yfir helgi en í
vikulokin kemur til landsins full-
hlaðið bensínskip frá Sovétríkj-
unum. Samkvæmt heimildum
blaðsins verður veitt undanþága
til að losa skipið og er því engin
hætta á bensínþurrð í landinu.
Hins vegar er þegar orðin tó-
baksþurrð meðal landsmanna og
áfengisbirgðir í veitingahúsum á
þrotum. Veitingamenn ætla þó
að reyna að halda opnu um helg-
ina.
í matvöruverslunum er ekki
farið að bera á miklum vöruskorti
ennþá þó einstaka vörutegundir
séu uppseldar. Jón Sigurðsson
verslunarstjóri í Miklagarði sagði
í gær að hvergi væri að finna göt í
hillunum. „Neyslan hefur sjálf-
sagt einhvers staðar farið niður
en salan hjá okkur hefur aukist,
Greinilegt að fólk athugar með
hagkvæmustu kaupin þegar á
bjátar“. Jón sagði ennfremur að
töluverð aukning hefði orðið í
notkun kreditkorta á síðustu vik-
um.
Sement er að mestu uppselt og
ýmsar aðrar nauðsynlegar bygg-
ingavörur á þrotum og því má bú-
ast við að mjög hægi á fram-
kvæmdum við húsbyggingar á
næstu dögum. _ ig.
Útvarpsstjóri
Maricús
skipaður
Sjálfstæðismaðurinn Markús
Örn Antonsson var í gær skipað-
ur útvarpsstjóri af flokkssystur
sinni Ragnhildi Helgadóttur,
menntamálaráðherra. Hann mun
hefja störf þann 1. janúar
næstkomandi.
Markús Örn er áhrifamaður
innan Sjálfstæðisflokksins. Hann
er meðal annars forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur og margir
höfðu gert því skóna að hann
hygðist sækjast eftir embætti
borgarstjóra þegar Davíð Odds-
son flytur sig niður á Austurvöll.
Líklegt er að embættisveitingin
verði umdeild, þar sem Markús
Öm er yfirlýstur stuðningsmaður
þess að einokun ríkisins á útvarpi
verði brotin á bak. _Qg