Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Blaðsíða 2
IÞROTTIR Diego Maradona lék frá miðju og skoraði. Ítalía Maradona með glæsimark Diego Maradona er loksins að ná sér á strik í itölsku knattspyrnunni. Á sunnudaginn skoraði hann fyrir Napoli, annan leikinn í röð, og það dugði til 1-0 útisigurs gegn Fiorentina. Tíundi leikur Fiorentina í röð án sigurs. Á 48. mínútu leiksins fékk Maradona boltann á miðju. Hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og skoraði glæsilegt mark. Annar sigur Napoli í röð og liðið er nú komið af mesta hættu- svæðinu. Verona tapaði í fyrsta skipti, í 15. leik, 2-1 fyrir Avellino. Liðið er þó áfram efst því Inter Milano náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn Ascoli, og Torino tapaði 1-0 fyrir AS Roma. Þar gerði Roberto Pruzzo sigurmarkið og Roma er komið í hóp efstu liða eftir slæma byrjun - lék þarna sinn 10. Ieik í röð án taps. Sampdoria hélt jöfnu, 0-0, gegn Atl- anta á útivelli en AC Milano tapaði óvænt heima fyrir Como, 0-2. Hætta þurfti leik Juventus og Lazio eftir 20 mínútur þar sem snjóbylur einn allharður skall á fyrirvaralaust. Verona er með 22 stig, Inter 21, Torino 20, Roma og Sampdoria 19. -VS Spánn Barcelona með 8 stiga forskot Englendingurinn Terry Venables er langt komin með að gera Barcelona að spænskum meisturum í knattspyrnu. Barcelona burstaði Elche 4-0 um helgina að viðstöddum 75 þúsund áhorfendum og er komið með átta stiga forskot á Real Madrid sem gerði 1-1 jafntefli við Real Valladolid á útivelli. Bernd Schuster og Steve Archibald voru meðal markaskorara Barcelona. f Portúgal stendur Porto áfram best að vígi eftir 3-0 sigur á Rio Ave. Markakóngurinn Gomez gerði tvö markanna. Porto er efst, jafnt Sporting Lissabon að stigum en með betri markatölu. Ben- fica er tveimur stigum á eftir, í þriðja sæti, og vann Varzim 5-1 um helgina. Nene gerði tvö markanna. ________-VS_ Körfubolti Körfuboltaáhugamenn á höfuðborgarsvæðinu geta valið milli þriggja leikja í kvöld, á þremur stöðum. KI. 20 hefst í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans leikur ÍS og KR í bikarkeppni meistaraflokks karla. Kl. 21 mætast ÍR og Haukar í úrvals- deildinni og fer sá leikur fram í Seljaskóla og í Hagaskólanum leika tvö efstu lið 1. deildar karla, Fram og ÍBK, mjög þýðingarmikinn leik. Hann hefst kl. 21.30. Reykjanes FH meistari FH-ingar urðu um helgina Reykjanesmeistarar í innanhússknattspyrnu en mótið var haldið í íþróttahúsinu í Njarðvík. Alls tóku 28 lið þátt í mótinu, sem stóð yflr allan laugardag og sunnu- dag, og var þeim skipt í 7 riðla. Körfubolti - úrvalsdeild Skemmtilegt en köf lótt þegar KR sigraði Val Spennandi ílokin en KR vann 78-75 Það var mikil spenna undir lok leiks Vals og KR á sunnudags- kvöldið í Seljaskóla. Þegar 4 mín. voru eftir var staðan 61-73, fyrir KR, en 2 mín. síðar var staðan orðin 71-73. Þessi kafli dugði Valsmönnum ekki því KR-ingar áttu næsta kafla og svöruðu með 5 stigum. Á síðustu mínútunni skoruðu Valsmenn 4 stig og klúðruðu auk þess dauðafærum á óskiljanlegan hátt, þannig að KR stóð uppi sem sigurvegari, loka- staðan 75-78. Byrjun leiksins var mjög góð og eftir aðeins 3 mín. var staðan orðin 8-9. Mikill hraði og opið spil. Þá byrjuðu sveiflurnar, KR- ingar notfærðu sér lélegan kafla Valsmanna og náðu 11 stiga for- ystu, 14-25. Valsmenn drifnir áfram af Jóhannesi Magnússyni áttu næsta góða kafla og minnkuðu muninn í 1 stig, 26-27. Þá var það aftur KR og juku þeir aðeins muninn fyrir leikhlé í 39- 45. Valsmenn mættu ákveðnir eftir hlé og eftir 5 mín. höfðu þeir jafnað og komist yfir 53-51. Þá fóru villuvandræði að hafa áhrif á þá. Jóhannes fékk sína 4. villu þá og Kristján Ágústsson og Einar Olafsson stuttu síðar. Valsmenn léku illa og létu dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Birgir Mikaels- son komst m.a. inn f 3 sendingar sem gáfu körfur og náðu KR- ingar 12 stiga mun 61-73. Lokum leiksins hefur verið lýst, en þar áttu Valsmenn góðan kafla, vörnin sterk á meðan allt var í rúst hjá KR-ingum, sem lögðu heldur mikla áherslu á að halda boltanum sem lengst og lá við að þeir féllu á því. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur, en of sveiflu- kenndur og með of mörgum mis- tökum til að geta talist góður. Það hlýtur að vera áhyggjuefni hjá báðum liðunum að þrátt fyrir ljómandi kafla á milli geti þau spilað jafn hörmulega og raun ber vitni á næstu mínútu. Hjá Valsmönnum var Jóhann- es bestur og hefur ekki oft verið betri á sínum langa ferli. Hann lenti þó í villuvandræðum og fékk 5. villuna þegar staðan var 71-73. Aðrir voru svipaðir að getu, en bakverðirnir gerðu sig seka um heldur mörg mistök. Hjá KR var Guðni Guðnason bestur í jöfnu liði og virðist hann kunna vel við að spila á móti Val. Þá voru þeir Ástþór Ingason og Birgir M. einnig góðir. Stig KR: Guöni 22, Ólafur Guömunds- son 14, Birgir M. 10, Þorsteinn Gunnars- son 10, Matthías Einarsson 8, Jón Sig- urðsson 6, Ástþór 4 og Birgir Jóhannsson 4. Stig Vals: Jóhannes 17, Tómas Holton 13, Jón Steingrimsson 10, Kristján 10, Tor- fi Magnússon 9, Einar 4, Björn Zoéga 4, Páll Arnar 4, Sigurður Bjarnason 2 og Leifur Gústafsson 2. Dómarar voru Bob Iliff og Sig- urður Valur og voru þeir sam- kvæmir sjálfum sér allan leikinn og höfðu góð tök á honum. Blæ- brigðamunur er þó á dómgæslu Bretans og íslensku dómaranna. -gsm Ivar Webster var stigahæstur Haukanna gegn ÍS. Körfubolti Besti leikur ÍS Tapaði 85-77 fyrir Haukum í Firðinum Körfubolti - úrvalsdeild Lauflétt í Njarðvík Mestur munur32 stig og UMFN vann ÍR102-73 Njarðvíkingar fóru leikandi létt með ÍR-inga í Njarðvík á föstudagskvöldið. Þeir voru kornnir í 10-1 eftir örskamma stund og það var vísbending um að hverju stefndi. I hálfleiknum munaði 26 stigum, 58-32, og mestur var munurinn 32 stig, 73- 41. ÍR tök þá kipp og lagaði stöðuna í 75-56 en lokatölur urðu 102-73, stórsigur UMFN. Lið Njarðvíkinga var jafnt og sterkt. Arni Lárusson átti mjög góðan leik, sem og fsak Tómas- son. Valur Ingimundarson skoraði mest að vanda en var þó langtímum saman utan vallar. Teitur Örlygsson gerði góða hluti Kristján Rafnsson. Krístján í Breiðablik Kristján Rafnsson, sem hefur verið einn sterkari leikmanna KR-inga í körfuknattleik undan- farin ár, er hættur hjá Vestur- bæjarliðinu og hefur gengið yfir í raðir Breiðabliksmanna í Kópa- vogi sem leika í 2. deild. Blikarnir ættu með því að eiga aukna möguleika á 1. deildarsæti en flest bendir til að þeir komist í úrslita- keppni 2. deildar. gsm/VS þann skamma tíma sem hann var inná. Gylfi Þorkelsson var langbest- ur ÍR-inga en liðsheildin hjá þeim var reglulega slök. Stig UMFN: Valur 21, Isak 17, Árni 16, Gunnar Þorvaröarson 15, Teitur örlygs- son 9, Jónas Jóhannesso.i 8, Hreiöar Hreiðarsson 6, Ellert Magnússon 6, Hafþór Botnlið Hibernian kom mjög á óvart með því að sigra Rangers 2-1 á útivelli í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugar- daginn. Hibs hafði aðeins fengið eitt stig úr síðustu 7 leikjunum en náði forystu er Brian Rice skoraði á 8. mínútu. Ian Ferguson jafnaði en varamaðurinn Colin Harris tryggði Hibs sigur. Aberdeen burstaði Morton, 5- 0. Mitchell, Weir, McDougall, Cooper og Terrin skoruðu mörk- in. Hearts tapaði 0-1 fyrir St.Mirren en tveimur leikjum var frestað. Staðan í úrvalsdeildinni eru þessi: Aberdeen.....23 17 3 3 52-16 37 Celtic.......21 13 5 3 48-20 31 Rangers......23 9 10 4 30-18 28 Óskarsson 4 og Helgi Rafnsson 2. Stig ÍR: Gylfi 24, Hreinn Þorkelsson 13, Karl Guðlaugsson 9, Ragnar Tofason 9, Björn Steffensen 9, Hjörtur Oddsson 5 og Vignir Hilmarsson 4. Bob Iliff og Jón Otti Ólafsson dæmdu leikinn vel. -SÓM/Suðurnesjum DundeeUtd ... ... 22 11 4 7 38-25 26 St.Mirren ... 23 11 3 9 29-34 25 Hearts ...23 10 2 11 29-36 22 Dundee ...22 6 5 11 29-34 17 Dumbarton.... ... 22 5 6 11 24-34 16 Hibernian ... 23 4 5 14 20-41 13 Morton ... 23 4 1 17 21-62 9 Haukastúlkurnar lentu í vand- ræðum með botnlið Njarðvíkinga í 1. deild kvenna í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Aðeins þrjú stig skildu liðin í lokin, Haukar sig- ruðu 49-46 og eru þar með jafnir Besti leikur Stúdenta í úrvals- deildinni í vetur dugði þeim ekki til sigurs gegn Haukum er liðin mættust í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnu- dagskvöldið. Átta stig skildu liðin að í lokin, 85-77 eftir að Haukarnir höfðu verið yfir í hálfleik, 40-30. Haukárnir náðu fljótlega undir- tökunum, komust í 26-13 og undir lok hálfleiksins í 38-22 en ÍS náði að laga stöðuna í 40-30 fyrir hlé. Munurinn hélst síðan svipaður út síðari hálf- leikinn og sigur Hauka komst aldrei í hættu. Pálmar Sigurðsson stjómaði spili Haukanna mjög vel og Ivar Webster var grimmur undir körfunni. Nýlið- inn Ivar Ásgrímsson komst einnig mjög vel frá leiknum. Lið ÍS var mjög jafnt, sóknarleikur liðsins var mun beittari en í undan- förnum leikjum og vörnin var þokka- Ieg lengst af. Jón Indriðason var í miklu stuði og skoraði fjórar þriggja stiga körfur. Stig Hauka: Ivar W. 20, Ivar Ásgríms- son 18, Pálmar 15, Ólafur Rafnsson 11, Henning Henningsson 10, Eyþór Árnason og Reynir Kristjánsson 4. Stig (S: Guðmundur Jóhannsson 20, Jón Indriðason 18, Árni Guðmundsson 13, Heigi Gústafsson 9, Karl Ólafsson 7, Eirík- ur Jóhannesson 6, Ragnar Bjartmarz 4. -Frosti Staðan í urvalsdeildinni í körfuknattleik eftir leiki helgarinnar: Njarövík..... 12 11 1 1098- 888 22 Haukar....... 12 9 3 998- 904 18 KR........... 13 7 6 1068-1018 14 Valur........ 12 6 6 1055-1016 12 ÍR........... 12 3 9 893-1001 6 (S........... 13 1 12 929-1214 2 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðvík....300 IvarWebster, Haukum..............242 Pálmar Sigurösson, Haukum........242 GuðniGuönason, KR.................239 GuðmundurJóhannsson, fS..........224 ÁrniGuðmundsson, (S...............204 Birgir Mikaelsson, KR.............198 ÓlafurGuðmundsson, KR.............190 TómasHolton, Val..................189 KristjánÁgústsson, Val............184 Hreinn Þorkelsson, |R............170 Torfi Magnússon, Val..............166 Gylfi Þorkelsson, |R.............161 IsakTómasson, Njarðvík...........155 Jón Steingrímsson, Val............142 KR á toppnum. Staðan í deild er þessi: KR..................9 7 2 429-352 14 Haukar..............9 7 2 369-333 14 IS..................9 4 5 401-340 8 IR..................9 4 5 318-336 8 Njarðvík............8 0 8 211-377 0 Körfubolti Grindavík úr mestu hættunni Grindvíkingar eru komnir úr mestu fallhættunni í 1. deild karla eftir góðan sigur á Reyni Sandgerði á laugardag- inn, 59-56, í Njarðvík. Keflvíkingar unnu síðan stór- sigur á botnliði Laugdæla á Seifossi á sunnudaginn, 102- 47, og hafa fjögurra stiga for- skot. Staðan í 1. deild er þessi: Keflavlk. Fram.... ReynirS ÞórAk... Grindavik Laugdælir .10 9 1 903-665 18 • 9 7 2 743-532 14 . 12 6 6 866-892 12 .8 4 4 614-630 8 .8 2 6 540-618 4 .9 0 9 437-766 0 Skotland Ovænt tap Rangers Stórsigur Aberdeen -ab/VS Körfubolti Naumt hjá Haukum 10 S^ÐA ~ ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1985 IÞROTTIR FH-ingar Badminton Byrjunin hjá okkur kostaði gífurlegtþrek, sagði Kristján Arason Ekki hœgt að leyfa sér að slaka á eftirl5 mínútur, íEvrópuleik, sagði Guðmundur Magnússon Frost Dönsku dómararnir Leif Eliasen og Palle Thomasen voru frekar mistækir. -VS Jón Erling Ragnarsson átti góðan leik gegn Herschi og hér skorar hann eitt marka FH. Mynd: -eik. Júdó Akureyringar fjöl- mennir og sigursælir Akureyringar voru bæði fjöl- mennir og sigursælir á meistara- móti drengja í júdó sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn. Þeir áttu 21 kepp- anda af 78 sem mættu til leiks og flugu heim með sex gullverðlaun af átta. Þeir áttu að auki mann númer tvö í fjórum flokkum og númer þrjú í tveimur. Keppt var í þremur aldurs- flokkum og í tveimur til þremur þyngdarflokkum innan þeirra. Sigurvegarar í flokki 9-10 ára voru Júlíus Árnason, ÍBA, og Haukur Garðarsson, Ármanni, í flokki 11-12 ára Jón Ó. Ámason, Gauti Sigmundsson og Vern- harður Þorleifsson, allir úr ÍBA, og í flokki 13-14 ára sigruðu þeir Baldur Stefánsson, ÍBA, Eiríkur Kristinsson, Ármanni, og Karl Jónsson, ÍBA. Keppendur voru frá 6 félögum, ÍBA, Á rmanni, Gerplu, Júdófé- lagi Reykjavíkur, UMFG og UMFK. -VS tapaði í Hong Kong Kínverjum gekk vel á fyrsta „Grand-Prix“ móti ársins í bad- minton sem lauk í Hong Kong um helgina. Jang-Jang kom nokkuð á óvart með því að sigra Danann Morten Frost 15-10 og 15-11 í úrs- litum í einliðaleik karla og kín- versku stúlkurnar sigruðu í einliða- og tvfliðaleik kvenna. Danir náðu í sigurvegarana í tví- liðaleik karla, þar sigruðu þeir Jan Helledie og Steen Fladberg. X - -vs að Sveinn Bragason, sem var að komast í form eftir langvinnandi meiðsli, sneri sig á síðustu æfing- unni og gat ekki leikið með. Pálma Jónssonar Svíafara var sárt saknað og kom það best fram í því að FH skoraði úr aðeins tveimur hraðaupphlaupum í leiknum. Öðruvísi mér áður brá. Haraldur Ragnarsson lék mjög vel í markinu og hélt liðinu á floti á verstu köflunum. Kristján Ara- son og Hans Guðmundsson voru drjúgir en köflóttir. Jón Erling Ragnarsson komst best frá leiknum af útispilurunum, lék vel í vinstra horninu, og Valgarður Valgarðsson var traustur hægra megin, sem og í horninu sem var alltof lítið notað. Þorgils Óttar hefur oft leikið betur. Þegar verst lét voru það óðagotið og skot- græðgin sem stórskemmdu sókn- arleik FH og slíkt má liðið ekki leyfa sér í seinni leiknum. Guð- mundur Magnússon þjálfari sagði: „Þegar lið á séns á að kom- ast í 4-liða úrslit í Evrópukeppni getur það ekki lcyft sér að slaka á eftir 15 mínútur og hætta að ein- beita sér. Menn leystu ekki verk- efni sem fyrir þá voru lögð og þetta hefur lfka verið að ske í deildaleikjunum hjá okkur und- anfarið. Ég veit hreinlega ekki hvað þetta er, ég sé enga hand- boltalega skýringu á þesu. Þreyta eða leiði koma helst til greina“, sagði Guðmundur, sem var ósátt- ur við frammistöðu sinna manna. Svona leik hefði ekki þýtt að bjóða uppá gegn Honved í 2. um- ferðinni - þá væri FH ekki að leika um sæti í undanúrslitunum nú. Hollenska liðið er skipað kraftmiklum leikmönnum og óárennilegum en þeir nýttust ekki í sóknarleiknum eins og við hefði verið að búast. „Þeir voru líkamlega sterkari en við en þá vantaði allt leikskipulag, ógnunin í sóknarleiknum hjá þeim var ekki markviss“, sagði Kristján Arason. „Petta œtti að nœgja“ ,JEf við leikum af eðlilegri getu, ættu þessi 8 mörk að nægja okkur til að komast í undanúrslitin, það er mín sannfæring. Ekkert er þó öruggt í Evrópukeppni, sterk lið tapa þar oft með 10 mörkum á útivelli, en ef rétt hugarfar verður ' tii staðar hjá okkur í Hollandi hljótum við að komast í gegn“, sagði Kristján. Guðmundur þjálfari var einnig bjartsýnn: „Við munum taka seinni lcikinn eins og hvern annan leik og ætlum okkur sigur í honum. Ég hef enga hugmynd um aðstæður eða áhorfendur í Hoilandi, en eitt mun ég örugglega leggja fyrir mína menn þar: ég læt taka miðjumanninn númer 7 (Jacobs) úr umferð. Hann er þeirra lykil- maður“, sagði Guðmundur. Mörk FH: Kristján 9 (4v), Hans 6, Jón Erling 3, Valgarður 3, Þorgils Óttar 2 og Guðjón Árnason 1. Mörk Herschi: Jacobs 4, Louwers 4, Wlijm 3, Hamers 2, Wijsters 2 og van der Hoff 1. FH-Herschi í Höliinni í fyrra- kvöld - 8-1 eftir 15 mínútur. Auðvelt, sögðu menn, og sáu fyrir sér risasigur íslandsmeistaranna á Hollandsmeisturunum. En sterkbyggðir Hollendingarnir bitu frá sér, minnkuðu muninn í fjögur mörk og gátu farið með hann niður í þrjú áður en Hafnfirðingarnir tóku við sér á ný og tryggðu sér átta marka sigur, 24-16. Átta mörk, og þau ættu að duga FH-ingum til að komast í 4-liða úrslitin í Evrópu- keppni meistaraliða. Fyrsta korterið var ári gott hjá FH-ingum. Þeir léku sérstaklega góðan varnarleik og eftir að Herschi hafði skorað fyrsta mark leiksins komu átta hafnfirsk mörk í röð, 8-1. En þá virtist púðrið vera á þrotum og afgangur fyrri hálfleiks var hrein leikleysa. „Byrjunin hjá okkur kostaði gífurlegt þrek. Varnarleikurinn var mjög hreyfanlegur og síðara korter hálfleiksins vorum við mjög þreyttir í sókninni. Það kom síðan fram í því að einbeitingin var ekki sem skyldi“, sagði Krist- ján Arason. Byrjunin á seinni hálfleik (staðan var 11-5 í hléi) var hreinn farsi. Hroðaleg mistök á báða bóga og ekkert skorað fyrstu sex mínúturnar. FH komst í 13-6 og 14-7 en þá færðist líf í þá hol- lensku og þeir minnkuðu muninn í 15-11. FH náði að rétta úr kútn- um og komst í 21-12 skömmu fyrir leikslok. Herschi minnkaði það niður í 23-16 á lokamínútun- um en Guðjón Árnason átti loka- orðið á síðustu sekúndunum, 24- 16. Mjög köflóttur leikur hjá FH- ingum, og kannski ekki furða, aðeins átta menn voru notaðir í leiknum. Breiddin er einfaldlega ekki meiri og ekki bætti úr skák Enginn risasigur en ætti að duga Þriðjudagur 15. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.