Þjóðviljinn - 28.03.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN
IANDIÐ
Gróði Járnblendiverksmiðjunnar
Við borgum brúsaim!
Ef Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga greiddi sama verð fyrir
raforkuna og ísal, hefði gróðifyrirtœkisins á síðasta ári orðið 20
miljónir en ekki 132 miljónir. Neytendur borga brúsann, segir Ólafur
Ragnar Grímsson stjórnarmaður í Landsvirkjun
Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga greiðir nú
helmingi lægra verð fyrir rafork-
una en dótturfyrirtæki Alusuisse í
Straumsvík. Ef Járnblendifélagið
hefði greitt Landsvirkjun sama
verð á síðasta ári og Isal, hefði
fyrirtækið orðið að greiða Lands-
virkjun 111,9 miljónir króna til
viðbótar og þar með hefði hagn-
aður þess á síðasta ári ekki orðið
132,2 miljónir króna heldur að-
eins 20,3 miljónir.
Þessar upplýsingar koma fram
í fréttatilkynningu sem Ólafur
Ragnar Grímsson stjórnarmaður
í Landsvirkjun sendi frá sér í gær.
Þar kemur fram að nú er meðal-
verð til Járnblendifélagsins 6,6
mill en Alusuisse greiðir 12,6 mill
að meðaltali. Segir Ólafur að
Landsvirkjun hafi verið knúin til
að selja Járnblendifélaginu raf-
orkuna langt undir kostnaðar-
verði en almenningur greiði síðan
þann rekstrarstyrk í gegnum
hærra verð á raforku. A sama
tíma og raforkuverðið til Járn-
blendifélagsins er6,6mills þurfa
almenningsveiturnar að greiða 32
mills.
í lok fréttarinnar frá Ólafi
Ragnari segir: „Þegar forstjóri
Járnblendifélagsins hælist nú um
í fjölmiðlum vegna hagnaðar
fyrirtækisins er óhjákvæmilegt að
benda á staðreyndirnar um orku-
verðið. f raun greiðir almenning-
ur í landinu verulegar
útflutningsuppbætur til
Járnblendiverksmiðjunnar í
gegnum hið lága orkuverð.Afurð-
ir verksmiðjunnar eru að þessu
leyti í sama flokki og ostar og
kindakjöt."
- v.
Gljúfrasteinn
Fundur
með
frændum
Ljósmyndin af Megasi og Hall-
dóri Laxness var tekin á Gljúfra-
steini í gærkveldi. Þeir voru að
ræða um Passíusálmana við
Gunnar Kvaran fyrir útvarpsþátt
á laugardaginn. Um helgina er ít-
arlegt viðtal við Megas um
Passíusálmana í Sunnudagsbiaði
Þjóðviljans. Skyldleiki þeirra
skálda er þann veg að Þórunn
Sveinsdóttir langamma Megasar
var systir Guðrúnar Sveinsdóttur
ömmu Halldórs Laxness. Þær
systur voru frá Beigalda. (Mynd:
E.Ól.).
Sjóslys
Fimm manna saknað
Bervík SH-43 frá Ólafsvík sökk ígœrkvöldi.
Gúmbjörgunarbátur fannst mannlaus á reki. Spurðist síðast
til bátsins er hann varskammt undan Rifi á leið úr róðri
Fimm skipverja er saknað eftir
að Bervík SH-43 frá Ólafsvík
sökk í gærkvöldi. Brak fannst úr
bátnum við leit og gúmbjörgun-
arbátur,en ekkert hefur spurst til
mannanna fimm sem voru í bátn-
um.
Það var um kl. 21.00 í gær-
kvöldi sem Slysavarnarfélaginu
barst beiðni um að hefja leit að 36
tonna bát, Bervík SH-43 sem
gerður er út frá Ólafsvík. Síðast
heyrðist til bátsins um kvöld-
matarleytið í gær þar sem hann
var á heimleið, ekki langt undan
innsiglingunni í Rif við Hellis-
sand.Slæmt veður var þar vestra í
gærkvöldi, norðaustan strekking-
ur og 9 vindstig. Slæmt var í sjó af
þessum sökum.
Strax er spurðist að Bervík
kom ekki til hafnar á tilsettum
tíma í gærkvöldi hófu 15-20 bátar
sem gera út á norðanverðu Snæ-
fellsnesi leit, en án árangurs þeg-
ar síðast fréttist. Björgunar-
sveitarmenn frá deildum Slysa-
varnarfélagsins á Hellissandi og í
Ólafsvík gengu og fjörur meðan
ratljóst var í gær en ekkert fannst
nema brak sem talið er vera úr
Bervík. Þá hafði gúmbjörgunar-
bátur skipsins og fundist á reki,
mannlaus.
Hannes Hafstein hjá Slysa-
varnarfélaginu sagði um miðnæt-
urbil í gær að vakt yrði á svæðinu
alla nóttina en strax og birti hæf-
ist skipulögð leit á ný.
Bervík SH-43 var eins og áður
sagði 36 tonna eikarbátur í eigu
Úlfars Kristjánssonar í Ólafsvík.
Báturinn var smíðaður á ísafirði
árið 1954.
- v.
Bifreiðaiðgjöld
260%
hækkun
á 3 árum
Félag íslenskra bifreiða-
eigenda hefur sent frá sér mót-
mæli vegna 68% hækkunar á ið-
gjöldum af bifreiðatryggingum. í
fréttatilkynningu frá félaginu er
bent á að árið 1983 hafi bif-
reiðatryggingaiðgjöld hækkað
um 95,2%, árið 1984 um 10% og
nú 68% hækkun eða samtals
260% hækkun á þremur árum,
segir í tilkynningunni. Bent er á
að engin þjónusta í landinu hafi
hækkað svo mikið á sama tíma.
- S.dór.
Sjá bls. 3