Þjóðviljinn - 23.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.04.1985, Blaðsíða 1
Sigurður Gunnarsson - 14 mörk í Madrid! Handbolti Island í Islenska unglingalandsliðið í handknattleik hafnaði í þriðja sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór í Finnlandi um hclgina. Það var nálægt sigri á mótinu, tapaði 19-18 fyrir Svíum sem síð- an stóðu uppi sem sigurvegarar. í þeim leik hafði Island þriggja marka forystu í hálfleik og Svíar skoruðu sigurmark sitt á lokasek- úndunum. þriðja mörku, 21-26, en vann Finna 29-20, Norðmenn 21-20 og Færeyinga 27-18. Svíar unnu Dani 26-15 og tryggðu sér með því Norðurlandameistaratitil- inn, hlutu 9 stig. Danmörk og ísland voru með 6 stig. Jón Kristjánsson úr KA, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði flest mörk ís- lensku leikmannanna, 20 talsins. Sig- urjón Sigurðsson úr Haukum skoraði 18, Skúli Gunnsteinsson úr Stjörn- unni 13 og Árni Friðgeirsson úr Gróttu 12. -VS Polar Cup Pálmar í úrvalið Pálmar Sigurðsson úr Haukum var valinn í fímm manna úrvalslið Norðurlanda, lið mótsins að loknu Polar-Cup mótinu í körfu- knattleik í Finnlandi. Þetta er mikill heiður fyrir Pálmar og það hefur ekki oft gerst að ísiand eigi fulltrúa í þessu liði. Ivar Webster úr Haukum hirti flest fráköst allra á mótinu og Val- ur Ingimundarson frá Njarðvík varð þriðji stigahæsti leikmaður mótsins. Sjá nánar um lokaleik Islands, gegn Dönum, á bls. 11. - VS. ísland tapaði einnig fyrir Dan- Landsliðshópar Francis valinn Spánn Sigurður skoraði 14! Sigurður Gunnarsson landsliðsmaður í handknattleik vann það frá- bæra afrek að skora 14 mörk í leik með Tres De Mayo í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Það gerði hann í þýðingarmiklum fallbaráttuleik gegn Caja í Madrid en Tres De Mayo náði að sigra 26-25. Sigurður hefur verið í lykilhlut- verki hjá liðinu í vetur en hann tók stöðu Svíans snjalla, Björns Nilsens, sem sneri heim til Svíþjóðar sl. vor. -VS Körfubolti N-írar setja út markakóng Evrópu Guðmundur Stuðningur í Pétursmálinu Fulltrúar körfuknattleiks- sambanda Norðurlandaþjóðanna samþykktu samhljóða að styðja þá tillögu íslands og Danmerkur að áhugamannareglum FIBA, al- þjóða körfukuattleikssambands- ins, verði breytt. Á þingi FIBA í vor, sem fram fer á Möltu 17. maí, verður lögð fram tillaga um að þegar leikmenn hætti í atvinnumennsku verði þeir strax löglegir með landsliðum þjóða sinna. Samkvæmt núgildandi reglum getur sá sami sem einu sinni hefur leikið í atvinnumannadeild aldrei leikið með landsliði sínu eftir það. Pétur Guðmundsson er því í ævilöngu keppnisbanni frá ís- lenska landsliðinu meðan þessar reglur eru í gildi. En þó þetta verði samþykkt á þinginu á Möltu í vor getur Pétur ekki leikið með íslenska liðinu í Evrópukeppn- inni 1986 - tvö þing þarf til að koma svona breytingum endan- lega í gegn. -VS Trevor Francis er enn á ný kominn í enska landsliðshópinn í knattspyrnu, fyrir leik Englands gegn Rúmenum í undankeppni HM í Búkarest þann 1. maí. Fra- ncis, sem leikur með Sampdoria á Ítalíu, missti af leik Englands og Norður-írlands vegna meiðsla, ekki í fyrsta skipti. Norður-írar hafa gert tvær breytingar á sínum hópi en þeir fá Tyrki í heimsókn þann 1. maí. Noel Brotherston frá Blackburn og vörubílstjórinn Martin McGaughey, sem er markahæsti leikmaður Evrópu um þessar mundir, missa sæti sín. í staðinn hefur Billy Bingham valið þá Terry Cochrane frá Gillingham, sem síðast var valinn fyrir rúmu Handbolti Úrvalslið Kvennalandsliðið í handknattleik mætir úrvalsliði sem þjálfarar 1. deildarliða kvenna hafa valið að Varmá í Mosfellssveit kl. 20.30 í kvöld. Á undan, kl. 19.30, mætast úr- valslið stúlkna úr 3. flokki. Andrés Kristjánsson - aftur í Hauka? ári síðan, og Sammy Mcllroy frá Stoke, sem hefur átt við meiðsli að stríða. Frakkar mæta Búlgörum í Sof- iu þann 2. maí og þeir hafa gert eina breytingu á liðinu sem gerði jafntefli í Júgóslavíu á dögunum. Harðjaxlinn í vörninni, Maxime Bossis, er útnefndur á ný en Patr- ick Battiston missir sæti sitt. -VS Barcelona Meistari! Barcelona varði um helgina titil sinn sem Evrópumeistari bikarhafa í handknattleik. Sovéska félagið CSKA Moskva kom til Barcelona með góða forystu, 30-23, úr fyrri leik liðanna, en Barcelona vann 27-20 og sigraði því á fleiri mörkum á útivelli en markatala liðanna var jöfn. Víkingar sigruðu Barcelona með 7 mörkum í Laugardalshöll en töpuðu með 10 mörkum úti í undanúrslitum keppn- innar. Leik hér á landi „Ég ieik hér á landi næsta vet- ur, það er öruggt. Það geri ég til að eiga möguleika á að komast í landsliðið“, sagði Guðmundur Albertsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við Þjóð- viljann í gær. Hann lék með GUIF í sænsku 1. deildinni sl. vet- ur. Guðmundur hefur æft undan- farið með sínu gamla félagi, KR, en hefur ekki ákveðið með hverj- um hann leiki næsta vetur. Vík- ingur og Valur koma helst til greina ásamt KR. í Hafnarfirði er altalað að Guðmundur gangi til liðs við FH - taki stöðu Kristjáns Arasonar. „Þetta er alrangt“, sagði Guðmundur í gær, „þetta hefur aldrei komið til tals og ég fer ekki að keyra úr Vesturbæn- um til Hafnarfjarðar á æfingar“. Knattspyrna Belginn hjá Everton í landslið Wales! Gat valið milli fjögurra föðurlanda Belgíski bakvörðurinn Pat Van den Hauwe leikur að öllum lík- indum með velska landsliðinu gegn Spánverjum í undankeppni HM í knattspyrnu eftir viku! Van den Hauwe, sem vakið hefur mikla athygli með Everton í 1. deild ensku knattspyrnunnar í vetur, gat valið á milli fjögurra landa vegna alþjóðlegs ætternis síns. Belgía, Holland, England og Wales gátu öll gert tilkall til hans og landsliðsþjálfari Belga hefur fylgst með honum undan- farið. En Van den Hauwe hefur gert upp hug sinn - Walesbúi vill hann vera og því verða líklegast þrír leikmenn frá meistaraefnum Everton í öftustu víglínu Wales - auk hans þeir Kevin Ratcliffe miðvörður og Neville Southall markvörður. _ ys. Handbolti Hækka Haukar flugið? Fjórir gamlir á „heimleið“ Allt bendir til þess að Haukar úr Hafnarfirði verði með öflugt lið í 2. deildinni næsta vetur. Fjórir gamalreyndir leikmenn eru á leið til félagsins á ný. Andrés Kristjánsson, lands- liðsmaður, sem leikið hefur með GUIF í sænsku 1. deildinni und- anfarin ár er samkvæmt heimild- um Þjóðviljans á leið heim í Fjörðinn á ný. Árni Sverrisson tekur sennilega fram skóna eftir hvíld. Þórir „burkni" Gíslason þjálfaði Reyni Sandgerði í fyrra en er kominn aftur í Hauka og sömuleiðis línumaðurinn snjalli, Ingimar Haraldsson, sem lék með Stjörnunni framan af vetri' en átti síðan við meiðsli að stríða. Við þetta bætist að Haukarnir eiga fyrir á óhemju efnilegu liði að skipa svo bjartara virðist fram- undan hjá félaginu eftir mögur ár undanfarið. - VS. UMSJÓN: VÍÐIR SIGURÐSSON Þriöjudagur 23. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.