Þjóðviljinn - 09.07.1985, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 09.07.1985, Qupperneq 3
ÍÞRÖTHR 4. deild Augnablik vann fyni úrslitaleikinn Pállskoraði eftir 18sekúndur. Aukin spenna íflestum riðlum. Fyrstatap Hrafnkels. Fyrstu stig Æskunnar Stórleikur helgarinnar í 4. deiidinni í knattspyrnu fór fram á Smára- hvammsvellinum í Kópavogi á föstu- dagskvöldið. Toppliðin í C-riðli, Stadan (4. deildarkeppninni í knattspyrnu: A-riðill: Grótta 7 5 1 1 18-10 16 Víkverji 6 4 0 2 13-7 12 Grundarijörður 6 2 0 4 9-19 6 Léttir 7 1 0 6 7-24 3 Leiknir „„„„„„ 7 0 1 6 12-23 1 B-riðill: 7 5 2 0 24-6 17 Afturelding 7 5 1 1 34-9 16 Hveragerði 7 3 3 1 12-1012 Stokkseyri 7 2 1 4 24-18 7 ÞórÞ 6 1 1 4 9-18 4 Mýrdaelingur... 6 0 0 6 4-46 0 C-riðill: Augnablik 7 7 0 0 28-8 21 Árvakur 6 5 0 1 19-9 15 Haukar 6 2 2 2 10-12 8 Snæfeli 6 1 2 3 6-11 5 ReynirHn 8 0 4 4 11-19 4 Bolungarvík.... 7 0 2 5 7-22 2 D-riðill: 7 5 0 2 15-7 15 ReynirÁ 6 4 0 2 14-8 12 Geislinn 5 3 1 1 17-6 10 Skytturnar 6 3 0 3 15-10 9 Svarfdælir 6 2 1 3 6-9 7 6 0 0 6 3-30 0 E-riðill: Vaskur 6 5 1 0 21-4 16 Árroðinn 7 4 1 2 18-12 13 Tjörnes 6 3 2 1 21-12 11 Bjarmi 6 2 0 4 6-18 6 UNÞ.b 7 1 2 4 9-23 5 6 1 0 5 11-17 3 F-riðill: Sindri 7 4 3 0 18-7 15 Hrafnkell 7 4 2 1 16-12 14 Höttur 7 4 1 2 13-11 13 Neisti 6 4 0 2 15-11 12 Súlan 7 1 0 6 13-16 3 Egill rauði 6 0 0 6 7-25 0 Markahœstir: Jón Gunnar T raustason, Geislanum...10 Páll Rafnsson, |R....................9 SólmundurKristjánsson, Stokkseyri....9 Siguröur Halldórsson, Augnabliki.....9 Atli Atlason, Aftureldingu...........8 Garöar Jónsson, Hvöt.................8 Jónas Ólafsson, Súlunni..............8 Magnús Hreiðarsson, Tjörnesi.........8 Staðan í 3. deildarkeppninni í knatt- spyrnu: SV-riðill: Selfoss..........8 5 3 0 18-8 18 Stjarnan.........8 4 3 1 10-8 15 Grindavfk........8 4 2 2 16-9 14 Reynir S.........8 3 2 3 16-10 11 Armann............7 3 0 4 10-12 9 ...............8 1 5 2 11-12 8 Hv................7 1 2 4 7-13 5 VíkingurÓ........8 1 1 6 8-24 4 Markahæstir: Ari Haukur Arason, Reyni.........7 Símon Alfreðsson, Grindavík......5 HjálmarHallgrímsson, Grindavík....4 ÞórhallurGuðjónsson, Stjörnunni...4 NA-riðill: Tindastóll........8 5 3 0 13-4 18 Austri............8 3 5 0 17-8 14 Magni.............8 4 2 2 13-8 14 Leiknir F.........8 4 1 3 11-11 13 Þróttur N.........8 3 2 3 15-9 11 Einherji..........7 3 2 2 13-10 11 Huginn............8 1 2 5 7-18 5 ValurRf...........8 1 2 5 7-18 5 HSÞ.b.............7 1 1 5 8-18 4 Markahœstir: EirlkurSverrisson, Tindastóli.....8 Bjarni Kristjánsson, Austra.......4 HeimirÁsgeirsson, Magna...........4 HringurHreinsson, Magna...........4 Kristján Davíðsson, Einherja......4 ÓlafurViggósson, Þrótti...........4 Sigurjón Kristjánsson, Austra.....4 Augnablik og Arvakur, sem hvorugt hafði tapað stigi, áttust við og Augna- blik vann 4-3 í stórskemmtilegum leik. Liðin leika aftur á gervigrasinu annað kvöld - mikið í húfi þar. Augnablik var alltaf yfir í leiknum, komst í 2-0,3-1 og 4-2. Sigurður Hall- dórsson gerði 2 mörk, það seinna með glæsiskalla eftir fyrirgjöf Guðmundar tvíburabróður sem einnig skoraði fyrir Augnablik. Birgir Teitsson gerði fjórða markið en fyrir Árvakur, sem þarna tapaði í fyrsta sinn á keppnis- tfmabilinu, ef vítakeppnin við Víði er undanskilin, skoruðu Ragnar Her- mannsson, Ivar Gissurarson og Frið- rik Þorbjörnsson. A-riðill: Grótta-Leikmr R ÍR-Léttir 4-1 4-0 Grundarfjörður-Leiknir 5-3 ÍR heldur áfram sinni ljúfu siglingu og Páll Rafnsson skoraði eftir aðeins 18 sekúndur gegn Létti. Guðmundur Magnússon skoraði, 2-0, á 3. mínútu, Hrafn Loftsson 3-0 á 75. mín. og Guðmundur aftur á lokamínútunni. Tvö töp Leiknis um helgina, Atli Þór Þorvaldsson skoraði gegn Gróttu en Bernhard Petersen gerði 3 marka Seltirninga og Erling Aðalsteinsson eitt. Jóhann Viðarsson gerði þrennu fyrir Leikni á Grundarfirði en það dugði ekki til, Guðmundur Freyr Guðmundsson 2, Magnús H. Magnússon 2 og Gunnar Tryggvason skoruðu fyrir heimamenn. B-riðill: Hafnir-Hveragerði..................1-1 Stokkseyri-Afturelding.............2-4 Þór Þ.-Mýrdælingur.............frestað D-riðill: Hvöt-Svarfdælir...................2-0 Geislinn-Reynir Ar................4-2 Skytturnar-Höfðstrendingur........5-0 Geislinn kemur nokkuð á óvart og var kominn í 3-0 fyrir hlé gegn Ár- skógsstrendingum. Reynir svaraði tvisvar en heimamenn gerðu fjórða markið - Benedikt Pétursson, Geislanum, var síðan rekinn af veili. Jón Gunnar Traustason 2, Þröstur Vilhjálmsson (víti) og Guðmundur Guðmundsson, beint úr aukaspyrnu, skoruðu fyrir Geislann en Örn Viðar Arnarson og Kristján Sigurðsson fyrir Reyni. Hvöt er á toppnum á ný, Hrafn Valgarðsson sá um bæði mörkin gegn Svarfdælingum sem þar með eru endanlega úr leik. Skytturnar stóðu undir nafn gegn Höfðstrendingi - Gunnlaugur Guð- leifsson 2, Jóhann Halldórsson, Guð- brandur Ölafsson og Helgi Kristinn Hannesson skoruðu mörkin fimm. E-riðill: UNÞ.b-Vaskur......... Æskan-Bjarmi......... .0-6 .4-2 Keppnin jafnast við stigatap Hafnapilta. Annel Þorkelsson skor- aði fyrir þá en Ólafur „Únsi“ Jósefs- son fyrir Hvergerðinga. Afturelding er bara stigi á eftir Höfnum, Friðsteinn Stefánsson, Atli Atlason, Hannes Hilmarsson og Ein- ar miðvörður Guðmundsson skoruðu á Stokkseyri en Sólmundur Kristjáns- son gerði bæði mörk heimamanna, annað úr vítaspyrnu. Frestað í Þor- lákshöfn, Mýrdælingar í heyskap eins og oft áður. C-riðill: Augnablik-Árvakur.................4-3 ReynirHn.-Bolungarvlk............1-1 Snæfell-Haukar...................1-1 Grétar Helgason skoraði fyrir Reyni í Vestfjarðaslagnum en Sigurð- ur Guðfinnsson fyrir Bolvíkinga. Pétur Rafnsson gerði mark Snæ- fellinga í jafnteflisleiknum við Haukana. Vaskur stefnir á fleygiferð í úrslitin og vann stórsigur í Axarfirðinum. Tómas Karlsson 2, Jóhannes Bjarna- son 2, Valdimar Júlíusson og Gunnar Berg Gunnarsson skoruðu fyrir Ak- ureyrarliðið. Loks vann Æskan, nágrannarnir handan Valaheiðarinnar máttu þola tap á Svalbarðsströndinni. Reimar Helgason (víti), Jóhann Sævarsson, Arnar Valgeirsson og Atli Brynjólfs- son skoruðu fyrir Æskuna en Vil- hjálmur Jón Valtýsson og Magús Að- alsteinsson fyrir Bjarma. F-riðill: Neisti-Hrafnkell..................3-2 Súlan-Sindri......................2-3 Egill rauði-Höttur................1-2 Geysileg spenna er komin í Austfjarðariðilinn eftir tap Hrafnkels á Djúpavogi og fjögur lið eiga ágæta möguleika. Ragnar og Gunnlaugur Bogasynir skoruðu fyrir Neista ásamt Þorbirni Þjálfara Björnssyni en Ing- ólfur Arnarson og Ríkharður Garð- arsson fyrir Breiðdælinga. Sindri náði forystunni í riðlinum með sigrinum á Stöðvarfirði. Gísli Helgason kom Hornfirðingum yfir en Jónas Ólafsson gerði síðan tvö mörk á sömu mínútunni, 2-1 fyrir Súluna. Elvar Grétarsson jafnaði, 2-2, og gamli refurinn, Þórhallur Jónasson, potaði síðan boltanum í netið og stig- in þrjú voru Sindramanna. Þórarinn Jakobsson og Jóhann Sig- urðsson komu Hetti í 0-2 í Neskaup- stað en Örn Rósmann Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Egil. -hs/K&HA'S 3. deild SV Sjö gul og twö rauð á Selfossi Víkingar náðu stigi í Garðabœnum Selfoss-Reynir S. 1-1 (1-0) Það var ekkert gefið eftir á Sel- fossi, sjö gul spjöld og tvö rauð - Þórarinn Ingólfsson, Selfossi, og Jón B. G. Jónsson, Reyni, lentu saman og voru báðir reknir af leikvelli. Selfyssingar voru mun hættulegri og náðu forystu með marki Jóns Birgis Kristjánssonar. En Reynismenn nældu sér í stig í lokin þegar Ari Haukur Arason jafnaði á 87. mínútu. ÍK-Grindavík 1-1 (0-1) Grindvíkingar sluppu vel með stig úr Kópavoginum, ÍK var mun sterkari aðilinn allan tímann en náði ekki að nýta sér það til sigurs. Símon Alfreðsson slapp innfyrir vörn ÍK á 40. mínútu og kom Grindavík yfir en Guðjón Guðmundsson jafnaði með góðu skoti af 20m færi á 68. mínútu. Sjötti leikur ÍK í röð án taps, en fimmta jafnteflið. Stjarnan-Víkingur Ó, 1-1 (1-0) Stjarnan byrjaði mjög vel og framanaf stefndi allt í öruggan sigur á botnliðinu. Þórhallur Orn Guðjónsson skoraði og útlitið var bjart. En Víkingar tvíefldust þeg- ar á leið, jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks, og eftir það hefði sigur- inn getað lent hvoru megin sem var. Leik Ármanns og HV var frest- að vegna Færeyjaferðar Ár- menninga. -VS Framarar Valgeir Barðason sló eftirminnilega í gegn á laugardaginn, skoraði 3 mörk gegn toppliði Framara. Mörk lA: Valgeir Baröason 4., 51. og 69. mín. Júllus Ingólfsson 40. og 52. mln. (víti) Guöjón Þórðarson 5. mín. Mörk Fram: Guðmundur Steinsson 67. mín. Ómar Torfason 88. mín. Stjörnur l'A: Sigurður Lárusson «** Valgeir Barðason **• Árni Sveinsson ** Karl Þórðarson ** Júllus Ingólfsson * Sveinbjörn Hákonarson * Stjörnur Fram: Ómar Torfason ** Ormarr Örlygsson * Pétur Ormslev * Dómari: Þorvaröur Björnsson Áhorfendur 1502 Slegnir útaf laginu! Tvö mörk ÍA áfyrstu 5 mínútunum. Stórsigur gegn áður taplausuliði Framara. Þrenna nýliðans Valgeirs Barðasonar. IA komst í5-0 og 6-1. Samt ekki mjög ójafnt Það hlaut að koma að því að Fram- arar töpuðu leik, slíkt er óumflýjan- legt í knattspyrnunni, hversu vel sem annars gengur. En að íslands- og bik- armeistarar Skagamanna skyldu gjör- sigra þá, 6-2, á Akranesi á laugardag- inn var nokkuð sem ekki hafði verið reiknað með. Góð úrslit fyrir alla nema Framara, spennan eykst á ný og aðeins flmm stig skilja nú að Fram og ÍA. Það má segja að Skagamenn hafi slegið Framara algerlega útaf laginu strax í byrjun - staðan var 2-0 eftir 5 mínútur og margir misstu af fyrstu tveimur mörkunum. Nýliðinn Valgeir Barðason, sem þarna lék sinn fyrsta ÍA í 1. heila leik með deild, skoraði með góðu skoti eftir 3 mínútur og 50 sekúndur, 1-0. Og rúmri mínútu síðar skaut Guðjón Þórðarson af 30 metra færi eftir aukaspyrnu, þrumufleygur og stórglæsilegt mark, 2-0! Rétt fyrir hlé skoraði svo Júlíus Ingólfsson lag- lega með skoti frá vítateig - Friðrik Friðriksson markvörður hreyfði sig ekki, staðan 3-0 í hálfleik. Samt var fyrri hálfleikur alls ekki ójafn. Framarar voru fullt eins mikið með í spilinu úti á vellinum en þeir náðu ekki að skapa sér færi, nema er Guðmundur Torfason skaut yfir af markteig á 37. mínútu. Skagamenn voru ágengari og vörn þeirra var mjög traust, Sigurður Lárusson lék þar sinn besta leik í sumar. Og Skagamenn byrjuðu seinni hálf- leik eins og þann fyrri. Tvö mörk á fyrstu 7 mínútunum. Nýliðinn Valgeir var í aðalhlutverkinu, fyrst fékk hann góða stungusendingu, stakk Fram- vörnina og skoraði með mjög góðu skoti, 4-0, og strax á eftir lék hann sama leik - Framarar brutu á honum og dæmd vítaspyrna sem Júlíus skoraði úr. Staðan 5-0, ótrúlegt! Framarar fengu sín færi - Pétur Ormslev átti lúmskt skot úr auka- spyrnu í stöng á 56. mín. og Guð- mundur Steinsson skaut yfir. En Val- geir var óstöðvandi, hann skallaði í slá á 65. mínútu og var geysilega ógnandi. Fram komst loks á blað þegar Guð- mundur Steinsson skoraði eftir fyrir- gjöf Guðmundar Torfasonar en Val- geir var fjótur að svara, skaut í varnar- mann, fékk boltann aftur og þrumaði uppí þaknetið. Staðan orðin 6-1 - ný- liðinn kominn með 3 mörk í fyrsta leiknum sínum í byrjunarliði! Framarar gáfust aldrei upp. G. Torfason skaut rétt yfir áður en Omar Torfason skallaði í mark ÍA eftir hornspyrnu skömmu fyrir leikslok, 6- 2. Níunda mark Ómars í jafnmörgum leikjum. Baráttan í Skagaliðinu var mikil, meistararnir sáu að þeir urðu að sigra til að eiga von um að verja titilinn og sýndu og sönnuðu að þeir ætla ekkert að gefa eftir. Fram lék alls ekki illa en það er reiðarslag fyrir hvaða lið sem er að hefja nánast leik tveimur mörkum undir. -sh/Akranesi ÍÞRÓTTIR 1. deild Þrju viti og rautt Áttunda Víkingstapið. Tvö mörk Ragnars 3. deild NA Jafntefli toppliðanna Tindastóll og Austri taplaus. Valur tapar enn. Vopnfirðingar eiga möguleika Áttunda tap Víkinga í röð í 1. deildarkeppninni í sumar leit dagsins ljós í Keflavík í fyrra- kvöld. Þeir voru ávallt lakari aðil- inn ef fyrri hluti fyrri hálfleiks er undanskilinn og úrslitin voru í hæsta máta sanngjörn, 3-1. Víkingar byrjuðu betur en náðu ekki að skapa sér nein sér- stök færi. Þegar á leið fyrri hálf- leik náðu Keflvíkingar sér á strik og þeiri fengu vítaspyrnu þegar Ragnar Margeirsson var felldur innan vítateigs. Ragnar skoraði sjálfur úr spyrnunni, 1-0. En hinum megin var einnig dæmd vítaspyrna rétt fyrir hlé. Hendi á Valdór Sigþórsson og úr spyrnunni, tvítekinni, jafnaði Áðalsteinn Aðalsteinsson. Þriðja vítaspyrnan í leiknum var dæmd á 54. mínútu, Þórður Marelsson felldi hinn síhættulega Ragnar. Þórður var ekki sáttur við dóminn og orðasennu við Kjartan Ólafsson dómara lauk með því að Þórður var rekinn af ■leikvelli! Ragnar tók vítaspyrn- una - en skaut í stöng! Strax á ÍBK-Víkingur 3-1 (1-1) *** Mörk IBK: Ragnar Margeirsson 36. (vfti) og 65. mín. Sigurjón Kristjánsson 77. mín. Mark Víkings: Aðalsteinn Aöalsteinsson 43. mín. (vlti) Stjörnur ÍBK: Ragnar Margeirsson •** Sigurjón Kristjánsson ** Helgi Bentsson * Valþór Sigþórsson • Stjörnur Víklngs: Björn Bjartmarz * Einar Elnarsson * Dómari Kjartan Ólafsson ** Áhoriendur 880 eftir komst Helgi Bentsson í dauðafæri eftir sendingu Ragnars en hitti ekki boltann! En gegn 10 Víkingum höfðu Keflvíkingar leikinn í hendi sér og hið óumflýjanlega gerðist um miðjan seinni hálfleikinn. Helgi sendi á Ragnar sem sneri sér á vítateigshorni og skoraði með fal- legu lágskoti í homið fjær, 2-1. Á 75. mín. varði Jón Otti Jóns- son markvörður Víkings naum- lega þrumuskot frá Jóni Kr. Magnússyni og rétt á eftir kom þriðja mark IBK. Valþór Sig- þórsson brunaði upp völlinn og gaf á Sigurjón Kristjánsson sem hélt uppá sinn fyrsta 1. deildar- leik með ÍBK með því að skora með hörkuskoti, 3-1. Á sömu mínútu fékk Gunnar Oddsson sendingu frá Ragnari en skaut rétt yfir Víkingsmarkið. -ÞBM/Suðurnesjum 1. deild Heppnir Þróttarar! Skoruðu tvö í lokin og jöfnuðu ósanngjarnt gegn Víði Þeir voru stálheppnir Þróttar- arnir að fá stig útúr viðureigninni við Víði á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Þeir voru einungis með lífsmarki síðustu 10 mínút- urnar og þá náðu þeir að skora tvisvar og jafna, 2-2, en framað því höfðu Garðspiltarnir verið þeim fremri á flestum sviðum knattspyrnunnar. Víðismenn sóttu nær látlaust fyrsta korterið en eftir það jafn- aðist Ieikurinn nokkuð. Leik- menn Víðis voru þó alltaf á- kveðnari, fljótari á boltann og markvissari í öllum aðgerðum en Þróttararnir og náðu oft laglegu spili. Einar Ásbjörn Ólafsson fékk þeirra hættulegasta færið á 15. mín. þegar hann sneri sig lag- lega í gegnum Þróttaravörnina en náði ekki að leika á úthlaupandi Guðmund Erlingsson markvörð. Nokkur færi á báða bóga en rétt fyrir hlé fékk Þróttari boltann í aðra lúkuna inní eigin vítateig og umsvifalaust dæmd vítaspyrna sem Guðjón Guðmundsson prímusmótor Víðisliðsins skoraði úr, 0-1. Strax á eftir var Atli Helgason einn fyrir opnu Víðis- markinu eftir fyrirgjöf Kristjáns Jónssonar en skaut yfir á ótrú- legan hátt. Þróttur-Víöir 2-2 (0-1) ** Mörk Þróttar: Sigurjón Kristinsson 81. mín. Arnar Friöriksson 86. mln. Mörk Víðis: Guðjón Guðmundsson 44. mín. (víti) Grétar Einarsson 63. mín. Stjörnur Þróttar: Ársæll Kristjánsson • Daði Harðarson * Kristján Jónsson * Stjörnur Víðis: Guðjón Guðmundsson ** Einar Á. Ólafsson • Grétar Einarsson * Ólafur Róbertsson * ■Dómari Friðgeir Hallgrímsson ** Áhortendur 390 Gísli Heiðarsson varði vel frá Kristjáni á 50. mín. en Víðir hélt undirtökunum eftir sem áður. Vörn Þróttar var oft gjörsamlega úti á þekju og það nýtti Grétar Einarsson sér, hann hirti af henni boltann, lék á Guðmund og skoraði, 0-2. Og á 76. mín. slapp Einar Ásbjörn á svipaðan hátt einn í gegn, lék á Guðmund markvörð utan vítateigs en var þá gróflega felldur af Theodóri Jó- hannssyni sem slapp vel með gult spjald og aukaspyrnu. Þetta var örlagaríkt því fimm mínútum seinna skoraði Sigurjón Kristins- son af markteig uppúr horn- spyrnu, 1-2. Þá vöknuðu Þróttar- ar, sáu að þeir áttu möguleika og stálu stigi þegar Arnar Friðriks- son lyfti smekklega yfir varnar- menn Víðis og Gísla markvörð eftir hornspyrnu. Úrslitin 2-2, Víðismenn mega vera sárir yfir að glopra niður tveimur stigum á síðustu stundu. -VS Frjálsar Fjögur unnu jirefalt Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE, Svanhildur Kristjóns- dóttir, Breiðabliki, Eggert Boga- son, FH, og Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, urðu þrefaldir íslandsmeist- arar á Meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum sem fram fór á aðallcikvanginum í Laugardal um helgina. Aðalsteinn sigraði í 100,200 og 400 m hlaupi karla, Svanhildur í 100 og 200 m hlaupi kvenna og boðhlaupi og Stefán Þór í lang- stökki, þrístökki og boðhlaupi. Eggert var öruggur sigurvegari f kastgreinunum, kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti. Þá sigruðu Helga Halldórsdóttir, KR, og Jön Diðrikssonj FH, í tveimur greinum hvort. Árangur Svanhildar í 200 m hlaupinu, 24,51 sek, var sá besti í mótinu, mjög gott hlaup. Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins var fjarri góðu gamni á mótinu. -VS Sundmeistaramótið Austri-Tindastóll 1-1 (1-0) Austramenn hófu þennan toppleik af miklum krafti og fengu mörg ágæt færi fyrsta korterið. Bjarni Kristjáns- son nýtti eitt þeirra þegar hann slapp í gegnum vörnina og skoraði, 1-0. Síð- an jafnaðist leikurinn, mikil barátta og færi á báða bóga, og Tindastóll jafnaði loks þegar korter var til leiks- loka. Vítaspyrna eftir hendi á vamar- mann Austra og úr henni skoraði Eiríkur Sverrisson. Sauðkrækingar gerðu reyndar annað mark sem dæmt var af. Bæði liðin eru áfram taplaus en staða Tindastóls styrkist við þessi úrslit. Valur-Rf.-Þróttur N. 0-2 (0-1) Reyðfirðingar hafa misst flugið og töpuðu þarna sínum fimmta leik í röð. Þeir berjast greinilega við fallið í sumar ásamt Hugin og HSÞ.b. Páll Freysteinsson er heima í sumarfríi og góður styrkur fyrir Þrótt og hann skoraði með skalia eftir 15 mínútna leik. Marteinn Guðgeirsson innsigl- aði síðan sanngjarnan sigur Norðfirð- inga með marki seint í leiknum. Huginn-Magni 1-2 (0-1) Huginn byrjaði af krafti og var mun betri aðilinn fyrri hluta fyrri hálfleiks en síðan náði Magni tökum á leiknum og vann sanngjarnt. Heimir Ásgeirs- son skoraði fyrir hlé og Hringur Hreinsson var síðan á ferðinni, 0-2. Hann átti líka sláarskot en Huginn náði að laga stöðuna með marki Guð- mundar Helgasonar á 72. mínútu. Einherji-Leiknir F. 1-0 (0-0) Vopnfirðingar geta enn blandað sér í toppslaginn eftir þennan þýðing- armikla sigur á Leikni. Einherji var sterkari aðilinn í leiknum og Guðjón Antóníusson skoraði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Rétt á undan hafði Steindór Sveinsson fengið besta færi sumarsins á Vopnafirði - en aleinn í markteignum renndi hann boltanum beint í hendur Þorfinns markvarðar Leiknis! -VS Fimm Islandsmet Bryndís Ólafsdóttir bætti 7 ára gamalt met Þórunnar Alfreðs- dóttur. Bryndís Ólafsdóttir, Þór Þor- lákshöfn, og Eðvarð Þ. Eðvarðs- son, Njarðvík, settu tvö íslands- met hvort á Sundmeistaramóti ís- lands um helgina. Bryndís bætti sjö ára gamalt met Þórunnar Alfreðsdóttur í 100 m flugsundi kvenna er hún sigr- aði á 1:07,66 mín, og bætti síðan eigið ársgamalt met í 100 m skriðsundi kvenna, synti á 1:0: ,90 mín. Bryndís sigraði í fjórum greinum á mótinu. Eðvarð bætti tvö af sínum metum, synti 200 m baksund á 2:10,38 mín. og 100 m baksund á 1:00,58 mín. Þá setti sveit Ár- manns íslandsmet í 4x100 m skriðsundi kvenna, synti á 4:30,30 mín. Ægir hlaut flest verðlaun á mótinu, 7 gull, 6 silfur og 2 brons. Þór Þ. fékk 6 gull, 2 silfur og 1 brons, Bolvíkingar 1 gull, 4 silfur og 5 brons, KR-ingar 2 gull, 2 silfur og 3 brons, Njarðvíkingar 2 gull og 4 silfur, Ármenningar 1 gull, 2 silfur og 3 brons, Sundfé- lag Hafnarfjarðar 2 gull og 2 brons, Selfyssingar 1 gull og 3 brons og Akurnesingar 2 gull og eitt brons. -VS 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. júlí 1985 Þriðjudagur 9. júlí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.