Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Samora Machel forsetl Mósambik - þarfnast aðstoðar frá fieirum en so- vétmönnum. Samskipti Machel ræðir við Reagan Washington - Samora Machel, forseti Mosambik, er nú á ferðalagi í Bandaríkjunum og í gær hitti hann Reagan forseta Bandaríkjanna að máli í Was- hington. Forsetarnir ræddust við í 45 mínútur en á meðan hömuðust íhaldsmenn úr flokki Reagans gegn við- ræðum þeirra. Fimm öldungadeildarmenn úr flokki repúblikana sögðust ætla að leggja fram tillögu í deildinni um að veita 5 miljón dollara í hernaðaraðstoð til uppreisnar- manna sem berjast gegn stjóm Machels. Þessir fimm hafa einnig ritað Reagan forseta bréf þar sem þeir ásaka hann um að brjóta gegn eigin stefnu sem sé sú að styðja við bakið á skæruliðum sem berjast gegn kommúnista- stjórnum. Mosambik hefur átt við marg- víslega örðugleika að stríða síðan landið hlaut sjálfstæði fyrir tíu árum. Þurrkar, uppreisn og minnkandi landbúnaðarfram- leiðsla hafa leikið efnahag lands- ins grátt. Stjórn Machels hefur notið stuðnings sovétmanna en að undanförnu hafa sést teikn þess að hún vilji leita á önnur mið í von um efnahagslegan stuðning. Það eru þessi teikn sem Reag- an langar að rýna betur í. „Við teljum það ómaksins virði að sýna honum hina hliðina á pen- ingnum... sýna honum hvernig okkar kerfi starf^r og að hann megi jafnvel vænta stuðnings frá Vesturveldunum,“ sagði Reagan fyrir fundinn. Mexíkó Mannskæður skjálfti Stór hluti Mexíkóborgar í rústum. Manntjónið skiptir hundruðum Guatemalaborg - Geysiöflugur jarðskjálfti, 7,8 stig á Richt- erskvarða, lagði fjölda bygg- inga í rúst í höfuðborg Mexíkó síðdegis í gær. Fréttir frá Mex- íkóborg voru heldur óljósar í gærkvöld vegna þess að síma- og telexsamband við borgina rofnaði en Ijóst er að manntjón er talið í hundruðum. Jarðskjálftinn átti upptök sín úti fyrir Kyrrahafsströnd lands- ins, uþb. 400 km suðvestur af Mexíkóborg. Mexíkanska sendi- ráðið í Washington tilkynnti að hætta væri á flóðbylgjunni með- fram allri vesturströnd Mexíkó og Kalifomíu. Að sögn sendi- ráðsins urðu mikiar skemmdir og Götumynd þess tók Jón Hólm í Mexíkóborg fyrir nokkrum árum. Nú er þar sennilega öllu ömurlegra umhorfs. Bólivía Herlög gegn verkfalli La Paz - Ríkisstjórn Bólivíu lýsti í dag yfir umsátursá- standi í landinu, sendi skrið- dreka út á göturnar og handtók þúsundir verkamanna og leið- toga þeirra sem komnir voru í hungurverkfall. Tilgangur þessara aðgerða er að brjóta á bak aftur allsherjarverkfall sem staðið hefur í landinu í 16 daga. Til skotbardaga kom milli lög- reglu og mótmælenda í verka- mannahverfi í höfuðborginni La Paz og særðust einhverjir en ekki er vitað hve margir. Útgöngu- bann hefur verið sett í borginni frá miðnætti til kl. 6 á morgnana og fara lögregla og hermenn um götur gráir fyrir járnum í bryn- vörðum bflum og skriðdrekum. AUsherjarverkfallið hófst 3. september sl. og var því beint gegn efnahagsráðstöfunum stjórnar Victors Paz Estenssoro forseta. Tveim stundum eftir að það hófst lýsti forsetinn verkfall- ið ólöglegt og framlengdu verka- lýðssamtökin verkfallið þá um óákveðinn tíma eða þangað til ráðstöfunum forsetans hefði ver- ið hnekkt. Til að leggja áherslu á kröfur verkalýðsins fóru þúsundir verkamanna, þ.á m. 27 af 30 mið- stjórnarmönnum landssamtaka verkafólks, í hungurverkfall í gær. Stjórnin brást við með því að handtaka þá alla og flytja þá á brott. Er sagt að sumir hafi verið fluttir á afskekkta staði í frum- skógum landsins. Einn af miðstjómarmönnun- um þremur sem sluppu við hand- töku fór í felur og kom síðar fram í útvarpi þar sem hann hvatti verkafólk til að halda allsherjar- verkfallinu til streitu og reisa götuvígi á götum og þjóðvegum. Því var haldið fram í La Paz í gær að tveimur hinna handteknu væri haldið í innanríkisráðu- neytinu og væri ætlun stjómvalda að fá þá til að játa á sig áætlanir um að steypa stjórn landsins. Vestur-Pýskaland Helmut Kohl í klípu Suður-Afríka Út úr Angola Bonn - Ríkisstjórn Helmuts Kohl í Vestur-Þýskalandi býr sig nú undir verstu stjórnar- kreppu sem yfir hana hefur gengið á ferli hennar. Stjórnar- andstaðan hefur ítrekað kröfur sínar um að Friedrich Zimmer- mann innanríkisráðherra verði látinn víkja úr embætti og það gæti reynst Kohl erfiður biti að kyngja. Dagblöð sem vanalega eru hlynnt stjórninni tóku undir kröfu jafnaðarmanna í gær og hið erkiíhaldsama dagblað Bild sagði að staða Zimmermanns væri nú svo veik að jafnvel pólitískir sam- herjar hans teldu útilokað annað en að hann yrði að segja af sér eða vera rekinn úr embætti ella. Zimmermann er ekki flokks- bróðir Kohl heldur úr systur- REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Pretoria - Herstjórnin í Suður- Afríku tilkynnti í gær að hún hefði gefið sveitum sínum fyr- irskipun um að hörfa frá Ang- ola til stöðva sínna í Namibíu. Innrás Suður-Afríku inn í Ang- ola hefur verið fordæmd um allan heim og menn draga mjög í efa að tilgangur hennar hafi verið sá sem stjórnvöld í Suður-Afríku tilgreindu. Stjómin í Angola segir að til- gangurinn hafi alls ekki verið að elta uppi skæruliða sem berjast fyrir frelsun Namibíu heldur að hrinda sókn angólska hersins gegn höfuðstöðvum uppreisnar- manna í samtökunum Únita en þeir lúta forystu Jonasar Savimbi og njóta stuðnings Suður-Afríku. Suðurafriska herstjórnin segir að hersveitirnar hafi aðeins farið skamman spöl inn fyrir landa- mæri Angola og flugvélar þeirra hafi ekki farið lengra inn yfir landið en 80 km. Stjórnin í Luanda segir hins vegar að innrásarliðið hafi ráðist 250 km inn í Angola og farið í veg fyrir hersveitir stjómarinnar. í smábænum Klerksdorp í Suður-Afríku voru tveir ungir hvítir menn dæmdir til að hengj- ast fyrir að nauðga og brenna unga blökkustúlku til bana í fe- brúarmánuði í ár. Réðust þeir á stúlkuna og unnusta hennar þar sem þau sátu í bfl hans og neyddu þau til að aka út fyrir bæinn. Þeg- ar þangað var komið réðust þeir á piltinn og nauðguðu síðan stúlk- unni. Verknaðinn fullnuðu þeir með því að læsa hana inni í far- angursgeymslu bflsins og kveikja síðan í honum. Mitterrand krefst aðgerða París - Francois Mitterrand forseti Frakklands sendi í gær Laurent Fabius forsætisráð- herra bréf þar sem hann fór fram á að hrist yrði upp í „við- komandi stofnunum" sem hefðu haldið aftur upplýsing- um um sprengjutilræðið við Rainbow Warrior í Auckland og þar með gert forsetanum ókleift að leggja mat á þau blaðaskrif sem orðið hafa síð- ustu daga. Frönsk blöð hafa haldið áfram skrifum um meinta aðild frönsku leyniþjónustunnar að tilræðinu og hehir þar m.a. komið fram að nokkrir af æðstu yfirmönnum manntjón í vesturhéruðum lands- ins. í sjálfri höfuðborginni var lýst yfir neyðarástandi og talið er að þriðja hvert hús hærra en fjórar hæðir hafi jafnast við jörðu á 30 ferkflómetra svæði í borginni. Mexíkóborg er ein af fjölmenn- ustu borgum heims og telur um 18 miljónir íbúa. Einu fréttirnar frá borginni bárust úr mexíkanska sjónvarp- inu en sendingar þess sjást ma. í Guatemala. A skerminum sást ma. hvar verið að að hlynna að bömum úti fyrir skóla í miðborg- inni en þau höfðu slasast þegar skólinn þeirra hrundi. Til marks um hamfarimar má nefna að 80 sm þykkar súlur við framhlið skólans höfðu kubbast í sundur. Forseti Mexíkó, de la Madrid, lýsti yfir neyðarástandi og yfir- völd báðu blóðgjafa að gefa sig fram á sjúkrahúsum. Starfsmenn sjúkrahúsa sendu þá sjúklinga heim sem minnst vom veikir til þess að rýma fyrir fórnarlömbum hamfaranna. Engar opinberar tölur um mannfall hafa verið nefndar en sagt að það skipti hundruðum hið minnsta. flokki kristilegra demókrata, CSU í Bæjaralandi. Leiðtogi CSU, Franz Josef Strauss, hefur áður gefið í skyn að hann muni beita sér gegn brottrekstri Zim- mermanns og verði gerð tilraun til þess að stugga við innanríkis- ráðherranum gæti það kostað hatrömm átök milli systurflokk- anna. Er talið alls óvíst hvort stjórnin myndi lifa slík átök af. Jafnaðarmenn kröfðust þess í gær að Sambandsþingið fyrir- skipaði víðtæka rannsókn á njósnamálunum sem sífellt vinda upp á sig og verða umfangsmeiri. Talsmenn stjórnarinnar svara kröfunni um afsögn Zimmer- manns á þann veg að hann hafi einungis farið að ráðum sérfræð- inga og fagmanna og þess vegna beri hann enga persónulega sök á njósnamálunum. Græningjar tóku létt á máiinu í gær eins og þeir eiga til. Sögðust þeir ætla að láta múra upp í dyrn- ar á skrifstofu kanslarans svo tryggt væri að enginn slyppi það- an út framvegis. hersins og jafnvel varnarmála- ráðherrann, Charles Hemu, hafi vitað um tilræðið fyrirfram en þagað yfir því við forsetann og sérstakan rannsóknarmann hans, Bernard Tricot. Hernu hefur harðneitað því að vita nokkuð um málið og vísað því á bug að nokkur stofnun sem heyrir undir ráðuneyti hans hafi átt þátt í að sökkva skipi Græn- friðunga. f bréfi Mitterrands er engin stofnun nefnd á nafn en sagt að ef í ljós komi að einhverj- ar stofnanir hafi leynt forsetann einhverju verði að víkja þeim ábyrgu úr embættum sínum og jafnvel endurskipuleggja við- komandi stofnanir. Austurríki llldeilur pólitíkusa valda flokks- vanda Vínarborg - Jafnaðarmanna- flokkur Austurríkis sem hefur verið leiðandi afl í stjórnmálum landsins um ára- tuga skeið ákvað í gær að svipta tvo fyrrverandi fjár- málaráðherra flokksins öllum trúnaðarstörfum á hans veg- um meðan þeir eru að setja niður opnberar deilur sínar. Þingflokksformaðurinn vildi ganga lengra og lagði til að þeir Hannes Androsch og Herbert Salcher verði reknir úr flokknum um tíma eða þangað til þeir hafa látið af deilunum. Það kom ekki til afgreiðslu. Þeir Androsch og Salcher hafa kastast á hnútum opinberlega i rúmt ár en fyrr í þessum mánuði færðist aukin harka í leikinn þeg- ar Salcher stefndi Androsch fyrir meiðyrði. Deilur þeirra má rekja aftur til ársins 1980. Þá var And- rosch fjármálaráðherra og talinn líklegastur eftirmaður þáverandi kanslara, Bruno Kreisky. Ekkert varð þó úr því vegna þess að And- rosch, sem reyndar er stjórnar- formaður stærsta banka landsins, neitaði að losa sig við fyrirtæki sem hann rak og annaðist skatta- ráðgjöf en það gaf af sér góðan arð. Androsch varða að segja af sér ráðherradómi og tók Salcher við af honum. Síðan hafa blöðin iðulega gert sér mat úr fjálmálum Androsch og nú á hann von á skattalögregl- unni í heimsókn vegna rannsókn- ar á húsakaupum hans í fínasta úthverfi Vínarborgar. Androsch segir að hann sé fórnarlamb of- sókna Salchers sem reyni allt til að koma honum á kné. Það gæti hins vegar verið ómaksins vert að skoða fjármál Salchers sjálfs. Þetta fannst Salcher einum of mikið af því góða og stefni And- rosch fyrir meiðyrði. i' Föstudagur 20. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.