Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR Ítalía Frakkland Juventus eittá toppnum Leikmenn Nantes enn miður sín! Rideout hetja Bari Juventus sigraði Pisa 3-1 í þriðju umferð ítölsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu á sunnudaginn og er eina liðið sem ekki hefur tapað stigi. Aldo Se- rana 2 og Michael Laudrup skoruðu mörkin. Meistarar Verona unnu sinn fyrsta leik, 3-0 gegn Como. Vinicio Venza 2 og Preben Elkjær gerðu mörk þeirra. Liam Brady lagði upp tvö mörk fyrir Karl-Heinz Rummenigge og Sandro Altobelli skoraði eitt í 3-1 sigri Inter Milano á Avellino. Diego Maradona lagði upp sigurmark Napoli gegn At- alanta fyrir Alessandro Renica. Eng- lendingurinn Paul Rideout var hetja nýliðanna Bari sem fengu sín fyrstu stig með því að sigra stórlið Roma óvænt, 2-0. Hann skoraði bæði mörk- in. Daniel Passerella skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Fiorentina vann AC Milano 2-0. Juventus hefur 6 stig, Napoli 5, Int- er Milano 4, Fiorentina 4, Torino 4, Roma 4, AC Milano 4, Verona 3, Udinese 3, Sampdoria 2, Atalanta 2, Avellino 2, Bari 2, Lecce 2, Pisa 1 en Como ekkert. -VS/Reuter 2. deild Ovæntur ÍR-sigur Nýliðar ÍR með Guðmund Þórðarson og Bjarna Bessason í fararbroddi unnu óvæntan sigur á hinu sterka liði Breiðabliks, 23- 22, í 2. deild karla í handknattleik í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Digranesi. ÍR lék í 3. deild í fyrra en Blikarnir, sem eru undir stjórn Geirs Hallsteinssonar, voru í 1. deild. Afturelding, hinir nýliðarnir, misstu niður fimm marka forystu í seinni hálfleiknum gegn Ár- manni í Seljaskóla og töpuðu 27- 25. Ármenningarnir tóku Axel Axelson þjálfara og Erlend Da- víðsson, fyrrum Framara, úr um- ferð og það réðu Mosfellingar ekki við. HK vann öruggan sigur á hinu unga liði Gróttunnar, 24-16, í Digranesi á laugardaginn. Leikurinn var jafn fyrstu 20 mín- úturnar en eftir það var engin spurning um úrslit. Pór vann Hauka 23-20 í Vestmannaeyjum á laugardag- inn. _VS Héðinn Gilsson, skyttan unga og hávaxna í FH-liðinu, fær hér óblíðar móttökur hjá hinum sterka varnarmanni úr Val, Geir Sveinssyni. Mynd: E.ól. 1. deild Smá spenna í lokin en annars öruggt Meistararnir töpuðu fyrir Val. Valdimar með 12 mörk Leikmenn Nantes virtust enn vera miður sín eftir tapið gegn Val í UEFA- bikarnum og náðu aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn nýliðum Nice í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Vahid Halilhodzic, sem var í banni gegn Val, kom Nantes yfir en Dominique Lefebvre jafnaði. Alain Giresse skoraði 2 mörk og Uwe Reinders eitt þegar Bordeaux vann Metz 3-2 á útivelli. Paris St. Germain vann sinn tíunda sigur, 3-2 í Lens. Lens komst í 2-0 með tveimur mörkum úr vítaspyrnum, Dominique Rocheteau lagaði stöðuna í 2-1, einn- ig úr vítaspyrnu, og síðan tryggði Júg- óslavinn Dusan Susic Parísarliðinu sigur með því að skora tvívegis beint úr aukaspyrnum. Paris St. G. hefur22stig, Bordeaux 17, Nantes 16, Nancy 15 og Lens og Toulouse 14 stig. -VS/Reuter Badminton Enskir unnu Englendingarnir Steve Baddeley og Helen Troke sigruðu í einliðaleikjum karla og kvenna á opna indverska meistaramótinu í badminton sem lauk í Nýju-Delhí á sunnudaginn. Baddeley vann Joo Bong Park frá Suður-Kóreu 18-17 og 15-12 í úrslit- um einliðaleiks karla og Troke vann Kirsten Larsen frá Danmörku 11-8 og 11-8 í úrslitum einliðaleiks kvenna. -VS/Reuter Frjálsar Það var lítil spenna í leik FH og Vals utan síðustu mínúturnar þegar íslandsmeistararnir söx- uðu talsvert á forskot Valsara, án þess þó að ná að jafna. Þeir náðu að þjappa saman vörninni og ná upp góðri baráttu á meðan Vals- menn, sem höfðu haft lcikinn í hendi sér, slökuðu á. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir var stað- an 20:22 og FH i sókn. Ellert Vig- fússon varði þá skot af linu, Vals- menn brunuðu upp og Jakob Sig- urðsson innsiglaði sigurinn. Ur- slitin síðan 21:23. FH-liðið líður að sjálfsögðu fyrir að hafa misst þrjá sterka menn en Hafnfirðingar þurfa þó ekki að kvíða, því efniviðurinn er nægur til að fylla skörðin. Það tekur þó tíma fyrir ungu leik- mennina að fá nauðsynlega 1. deild reynslu. Þorgils Óttar var þeirra bestur og aðrir nokkuð jafnir. Héðinn Gilsson er mikið efni en var óheppinn með skotin sem lentu mörg í umgjörð marksins. Valsmenn eru með nær óbreytt Hafnarfjöröur 22. sept. FH-Valur 21-23 (8-13) 0-3, 2-3, 3-9, 8-13,12-15,14-21, 19-21, 20-23, 21-23. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 7, Guðmundur Magnússon 4, Guðjón Árnason 3, Stefán Kristjánsson 3, (1), Héðinn Gilsson 2, Óskar Helgason 1, Óskar Þór Ármannsson 1. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 12 (5v), Theódór Guðfinnsson 3, Jakob Sigurðsson 3, Júlíus Jónasson 2, Geir Sveinsson 1, Jón Pétur Jónsson 1 og Þorbjörn Guðmundsson 1. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson - þokkalegir. Maöur lelksins: Ellert Vigfússon, Val. lið frá því í fyrra og verða sterkir í vetur. Ellert Vigfússon fer greini- lega langt með að fylla skarð Ein- ars Þorvarðarsonar í markinu - hann varði stórvel, m.a. þrjú vít- aköst, og fjölda línuskota. Vald- imar var góður og eldsnöggur í hraðaupphlaup. Styrkurinn felst þó að mestu í samstilltum og leikreyndum hópi. - gsm Öruggt hjá Sovétmönnum Sovétmenn unnu öruggan sigur í þriggjalanda keppni í frjálsum íþrótt- um sem fór fram í Tókíó ■ Japan um helgina. Þeir sigruðu Bandaríkja- menn með 221 stigi gegn 164 en Jap- anir voru langt á eftir. Heimsmet voru hvergi í sérstakri hættu þrátt fyrir að margt af besta frjálsíþróttafólki í heimi tæki þátt í keppninni. -VS/Reuter 1. deild Fram féll í lokin Fimm mörkum yfir en Stjarnan sneri leiknum við Munaði um markvörsluna Stórleikur, samt 16 marka tap Nýliðar Fram stefndu lengi vel í góðan sigur í sínum fyrsta 1. dcildarleik í þrjú ár. Þeir höfðu forystuna gegn Stjörnunni fram- anaf og þegar þeir náðu fímm marka forystu þegar 6 mínútur Seljaskóli 22. sept. Fram-Stjaman 18-21 (10-8) 1-2,4-2,5-5,8-6,10-8,14-9,14-14, 17-16, 17-18, 18-18, 18-21. Mörk Fram: Egill Jóhannesson 4(lv), Dagur Jónasson 4, Hermann Björnsson 4, Agnar Sigurðsson 2, Andrés Kristjánsson 2, Brynjar Stef- ánsson 1 og Jón Árni Rúnarsson 1. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs- son 7(2v), Hermundur Sigmundsson 5(lv), Gylfi Birgisson 4, Sigurjón Guð- mundsson 4 og Skúli Gunnsteinsson 1. Dómarar: Ámi Sverrisson og Há- kon Sigurjónsson - góðir. Maöur lelksins: Gylfi Birgisson, Stjörnunni. voru liðnar af síðari hálfleik blöstu stigin tvö við. En Stjarnan hefur löngum verið þekkt fyrir góða lokakafla, flmm mörk í röð jöfnuðu leikinn og þrjú í lokin tryggðu Garðbæingum sigur. Hermundur Sigmundsson inn- siglaði hann með tveimur lag- legum mörkum og engu skipti þó Framarar væru manni fleiri sið- ustu 80 sekúndurnar. Stjarnan býr yfir öflugum skyttum, góðum hornamanni, línumanni og markverði, og á efnilega pilta að auki, og hefur því alla burði til að vera framar- lega í vetur. Eyjamaðurinn Gylfi gæti reynst liðinu dýrmætur, hann óx eftir því sem á leikinn leið og var ekki síst mikilvægur hlekkur í vörninni á lokakaflan- um. Sigurjón gerði laglega hluti að vanda í vinstra hominu. Lín- uspilið hjá liðinu var hinsvegar lítið, Magnús Teitsson saknar þar greinilega Eyjólfs Bragasonar. Brynjar Kvaran varði vel, sér- staklega í seinni hálfleik. Framliðið er líklegt til að spjara sig þokkalega í deildinni í vetur, það var allavega enginn fallstimpill á því í þessum leik. Reynsluleysið varð því að falli, leikur liðsins flosnaði upp undir álaginu í seinni hálfleik. Her- mann Björnsson er skemmtilegur hornamaður, Dagur Jónasson og Egill Jóhannesson kröftugur skyttur sem eflaust geta beitt sér enn betur en í þessum leik, og Agnar Sigurðsson stjórnar spil- inu ágætlega. Jens Einarsson þjálfari sýndi gamla takta í mark- inu í fyrri hálfleiknum og verður liðinu eflaust mikilvægur hlekk- ur. -VS Ef ekki hefði komið til ótrúleg markvarsla Guðmundar A. Jóns- sonar í Þróttarmarkinu er ljóst að Víkingar hefðu sigrað með meiru en 16 mörkum í leik liðanna í 1. umferð 1. deildarinnar í hand- knattleik. Hann varði hvað eftir annað frá Víkingunum úr dauða- færunum og kom í veg fyrir að mörk þeirra yrðu á flmmta tug- inn. Þróttarar veittu mótspyrnu Seljaskóli 22. sept. Þróttur-Vfkingur 15-31 (7-13) 1-1,2-6, 6-8, 7-13, 8-20, 13-24, 15- 27, 15-31. Mörk Þróttar: Birgir Sigurösson 7(2v), Birgir Einarsson 2, Gísli Óskars- son 2, Borgur H. Bergsson 1, Georg Kristjánsson 1, Haukur Hafsteinsson '1 og Sigurjón Gylfason 1. Mörk Vfkings: Guðmundur Alberts- son 7, Steinar Birgisson 7(4v), Karl Þráinsson 5, Bjarki Sigurðsson 3, Ein- ar Jóhannesson 3, Páll Björgvinsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2 og Sigurður Ragnarsson 1. Dómarar: Kristján Ö. Ingibergsson og Sigurður Baldursson - sæmilegir. Maöur leiksins: Guðmundur A. Jónsson, Þrótti. framanaf en henni lauk þegar Kristján Sigmundsson varði tvö vítaköst frá Birgi Sigurðssyni með nokkurra sekúndna millibili þegar staðan var 9-6. Aðeins Guðmundur og Birgir sýndu eitthvað í ungu og óreyndu liði Þróttar sem á greinilega mjög erf- iðan vetur framundan. Það er erfitt að meta Víking- ana eftir svona leik. Þó bendir allt til þess að sterk vörn og hrað- aupphlaup byggð á löngum send- ingum Kristjáns Sigmundssonar markvarðar verði lykilatriði hjá þeim í vetur. Stórskytturnar eru horfnar og liðið gæti því lent í vandræðum gegn sterkum vörn- um. Guðmundur Albertsson er góður styrkur, hann skoraði flest 7 marka sinna úr hraðaupphlaup- um, og Víkingsliðið virkar sem ágæt blanda gamalla „refa“ og efnilegra pilta sem margir fengu að spreyta sig í þessum leik. Kristján er í sama forminu í markinu og seinni part síðasta vetrar og lofar það góðu fyrir landsliðið. -VS 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.