Þjóðviljinn - 25.02.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1986, Síða 3
ÍÞRÓTTIR Kvennaflokkur Sigurmark á síð- ustu sekúndu! Þeir svíkja sjaldan, úrslitaleik- irnir í kvennaflokki á íslandsmót- inu innanhúss. Þar er spennan jafnan gífurleg, og svo var líka þegar Breiðablik varði titil sinn með 4-3 sigri á í A í úrslitaleiknum í fyrrakvöld. í A hafði undirtökin til að byrja með og Halldóra Gylfadóttir skoraði fyrsta markið. Ásta M. Reynisdóttir jafnaði fyrir Breiða- blik en Karítas Jónsdóttir kom ÍA í 2-1 fyrir hlé. Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Ásta M. færðu Breiðabliki forystu, 3-2, um miðjan seinni hálfleikinn en 35 sek. fyrir leikslok jafnaði Hall- dóra með miklum þrumufleyg utanaf velli, 3-3. Framlenging blasti við, en 2 sek. fyrir leikslok kom Svava Tryggvadóttir boltan- um í Skagamarkið eftir horn -— Breiðablik hafði sigrað, 4-3. Breiðablik, ÍA og Valur höfðu yfirburði í riðlunum en KA hafði betur í jöfnunt leik gegn KR í D-riðlinum. í undanúrslitunum vann Breiðablik mjög sannfærandi sigur á Val, 5-2. ÍA hafði leikinn gegn KA í hendi sér, var með 3-0 yfir þegar stutt var eftir. Norðanstúlkur gerðu sér þá lítið fyrir og skoruðu tvisvar á lokamínútunni, 3-2, en enda- sprettur þeirra kom of seint. Breiðablik er vel að sigrinum komið en á það verður þó að líta að í lið í A vantaði tvær af bestu knattspyrnukonum landsins, Laufeyju Sigurðardóttur og Ragnheiði Jónasdóttur, sem hafa verið burðarásar þess undanfarin ár. —VS Kvennaflokkur A-ri&ill: Breiöablik-Skallagrlmur 7-1 Fram-Stokkseyri 3-1 2-2 Breiðablik-Stokkseyri 7-0 Stokkseyri-Skallagrímur 3-2 Breiðablik-Fram 8-0 Breiðablik 3 3 0 0 22-1 6 Fram 3 1 1 1 5-11 3 Stokkseyri 3 1 0 2 4-12 2 Skallagrímur 3 0 1 2 5-12 1 B-riðill: 4-? Valur-Þór A 6-3 ÞórA.-KS 2-0 Valur-Afturelding 11-0 Valur-KS 9-2 5-2 Valur L..3 3 0 0 26-5 6 Þor A 3 2 0 1 10-8 4 Afturelding 3 1 0 2 6-18 2 KS 3 0 0 3 4-15 0 C-riðill: ÍBK-Stjarnan 2-2 lA-Grindavík 5-1 FH-Stjarnan 5-4 (A-lBK 6-2 (A-FH 4-1 IBK-Grindavík 7-1 Grindavik-FH 3-2 lA-Stjarnan 6-3 fBK-FH 8-1 Grindavík-Stjarnan 2-2 ÍA 4 4 0 0 21-7 8 IBK 4 2 1 1 19-10 5 Grindavík 4 1 1 2 7-16 3 Stjarnan 4 0 2 2 11-15 2 FH 4 1 0 3 9-19 2 D-riðill: 4-2 KA-KR 3-2 KR-Haukar 12-5 KA-lBl 8-4 KA-Haukar 6-0 KR-lBl 6-1 KA 3 3 0 0 17-6 6 KR 3 2 0 1 20-9 4 iBl 3 1 0 2 9-16 2 Haukar 3 0 0 3 7-22 0 Undanúrslit Breiðablik-Valur 5-2 ÍA-KA 3-2 Úrslitaleikur Breiðablik-(A 4-3 Hart barist í úrslitaleikjunum, - Breiðablik reynir hér skallamark í kvennakeppninni gegn Skaganum... ...og hér hafa KR-ingar skorað fallega gegn nágrönnum sínum Gróttumönnum I karlakeppninni. Myndir: Eól. Vestur-Þýskaland 3. deild Tólf stiga frost, tíu mörk Menn dagsins: Burgsmuller og Neubarth Frá Jóni H. Garðarssyni í Köln: Loksins hefur þýska knatt- spyrnusambandið ákveðið að hafa vetrarhlé í fótboltanum, - hlé sem stendur í þrjá mánuði, frá desemberbyrjun til mars. Á þess- um tíma verður líklega meistara- mót innanhúss en áætlun um þannig mót liggur fyrir frá Erich Ribbeck, þjálfara Leverkusen. En þrátt fyrir vetrarhörku og mikinn kulda voru fjórir leikir leiknir í Bundesligunni, þó að flestir þjálfarar væru á móti því að leika. Werder Bremen vann Duss- eldorf 7-3, - fimmtán þúsund áhorfendur sáu frábæran leik í tólf stiga frosti á Weser-stadion í Bremen þarsem hinn ótrúlegi 36 ára Manni Burgsmúller og Frank Neubarth sýndu listir sínar í hvernig á að skora falleg en ein- föld mörk. Burgsmúller kom heimamönum í 1-0 á 6. mínútu og í 2-0 á 10. mínútu með glæsimarki er hann tók boltann laglega niður með brjóstinu í þröngri stöðu óg skoraði örugglega. Neubarth kom Bremen í 3-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Leikurinn varð svo aðeins ró- legri frammað 65. mínútu er Bockenfeld minnkaði muninn í 3- 1. Fimm mínútum seinna skoraði Neubarth 4-1, en strax í næstu sókn minnkaði Dusend muninn í 4-2. Bremen tók miðju og geystist fram og Neubarth gerði 17. mark sittídeildinniogjafnaði þarmeð metin við Kuntz hjá Boc- hum, og fimmta mark heima- manna. Burgsmúller jók svo for- ystuna í 6-2 á 75. mínútu með dæmigerðu Manni-marki. Schmadtke, markvörður Dúss- eldorf, átti þá misheppnað út- spark, Manni náði að teygja sig í boltann og drepa hann um leið, og skaut honum svo viðstöðu- laust af 25 metra færi yfir Schma- dtke og í netið. Frábært mark, og það hefðu ekki margir verið svona snöggir að hugsa. Otto Re- hagel þjálfari Bremen sem hafði náð í Manni frá Oberhausen, þá mörgum á óvart, en líklega ekki lengur, gat ekki setið á sér, hljóp inn á völlinn og faðmaði Manni að sér. En Neubarth hafði ekki sagt sitt síðasta orð og skoraði 18. mark sitt í vetur og tók þannig forystuna af markahæsta manni Bundesligunnar, 7-2. Demandt minnkaði svo muninn í 7-3 á 90. mínútu. Og áhorfendur fóru ánægðir heim enda stórgóður leikur þótt skilyrðin væru slæm. Menn leiksins voru auðvitað Burgsmúller og Neubarth, - fengu báðir 1 í einkunn í Kicker. Borussia Mönchenglad- back-Núrnberg 3-0. Súpersería Gladbach heldur áfram, átundi leikurinn í röð án taps. Gestirnir frá Núrnberg auðvelduðu heima- mönnum líka leikinn með lélegri frammistöðu þarsem aðalstyrk- leika þeirra, sterkan sóknarleik, var ekki að sjá. Þess í stað báru þeir alltof mikla virðingu fyrir heimamönnum, og töpuðu sann- gjarnt, eftir sex leiki í röð án taps. EinafæriNúrnbergvará59. mín- útu er Andersen var einn á móti Sude markverði Gladbach en klikkaði. Staðan var þá hvort eð var orðin 2-0 eftir að Hochstadter og Mill höfðu skorað á 28. og 41. mínútu. Og þegar Winkold gerði þriðja og síðasta mark Gladbach á 74. mínútu höfðu gestirnir fyrir löngu gefist upp. Mill, Bruns og Frontzeck voru bestir á vellinum. Kaiserslautern-Frankfurt 1- 1. Þangað til á 82. mínútu vonuð- ust tólf þúsund áhorfendur eftir fyrsta heimasigri Kaiserslautern síðan í lok september í fyrra, - en þá jafnaði Kitzmann, sem eríláni hjá Frankfurt - frá Kaisers- lautern, gegn sínum gömlu fé- lögum en Melzer hafði komið heimamönnum yfir á 24. mínútu. Sanngjarn jafntefli og ekki fyrsta 1- 1 jafnteflið hjá Frankfurt í vet- ur. Bayern Múnchen-FC Köln 3- 1. Meiddur Mattháus skaut Köln í kaf og Toni Schumacher fékk rauða spjaldið eftir að Wohlfarth hafði látið sig falla í vítateig Köln- ar án þess að Toni kæmi við hann. Á 4. mínútu komst Mathy í gegn- um vörn Kölnar og Schumacher braut á honum innan teigs. Víta- spyrna og gula spjaldið fyrir Toni. Harður dómur þarsem Mathy lék mikið er hann lét sig detta. Á 25. mínútu gerðu heima- menn fullkomlega löglegt mark og var Wohlfarth þar að verki, 2- 0. Lenhoff minnkaði svo mun- inn í 2-1 á 64. mínútu og hjá Köln jókst vonin um eitt stig. En þá kom leikaraskapur Wohlfarths á 77. mínútu og gerði útum leikinn, því Mathaús skoraði annað mark sitt úr vítinu. Sanngjarn sigur, Bæjarar mun betri og Kölnarar slakir. Allir berjast fyrir Toni, allt frá Kessler, þjálfara Kölnar, til Beckenbauer. Hæpið er að fá leikbann því það sést greinilega á myndbandi að hann snerti Wo- hlfarth aldrei og í síðustu viku var Bruno Pezzey frá Werder Brem- en leystur undan banni er greini- lega sást að Eckstein frá Núrn- berg lét sig falla, og er þessi leiðinlegi leikaraskapur farinn að spila ansi stórt hlutverk innan Bundesligunnar, og finnst mér persónulega að refsa ætti þeim sem falla fallega þegar þeir eiga einfaldlega að geta staðið á löpp- unum. Jean Tigana varð að yfirgefa völlinn í leik Bordeaux gegn Metz í frönsku deildinni á sunnudag- inn, meiddist illa á fæti og getur ekki leikið með frökkum annað kvöld gegn Norður-írlandi í æf- ingaleik fyrir HM. Meiðslin eru þó ekki talin aivarleg. Bordeaux vann leikinn 3-0, og saxaði þarmeð aðeins á forskot Paris Saint-Germain sent gerði 2- 2 jafntefli heima gegn Lens. Önnur úrslit í frönsku Hart barist Norðlendingarnir í 3. deildinni eru skæðir á heimavelli, og Þór frá Akureyri komst í þriðja sæti 3. deildarinnar í handbolta á laugardaginn með því að sigra Skagamenn, 22-18. Skagamenn komust í 10-4 á fyrsta kortérinu gegn Þór, en voru síðan snúnir niður. Á Laugum sigruðu Völsungar Skallagrím 24-19. Leik Fylkis við Hveragerði var frestað. Staðan i 3. deild eftir leiki helg- arinnar: IBK...........21 18 0 3 554-392 36 Týr..........20 17 0 3 536-381 34 Þór..........21 13 3 5 485-411 29 ÍA...........21 13 3 5 535-439 29 ReynirS.......22 12 5 5 525-481 29 ÞórA..........20 12 3 5 463-393 27 Fylkir........ 19 11 1 7 425-375 23 Selfoss.......20 8 4 8 421-417 20 UMFN..........21 7 3 11 514-516 17 Hveragerði....20 8 1 11 478-538 17 Völsungur..... 21 8 1 12 505-519 17 ÍH............ 19 5 0 14 433-521 10 Skallagrímur... 21 3 1 17 413-547 7 Ögri..........22 0 0 22 324-621 0 deildinni: Auxerre-Toulon 0-0, Nice-Nantes 0-0, Lille-Bastia 2- 2, Laval-Monaco 0-0, Le Havre- Toulouse 0-0. Frestað var leik Brest og Rennes. Saint-Germain er efst með 47 stig, þvínæst Bordeaux og Nantes jöfn með 39 stig og eiga eftir leik sín á milli sem frestað var fyrir hálfum mánuði. Auxerre er í fjórða sætinu með 34 stig. Bastia í botnsætinu, 19 stig, þar ofan við Strasborg 20, Rennes 24. -m/reuter Frakkland Bordeaux í sókn Þriðjudagur 25. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.