Þjóðviljinn - 26.02.1986, Blaðsíða 14
Yfirlýsing
Meðfylgjandi yfirlýsing undir-
ritaðra óskast birt í blaði yðar
vegna „fréttar" í helgarblaði
Þjóðviljans 16. febrúar sl.
Alrangt er að mikil óánægja sé
hjá Ármönnum og Skotveiðifé-
lagi fslands vegna fækkunar tölu-
blaða málgagns félaganna Á
veiðum, eins og sagt var berum
orðum í „frétt“ Þjóðviljans. Enn-
fremur er ósatt að Ármenn og
Skotveiðifélag íslands hafi „frétt
síðastir allra af samdrættinum“
eins og segir í „fréttinni'*. Einnig
er rangt að „hörð samkeppni við
Sportveiðiblaðið hafi sett sitt
strik í reikninginn" eins og fullyrt
er í fyrrnefndri „frétt“.
Hið rétta er að eitt blað af
þremur síðasta árs var gefið út á
röngum tíma að mati fyrirtækis-
ins, eða seinni hluta vetrar. Þann-
ig er að stángaveiðar og skot-
veiðar eru árstíðabundin áhuga-
mál; stangaveiði er stunduð frá
vori og fram á haust, en skotveiði
er einkum stunduð frá hausti og
fram á vetur. Auðvitað er um frá-
vik að ræða frá þessari megin-
reglu. Markmið útgáfunnar er að
blaðið komi fyrir sjónir lesenda á
þeim árstímum, þegar áhugi
manna er mestur. Þetta ár verður
notað til þess að kanna mögu-
leika á heppilegri útgáfutíma
fyrir 3. tölublað tímaritsins Á
veiðum. Finnist slíkur tími mun
blaðið koma út 3svar árið 1987 og
þá hugsanlega vor-, sumar- og
haustblað. Á þessu ári verður
Hundahald -
árgjald
1986-1987
Árgjald fyrir leyfi til aö halda hund í Reykjavík
feliur í gjalddaga 1. mars. Eindagi gjaldsins
er 1. apríl. Verði það eigi greitt fyrir þann tíma
fellur leyfið úr gildi.
UM LEIÐ OG GJALDIÐ ER GREITT SKAL
FRAMVÍSA LEYFISSKÍRTEINI OG HUND-
AHREINSUNARVOTTORÐI, EKKI ELDRA
EN FRÁ 1. SEPTEMBER 1985.
Gjaldið, sem er kr. 4800.- fyrir hvern hund
skal greiða í einu lagi hjá heilbriqðiseftirlitinu,
Drápuhlíð 14.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis
blaðið hins vegar gefið út tvisvar
sinnum.
Rekstur tímaritsins Á veiðum
hefur gengið mjög vel allt frá
upphafi og varð blaðið það
stærsta sinnar tegundar hér á
landi strax á fyrsta útgáfuári. Nú
eru áskrifendur blaðsins orðnir
4.500 talsins og fjölgar stöðugt og
lausasala þess er umtalsverð. Af
því má ljóst vera að sú fullyrðing
að Sportveiðiblaðið hafi „sett sitt
strik í reikninginn" er bæði
barnaleg og hlægileg. Óþarfi er
að taka fram að bæði félögin, Ár-
menn og Skotveiðifélag íslands
eru ánægð með tímaritið Á
veiðum og styðja ritstjórnar-
stefnu þess, enda blaðið það eina
sinnar tegundar hér á landi sem
fjallar um stanga- og skotveiðar
af þekkingu og vandvirkni.
Velta má fyrir sér, hvaða hvatir
liggja að baki skrifum Þjóðvilj-
ans. Nærtækasta skýringin er sú
að free-lance blaðamaður Sport-
veiðiblaðsins, Össur Skarphéð-
insson sem raunar er einnig rit-
stjóri Þjóðviljans, sé að reyna að
aðstoða vinnuveitanda sinn,
Sportveiðiblaðið, í samkeppn-
inni við tímaritið Á veiðum með
því að reyna að koma höggi á
blaðið með „fréttum“ af þessu
tagi. Á það er bent að umrædd
„frétt“ er ekki sú fyrsta sinnar
tegundar sem birtist í Þjóðviljan-
um um Á veiðum og ekki að
undra, ef tekið er mið af því „sið-
ferði“ í blaðamennsku sem á
Þjóðviljanum ríkir, að ó-
gleymdum sameiginlegum hags-
munum Össurar Skarphéðins-
sonar og útgefanda Sportveiði-
blaðsins.
Með þökkum fyrir birtinguna,
f.h. Á veiðum
Olafur Jóhannsson ritstjóri.
f.h. Ármanna
Sigurður Benjamínsson formaður,
f.h. Skotveiðifélags Islands,
Páll Dungal formaður.
UTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
eftirfarandi:
Smíði, samsetning og tengivinna
á 11 kV aflrofaskápum.
RARIK-86001
Opnunardagur: Fimmtudagur 10. apríl 1986,
kl. 14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja-
vík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á
sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum
er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og með fimmtudegi 27. febrúar
1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak.
Reykjavík, 25. febrúar 1986.
kSRARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKlSINS
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum
í breytingar á stöplum lokumannvirkja og leng-
ingu yfirfalls á Árbæjarstíflu við Elliðaárstöð.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatrygg-
ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðviku-
daginn 12. mars nk. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fnkirk|uvogi 3 Simi 25800
HVAÐ ER AD GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU?
AB Norðurlandi vestra
Almennir fundir
Kristín Á Ólafsdóttir,
varaformaöur Alþýöu-
bandalagsins, og Ragn-
ar Arnalds alþingismað-
ur mæta á almennum
fundum:
Á Blönduosi
(Félagsheimili)
laugardag 1. mars kl.
16:00
Ragnar
Á Hvammstanga
(Félagsheimili)
laugardag 1. mars kl. 20:30
Á Skagaströnd
(Félagsheimili)
sunnudag 2. mars kl. 16:00
Á Sauðarkroki
(Villa Nova)
laugardag 8. mars kl. 16:00
Á Siglufirði
(Alþýöuhúsinu)
sunnudag 9. mars kl. 16:00
Kristín
AB Norðurlandi vestra
Félagsmálanámskeið
Kristín Á Olafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins stjórnar
félagsmálanámskeiðum á Norðurlandi vestra:
Á Hvammstanga (Grunnskólanum)
föstudagskvöld 28. febr. kl. 20:30
fimmtudagskvöld 6. mars kl. 20:00
Þátttaka tilkynnist Erni Guðjónssyni eða Fleming Jessen.
Á Skagaströnd (Félagsheimili)
laugardag 1. mars kl. 10:00
föstudagskvöld 7. mars kl. 20:30
Þátttaka tilkynnist Guðmundi H. Sigurðssyni eða Ingibjörgu Krist-
insdóttur.
Á Sauðárkróki (Villa Nova)
sunnudag 2. mars kl. 10:00
mánudagskvöld 3. mars kl. 20:30.
Þátttaka tilkynnist Ingibjörgu Hafstað eða Rúnari Bachmann.
Á Siglufirði (Suðurgötu 10)
þriðjudagskvöld 4. mars kl. 20:30
sunnudag 9. mars kl. 10:00.
Þátttaka tilkyrmist Brynju Svavarsdóttur eða Benedikt Sigurðs-
syni.
Á Blönduösi (Hótel Blönduósi)
miðvikudagskvöld 5. mars kl. 20:30
laugardag 8. mars kl. 10:00.
Þátttaka tilkynnist Guðmundi Theódórssyni eða Eiríki Jónssyni.
AB Bessastaðahrepps og Garðabæjar
Fundur 3. mars
Fundur verður haldinn í Alþýðubandalagsfélagi Bessastaðahrepps
og Garðabæjar mánudaginn 3. mars kl. 20.30 í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli.
Dagskrá:
1. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga - prófkjör.
2. Afmæli Þjóðviljans.
3. Innheimta félagsgjalda.
4. önnur mál.
Framkvæmdastjórn.
Fulltrúaráð ABR
er hér með boðað til fundar fimmtudaginn 27. febrúar í Miðgarði
Hverfisgötu 105 kl. 19.30. Á dagskrá er tillaga kjörnefndar um
framboðslista ABR í borgarstjórnarkosningunum í vor. - Stjórnin.
AB Akureyri
Forval stendur yfir
Alþýðubandalagið á Akureyri minnir á yfirstandandi forval. Skrif-
stofan í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 er opin fram á föstudag á milli
kl. 17 og 19 en laugardaginn 1. mars (síðasta forvalsdaginn) er opið
frá kl. 14 til 18. Munið opið hús á laugardag í Lárusarhúsi! -
Uppstillingarnefnd.
Málefnahópar AB
Hópur um sjávarútvegsmál
kemur saman til 1. fundar miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18.00 íi
Miðgarði Hverfisgötu 105.
Fundurinn er opinn öllum félögum Alþýðubandalagsins og stuðn-
ingsfólki öðru. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 17500. -
Formaður.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Almennur félagsfundur
verður í Miðgarði Hverfisgötu 105 fimmtudaginn 27. febrúar og
hefst kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Tillaga kjörnefndar um framboðslista vegna borgar-
stjórnarkosninga, 2) Stefnuumræða um borgarmál. Framsögu hafa
Guðrún Ágústsdóttir (félags- og heilbrigðismál), Þorbjörn
Broddason (fræðslu- og menntamál), Tryggvi Þ. Aðaisteinsson
(íþróttamál), Sigurður Harðarson (umhverfis- og skipulagsmál),
Guðmundur Þ. Jónsson (húsnæðismál), Jóhannes Gunnars-
son (neytendamál), Sigurjón Pétursson (stjórnsýslumál) og einn-
ig verða verkalýðsmál á dagskrá þessa liðar. 3) Önnur mál. -
Stjórnin.
AB í Kjósarsýslu
Vetrarfagnaður
í Mosfellssveit
verður haldinn í Þrúðvangi (Álafossi)
laugardaginn 1. mars og hefst fagnaður-
inn kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður
Svavar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins. Allir velkomnir. - Nef ndin.
Svavarl
AB Akranesi
Góufagnaður á Akranesi
Góufagnaður Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn í Rein
laugardaginn 1. mars og hefst hann með borðhaldi kl. 20.30. Húsið
verður opnað kl. 20.00.
Ræðumaður: Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Spilverk og söngur:
Ragnar Skúlason, Jónína Magnúsdóttir, Ragnheiður Þóra og
Anna Margrét, Ingibjörg Gestsdóttir. Spurningakeppni. Diskó-
tekið Dísa leikur fyrir dansi.
Miðapantanir í símum 3036 og 2251 eftir kl. 20.00. Einnig
fimmtudagskvöldið í Rein kl. 21 -22. Sími 1630. - Skemmtinefndin.
AB Reyðarfjarðar
Samkoma í Félagslundi
laugardagskvöldið 1. mars kl. 20.30. Á dagskrá verður: Pólitísk
ávörp, kosning kosningastjórnar, samþykktir félagsins, upplestur
og söngur, kaffiveitingar.
Gestir fundarins verða Steingrímur J. Sigfússon og Helgi Seljan.
Allir velkomnir til að njóta góðs félagsskapar. - Undirbúnings-
nefnd.
BYGGÐAMENN AB.
Áhugamenn um sveitarstjórnarmál
Ráðstefna Byggðamanna AB
Ráðstefna Byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórn-
armál og undirbúning kosninga verður haldin í Miðgarði Hverfis-
götu 105 dagana 15.-16. mars. Ráðstefnan stendur frá kl. 17-19
fyrri daginn en seinni daginn frá kl. 10-16.
Fyrirhuguð dagskráratriði:
1. Kosningarundirbúningur, hagnýt atriði.
2. Sveitarstjórnarlög - réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.
3. Málsmeðferð í sveitarstjórnum.
4. Bókhald og fjárreiður.
5. Samskipti sveitarstjórna og ríkisins.
6. Starf í sveitarstjórn.
7. Starf Alþýðubandalagsins að sveitarstjórnarmálum.
Þeir sem áhuga hafa á að sækja þessa ráðstefnu tilkynni það til
skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Sími 91-17500.
Stjórn Byggðamanna Alþýðubandalagsins.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. febrúar 1986