Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1986, Blaðsíða 9
tíma í því starfi var bætt við þriðja ritstjóranum við hlið þeirra Sig- urðar Guðmundssonar og Magn- úsar Kjartanssonar. Þá var verið að stækka blaðið, auka fjöl- breytni í efnisvali og fá fleiri les- endur. Mitt verksvið var fyrst og fremst að hafa ritstjórnarumsjón með fréttum og almennu efni blaðsins, en Sigurður og Magnús sáu áfram um stjórnmálaskrifin. Átök um sjálfstœði Þú ert ritstjóri Þjóðviljans íþrjú úr, en aðskilnaðurinn er nokkuð skjótur. Hvað lú þar að baki? - Skjótur já, það er alveg rétt. Ég tók mig til og sagði upp störf- um við Þjóðviljann í árslok 1962. Á undan hafði gengið rétt ein fundaröðin um útgáfu blaðsins og mannahald, og ritstjórnarstefnu, verð ég að segja. I odda skarst þegar ég hélt því fram að eigandi blaðsins, þá Sósíalistaflokkurinn, hlyti að sjálfsögðu að ráða rit- stjóra, en ætti síðan að trúa rit- stjórunum til að móta blaðinu rit- stjórnarstefnu ög ráða menn. Að í starfi ritstjóra yrði að fara sam- an ábyrgð og framkvæmd. Ég þóttist í þessu efni reka mig á vegg hjá ýmsum áhrifamiklum aðilum sem af flokksins hálfu fjölluðuum útgáfuna. Þegar mér fannst ég ekki njóta þessstuðn- ings hjá meðritstjórum mínum sem ég hafði vænst, tók ég þá ákvörðun að segja upp störfum. - Frá mínu sjónarmiði snerist þetta mál um verksvið og sjálf- stæði ritstjóra við opinbert mál- gagn. Ég var ekki fáanlegur til að gegna þeirri stöðu við þau skil- yrði að aðilar sem ekki tóku þátt í útgáfunni nema úr fjarlægð teldu sig bæra til að grípa inní ritstjórn- arstefnu og ritstjórnarstörf, skikka ritstjóra til dæmis til að hafa í blaðamennsku einstaklinga sem ritstjórarnir bæru ekki ábyrgð á. Hvaða menn var þarna um að rœða? - Ég vil ekki nefna nein ákveð- in nöfn, hvorki þeirra sem af flokksins hálfu störfuðu við út- gáfuna né þeirra sem til greina kom að færu af Þjóðviljanum eða réðust þar til starfa. Þetta mál snerist að mínum dómi um ákveðna grundvallarreglu, sjálf- stæði ritstjóra gagnvart útgef- anda, burtséð frá því hverjir áttu í hlut. Fékkstu búgt fyrir þetta í hreyfingunni? - Ég þoldi engar sérstakar kár- ínur fyrir, varð ekki var við að menn settust að mér af þessum sökum. Enda fór ég í rauninni orðalaust, var á þeim tíma ekkert að básúna þá árekstra sem orðið höfðu þótt ég skýri núna frá því hvaða sjónarmið þarna rákust á. Þúferð í blaðamennsku ú Þjóð- viljanum nýorðinn stúdent og ert í þvístarfi nœstum tvo úratugi. Tel- urðu þetta nú skynsamlega úkvörðun hjú ungum manni úrið 1945? - Þetta starf, við erlendar fréttir og aðrar greinar blaða- mennsku, - ég tel að það hafi átt mjög vel við mig. Ég hef frá blautu barnsbeini legið í blöðum og prentuðu efni. Á æskuslóðum mínum, á Lambavatni á Rauða- sandi, voru úti í skemmu fullir kassar af blöðum og tímaritum frá því langt aftur á síðustu öld, - afi minn Sveinn Magnússon, sem fæddist 1848 og lifði fimm ár frammá minn dag, hann var einn þessara bókelsku nítjándualdar- manna sem gat ekki fengið af sér að fleygja nokkrum prentgrip. Þarna voru til dæmis hlaðar af Fjallkonunni, ísafold og Lög- réttu, svo aðeins séu nefnd þau blöð sem mestu máli skiptu í dreifbýlisþjóðfélagi síðustu aldar, - og í þessu lá ég öllum stundum þegar ekki þurfti að sinna störfum á bænum. Ég fékk þá yfirsýn um atburði hálfrar aldar í samtímafrásögnum, og sömuleiðis áhuga á að fylgjast með framvindu mála á líðandi stund í blöðum, og ekki síður út- Islenskir SOKKAR í vetrarkuldanum framleiðum fjölbreytt úrval sokka - allar stærðir og gerðir. Landsþekkt gæðavara. varpi sem hér kom til sögu þegar ég var sjö ára og varð miðill skjótari fréttadreifingar en áður tíðkast. - Mér var því ákaflega eðlilegt að taka til við þetta. Og hvað sem leið fyrri áhuga og hvata í þessa átt varð heimsstyrjöldin til þess að hverjum manni varð nauðsyn að fylgjast vel með erlendum tíð- indum. Sími 99-7250 Smiðjuvegi 15, Vík Menntir og málfar - Síðarmeir varð mér þetta starf við blaðamennsku mjög gott vegarnesti. Meðal þess sem ég hafði látið mér annt um á blaðinu voru menntamál, listir og fræðslumál, og þegar ég gerðist síðar menntamálaráðherra nokk- uð óvænt þekkti ég fyrir flesta þá sem við sögu komu á því sviði og vettvang þeirra, - vegna blaða- mannsstarfsins. Munurinn ú Þjóðviljanum fyrr og nú, Magnús Torfi? - Ég hef eiginlega enga ákveðna skoðun á einstökum málgögnum í íslenskum blaða- heimi, h't á hann sem eitt fyrir- bæri sem birtist í mismunandi 'myndum. - Það er til mikilla bóta hve dregið hefur úr einstrengingslegri flokkspólitík í umfjöllun blaða um almenn efni. Það ber ekki á því með sama hætti og áður að skrif á ólíkustu sviðum séu undir áhrifum og drottnunarvaldi þeirra sem að blaðinu standa. - Hinsvegar er ég á því að með mikilli fjölgun í stétt fréttamanna hafi framsetningu manna hrakað. Áður var á öllum blöðum lögð ákaflega mikil áhersla á meðferð íslensks máls, hreintungustefnu og góðan stíi. f þessum efnum hefur blöðunum farið aftur og það er nú orðið alltof áberandi að sjá í þeim útlenskulegt orðaval, beinar málvillur og óíslenskulega setningaskipan. Það gleður mig þó að mitt gamla blað, Þjóðvilj- inn, skuli í þeim efnum vera betur á vegi statt en keppinautarnir. - m Magnús Torfi hittir gamlan kunningja, - forláta útvarpstæki frá Ameríku sem notað var við fréttaöflun á fimmta og sjötta áratugnum. Magnús sagði að Þjóðvilj- inn hefði fengið þetta tæki hjá loftskeytamanni 1947 eða ’48, - prófessjónelt tæki einsog allir takkarnir sýna best. Þetta útvarp var notað þangað til Þjóðviljinn gerði samning við norrænu fréttastofuna NTB um fjarritaþjónustu seint á sjötta áratugnum (mynd: E.OI.). r-íámirttrureynöafutai ínsok»reiweyntta»ut nnsoknítwureytida mnsoknireniréyntl annsoknirerureyr VIKUR PRJÓN Augld. Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.