Þjóðviljinn - 09.11.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.11.1986, Blaðsíða 12
New York Sjálf- stœtt lífríki Ekki verður annað sagt en að New York sé lífleg borg, svo ótrúlega líflaust sem það orð annars er. Og kannski er hún þá líka vingjarnleg eins og „blaðið" komst svo snilldar- lega að orði um „leiðtogann" ádögunum. Ólíkerhúnöðr- um borgum að því leyti að aldrei gefst hún upp á fólki og byrjar að breiða úr bílastæð- um, blokkahverfum eða hrað- brautarslaufum eins og flestar stallsystur hennar. Hér gengur maður aldrei mann- eða búðarlaust milli tveggja götuhornaheldurþrengirsér áfram um mergðina, fram hjá söluborðum og símklefum, hangandi drengjum og stúlk- um, auk þeirra sofenda sem sofa svefni óréttlætisins. Það er sama hve langt er gengið, í klukkutíma „uptown“ eða hálftíma „downtown", aldrei er hætta á berangrinu sem borgarfulltrúarþrengri bæjar- stæða kalla „opin svæði". Að vísu er miðgarðurinn Central Park á sinn hátt opið svæði en síður en svo líflaus, innan um joggara og aðra háskóla- menn á hjólaskautum skoppa íkornar, rotturog smáfuglar. Allt er kvikt í þessari borg sem gerlafræðingargætu með vissu kallað sjálfstætt lífríki. Menn hafa því skiljanlega litlar áhyggjur af því að reyna „að lífga upp á miðbæinn“ eins og það heitir, en sýna frekar áhuga á því að draga úr því lífi sem einna mest líf er í og reyna að loka þess ljótu holum, þaðan sem út skríða og breiðast þeir hraustlegu sjúk- Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður, dvelst nú í New York. Hannbróstvelvið þeirri ósk Þjóðviljans aðsenda okkur pistlaafogtilum mannlífið í stórborginni. Héró eftir fer fyrsti pistill hans dómar sem veita vísindamönnum sífellt ný verkefni. í gegnum sambataktinn Þar sem maður situr í eldhúsi sem er eins og eftirlíking af því sem notað var í hinni kunnu költ- mynd „Stranger than Paradise“ heyrir maður, í gegnum samba- taktinn úr næstu íbúð hlátrasköll og gantaskap gaulverjanna á skyndibitastaðnum á jarðhæð- inni fyrir neðan, þann sama sunn- udagsmorgun og maður vaknaði við ókunnugt yfirskegg í gluggan- um, eigandans sem var að skrúfa í skiltið yfir þeim sama stað og á stendur: „Casanova Pizza, free delivery". Síðar um kvöldið lýsir það ókeypis upp stofuna. Og gangi maður niður stigann og út á stéttina er ekki hægt að kvarta yfir þeirri smækkuðu heimsmynd sem þar blasir við manni. Allan daginn alla daga er hér jafnmikið „götulíf" og mynd- ast á því eina horni íslands sem Austur- og Pósthússtræti mynda, á milli kl. 3 og 4 hvert föstu- og laugardagskvöld. A þröskuldinum klofa ég yfir tíu ára gömul 50 kíló af suður- amerískri blöndu sem annað hvort telst vera strákur eða stelpa og rekist maður ekki óviljandi á einn af hinum krúnuðu kúnnum rakarastofunnar við hliðina er ekki óalgengt að það sé einn af hinum klassísku ítölsku nefber- um sem á golfbuxunum trítlar eftir vindlunum sínum í tóbaks- búðinni. Eða sá fjólublái negra- pabbi á samlitum fötum í atvinnuleit, kólumbískur kyn- skiptingur japlandi á sínum út- runna skiptimiða, náhvítur skrif- stofumatur á leið í annarskonar hádegisverð, fjórir ilvolgir innf- lytjendur af inkaættum jafn heiðarlegir í framan og húnver- skir heiðabændur, jafnvel kínver- skur te-lagermaður með valbrá byltingarinnar á hægri kinn. Allir þessir möguleikar geta mögulega mætt manni, og mæta manni dag- lega, eins og litlar prufur þeim sem í eilífri efnisleit á. Hver lifir ó öðrum En eftir nokkurra blokka gang uppgötvar maður að allt þetta fólk vill manni eitthvað, eitthvað af eða frá manni. Það þarf að gefa því að borða, fyrir lyfjum, játa því trú sína, kvitta undir málstað þess og jafnvel veita því kyn- ferðislega fullnægingu. Á göt- unni afhjúpast þjóðfélagslögmál- ið, hver lifir á öðrum. En maður stendur ekki í þessu, leggur sig ekki í það, lætur nægja að furða sig á smáyamingi þeim sem far- andsalamir hafa töfrað fram á teppi sín: Gæmgul angórapeysa, orginal Hendrix-bútleggur, Penthouse-blað frá Þjóðhátíðar- árinu. Kjörgripir hver fyrir sig. Þá er manni viss flótti í Dæn- ernum hans Danna sem reyndar er sjálfur ekki við svo þeir gvate- malar sem þar fara sjómanns- fíngrum um mat og drykk geta rólegir slórað við meat-lófann minn, því að Brúnó frændi er kom»nn til að sýna þeim nýja leð- urlfkisfrakkann sinn, nautshúð- arrauða, sem hann hefur að vísu enn ekki þorað að fara í, en lyftir honum svona upp í ljósið svo strákarnir sjái glampa gervilega á þessa mikilúðlegu yfírhöfn. Á heimleið liggur leiðin í eitt af hinum sjaldséðu bakaríum sem reynast svo spönskumælandi að ég hnýt um „Lyftiduftsdverginn" með 15 hæða brúðkaupstertuna á hnúðluðu bakinu sem klöngrast yfir þröskuldinn með hana eins og alþekkt líking út í leigubílinn sem öskrar á horninu. Og ofar í götunni flauta fleiri kynbræður hans í kór á meðan mínútulöng limúsína þokast þvert yfir götuna eins og önnur alþekkt líking. En afgreiðslukonan, kólumbían brosir til mín mistenntum munni í rauðum ramma og blikkar um leið og ég fer út hugsandi hve Handke-ískt það sé að sjá tannvana manneskju blikka. „Flugeldasýning í iðrum mér“ Eins og algjör íslendingur geng ég síðan heim og kannski til að sjá myndir í sjónvarpinu frá „Is- landsfundinum" þeirri stærstu frétt frá fundi íslands, á milli þess sem minn gamli vinur Valdi birt- ist í andlitsstærð á skerminum ját- andi á sig sakir undravatnsins „Obsession", nokkuð sem óneitanlega er okkur viss hvatn- ing, þeim sem eru að reyna að meika það, hver á sinn pínulitla hátt. Ekki spillir þá fyrir hin væntanlega hljómleikaferð ís- lenska hestsins, sem troða mun hér upp í Madisson Square Gar- den innan skamms. Þangað til hlustar maður á út- varpið þar sem 3ggja tíma langar og beinar lýsingar frá úrslita- leikjum heimsmeistarakeppninn- ar í beisbolta á milli New York Mets og Boston Red Sox fylla rá- sirnar þó róttæku rapparnir á Kiss-FM komist að með sínar eiturtungur gegn enn eitraðri efn- um í bland við félagslegt fönkið og diskóið: „Ef krakkið þið smakkið ullar, á ykkur bjakkið". En annars fjalla dægurlagatex- tarnir gjarnan um hvað auðvelt sé að fá það hjá konu. Sem síðan emjar undan og undir taktinum um „flugeldasýningu í iðrum mér“. Allar eru þær svartar og þó þær heyrist ekki á hinum kalís- lensku rásum dægranna hef ég um þær þetta stef úr gömlum þar- lendum húsgangi: Blakkur er barmur bleik er vör. Djarflega er dregin hin danshœfa spjör. Og eins og allar hinar útvarps- stöðvarnar heldur þetta „líflega“ umhverfí áfram eins og vafnings- viður að umvefja mann á sinn „vingjarnlega" hátt. New York, 21. okt. 1986 Hallgrímur Helgason VEISLUR - SAMKVÆMI Skútan h/f hefur nú opnað glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátíðar, veislur, fundi fé- lagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan mat og þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarflrði, afmi 51810 og 651810. Félagsfundur Q U Co Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn í Domus Medica þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 5 síðdegis. Fundarefni: 1. Kjaramálin. 2. Önnur mál. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ fjallar um kjaramálin og Ari Skúlason, hagfræð- ingur Kjararannsóknarnefndar gerir grein fyrir niðurstöðum launakönnunarinnar. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN o nAuKmhsr 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.