Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1986, Blaðsíða 1
Badminton Aftur tap hjá Morten Frost Icuk Sugiarto frá Indónesíu sigraði Danann Morten Frost annað árið í röð í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í ba- dminton á sunnudaginn. Sugiarto var á heimavelli í Jakarta og eftir góða byrjun frá Frost náði Indónesinn undirtökunum og vann 5-15, 15-6, 15-11. í kvennaflokki varð Li Lingwei frá Kína heimsmeistari þriðja árið í röð, vann löndu sína Han Aiping 11-8, 11-3. Eddy Hartono opg Verawaty Fajrin frá Indónesíu unnu Steen Fladberg frá Dan- mörku og Gillian Clark í úrslitum tvenn- darleiks og Indónesía hlaut sín þriðju gullverðlaun þegar Liem Swie King og Bobby Ertanto unnu sigur í tvíliðaleik karla. -VS/Reuter Landsliðsferð Gæs innum gluggann! Það munaði ekki miklu að Kristján Arason og Páll Ólafsson landsliðsmenn í handknattleik misstu af landsleiknum við Noreg sem fram fór í Haarlem í Hollandi á sunnudaginn. Þeir komu akandi frá Vestur- Þýskalandi og ef allt hefði verið með fell- du hefðu þeir verið komnir til Haarlem fjórum tímum fyrir leik. En á hraðbraut á leiðinni kom heil gæs fljúgandi innum fra- mrúðuna - bíllinn var óökufær á eftir og þeir töfðust talsvert við að útvega sér ann- an. Til Haarlem komu þeir hálftíma áður en leikurinn hófst en skoruðu þó 13 mörk, Kristján 8 og Páll 5! _VS Danmörk Ragnar enn meistari Ragnar Guðmundsson varð um helgina danskur unglingam- eistari í 400 og 1500 m skriðsundi, þriðja árið í röð. Ragnar sigraði í 400 m sundinu á 4:08,80 mín. og í 1500 metrun- um á 16:23,00 mín. Ragnar hefur verið búsettur í Randers undan- farin ár en hann er sonur Guð- mundar Harðarsonar, sundþjálf- arans kunna. -VS Skotland McClair í liðið Brian McClair frá Celtic leikur sinn fyrsta landsleik fyrir Skot- land þegar Luxemburg kemur í heimsókn á Hampden Park í Glasgow annað kvöld. Leikurinn er liður í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og McClair á að bæta úr markaleysi Skota sem hafa ekki náð að skora í fjórum síðustu leikjum sínum. Þrjár aðrar breytingar eru gerðar frá síðasta leik. Pat Nevin frá Chelsea er í fyrsta sinn í byrj- unarliði og Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, og David Cooper, útherjinn snjalli frá Rangers, eru þar á nýjan leik. -VS/Reuter Getraunir Sex með 12 I „sprengivikunni“ hjá Getraunum komu fram 6 seðl- ar með 12 réttum leikjum. Hver fær 574,913 krónur í sinn hlut. Með 11 rétta voru 147 raðir og hver fær 10,056 krónur. Háar fjárhæðir mið- að við fjölda með 11 og 12 rétta enda alger metsala og „potturinn“ um 4 miljónir. Stuttgart Skeyti Asgeirs hitti í mark! Sendi stuðningsmönnunum kveðju af sjúkrahúsinu og henni dreift á leiknum: Gefið Coordes vinnufrið Ásgeir Sigurvinsson gleymdi ekki fyrirliðaskyldunum þótt hann lægi á sjúkrahúsi meðan Stuttgart spilaði. Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Fyrir leik Stuttgart og Werder Bremen í Bundesligunni í knatt- spyrnu á laugardaginn var dreift meðal áhorfenda ávarpi frá Ás- geiri Sigurvinssyni, fyrirliða Stuttgart, til áhangenda liðsins. Ásgeir sendi þeim kveðju af sjúkrahúsinu þar sem hann gekkst undir aðgerð á öxl og bað þá að styðja vel við bakið á liðinu. Ásgeir skrifaði: „Ég veit hvað stuðningur áhangendanna er mikilvægur og við þurfum á hon- Fimleikar Guðjón |niðji Guðjón Guðmundsson úr Ármanni hlaut bronsverðlaun í stökki á Norðurlandamóti drengja í fimleikum sem fram fór í Turku í Finplandi um helgina. Hann keppti einnig til úrslita í hringjum og á svifrá og hafnaði í sjötta sæti í báðum greinum. Jóhannes Níels Sigurðsson úr Ármanni komst í úrslit í keppni á bogahesti og hafnaði í 8. sæti. Svíar höfðu mikla yfirburði á mótinu og sigruðu í öllum greinum. -VS Kvennahandbolti Létt hjá Val Mikil þreyta en 29-17 gegn Ármanni Valsstúlkurnar áttu ekki í miklum erfiðleikum með Ár- mann þegar keppni í 1. deild kvenna hófst á ný í gærkvöldi eftir landsliðshléið. Lokatölur urðu 29-17 en staðan í hálfleik var 15- 10, Val í hag. Það var greinilegt að lands- liðsstúlkurnar í Val voru þreyttar eftir erfiða leiki í heimsmeistara- keppninni í síðustu viku og liðið gerði mikið af mistökum. Þær Soffía og Guðrún léku þó vel í seinni hálfleiknum. Ármanns- stúlkurnar eru greinilega mun betri núna en í upphafi keppnis- tímabilsins. Mörk Vals: Guörún Kristjánsdóttir 8, Katrín Fredriksen 6, Soffía Hreinsdóttir 5, Ftósbjörg Jónsdóttir4, Harpa Siguröardótt- ir 3, Ema Lúðviksdóttir 2 (2v), Ásta B. Sveinsdóttir 1. Mörk Ármanns: Margrét Hafsteinsdótt- ir 6, Ellen Einarsdóttir 6 (2v), Elísabet Al- bertsdóttir 2, Guöbjörg Ágústsdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 1. KR og Víkingur léku seint í gærkvöldi og var leiknum ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. -MHM Guftrún Kristjánsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Val í gærkvöldi. um að halda einmitt nú. Hjálpið okkur, og gefið Egon Coordes þjálfara vinnufrið. Slæmt gengi undanfarið er alls ekki hans sök og við leikmennirnir stöndum all- ir með honum.“ Skeytið virtist hafa tilætluð áhrif. Mikil mótmæli hafa farið fram í Stuttgart undanfarið og áhangendurnir hafa heimtað að Coordes yrði rekinn en á Ieiknum á laugardag var allt með friði og spekt. Stuttgart fékk góðan stuðning áhorfenda og lék einn sinn besta leik í langan tíma - vann Bremen 4-0 eins og þeir sáu sem fylgdust með beinni sjón- varpsútsendingu á íslandi. Skeyti Ásgeirs var sýnt í sjónvarpinu og mikið sagt frá því í blöðum. England Shilton verður ekki með Woods vœntanlega íenska markinu Litlar iíkur eru á að Peter Shilt- on, markvörðurinn snjalli, geti leikið hinn mikilvæga leik Eng- lands við Júgóslavíu í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu sem fram fer á Wembley í London i kvöld. meiddist á læri þegar |on tapaði 1-3 fyrir í 1. deildinni á Jnn en lék leikinn á S haltur væri. Það verður yæntanlega Chris Woods, •Vörður Glasgow Rangers, sem stendur í enska markinu ann- að kvöld. ____ -VS/Reuter UMSJÓN: VlÐIR SIGURÐSSON Þriöjudagur 11. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.