Þjóðviljinn - 11.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1986, Blaðsíða 12
BÆKUR Rúnar Ármann Arthúrsson. Algjörir byrjendur Út er komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu unglingasagan Al- gjörir byrjendur eftir Rúnar Ár- mann Arthúrsson. Þetta er samtímasaga sem gerist í Reykja- vík og segir frá unglingsstráknum Grímsa, kunningjum hans, fjöl- skyldu, vinnu- og skólafélögum. Enda þótt Grímsi sé ekki aldinn að árum, hefur margt á daga hans drifið og veturinn sem sagan ger- ist er allt á fleygiferð í lífi hans. Heima hjá honum steðja að erf- iðleikar sem hann reynir að tak- ast á við með dyggri aðstoð vinar síns; í skólanum draga smávægi- legar glettur þeirra félaga drjúg- an dilk á eftir sér og ofan á ailt annað kynnist Grímsi nú ástinni. Algjörir byrjendur er nærfærin saga um umbrot í Iífi unglings- drengs, segir í forlagskynningu. Hún er skrifuð á góðu máli og er skemmtileg og spennandi aflestr- ar. Höfundur hennar hefur lengi fengist við ritstörf en þetta er fyrsta skáldsaga hans. Sjóferðir Jóns Steingrímssonar Hjá bókaútgáfunni Vöku- Helgafelli er komin út sjóferða- saga Jóns Steingrímssonar, skip- stjóra, Um höf til hafna, þar sem hann tekur upp þráðinn frá fyrri minningabók sinni Kolakláfar og kafbátar. f bókarkynningu segir m.a.: í þessari bók rekur Jón sjó- ferðasögu sína um öll heimsins höf og staldrar við minnisverða punkta, en margt bar til tíðinda á ferðum hans og ævintýrin eltu hann eins og málmur segul. í upphafi bókarinnar segir Jón frá stóru smyglmáli við íslands- strendur og kemur þar margt óvænt fram sem kann að þykja reyfarakennt. Siglingar Jóns með íslenskum og erlendum skipum eru síðan meginefni bókarinnar. Handbók um Finnland Árið 1954 kom út handbók um Finnland í bókaflokknum „Lönd og lýðir“, en hún er nú löngu upp- seld. Síðan hefur upplýsingarit um Finnland verið ófáanlegt á ís- lensku. Til að bæta úr þessum skorti hefur finnska útgáfufyrir- tækið Otava, í samráði við frétta- og menningardeild finnska utan- ríkisráðuneytisins, gefið út 32 blaðsíðna handbók um Finnland í dag, með yfirliti um sögulega þróun landsins. Bókin er aðal- lega ætluð skólum og bókasöfn- um. Heiti bókarinnar er „Hvað veistu um Finnland“? og er rituð af Seppo Sauri. Hún er ríkulega myndskreytt í fjórum prentlitum. Þýðinguna gerði Kristín Mántylá og prentun annaðist Prentsmiðj- an Oddi. Furðulegur ferðalangur Æskan hefur gefið út bókina Furðulegur ferðalangur eftir norska verðlaunahöfundinn Björn Rönningen. Bókin er myndskreytt af Vivian Zahl Ol- sen. Sagan segir frá systkinunum Vilhjálmi, Danna og Telmu sem gleyma aldrei hinu einstaka sumri með frænda sínum, Vil- hjálmi Orkan - furðulegum ferðalangi. Vilhjálmi frænda fylgja nýjar uppgötvanir og óskiljanlegir at- burðir. Leynidyr, sem hafa verið lokaðar, ljúkast upp og saman hverfa systkinin, frændinn - og við - á vit ævintýranna... Tvær íslenskar barnabækur Afi sjóari, kemur út hjá Skjald- borg. Höfundur þessarar bókar er Jóhann Ævar Jakobsson, og hefur hann einnig teiknað kápu og myndir, sem bókina prýða. - Hér segir frá bræðrunum Nonna og Jonna, sem eru níu og tíu ára, hafa þeir gaman af smávegis prakkarastrikum og sögum af óvenjulegum uppátækjum. Þeir fá líka nóg að heyra, eicki aðeins hjá afa sjóara. Þær eru einnig skemmtilegar sögur Kalla frænda, sem líka er sjómaður og enn á besta aldri... Barnaheimilið. Höfundur þessarar bókar er Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir, og hér segir hún frá Jonna, litlum strák úr Reykjavík, sem þarf að vera utan baejar á barnaheimili eitt sumar. Á bamaheimilinu kynnist hann Kalla, sem verður besti vin- ur hans. Þessi saga segir frá uppá- tækjum Jonna, Kalla og allra hinna krakkanna á barnaheimil- inu. Það eru skin og skúrir, eins og gengur í lífinu. Káputeikningu og myndir gerði Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, útgefandi er Skjaldborg. Minningar Þuríðar Pálsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Líf mitt og gleði, minningar Þuríðar Páls- dóttur söngkonu. Jónína Micha- elsdóttir skráir sögu Þuríðar. Þuríður hefur komið meira við sögu tónlistar hér á landi síð- astliðinn fjörutíu ár en flestir aðr- ir. Hún er einn af brautryðjend- unum í óperusögu þjóðarinnar. Þuríður er nú yfirkennari við Söngskólann í Reykjavík og hef- ur með kennslu sinni mótað fjöl- menna kynslóð ungra einsöngv- ara. Saga Þuríðar er ekki aðeins tengd tónlist. Hún hefur starfað ötullega að félagsmálum og stjórnmálum, var m.a. formaður Félags íslenskra einsöngvara um árabil og situr nú í Þjóðleikhús- ráði. „Frásögn Þuríðar er fjörleg og hreinskilin,“ segir m.a. í frétt Forlagsins. „Minnisstæðar eru þær myndir sem hún dregur upp af foreldrum sínum, Kristínu Norðmann og Páli ísólfssyni, að ógleymdu öllu því litríka fólki sem hefur orðið henni samferða á lífsleiöinni. “ Söngbók barnanna Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Fljúga hvítu fiðrildin, söngbók barnanna. í henni eru yfir hundrað kvæði og vísur, bæði gamlir húsgangar, ættjarðar- og jólakvæði, skemmtivísur og gömul og ný barnalög. Hverju kvæði fylgja nótur og gítargrip. Það er Helga Gunnarsdóttir tón- listarfræðingur sem valdi kvæðin og sá um útgáfuna. Bókin er ríku- lega myndskreytt með svart- hvítum klippimyndum og lit- myndum eftir Ragnheiði Gests- dóttur sem sá um útlit bókarinn- ar. Kvæðunum er raðað í fimm kafla lauslega eftir efni, hún hefst á jóla- og vetrarvísum, rekur sig eftir árstíðunum og endar á rökk- urljóðum. Frásagnir Helgu frá Dagverðará Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur sent frá sér bókina Öll erum við menn eftir Helgu Halldórsdóttur frá Dagverðará. Þetta er fyrsta bók Helgu, en eftir hana hafa birst greinar í blöðum og verið flutt erindi í útvarpi. Helga fæddist árið 1903 á Snæ- fellsnesi og þar hefur hún búið mestan hluta ævi sinnar. Hún hefur ávallt haft mikinn áhuga á þjóðsögum og þjóðlegum fróð- leik. Frásagnir eru af sérstæðum og eftirminnilegum persónum, svo sem Magnúsi putta, Þórði sterka, Siggu mæðu, Guðmundi dúllara, Prjóna-Siggu, Ingimundi fiðlu og Leirulækjar-Fúsa. Sagt er frá Mýrdals-Móra og Hvítarárvalla- Skottu. Einnig eru hér frásögur af Ásmundi Hellnapresti, Helga tíauraskegg og förufólki eins og Ólafi háa og Jófríði Þorkelsdótt- ur. í bókinni er mikið af vísum, sem margar hverjar hafa ekki birst á prenti áður, og sagt er frá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sig- urði Breiðfjörð, Jónasi Hall- grímssyni og Símoni Dalaskáldi og frá Látra-Björgu og Skáld- Rósu. Einnig er kafli um Jóhann- es Sveinsson Kjarval, listmálara. JÓNAS SVAfÁR SJÖSTJARNAN í MEYJARMERKINU Myndljóð eftir Jónas Svafár Bókaforlagið Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Sjöstjarnan í meyjarmerkinu eftir Jónas Svaf- ár og hefur hún að geyma ný ljóð skáldsins og úrval ljóða frá fyrri tíð. sum endurskoðuð. I frétt frá forlaginu segir að Jónas Svafár hafi notið algerrar sérstöðu meðal íslenskra nútíma- skálda allt frá því að hann lagði út í ritstörf og teikningar árið 1948. „Hugmyndaflug Jónasar er ótrú- legt og sömuleiðis hugkvæmni við að tvinna saman á sinn sér- stæða hátt orðum og þönkum. Kímnin skín víða í gegn og hann kemur lesandanum sífellt á óvart.“ KONAN Um Reykjavík fyrri tíma Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur gefið út bókina Reykjavík fyrri tíma III eftir Árna Óla, rithöfund og blaða- mann. Þetta er þriðja og síðasta bindið af Reykjavíkurbókum Árna Óla. í þessari bók er Sagt frá Reykjavík og Svipur Reykja- víkur endurtúgefnar í einu bindi. Reykjavíkurbækur Árna Óla hafa að geyma geysimikinn fróð- leik um Reykjavík fyrri tíma, um persónur, stofnanir og staði. Mikill fjöldi gamalla mynda er í þessari bók eins og hinum fyrri; myndir af persónum, sem mót- uðu og settu svip á bæinn og myndir af Reykjavík eins og hún var fyrr á tímum. Bókin er 512 bls. Göngur og réttir 4. bindi Þetta merka ritsafn, Göngur og réttir, kom út hjá bókaútgáfunni Norðra á árunum 1948-1953 og safnaði Bragi Sigurjónsson efn- inu og bjó til prentunar. Nú hefur þetta ritsafn verið ófáanlegt um mörg ár. En árið 1983 hóf Skjald- borg endurútgáfu ritsafnsins í umsjá Braga, sem raðar efninu upp á nýtt, greinir frá breytingum á gangnatilhögun á helstu gangnaslóðum og bætir ýmsu efni við, sem aflast hefir. í þessu fjórða bindi Gangna og rétta segir af göngum og réttum í Skagafjarðarsýslu, Eyjarfjarðar- sýslu, og Suður-Þingeyjarsýslu að Mývatnssveit og Aðaldal. Þá er fróðlegur formáli um fráfærur og ýmsar fráfærnavenjur, og í bókarauka eru frásagnir af ýms- um eftirminnilegum leitum síðari ára, þar á meðal snjógöngunum 1963 á Eyvindarstaðaheiði. Hin konan Komin er út bók að nafni Hin konan eftir bandaríska höfund- inn Joy Fielding. í kynningu forlagsins segir svo um efni bókarinnar: „Ég ætla að giftast manninum þínum“. Eiginkonan, Jill, stendur agn- dofa andspænis þessari óþægi- legu staðhæfingu ungrar og bráðfallegrar stúlku. Var henni alvara eða var þetta ósmekklegur brandari? Fjögurra ára brúð- kaupsafmæli sem byrjaði með magakveisu, tvö fjandsamleg stjúpbörn, fyrrverandi eiginkona Davíðs og nú þetta... Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Anna Ólafsdóttir Björnsson þýddi. 12 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 11. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.