Þjóðviljinn - 07.01.1987, Qupperneq 3
Námsmenn
Hefndu
þín
oðmvisi
Námsmannahreyfing-
arnar: Viðrœðum um
frumvarpið alls ekki lok-
ið. Svik ef Sverrir leggur
drög sín fyrir þingið
í yflrlýsingu frá Samstarfs-
nefnd námsmannahreyfinganna í
g<er benda þeir Sverri Hcrmanns-
syni menntamáiaráðherra á að
hefna sín með öðrum hætti á
Framsóknarflokknum og Finni
Ingólfssyni en með þeim hætti að
slíta viðræðum við námsmenn
um LÍN-frumvarpið.
í yfirlýsingunni segir að náms-
menn hafi komið að fullu til móts
við helstu markmið ríkisstjórn-
arfulltrúa í viðræðunum, um
auknar endurgreiðslur námslán-
anna, og líti svo á að viðræður
standi enn um Lánasjóðsfrum-
varpið.
Námsmenn lýsa því yfir „furðu
á þeim ummælum ráðherra að
ekki geti náðst samkomulag við
námsmenn. Viðræðurnar eru á
lokastigi og hafa fulltrúar
menntamálaráðherra staðfest að
þessum viðræðum sé ekki lokið.
í>að væru því um alger svik á
fyrri loforðum að ræða ef ráð-
herra hygðist slíta þessum við-
ræðum nú og leggja fram á Al-
þingi upphafleg drög sín, með
smávægilegum breytingum.
Námsmenn neita algerlega að
dragast á þennan hátt inn í erjur
stjórnarflokkanna og benda
Sverri Hermannssyni mennta-
málaráðherra á að leita annarra
leiða til að ná fram hefndum á
Framsóknarflokknum og Finni
Ingólfssyni aðstoðarmanni sjáv-
arútvegsráðherra. “
-vd
Stakfellið
Andstaða við
breytingar
Vilji fundarmanna var að tog-
arinn Stakfell verði áfram
rekinn með núvarandi rekstrar-
fyrirkomulagi. í kjölfar þess á-
kváðu hluthafar áð leggja
fram fé, nánast styrk, til útgerð-
arinnar til þess að ráðrúm gæfist
til að ræða málið áfram“ sagði
Daníel Árnason sveitarstjóri á
Þórshöfn í samtali við Þjóðvilj-
ann, en þar var haldinn borgara-
fundur um hugsanlega breytingu
Stakfellsins í frystitogara.
Starfsfólki Hraðfrystistöðvar-
innar var sagt upp vegna fyrir-
hugaðra breytinga og tóku upp-
sagnirnar gildi um áramót. Þær
hafa þó ekki verið dregnar til
baka vegna sjómannaverkfalls-
ins.
Ákvörðun um breytingar á
togaranum hefur nú verið frestað
um þrjá mánuði.
Samtals lögðu hluthafar fram
5,65 milljónir til útgerðarinnar,
Hraðfrystistöðin þar af 3,5
milljónir en Kaupfélagið, sem á
meirihluta, tæpa milljón.
-vd
Útvegsmenn
Loðnan í hættu
Nokkur ólga mun nú vera
komin í útvegsmenn loðnuskipa
sem þrýsta á að samningar takist
sem fyrst því ella eiga þeir á hættu
að missa af loðnuveiðum til
hrogntöku og frystingar. Þetta er
dýrmætasti hluti vertíðarinnar
fyrir útvegsmenn og því mikið í
húfi.
-K.ÓI.
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra
Ekkert samráð við Finn
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Forsœtis-
ráðherra vissi ekkert um gönuskeið Finns Ingólfs-
sonar. Geri ráðfyrir samkomulagi um mittfrumvarp
„Það kom fram á ríkisstjórnar-
fundi í morgun að forsætisráð-
herrra hafði ekki hugmynd um
þetta gönuskeið Finns Ingólfs-
sonar í lánasjóðsmálinu og hann
ber því einn ábyrgð á því,“ sagði
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
„Ég kynnti formönnum stjórn-
arflokkanna stöðu mála í gær og
gaf sérstaka skýrslu um þetta á
ríkisstjórnarfundi í morgun,"
sagði Sverrir. „Ég geri fastlega
ráð fyrir að þingflokkarnir nái
saman um mitt frumvarp þó ég
geti auðvitað ekki svarað fyrir
hönd þingflokks Framsóknar-
flokksins.
Næsta skref mitt er að gera
lokaathugun á hvort möguleikar
eru á því að hnika einhverju til í
frumvarpinu samkvæmt óskum
námsmanna en ég geri mér jafn-
framt fulla grein fyrir því að það
verður aldrei hægt að ná fullu
samkomulagi við námsmenn um
þetta frumvarp.“
Aðspurður sagði ráðherra að
ekki yrði haft neitt samráð við
Finn Ingólfsson við þessa lokaat-
hugun. „Ég tek aldrei neitt úr til-
Eg hitti forsætisráðherra að
máli fyrir ríkisstjórnarfund í
morgun og kynnti honum mína
greinargerð um málið, sagði
Finnur Ingólfsson í samtali við
Þjóðviljann í gær.
„Hann sagði að hún varpaði
nýju ljósi á málið og sagði mér
einnig að þau ummæii í Morgun-
blaðinu að hann lýsti furðu sinni
yfir mínum vinnubrögðum væru
lögum Finns Ingólfssonar og
hann verður ekki framar hafður í
samráði um þetta,“ sagði Sverrir.
Forsætisráðherra mun halda
rangt eftir höfð.
Það er rétt að ég hafði ekki
kynnt honum tillögur mínar sér-
staklega áður en ég fundaði með
námsmönnum, en ég sendi hon-
um og menntamálaráðherra til-
lögurnar þann 2. janúar.
Ég sé þó ekki ástæðu til þess að
ég hafi þurft að hafa samband við
þá um fundinn.
Varðandi ummæli Sverris Her-
áfram að vinna með Sverri að
Lánasjóðsfrumvarpinu eftir vins-
lit Sverris og Finns.
mannssonar um að hann vilji ekki
hafa samráð við mig framar þá er
það hans mál. Þessi framkoma
lýsir honum sjálfum mjög vel. Sé
það vilji allrar ríkisstjórnarinnar
að samþykkja gömlu tillögurnar
þá er það mjög rangt því ég tel að
það sé hægt að ná samkomulagi
við námsmenn um mínar tillögur
og þær tryggja hærra endur-
greiðsluhlutfall." -vd
-vd.
Lánasjóðsfrumvarpið
Framkoman lýsir Sveni vel
Finnur Ingólfsson: Sendi bæði forsœtisráðherra og menntamálaráð-
herra tillögur mínar áður enfundur var haldinn með námsmönnum
Tvö farskip liggja bundin af verkfallinu í Reykjavíkurhöfn, Askjan og Heklan. Kristinn Skúlason bátsmaður til vinstri. (mynd: E.OI.)
Undirmenn á kaupskipum
Höfum fengið okkur fuilsadda
Kristinn Skúlason: Okkur er mjög velstœtt áþeim kröfum sem við setjumfram.
Staða farskipaútgerðarinnar aldrei verið hetri
Verkfallið gæti varað í nokkrar
vikur en tónninn í okkar
strákum er þannig að ekki verður
vikið tommu frá kröfunum.
Menn eru búnir að fá sig
fullsadda, sagði Kristinn Skúla-
son bátsmaður á Heklu og fulltrúi
í samninganefnd undirmanna á
kaupskipum um stöðuna í málum
undirmanna.
Helstu kröfur undirmanna eru
þær að yfirvinnuálag sem nú er
60% fari í 80% og fastakaup fyrir
56 stunda vinnuviku fari í 35 þús-
und krónur í árslok 1987, en það
er nú 23 þúsund. í maí á síðasta
ári settu undirmenn fram kröfuna
um 26.500 króna lágmarkslaun
en við þeirri kröfu hafa vinnu-
veitendur þeirra ekki enn orðið,
en í aðgerðum þeim sem undir-
menn efndu til í þeim tilgangi að
knýja kröfuna fram setti ríkis-
stjórnin bráðabirgðalög til þess
að „leysa“ deiluna.
„Okkur er mjög vel stætt á
þeim kröfum sem við setjum nú
fram því staða farskipaútgerðar-
innar hefur aldrei verið jafn góð.
Á síðustu 8 árum hefur flutningur
hjá útgerðinni aukist töluvert og
samtímis hefur mannskapnum á
skipunum fækkað um helming.
Þá hefur olíukostnaðurinn lækk-
að um helming líka. Ef þessir
menn geta ekki borgað krónu
núna þá geta þeir það aldrei,"
sagði Kristinn.
Kristinn sagði að í yfirstand-
andi viðræðum hafi undir-
mönnum enn sem komið er ekk-
ert boðist. „Fram að þessu hafa
viðsemjendur okkar haldið sér í
hugmyndir um vinnutilhögun. Af
hugmyndum þeirra að dæma vilja
þeir þurrka út öll áunnin réttindi
undirmanna og færa klukkuna
aftur til aldamóta. Það hafa nú
þegar átt sér stað breytingar í
þessa átt, t.d. fækkun mann-
skapar sem þýðir aukið vinnuálag
á hvern einstakling, að við eigum
inni hjá þeim það sem við förum
frammá,“ sagði Knstinn sað lok-
um - K.ÓI.
Blaðamenn - Prófarkalesarar
KANNTU ÍSLENSKU?
Hefuröu áhuga á því sem er að gerast í kringum þig? Ertu ritfær? Hefuröu áhuga á
fjölbreyttu starfi? Ef svo er þá er Þjóðviljinn ef til vill rétti vinnustaðurinn fyrir þig.
Þjóöviljinn mun á næstunni ráöa blaðamenn og prófarkalesara til starfa. Skriflegum
umsóknum skal skilað til ritstjóra blaösins fyrir 12. janúar 1987. Þjóðviljinn