Þjóðviljinn - 07.01.1987, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 07.01.1987, Qupperneq 14
VIÐHORF Útboð Röntgenfilmur Tilboö óskast um sölu á röntgenfilmum og fram- köllunarefni til notkunar fyrir ríkisspítala og Borg- arspítalann í Reykjavík árin 1987 og 1988. Út- boðslýsing er afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 17. febrúar 1987. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Verkamenn við jarðsímalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar veita verkstjórar jarðsíma- deildar, Suðurlandsbraut 28 og í síma 26000. Evrópu ráðsstyrki r Evrópuráðið veitir fólki sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála styrki til kynnisdvalar í að- ildarríkjum ráðsins á árinu 1988. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags- málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Félagsmálaráðuneytið, 5. janúar 1987. Styrkur til náms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1987-88. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við list- aháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við al- mennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mán- uði í 9 mánuði. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 3. febrúar nk., á sérstökum eyðublöðum sem þarfást, og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 5. janúar 1987. Laus staða í lagadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar dósents- staða í lögfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 30. janúar nk. Menntamálaráðuneytið, 2. janúar 1987. ÞJÓÐVILJINN ÁSKRIFTARÁTAK Okkur vantar fólk til starfa í ÁSKRIFTARÁTAKI ÞJÓÐVILJANS. Góð laun fyrir röskar manneskjur. Hafið samband við Hörð í síma 681333 eða 681663. Þjóðviljinn Tilraunabanni lýkur Helgi Kristjánsson skrifar „... Pað horfir því þunglega í afvopnun- armálum í upphafi nýs árs. Við sem vilj- um stuðla aðfriði íheiminum verðum þvíað herða róðurinn. íslenskirfriðar- sinnar skora á Alþingi og ríkisstjórnina að beita Bandaríkin þrýstingi íþá veru að þau virði tilraunabannið... “ Friðarári Sameinuðu þjóðanna lauk nú um áramótin. Alþýða heimsins hafði bundið vonir við að á þessu ári myndi tilgangslaus vígvæðingu heimsins stöðvuð og gereyðingarvopnunum eytt. Vonir þessar virtust raunhæfar fram yfir fund leiðtoga Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í Reykja- vík. Sovétríkin stöðvuðu einhliða allar sprengingar á kjarnorku- vopnum í tilraunaskyni, fyrir einu og hálfu ári. Tilraunabannið hefur verið framlengt 4 sinnum á þeim tíma sem liðinn er. Allan þann tíma hafa þeir framfylgt þessu banni en ekki tekist að fá bandaríska valdhafa til þess að gera slíkt hið sama. Nú um áramót rennur út þetta bann Sovétríkjanna við kjarn- orkusprengingum. Þau hefja þó ekki sprengingar fyrr en banda- nskir valdhafar sprengja nýja kjarnorkusprengju á árinu 1987. Þannig er jjað á ábyrgð Banda- ríkjanna hvort tilraunir með kjarnorkuvopn verði stöðvaðar alfarið í náinni framtíð. Krafan um stöðvun sprenginga er ekki ný, hún hefur verið á spjöldum friðarhreyfinga í ára- raðir. Það var því mikill sigur fyrir þær þegar Sovétríkin lýstu yfir einhliða banni. Vonbrigðin eru því mikil að ekki skuli hafa tekist að koma á alhliða samkomulagi um stöðvun sprenginga. Bandarískir valdhafar hafa lýst því yfir að þeim sé nauðsynlegt að halda áfram sprengingum, þar sem Sovétríkin hafi náð forskoti í tilraunum með kjarnorkuvopn. Almenningur í heiminum getur á engan hátt metið slíkar fullyrð- ingar. Þær virðast þó hjákátlegar þegar litið er á fjölda kjarnorku- sprenginga frá upphafi. Við skulum til glöggvunar líta á tölur um kjarnorkusprengingar sem birtust í árbók hinnar óháðu stofnunar SIPRI árið 1986. Töl- urnar ná yfir allar kjarnorku- sprengingar frá 16. júlí 1945 til 31. desember 1985. Bandaríkin Sovétríkin Bretland Frakkland Kína Indland Alls 805 sprengingar. 562 sprengingar. 39 sprengingar. 134 sprengingar. 29 sprengingar. 1 sprenging. 1570 sprengingar. Allar sprengingar Bretlandd frá því 1962 hafa verið fram- kvæmdar í samvinnu við Banda- ríkin á tilraunasvæðinu í Nevada eyðimörkinni. Þannig að í raun er tala Bandaríkjanna hærri en til- tekin er í töflunni, auk þess sem sprengingar þeirra árið 1986 bætast við. Því skýtur nokkuð skökku við þegar Bandaríkin segjast vera að vinna upp forskot Sovétríkjanna. Nú hafa leiðtogar ríkjanna 6 sem hafa verið í forystusveit friðaraflanna í heiminum, tekið upp þetta mál. Þeir hafa skorað á 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sovétríkin að framlengja bannið, þá beiðni styðja allir friðelskandi menn í heiminum. Dönsk ung- menni eru að undirbúa hóp fólks til þess að fara til Nevada í janúar til þess að mótmæla sprengingum Bandaríkjamanna. Eftir að Demókratar náðu meirihluta í báðum deildum bandaríkjaþings í haust, þá virð- ast fylgjendur tilraunabanns í meirihluta á þinginu. Þingið verður þó ekki kallað saman fyrr en í febrúar. Ronald Reagan og haukar hans í Hvíta húsinu gætu hæglega látið sprengja kjarn- orkusprengju áður en nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki ó- raunhæfur möguleiki. Þeir hafa gert annað eins til þess að auka á spennuíheiminums.s. þegar þeir brutu SALT II samkomulagið í lok síðastliðins árs. Það horfir því þunglega í af- vopnunarmálum í upphafi nýs árs. Við sem viljum stuðla að friði í heiminum verðum því að herða róðurinn. íslenskir friðarsinnar skora á alþingi og ríkisstjórnina að beita Bandaríkin þrýstingi í þá veru að þau virði tilraunabannið. Reykjavíkurfundur leiðtog- anna gaf okkur einstakt tækifæri til þess að kynnast viðhorfum þessara tveggja stórvelda. Glötum þeim lærdómi ekki í moldviðri kaldastríðsáróðurs sem þyrlað var upp eftir fundinn. Hefjum einarða baráttu fyrir út- rýmingu kjarnorkuvopna fyrir árið 2000. Gefum afkomendum okkar það nýársheit í lok friðar- árs. Helgi Kristjánsson formaður Islenskn friðarnefndarinnar. ALÞÝÐUBANDAIAGIÐ Jnnur 3jörn S igurjón Þuríður Austurland Byggðamálin í brennidepli Alþýðubandalagið á Austurlandi efnir á næstunni til opinna funda þar sem byggðamálin verða í brennipunkti. Þar flytja ávörp fulltrúar af framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum m.a.: Unnur Sólrún Bragadóttir, Björn Grétar Sveinsson, Sigurjón Bjarnason og Þuríður Backman. Alþing- ismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson sitja fyrir svörum. Fund- irnir verða sem hér segir: Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 í Miðgarði. Djúpavogi, föstudaginn 9. janúar kl. 20.30 í Félagsaðstöðunni. Breiðdalsvík, laugardaginn 10. janúar kl. 13.30 í Staðarborg. Stöðvarfirði, laugardaginn 10. janúar kl. 17.00 í Samkomuhúsinu. Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 14.00 í Skrúð. Eskifirði, sunnudaginn 11. janúar kl. 20.30 í Valhöll. Neskaupstað, miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30 í Egilsbúð. Seyðisfirði, fimmtudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Herðubreið. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð - Fjárhagsáætlun Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar í Skálanum Strandqötu 41 laugardaginn 10 janúar kl. 10.00. Dagskrá: 1) Umræður um fjárhagsáætlun fyrir Hafnarfjarðarkaupstað 1987. Magnús Jón Arnason bæjarfulltrúi stýrir umræðum 2) Önnur mál. Allir nefndarmenn og varamenn þeirra hvattir til að mæta vel og stundvís- lega-________________________________Stjórn bæjarmálaráðs Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi boðar til fund- ar í Þinghóli, Kópavogi, mánudaginn 12. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi alþingis- kosningar. 2) Kosningastarfið. 3) Önnur mál. Allir kjördæmisráðsfulltrúar hvattir til að mæta. Stjórnin. AB Norðurlandskjördæmi eystra Aukakjördæmisþing Aukakjördæmisþing Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verð- ur haldið sunnudaginn 11. janúar í Lárusarhúsi á Akureyri og hefst kl. 10 árdegis. Á dagskrá: 1) Ákveðinn framboðslisti til Alþingiskosninga. 2) Kosninga- undirbúningur, a) Málefnaáherslur, b) Útgáfa, c) Annað. 3) Stjórnmálaumræða eftir því sem tími leyfir. - Stjórn kjördæmisráðs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.