Þjóðviljinn - 07.01.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 07.01.1987, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR 1 Víkingur-Gdansk „Liðin standa jafht að vígi“ Heimavöllurinn jafnar út meiri styrk pólska liðsins, segir Jóhann Ingi Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari vestur-þýsku meistar- anna Essen, hefur lagt upp fyrir Víkinga að þeir eigi jafna mögu- leika á sigri gegn pólsku meistur- unum Gdansk um næstu helgi. Víkingar mæta þá Pólverjunum tvívegis í Laugardalshöllinni í 8- liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Jóhann sagði við Víkinga: „Kristján Sigmundsson er betri en pólski markvörðurinn. Hilmar Sigurgíslason er betri en pólski línumaðurinn. Guðmundur Guð- mundsson er betri en vinstri hornamaður Pólverja. í hinum fjórum stöðunum eiga Pólverjar betri menn svo þá er staðan 4-3, þeim í hag. Þið hafið síðan heimavöllinn og þá er jafnt á komið með liðunum.“ En það er ljóst að Víkingar eiga í höggi við eitt besta félagslið í heimi. Gdansk vann Metalo- plastica frá Júgóslavíu með 5 mörkum í fyrri úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða í fyrra en tapaði síðan með 6 mörkum í Júgóslavíu. Wenta og Waszeki- ewicz, tveir bestu leikmenn pól- ska landsliðsins, leika með Gdansk ásamt fleiri landsliðs- mönnum. -VS Handbolti Erfiðir leikir efstu liðanna Fjórir leikir í 1. deild karla í kvöld í kvöld verður leikin 11. umferð 1. deildarkeppni karla í handknattleik, eða fjórir leikir af fimm. Tvö efstu liðanna eiga erfiða ieiki fyrir höndum og gætu hæglega tapað dýrmætum stigum. Breiðablik leikur útileik á heima- velli, við Stjörnuna úr Garðabæ í Digranesi. Leikurinn hefst kl. 20. Blikar eru í 2. sæti með 15 stig en Stjaman er í 7. sæti með 9 stig, en er með mun öflugra lið en stigatalan segir til um. Blikar unnu fyrri leikinn 25-24. FH-ingar sækja KA heim norður á Akureyri. FH er í 3. sæti með 15 stig en KA er í 5. sæti með 11 stig og hefur komið talsvert á óvart. Á heimavelli sínum hefur KA m.a. unnið stórsigra á Val og Fram en FH hefur ekki tapað í 8 leikjum, eða síðan gegn KA í fyrri umferð, 27-29. Hinir ieikirnir eru Fram-KR í Höil- inni kl. 20 og Haukar-Ármann í Hafn- arfirði kl. 20. Fram fór létt með KR, 26-14, í fyrri umferð, en bæði lið eru óútreiknanleg. Haukar unnu fyrri leikinn við Ármann 24-22 og gætu komið sér úr fallsæti með sigri gegn Ármenningum sem hafa tapað öllum sínum leikjum. Leik Víkings og Vals sem fram átti að fara kl. 21.15 í Laugardalshöllinni hefur verið frestað að ósk . Víkinga. Peir mæta Gdansk frá Póllandi í Evr- ópukeppni meistaraliða á föstudags- kvöldið og aftur á sunnudagskvöld. Með frestuninni hefur HSI gengið þvert á fyrri ákvarðanir í vetur, þegar Stjarnan fékk ekki færða til leiki vegna þátttöku í Evrópukeppni. I 1. deild kvenna er leikinn fyrsti leikur ársins. Stjarnan og Víkingur mætast í Digranesi kl. 21.15. -VS Hilmar Sigurgíslason - betri en pólski línumaðurinn segir Jóhann Ingi. Borðtennis Arnarmótið á laugardag Arnarmótið í borðtennis verð- ur haldið í 15. skipti næsta laugar- dag, í Laugardalshöllinni, og hefst kl. 13. Þetta er eitt elsta mót sem keppt er í hér á landi en það hófst áður en Borðtennissamband ís- lands var stofnað. Keppt er í öllum flokkum karla og kvenna og reiknað er með að flestir bcstu borðtennisleikarar landsins verði meðal þátttakenda. Borðtennis Sannfærandi sigrar Dougias og Batorfi Ulf Carlsson í sjötta sœti Desmond Douglas frá Bret- landi og Csilla Batorfi frá Ung- verjalandi sigruðu í karla- og kvennaflokki í keppni 12 bestu borðtennisleikara í Evrópu af hvoru kyni sem lauk í Basel í Sviss á sunnudaginn. Douglas vann 8 af 10 leikjum sínum í karlaflokki og lék mjög sannfærandi. Svíarnir Jan-Ove Waldner og Jörgen Persson urðu í öðru og þriðja sæti og landi þeirra Ulf Carlsson, sem lék hér á landi fyrir skömmu varð sjötti, Trimmmót Þróttur sigraði Þróttur Reykjavík stóð uppi sem sigurvegari í Trimmmóti HK í blaki fyrir 30 ára og eldri sem fram fór í Digranesi á laugardag- inn. Þróttarar sigruðu HK í úr- slitaleik. Óðinn frá Akureyri varð í þriðja sæti en síðan komu Keflavík, Afturelding, Akranes, Seðiabankinn, og loks rak b-Iið Þróttar lestina. -VS Mikael Applegren sjöundi. Fimmti Svíinn, Erik Lindh, varð að hætta keppni eftir þrjár um- ferðir vegna meiðsla. Batorfi hafði enn meiri yfir- burði í kvennaflokki, vann 10 leiki af 11 og tapaði aðeins 6 lotum. Edit Urban, einnig frá Ungverjalandi, varð önnur og Fliura Bulatova frá Sovétríkjun- um þriðja. -VS/Reuter Ulf Carlsson Islandsfari varð sjötti í keppni 12 bestu í Evrópu. Mynd: E.ÓI. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... ----------------------------------------------------5- Leikirnir eru úr 3. umferð ensku bikarkeppninnar og verða ckki framlengdir þótt jafnt sé að loknum venjulegum leiktíma. 21. leikvika Aston Villa-Chelsea....... Crystai Palace-Nottm.Forest. Everton-Southampton....... Grimsby-Stoke............. Ipswich-Birmingham........ Manch.Utd-Manch.City...... Portsmouth-Blackburn...... Q.P.R.-Leicester.......... Reading-Arsenal........... Sheffield Wed.-Derby County Shrewsbury-Hull........... Wimbledon-Sunderland...... Bylgjan er með 90 leiki rétta i fjölmiðlakeppninni, Dagur 86, Tíminn 85, DV 85, Þjóðviljinn 84, Ríkisútvarpið 83 og Morgunblaðið 82 ieiki rétta. ..1211111 ..2 1 2 x x 2 2 ..1111111 ..x 2 1 1 1 1 x ..11111x1 ..1x12x11 ..1111111 ..1111111 ..x 1 1 1 1 1 1 ..2211111 ..1 1 1 1 x 1 x ..1x11111 Körfubolti Lengi tvísýnt Grikkir stungu af í lokin ísland veitti Grikklandi harða keppni á alþjóðlega körfuknatt- leiksmótinu sem lauk í Svíþjóð í gær. Þegar þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka stóð 61-64, Grikkjum í hag, en þá skoruðu þeir 10 stig í röð, Valur Ingi- mundarson og ívar Webster hurfu á meðan af velli með 5 vill- ur og lokatölur urðu síðan 67-84. Alltof stórt miðað við gang leiksins en frammstaða íslenska liðsins er mjög góð þar sem Grikkir höfnuðu í 10. sæti heimsmeistarakeppninnar sl. sumar. Liðin voru yfir til skiptis í fyrri hálfleik en Grikkir náðu forystu rétt fyrir hlé og leiddu þá.34-36. ísland var yfir, 58-55, þegar langt var liðið á leikinn en varð að gefa eftir undir lokin. „Það vantar enn herslumuninn á að við getum staðið í þessum A-þjóðum heilan leik en bilið minnkar óðum og ég er ánægður með frammistöðuna. Liðið átti marga góða kafla í leiknum. Val- ur Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason léku vel og ívar We- bster var sterkur í vörn,“ sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari í samtali við Þjóðviljann í gær. Stlg islands: Valur Ingimundarson 17, Ivar Webster 15, Pálmar Sigurösson 12, Guðmundur Bragason 10, Jón Kr. Gísla- son 6, Jóhannes Kristbjörnsson 3, Helgi Rafnsson 2, Guöni Guðnason 2. fsrael vann Svíþjóð 79-70 í gær og fékk 6 stig á mótinu, Grikk- land 4, Svíþjóð 2 en ísland ekkert stig. _VS Skíði Góður sigur Walliser Maria Walliser frá Sviss vann þýðingarmikinn sigur í risastór- svigi kvenna í heimsbikarnum í gær, en þá var keppt i Saalbach í Austurríki. Brigitte Oertli, landa hennar, varð önnur og Mateja Svet frá Júgóslaviu þriðja. Vreni Schneider frá Sviss varð aðeins 10. og er nú með 157 stig gegn 150 hjá Walliser í stigakeppni heimsbikarsins. Oertli er komin í þriðja sæti með 113 en Erika Hess, fjórða svissneska stúlkan, er í fjórða sæti. -VS/Reuter Kvennahandbolti Haukar era með beshi stöðuna Sex sigrar í röð í 2. deild Það eru mestar líkur á að Haukastúlkurnar úr Hafnarfirði endurheimti 1. deildarsætið sem þær töpuðu í fyrra. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sín- um í 2. deild kvenna í haust hafa þær verið ósigrandi og eru með örugga forystu. Mikil keppni virðist hinsvegar vera framundan um annað sætið og IBK, Þróttur og Afturelding eiga öll þokkalega möguleika á að leika í 1. deild næsta vetur. Úrslit leikja í 2. deild í vetur hafa orðið þessi: Haukar-Atturelding.............18-21 (BK-Haukar.....................17-11 Haukar-Þróttur..................24-14 Haukar-Breiðablik...............26-16 Haukar-lBK......................18-12 IBK-HK.........................37-11 IBK-Breiðablik..................17-18 Þróttur-lBK........................ 8-11 Þróttur-HK.........................23-14 Þróttur-Breiðablik.................20-12 Afturelding-Haukar.................17-26 Afturelding-lBK....................20-18 Afturelding-lBK....................16-18 Afturelding-Þróttur................21-22 HK-Haukar..........................12-21 HK-Afturelding.....................17-19 HK-Breiðablik......................18-25 Breiðablik-Haukar..................15-23 Breiðablik-HK......................14-22 deildinni: 0 2 Staðan Haukar............8 6 (BK...............7 4 Þróttur...........5 3 Afturelding......6 3 Breiöablik........6 2 HK................6 1 167-134 12 130-102 8 87-82 6 114-119 6 100-126 4 94-139 2 Þreföld umferð er leikin í deildinni í fyrsta skipti í vetur og liðin leika því 15 leiki hvert. -VS Vestur-Þýskaland Nachtweih, Rahn og Waas bestir Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóöviljans í V.Þýskalandi: Kicker útnefndi á mánudaginn bestu leikmenn Bundesligunnar í knattspyrnu í stöðum tengiliða og miðherja, í fyrri umferð deildar- innar. Besti varnartengiliðurinn að mati blaðsins er Norbert Nachtweih hjá Bayern Munchen. Besti sóknartengiliðurinn er Uwe Rahn hjá Borussia Mönchenglad- bach og besti framherjinn er hinn eldfljóti landsliðsnýliði, Herbert Waas frá Leverkusen. Blaðið telur að enginn varnar- tengiliður í deildinni sé í lands- liðsgæðaflokki. í þeim flokki séu hinsvegar fjórir sóknartengiliðir, þeir Rahh, Wolfram Wuttke (Kaiserslautern), Lothar Matt- haus (Bayern) og Thomas Von Heesen (HSV). Fjórir miðherjar séu einnig í þessum flokki, þeir Waas, Frank Mill (Dortmund), Rudi Völler (Bremen) og Klaus Allofs (Köln). Miðvikudagur 7. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.