Þjóðviljinn - 14.02.1987, Qupperneq 14
Kópavogsbúar
Opinn fundur um umhverfismál
verður í Þinghóli, Hamraborg 11,3. hæð, mánu-
daginn 16. febrúar kl. 20.30.
Framsögu hefur Valþór
Hlöðversson, formaður
umhverfisráðs.
Valþór
Einar
Einnig mætir á fundinn
Einar K. Sæmundsson,
nýráðinn garðyrkjustjóri
Kópavogs.
Desember
Flensan
skæð
f desember sl. voru 850 manns í
Reykjavík, með kvef eða háls-
bólgu skv. fréttatilkynningu sem
borgarlæknir sendi nýlega frá
sér. Þar kom einnig fram að 14
voru með lús, 75 með hettusótt en
enginn með rauða hunda. 37 voru
með inflúensu.
Kynsjúkdómurinn lekandi
fannst í 14 manns en þvagrásar-
bólga var algengari, en hana voru
60 manns með. Minna þekktir
sjúkdómar eins og iðrakvef og
skarlatssótt voru líka nokkuð al-
gengir.
Því má svo bæta við að í nóv-
ember var enginn með inflúensu
en 1094 þjáðust af kvefi eða háls-
bólgu.
-jó.
Eldri borgarar
HUGVIT
Stofnfundurfélags íslenskra hugvitsmanna verð-
ur haldinn í dag, laugardag, kl. 15.00 að Hótel
Borg. Gesturfundarins, Poul Carlsen, mun skýra
fundarmönnum frá félögum hugvitsmanna í öðr-
um löndum. Allir sem áhuga hafa á framgangi
íslensks hugvits eru hvattir til að mæta.
Undirbúningsnefndin
Hvað eru allir
þessir ismar?
10 tíma einkanámskeið í sögu evrópskrar
málaralistar frá endureisn til abstrakt.
Skóli sf. sími 18558
Psoriasissjúklingar
Allir velkomnir. Stjórn ABK.
Opið hús
í dag, laugardag, verður hald-
ið áfram hinum sívinsælu „opnu
húsum“ á vegum Félags eldri
borgara í Sigtúni við Suður-
landsbraut, milli 14 og 19.
Skemmtidagskrá hefst klukk-
an fjögur: upplestur, söngur,
gamanmál, veitingar, og dans.
Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 9. apríl
n.k. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöð-
ina Panorama.
Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til
húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim.
Sendi það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri
og síma til Tryggingastofnunar ríkisins Lauga-
vegi 114 3. hæð.
Umsóknir verða að berast fyrir 1. mars.
Tryggingastofnun ríkisins
ALÞÝÐUBANDAiAGID
Húnvetningar!
Um hvað snúast komandi kosningar?
Lífskjörin - Landbúnaðarvexti Nýtt skattakerfi?
Frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra í
komandi alþingiskonsingum mæta á almennum, opnum fundi í
Félagsheimilinu Blönduósi n.k. sunnudag 15. febrúar kl. 16 og
sitja fyrir svörum.
Stutt ávörp flytja:
Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Unnur Kristjánsdóttir, iðnráð-
gjafi, Þorleifur Ingvarsson, bóndi, Ragnar Arnalds, alþingis-
maður. Frjálsar umræður! Alþýðubandalagið
Stjórn Alþýðubandalagsfélags
Vestur-Húnavatnssýslu
Hvað þarf til að snúa vörn í sókn
í atvinnu- og búsetumálum
Vestur-Húnvetninga?
Félagsfundur í Alþýðubandalagsfélagi V-Húnavatnssýslu verð-
ur haldinn mánudagskvöldið 16. febr. kl. 21.00 í Vertshúsinu.
Fundarefni felst í fyrirsögninni og verður það reifað af Þórðl
Skúlasyni. Síðan verður rætt um undirbúning kosninganna.
Við skorum á okkar fólk að mæta á fundinn. Jafnframt minnum
við á að nýir félagar eru alltaf velkomnir.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
ÆFR
Aðalfundur
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík boðar til aðalfundar, fimmtudaginn
19. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagskráratriði aug-
lýst síðar. - Stjórn ÆFR.
Alþýðubandalagið Reykjavík
Spilakvöld
Spilakvöld verður þriðjudaginn 17.febrúar kl. 20.00 að Hverfis-
götu 105. Mætum öll og tökum með okkur gesti. - Stjórnin.
Skagfirðingar!
Um hvað snúast
komandi kosningar?
Allir frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra í
komandi alþingiskosningum mæta á almennum, opnum fundi í
Safnahúsinu nk. laugardag kl. 16. Stutt ávörp flytja: Þórður
Skúlason, sveitarstjóri, Unnur Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi,
Húnavöllum, Hannes Baldvinsson, framkv.stj., Anna Kristín
Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, Þórarinn Magnússon, bóndi,
Frostastöðum, Hafþór Rósmundsson, form. Verkalýðsfél.
Vöku.
Framsögumenn sitja síðan fyrir svörum ásamt Ragnari Arn-
alds. Frjálsar umræður. - Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Kjördæmisráð
Kjördæmisráð AB á Vesturlandi boðar til fundar í félagsheimil-
inu Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi, sunnudaginn 15. febrú-
ar kl. 13.30.
Fundarefni: 1) Undirbúningur alþingiskosninganna. - Allir fram-
bjóðendur á lista AB á Vesturlandi mæta á fundinn.
- Stjórn kjördæmisráðsins.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Fundur um umhverfismál
Opinn fundur um umhverfismál verður haldinn í Þinghóli mánu-
daginn 16. febrúar kl. 20.30.
Dagskrá: Rætt um frumáætlanir bæjaryfirvalda um aukna
áherslu á umhverfismál og fegrun bæjarins. Framsögu hefur
Valþór Hlöðversson formaður Umhverfisráðs. Einnig mætir á
fundinn Einar Sæmundsson nýráðinn garðyrkjustjóri Kópa-
vogs. Allir velkomnir. - Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmáiaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði laugardaginn 14. febrúar kl. 20.00 í
Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Afgreiðsla fjárhagshagsáætlunar, 2) frá starfi
nefnda, 3) undirbúningur kosninga, 4) önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega. ATH! Sími á Skálanum er 54171,
skrifið í vasabókina. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Byggjum landið allt
Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra verður með
opna stjórnmálafundi sem hér segir:
Reynihlíð - laugardaginn 14. febrúar kl. 20.30. Allir frambjóð-
endur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra mæta á fund-
inn og sitja fyrir svörum. Ávörp flytja: Steingrímur J. Sigfússon,
Svanfríður Jónasdóttir, Sigríður Stefánsdóttir og Björn Valur
Gíslason. - Kjördæmisráð.
Álfhildur
Ólafsdóttir.
Austur Skaftfellingar
Opinn fundur um landbúnaðarmál
verður haldinn að Hrollaugsstöðum í Suðursveit, miðvikudaq-
inn 18. feb. kl. 20.30.
Frummælendur verða Hjörleifur Guttormsson alþingismaðurog
Álfhildur Ólafsdóttir ráðunautur, umræða og fyrirsþurnir. Fund-
urinn er öllum opinn. Alþýðubandalagið.
Opið hús
Alþýðubandalagsins er fyrirhugað á Vertshúsinu laugardaginn
21. febr., 28. febr. og 7. mars milli kl. 15.00 og 17.00. Nánar
auglýst síðar.
KOSNINGASKRIFSTOFUR
Alþýðubandalagið
Norðurlandi eystra
Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins er í Lárusarhúsi,
Eiðsvallagötu 18, Akureýri. Til að byrja með verður skrifstofan
opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Starfsmaður er Krist-
jana Helgadóttir. Síminn er 25875.
G-listinn Reykjanesi
Aðalkosningaskrifstofa G-listans í Reykjaneskjördæmi er í
Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Þar er opið alla virka daga
frá kl. 10.00-19.00. Alltaf heitt á könnunni og starfsmennirnir
; Valþór, Ásdís, Helgi og Unnur til þjónustu reiðubúin. Símarnir
eru 41746 og 46275.
Þá hefur einnig verið opnuð kosningaskrifstofa i Keflavík, að
I Hafnargötu 34. Síminn þar er 92-4286. - G-listinn Reykjanesi.
Hjörleifur
Guttormssson.
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 't Laugardagur 14. febrúar 1987