Þjóðviljinn - 26.02.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
Sinclair Spectrum plus
48 K tölva til sölu. Einnig stýripinni
Interface 36 stk. leikjaspólur og
snældutæki. Uppl. í síma 30704
eftir kl. 17.
Sumardekk
Ónotuð sumardekk 14x155" til
sölu. Uppl. í síma 71022 eftir kl. 18.
Til sölu
Skrúfa, öxull, 2 stórir netadrekar og
3 handfærarúllur (færeyskar).
Uppl. í síma 10983 eftir kl. 19.
Vesturbær
3ja-4ra herb. íbúð óskast á leigu í
vesturbænum. Algjör reglusemi og
öruggar greiðslur. Uppl. í síma
18871.
Til sölu
Volkswagen Derby árg. ’81. Verð
150 þús. Einnig árg. '80. Verð 200
þús. Góður staðgreiðsluafsláttur.
Uppl. gefur Guðmundur í símum
622084 hs, og 79400 vs.
Vantar sv/hv sjónvarp
gefins. Sími 16502.
Skotland
Sheila! Vilt þú vinsamlegast hringja
í mig aftur. Sigríður sími 16049.
Óskum eftir
2-3ja herb. íbúð á hagstæðum
kjörum. Erum tvö í heimili (mæðg-
in). Vinsamlegast hringið í síma
20423.
„Vesalingarnir“
Mig bráðvantar að komast yfir bók-
ina „Vesalingarnir" eftir Victor
Hugo. (Þ.e. útgáfuna frá 1925-28).
Vill einhver sem á þá bók vera svo
vænn að annaðhvort lána mér
hana til nokkurra daga eða ef til vill
selja? Vinsamlegast hafið sam-
band við Sigurð Skúla í síma
622015.
Yamaha sequencer
Til sölu er Yamaha sequencer QX
7. Uþþl. í síma 33698.
Píanó óskast
Óska eftir að kaupa notað, ódýrt
píanó sem þarf að vera í góðu lagi.
Vinsamlegast hringið í síma 99-
1115.
Til sölu
dökk hillusamstæða
á kr. 12.000,- sófaborð og hornborð
kr. 5.000.- og palesander hjónarúm
án dýnu kr. 5.000.-.
Uppl. hjá auglýsingadeild Þjóðvilj-
ans
Til sölu
tekk sófaborð
lengd 187 cm breidd 53 cm og hæð
44 cm. Verð kr. 4 þús. Uppl. í síma
45196.
Skrifborð óskast
Gamalt fallegt skrifborð óskast.
Ekki mjög dýrt. Sími 671238.
Til sölu
6 cylindra vél í Mercedes Benz.
Ekin 30.000 km. Power-stýri og
fleira smálegt einnig til sölu. Uppl. í
síma 33113 e. kl. 15.
Til sölu
Datsun Cherry '79. Gott verð gegn
staðgreiðslu. Uppl. í síma 78980
eftirkl. 19.00.
Hjól
Vantar ódýrt, en nothæft tvíhjól fyrir
5 ára byrjanda. Uppl. í síma 611354
eftir kl. 18.30
Tilsölu
Svefnbekkur m/rúmfatageymslu,
skrifborð og skrifborðsstóll, vöggu-
sæng og kerrupoki, bílstóll og lítill
matarstóll, 20“ sv/hv sjónvarp og
bleikur Geisselin barnavagn, kerra
og burðarrúm. Uppl. í síma 75745
eftir kl. 19.00.
Til sölu
Eletrolux ísskápur kr. 1.500.- Nilfisk
ryksuga kr. 500.-, spegill ca.
1.20x50 cm með fururamma og op-
inn furuskápur í stíl ca 1 mx0.80m,
skatthol. Selst ódýrt. Sími 44585 og
39623 eftir kl. 19.00.
Til sölu
flauelisburðarrúm
ársgamalt og Royal kerruvagn. Vel
með farið. Á sama stað óskast
skermkerra. Uppl. í síma 51559.
Allegro ’77
Til sölu. Skoðaður '87. Ekinn 77
þús. km. Staðgr. verð 20 þús. ann-
ars 30 þús. Sími 611880 vinnusími
(Stefán) eða 33191 á kvöldin.
Nagladekk
155x15" nagladekk 4 stk. til sölu.
Lítið notuð. Gott verð. Felgur með
ef vill. Uppl. í síma 646447.
Jurtafæði
milli kl. 18-20
Þeir sem hafa áhuga á að borða
ódýrt jurtafæði einn eða fleiri daga
vikunnar tali við Margréti í síma
21491 fyrir sunnudag.
Notaður barnavagn
til sölu
Brúnn, flauel með burðarrúmi. Verð
kr. 5 þús. Einnig Hókus-Pókus
barnastóll, gulur og brúnn, verð
1.500.- Sími 78982.
Reiðhjól til sölu
Karlmannsreiðhjól Raleigh 3ja gíra.
Eldri gripur, en góður. Uppl. í síma
681663.
Til sölu
regnhlífakerra á 4 þús. kr.
Barnavarn kr. 1.500.-, hoppróla kr.
500,- Cincico taustóll kr. 500.-.
Uppl. í síma 666980.
íbúð óskast
tvær 22ja ára stúlkur í námi óska
eftir 3ja herb. íbúð á leigu í Reykja-
vík. Góðri umgengni og skilvísum
greiðslum heitið. Húshjálp kemur til
greina ef óskað er. Uppl. í síma
621967.
Til sölu
Sinclair Spectrum tölva
með nokkrum leikjum. Uppl. í síma
44465 eftir kl. 17.
Óska eftir að kaupa
rafmagnsgítar
Sími 13226.
Frystikista til sölu
br. 98x h81. Fæst á kr. 10 þús. Ný-
leg. Sími 681967.
Mjög fallegur
rússneskar tehettur
Matrúskur (Babúskur) og grafík-
myndir til sölu. Uppl. gefur Selma i
síma 19239.
Til sölu blár Bríó barnavagn
á kr. 6.000.-, fururúm IKEA
1.10x2.10 m, kr. 7.000.-. 10 stk.
gamlir skólastólar á kr. 1.500,- (all-
ir)ogmótatimbur2x4“ 100m.Uppl.
í síma 671238.
Hjálp!
Herbergi strax!
íslensk sænsk- og finnsktalandi
skólanemi óskar strax eftir ódýru
herbergi með eldunar- og snyrtiað-
stöðu. Helst með þvottaaðstöðu og
síma en ekki nauðsynlegt. Ódýr
einstaklingsíbúð eða tveggja her-
bergja íbúð koma til greina. Engin
fyrirframgreiðsla möguleg. Vin-
samlegast hringið skilaboð í síma
622428 eftir kl. 19 og allan daginn
um helgar. Reglusemi heitið.
Vlnna strax!
Sjúkraliðanemi óskar eftir vinnu.
Hefur unnið við ýmislegt, t.d. á spít-
ala, f verslun, á hóteli, í banka og á
pósti. Kann mörg tungumál. Óska
fyrst og fremst eftir næturvinnu,
helgar- og/eða kvöldvinnu. Gæti
hugsað mér að vinna við gistiheim-
ili, á hóteli, í kvikmyndahúsi eða á
vídeóleigu, helst ekki verksmiðju-
vinnu, ræstingar eða eldhúsvinnu.
Vinsamlegast hringið inn skilaboð í
síma 622428 eftir kl. 18 og 19 og
allan daginn um helgar.
Til sölu
Tvö stór hamstrabúr, sem má
tengja saman. Ýmsir fylgihlutir
fylgja og tveir hamstrar geta fylgt.
Uppl. í síma 51138.
HtBHUMH
Höfuðmálgagn
stjómarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)68 13 33
___________MINNING__________
Jónína Gunnarsdóttir
Fædd 13. janúar 1942 - Dáin 10. febrúar 1987
Jóna, eins og við kölluðum
hana, var dóttir Friðdóru Jó-
hannesdóttur og Ingimundar
Þorkelssonar.
Hún ólst upp hjá móður sinni
og manni hennar, Gunnari Hall-
dórssyni, sem gekk henni í föður-
stað.
En á unglingsárum styrktist
gott samband við Ingimund.
Jóna var elst systkina sinna og
snemma vaknaði sjálfsbjargar-
viðleitni og ábyrgðartilfinning
gagnvart systkinum sínum, sem
hún var alltaf tilbúin að leiðbeina
og móður okkar reyndist hún ást-
kær dóttir. Hugur hennar stefndi
mjög til náms, hún var gagnfræð-
ingur frá Flensborgarskóla í
Hafnarfirði, síðan lauk hún námi
frá Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur, og bar heimili hennar þess
ljósan vott.
Hún sérmenntaði sig í ýmsum
greinum, meðal annars í tungu-
málum og dvaldist erlendis við
tungummálanám í tvö ár, með
það fyrir augum að gerast flug-
freyja. Olli það henni vonbrigð-
um að vegna hæðar sinnar var
hún ekki gjaldgeng í flugfreyju-
skólann. En tungumálakunnátta
hennar kom að góðu gagni, þó
sérstaklega franskan, þar sem
hún átti eftir að verða búsett í
Lúxemborg ásamt eftirlifandi
eiginmanni sínum, Kolbeini Sig-
urðssyni. Börn þeirra urðu
fjögur: Sigurður, f. 7. desember
1966; Jóhannes Ingi, f. 23. sept-
ember 1969; Björn, f. 25. júlí
1977; Friðdóra Dís, f. 26. febrúar
1982.
Þau horfa nú með söknuði á
eftir móður sinni, sem af alúð og
umhyggju helgaði þeim líf sitt.
Þótt skilnaðurinn sé sár er vert að
minnast þess, „að þar sem góðir
menn fara eru guðs vegir“.
Víst er að Jóna hefði kosið að
vera hér lengur og halda áfram
kærleiksríku starfi sínu sem eigin-
kona og móðir. Fyrir rúmum
tveimur árum fór sjúkdómur sá
er lagði hana að velli að gera vart
við sig og Jóna skynjaði hvert
Ragna Sigurðardóttlr
Stefnumót
Út er komin bókin „Stefnu-
mót“ eftir Rögnu Sigurðardótt-
ur. í bókinni eru sjö smásögur
sem allar fjalla um „stefnumót“
af ýmsu tagi. Bókin er hönnuð af
höfundi, prentuð með fjólubláu á
ljósblátt, og myndskreytt með
fimm dúkskurðarmyndum.
Ragna er nemandi í nýlistadeild
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. „Stefnumót" er hennar
fyrsta bók en áður hafa birst
sögur í tímaritum. Upplag bókar-
innar er takmarkað við hundrað-
ogfimmtíu eintök og ellefu ein-
tökum fylgja þrjár grafíkmyndir
eftir Rögnu.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
stefndi, enda kom kallið fyrr en
varði.
Með þrautseigju sem henni var
svo eiginleg tekur hún sér ferð á
hendur til Islands aðeins þremur
vikum fyrir andlátið.
Þá átti hún meðal annars sam-
verustundir með fólki sínu, son-
unum Sigga og Jóa og tengda-
móður, sem hún mat mikils eins
og allt sitt tengdafólk.
Mig langar sérstaklega að
þakka Ólöfu systur okkar hversu
mikil stoð og stytta hún var Jónu
og fjölskyldu hennar á erfiðum
stundum.
Móðir hennar, systkini, makar
og þeirra börn þakka þá alúð sem
þau urðu aðnjótandi í sam-
skiptum við hana.
Kæri Kolli og börn, missir ykk-
ar er mikill og tómarúmið stórt,
en minningin um ástkæra eigin-
konu og móður er huggun á sorg-
arstund. Öllum nánum aðstand-
endum votta ég samúð.
Vor dýrustu Ijóð
eru döpur tjáning
á djúpri sorg.
Jóhanna Gunnarsdóttir
Náttúruverndarráð auglýsir stöður landvarða á friðlýstum svæðum, sumarið 1987, lausartil umsóknar. Námskeið í náttúruvernd-landvarðanámskeið, er skilyrði fyrir ráðningu til landvörslustarfa á vegum Nátúruverndarráðs á friðlýstum svæðum. Skriflegarumsóknirskulu berast Náttúruverndarráði, Hverfisgötu 26,101 Reykjavík, fyrir 10. mars 1987.
Vörubílastöðin Þróttur Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi félagsins, Borgartúni 33, laugardaginn 28. febrúarkl. 14. Dagskráfund- arins: 1) Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2) Lagabreytingar. 3) Lífeyrissjóðsmál. 4) Húsnæðismál Landssambands vörubíl- stjóra. 5) Fyrirkomulag vinnuúthlutunar. 6) Önnur mál. Stjórnin.
ffl LAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVIKURBORG Sundlaugar Laugardal Starfskraft vantar í baðvörslu (kvennaböð). Fólk til ræstingar (fullt starf), nætur- og kvöld- vinna. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 34039. Umsóknarfrestur er til 3. mars. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á sérstök- um eyðublöðum sem þar fást.