Þjóðviljinn - 03.04.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.04.1987, Blaðsíða 11
MYNDLISTIN Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á skúlptúr og veggmyndum úr stein- leir, gleri.járni og blýi á Kjarvals- stöðum á laugardag kl. 14. Þettaer 5. einkasýning Steinunnar og sú viðamestatil þessa. Flestverkin eru unnin á árinu 1986, en þá hlaut Steinunn starfslaun Reykjavíkur- borgar. Steinunn er menntuð á Englandi og Ítalíu, en hefur verið búsett hér á landi frá 1980. Opið 14-22 alla daga til 20. apríl. Sóley Eiríksdóttir opnarsýn- ingu á skúlptúrum úr brenndum leir á Kjarvalsstöðum á laugardag kl. 14. Opið 14-22 alla daga. Braai Ásgeirsson opnarsýn- ingu á málverkum að Kjarvals- stöðum á laugardag kl. 14. Opið 14-22alladaga. Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýningu á graf ík í kjallara Norræna hússins á laugardag kl. 15. Sýningin verður opin kl 14-19 til 20. apríl. Kristín Þorkelsdóttiropnaði í gær sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýn- inguna kallar hún “Hrif", og eru myndirnar allar frá síðasta ári. Sýn- ingin verður opin 12-18 og 14-18 um helgartil 17. apríl. Ásdís Sigurþórsdóttir opn- ar sýningu a olíumyndum á pappír í Gallerí Gangskör, Amtmannsstlg I álaugardagkl. 14. Meginuppi- staðan í verkunum er krossinn, og eru þær eins konar hugleiðing á föstu, allar unnar á þessum vetri. Opið 12-18 en 14-18 um helgar til 22. apríl. WalasseTing, þekktur bandarísk-kínverskur listamaður hefur opnað sýningu á olíumyndum og steinþrykki í nýju galleríi að Hringbraut 119. Sýningin er opin virka daga kl. 17-22 og 14-22 um helgar. Sjálfsmyndir sænskra Ijós- myndara nefnist sýning á Ijósmynd- um eftir 22 Svía, sem nú er til sýnis í anddyri Norræna hússins. Sýn- ingin er valin af sænska fyrirtækinu DOG, sem hefur það markmið að dreifa þekkingu á Ijósmyndalist I háum gæðaflokki. Sýningin stend- urtil 21. aprfl. Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne sýnir um þessar mundir II olíumálverk að Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Jóhanna stundaði myndlistarnám hér á landi, í Kan- ada og í Bandaríkjunum, og er þetta 5. sýningin sem hún heldur hér á landi Halldór Björn Runólfsson sýnir um þessar mundir vatnslita- myndir, teikningarog akrílmálverk í Slunkaríki á Isafirði. Haraldur Ingi Haraldsson sýnir nú olíu-, akríl-, vatnslita- og pastelmyndir og teikningar í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b. Opið 16-20 en 14-20 um helgar. Síðasta sýningarhelgi. Listasafn ísiands heidurnú yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Sigurðssonar listmálara. Sýningin spannar feril listamannsins frá 1945 til dagsins í dag. Opið 13.30- 16 en 13.30-19 um helgar. Grétar Reynisson sýniroiíu- málverk í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Opið 14-18 alla daga til 5. apríl. Sigrún Steinþórsdóttir Eggen og Steinþór Marino Gunnarsson sýna listvefnað, olíu- málverk, vatnslitamyndir og ein- þrykksmyndir í Listasaf ni Alþýðu við Grensásveg. Opið 16-20 en 14-22um helgar. Sigurrós Baldvinsdóttir sýnir 38 olíumálverk í Gallerí Skip, Skipholti 50c. Opið 13-17 virka daga, 15-18 um helgar. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, hefuropnað skólasýningu á verkum Ásgríms Jónssonar. Leiðsögn fyrir skólanema fáanleg. Opiðfyriraimenning sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. UM HELGINA TÓNLIST Schu bert-tón lei kar verða á laugardag kl. 14.30 í Austurbæjar- bíói á vegum Tónlistarfélagsins, en þá munu þeir William Parker og Dalton Baldwin flytja lagaflokkinn “Die Schöne Mullerin" og fleiri söngva eftir Franz Schubert. Þetta er í þriðja skipti sem William Parker syngur hér á landi, en Dalton Bald- win hefur verið tíður gestur hér á landi. Listamennirnirmunujafn- framt halda námskeið fyrir söngv- ara og píanóleikara, og verður Dalt- on Baldwin í sal Tónlistarskólans við Skipholt á sunnudag kl 10-13 og 16-19 og William Parker í Norræna húsinu á mánudag kl. 10-13 og 14- 17.Áheyrendur eru velkomnir. Mið- ar á tónleikana fást hjá Lárusi Blöndal, í (stóni og við innganginn. Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur tónleika í Háskólabíól á laugardag kl. 14. Yngri og eldri strengjasveit, lúðrasveit, léttsveit og stórsveit skólans leika fjöl- breytta dagskrá. Aðgangur er ókeypis. Þórarinn Stefánsson píanó- leikari heldur einleikaraprófstón- leika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 19. Á efnisskrá eru verk eftirBach, Beethoven, Debussy og Chopin. Aðgangurerókeypis. Tónlístarskólinn íReykjavík heldur burtfarartónleika í húsnæði skólans að Laugavegi 178,4. hæð, á mánudag kl. 18. Kristján Vald- Imarsson gítarleikari flytur verk eftir Luis De Narvaez, Silvius Leopold Weiss, Leo Brouwer, Wil- liam Waltonog F.MorenoTorroba. Aðgangurókeypis. Skólahljómsveit Mosfells- sveitar heldur árlega vortónleika sína í Hlégarði á laugardag kl. 17. Hljómsveitina skipa nemendur Varmárskóla og gagnfræðaskóla Mosfellssveitar, stjórnandi er Birgir B. Sveinsson. Tónlistarskólinn íKeflavíker 30 ára á þessu ári. Af því tilefni halda kennarar skólans tónleika á sal skólans í kvöld kl. 20.30, og munu allir kennarar skólans koma fram, ýmist einir eða í samleik. Kór Langholtskirkju æfirnú Jóhannesarpassíuna eftir J.S.Bach, og er stefnt að því að flytja verkið á skírdag og föstudag- inn langa. Einsöngvarar með kórn- um verða þau Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Sólveig M. Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson, en stjórn- andi er Jón Stefánsson og kons- ertmeistari Júlíana Elín Kjartans- dóttir. Leikfélag Akureyrar sýnir söng- leikinn Kabarett um þessar mundir við miklar vinsældir. Myndin sýnir Guðjón Petersen í aðalhlutverkinu. Gallerí Langbrók við Bók- hlöðustíg sýnirtextíl, tauþrykk, fatn- að og listmuni á virkum dögum 12- 18og 11-14álaugard. Gallerí Grjót við Skóiavörðu- stíg sýnir verkeftir Steinunni Þórar- insdóttur, Sverri Ólafsson, Magnús Tómasson, Þorbjörgu Hösku- Idsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Örn Þorsteinsson og Jónínu Guðn- adóttur. Galleri íslensk list, Vestur- götu 17, sýnir verk eftir Braga Ás- geirsson, Einar Þorláksson, Haf- stein Austmann, Jóhannes Jó- hannesson, Kristján Davíðsson, Kjartan Guðjónsson, Valtý Péturs- son, Vilhjálm Bergsson og Guð- mund Benediktsson. Opið 9-17 virkadaga. Hreinn Friðfinnsson opnaði sýningu á myndverkum unnum úr tré í Gallerí Suzanne Biderberg, Oudez Voorburgwal 223 í Amster- dam um síðustu helgi. Haukur Dór Sturluson sýnir um þessar mundir málverk í Gallerf Tlro við Store Strandstræde í Kaupmannahöfn. Arto Noras, heimsfrægur finnskursellóleikari, mun leika með Sibelius-Akatemia Kvartetti, kvart- ett Síbelíusarakademíunnar, í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 16. Kvartettinn var stofnaður fyrir 10 árum, og hefur leikið víða um heim. Arto Noras er mörgum í fersku minni frá því að hann lék hér á landi með Gísla Magnússyni 1978. Hér er um merkan tónlistarviðburð að ræða, en á efnisskránni verða verk eftir Hayden, Beethoven og Sibe- lius. Lúðrasveitin Svanur heidur árlega vortónleika sína í Langholts- kirkju á laugardag kl 17. Einleikarar verða Björn Árnason fagott, Kjartan Óskarsson klarinetta, Óskar Ing- ólfsson bassetthorn. Á efnisskrá eruverkeftirKárlÓ. Runólfsson, Rachmaninoff, Mendelsohn, Fuc- ick, Verdi, Lijnchooten o.fl. Stjórn- andi er Kjartan Óskarsson. Lúðra- sveit T ónmenntaskólans í Reykja- vík mun einnig leika undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er nú í söngferðalagi um Austurland og mun haldatónleika á Egilsstöðum, Eiðum, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði og Neskauþsstað um helgina. Kórinn er skipaður 69 nemendum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð á aldrinum 16-20 ára. Á efnisskrá kórsins eru verk eftir J.S.Bach, Scarlatti, B.Britten, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Þórarinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. auk negrasálma og þjóðlaga. I sumum laganna leika kórfélagar með á flautu, klarinettu, fiðlur, selló, kont- rabassa, gítar, þíanó og slaghljóð- færi. Ferðin til Austurlands er skipu- lögð af tónlistarfélögum þar og borga þau flugfarið fyrir hópinn og sjá fyrir gistingu á einkaheimilum. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari leikur einleik áfiölu með Kammerhljómsveit Akureyrar í Akureyrarklrkju á sunnudag kl. 17. Fluttur verður fiðlukonsert nr. 3 eftir Mozart og tónaævintýrið Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff. Sögu- maður verður Þuríður Baldursdóttir. Þá verður fluttur Valse triste eftir Sibelius. Hljómsveitin erskipuð kennurum og nemendum Tónlistar- skólans auk 7 manna varaliðs frá Reykjavík. Stjórnandi er Roar Kvam. Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur hina árlegu opinberu tónleika sína fyrir styrktarfélaga og aðra söng- unnendur laugardaginn 4. apríl kl. 16.00 og sunnudaginn 5. apríl kl. 16.00 í sal Tónlistarskóla Seltjarn- arness. LEIKLIST Leikhúsið í kirkjunni fiytur Lelkritið um Kaj Munk eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur í Hallgríms- kirkju á laugardag kl. 20.30, sunnu- dag kl. 16ogámánudag kl.20.30. ÞjÓðleÍkhÚSÍðsýnirAura- sálina eftir Moliére í þýðingu og leikstjórn Sveins Einarssonar í næst síðasta sinn í kvöld kl 20. Gamanleikurinn Hallæristenór eftir Ken Ludwig verður sýndur á laugardag kl 20. Fjölskylduleikurinn Rympa á ruslahaugnum eftir Her- dísi Egilsdótturverðursýndurá laugardag, sunnudag kl. 15 og á miðvikudag kl 16 og á fimmtudag kl 15. Hin rómaða sýning íslenska dansflokksins, “Ég dansa við þig—“ eftir Jochen Ulrich í leik- stjórn höfundarog Sveinbjargar Al- exanders verður sýndur á sunnu- dag kl 20. Sýningin samanstendur af 22 dansatriðum við tónlist sem byggir á 46 vinsælum dægurlögum í nýrri útsetningu. Hlé verður gert á sýningum á Uppreisn á (safirði eftir Ragnar Arnalds fram á pálm- asunnudag, en þá verða aðeins 2 sýningar eftir á þessum vinsæla leik. Litla sviðið, Lindargötu 7, sýnir i smásjá eftir Þórunni Sigurðardótt- ur f kvöld og á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Þetta verða 29. og 30. sýn- ing, en þeim fer nú senn að Ijúka. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins er í boði um helgar, en þá býðst miði á 1300 kr. með innifalinni þríréttaðri máltíð í Þjóðleikhúskjallaranum, miða á sýningu og aðgangi að dansleik í kjallaranum á eftir. Tilboð um leikhúsveislu er miðað við hópa, 10eða fleiri. íslenska óperan sýnir Aidu eftir Verdi í kvöld kl 20. Fáar sýning- ar eftir. Sú breyting verður nú á hlut- verkaskipan, að Hjálmar Kjartans- son tekur aftur við af Eiði Gunn- arssyni sem konungurinn. Vegna sýningar sem féll niður 29. mars sl. er þeim sem áttu miða bent á að hafa samband við miðasöluna. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson í kvöld kl. 20.30. Dag- ur Vonar eftir Birgi Sigurðsson á laugardag kl 20. Fáar sýningar eftir. Þriðjudaginn 7. apríl verðurfrum- sýning á gamanleiknum Óánægju- kórlnn eftir Alan Ayckbourn í leik- stjórn Þorsteins Gunnarssonar með Sigurði Sigurjónssyni í aðal- hlutverki. Leikskemma L.R. við Meistaravelli: Djöflaeyjan eftir Kjartan Ragnarsson á laugardag og sunnudag kl. 20. Borðpantanir í veitingahúsinu í síma 14640 eða 13303. Leikféiag Akureyrarsýnir söngleikinn Kabarett eftir Joe Masteroff, Fred Ebb og John Cand- er á laugardag og sunnudag kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið sýnir finnska leikritið “Eru tígrisdýr í Kongó?“ eftir Johan Bergum og Bengt Ahlfors í veitingahúsinu í Kvosinni á laugardag kl. 13, miðvik- ud.,fimmtud.ogföstud. kl. 12og laugard. 11. apríl kl. 13 stundvís- lega. Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson leika, leikstjóri er Inga Bjamason. Ahugaleikfélaaið Hugieikur frumsynir leikritið “O, þú -ástar- saga pilts og stúlku“ eftir þær Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdótturog Unni Guttorms- dótturá Galdra-loftinu, Hafnar- stræti 9 í Reykjavík á laugardag kl. 20.30. Leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir. Þettaer4. verkefni Hugleiks f rá því að félagið tók til starfa 1984, og taka 17 leikarar þátt í sýningunni, allt áhugafólk. Leikur- inn er sérstaklega saminn fyrir hóp- inn. HITT OG ÞETTA “Af rotnun leggurhimneska angan" nefnistfyrirlestursem Hall- dór Guðmundsson bókmennta- fræðingur flytur á laugardag kl. 14 í stofu 101 ÍOdda, hugvísindahusi Háskólans á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum. Þjóðfræðifélagið heldurfund á mánudag, 6.4. kl. 20 i stofu 308 í Árnagarði. Þar mun Ólafur Elín- mundarson greina frá nokkrum þjóiðsögum, sem hann hefur skráð. Söngfélag Skaftfellinga gengst fyrir kökubasar í Blómavall við Sigtún á sunnudag og hefst hann kl. 13. Á boðstólum eru heimabakaðar kökur. Kórinn ætlar í söngferðalag til V-Skaftafellssýslu í maí og rennur ágóðinn til fararinn- ar. Kvikmyndasýning MÍR verður á sunnudag kl. 16, en þá verður sýnd myndin “Grimmdar- leg hefnd Stakhs konungs" í bíó- salnum Vatnsstíg 10. Myndin gerist í lok 19. aldar í Hvíta Rússlandi. Skýringartexti á ensku, aðgangyur ókeypis. Hana nú - vikuleg laugar- dagsgangafráDigranesvegi 12kl. 10. Sólin hækkar, vorið nálgast. Samvera, súrefni, hreyfing. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands: Dagsferðir á sunnudag 1) kl. 10 Fljótshlíð, fossarnir í klakaböndum. Verð 700 kr. 2) kl. 13 -Skíðaganga í Bláfjöllum, verð 500 kr. 3) Sandfell, Selfjall, Lækjarbotnar, skemmtileg gönguferð, verð kr. 500. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni austan- megin. Næsta myndakvöld verður í Risinu, Hverfisgötu 105miðvikud. 8/4. Páskaferölr: 1) Landmanna- laugar, skíðagönguferð (5 dagar), gengið frá Sigöldu inn í Laugar (25 km) Gist í sæluhúsi F(. 2) Hlöðuvellir- skíðagönguferð (5 dag- ar). Gengið frá Gjábakka, gist í sæluhúsi Ff á Htöðuvöllum. Þátt- takendur ekki fleiri en 14.3) Þórs- mörk(5dagar).Gistí Skagfjörðsskála/Langadal. Göng- uferðir, frábær gistiaðstaða. 4) Snæfellsnes, Snæfellsjökull (4 dagar-16.-19. apríl) Gist á Arnar- stapa. 5) Þórsmörk 18.-20. apríl. Brottför í allar ferðir kl. 08.00. Tryggið ykkur miða í tíma. Uppl. á skrifstofu. Útivist heldur árshátíð sína í Fóstbræðraheimilinu á laugardag kl. 19.30. Pantiðmiðafyrirhád. föstud. Sunnudagsferðir: 1) Gullfoss í klakaböndum kl. 10.30. Verð 1000 kr. 2)Þríhnjúkar- Kristjánsdalir, gengið af Bláfjalla- vegi, brottför kl. 13, verð 600 kr. 3)kl. 13:Bláfjöll-Grindaskörð, skíðaganga, verð 600 kr. Fríttf. börn með fullorðnum. Aðalfundur verðurað Hótel Esju á mánudagsk- völdið. Myndakvöld verður fimmtud. kl. 20.30, páskaferðirnar kynntar: 1) Snæfellsnes/ Snæfellsjökull, 3 og 5 dagar. 2) Esjufjöll í Vatnajökli, 5 dagar, 3) Þórsmörk, 3 og 5 dagar. 4) Öræfi- Kálfafellsdalur-Skaftafell og snjó- bílsferð á Vatnajökul. Gist í húsi. Uppl. í síma 14606 og 23732. Skemmtifundur Félags harm- i ónikuunnendaverðuríTemplara- | hölllnnl við Skólavörðuholt sunnu- daginn 5. apríl og hefst kl. 15. Föstudagur 3. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.