Þjóðviljinn - 09.04.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 09.04.1987, Page 3
NORÐURLAND VESTRA Fljótin eiga framtíð fyrir sér -Bændur í Fljótunum reisa fiskeldisstöðina Miklalax fyrir 65 milljónir og eiga sjálfir 70% Bændurnir í Fljótum láta ekki deigan síga þótt illa ári í landbúnaði. A síðasta ári gerðu íbúar Holtshrepps og Haganeshrepps með sér félag um laxeldisstöð. Nafnið kemur frá Miklavatni: Mikilax. Og fé- lagið hefur staðið undir nafni. Á fáeinum mánuðum var drifið upp stórhýsi undir laxeldið, samningur gerður við skoskt fyrirtæki um ráðgjöf og aðstoð og byrjað að fóðra um 900.000 seiði. Þessar framkvæmdir kosta 65-70 milljónir. Aðstæður eru eins og best verður á kosið og nóg af heitu og köldu vatni. í framtíðinni er ætl- unin að nýta Miklavatn undir áframeldi, en það er blandað sjó í þeim hlutföllum sem best þykir henta laxeldi. Það hlýtur að vekja nokkra furðu og aðdáum í senn hversu vel og rösklega hefur verið gengið til verks. Reynir Pálsson, bóndi á Stóru-Brekku var spurð- ur út í þennan ógnarhraða á fram- kvæmdum. „Þetta byggist á því að fólkið er sér meðvitað um nauðsyn þess að ganga til verks af krafti. Það sem gerir útslagið er að við eigend- urnir eigum og rekum fyrirtækið og höfum lagt fram mest alla vinnu við uppbygginguna.“ Hartnær allir bændur á svæð- inu hafa lagt fram hlutafé, en það nemur alls 20 milljónum og eiga bændur 70% þar af. Útlendingar eiga of mikið Reynir var spurður hvað hon- um fyndist um eignaraðild út- lendinga og þá einkum Norð- manna að uppbyggingu fiskeldis hér á landi. „Ég er ákaflega tortrygginn gagnvart því að útlendingar eigi hér stóra hluti í mörgum okkar bestu fyrirtækjum. Eg held að menn gætu ekki hugsað sér að veita þeim aðgang að öðrum auð- Iindum okkar, enda segir sig sjálft að þessum mönnum gengur ekki til hjálpsemin ein og sér. Það er illt til þess að vita að þessi at- vinnuvegur sé að stórum hluta í þeirra höndum ef illa árar - víða er fiskeldi slagæð atvinnulífsins Hús Miklalax er engin smásmíði en var byggt á örfáum mánuðum. Reynir Pálsson við fiskeldisker í stöðinni: Góður markaður fyrir laxinn. og óþægilegt að útlendingar haldi um hana. íslendingar eru of ginnkeyptir fyrir útlendingum, vitanlega eigum við að leita okkur þekking- ar en við eigum að ráða ferðinni sjálfir og eiga fyrirtækin“. - En í hverju eru tengsl ykkar við skoska fyrirtækið fólgin? „Þeir eru okkur ráðgefandi um tæknilega uppbyggingu stöðvar- innar og þeir munu útvega stöðv- arstjóra fyrstu þrjú árin. Sam- starfið við þá hefur verið einstak- lega gott og sparað okkur háar fjárhæðir“. - Hvernig hefur gengið að (Jármagna fyrirtækið? „Það hefur ekki verið neinn dans á rósum enda lítur banka- kerfið á fiskeldi sem áhættugrein. Við höfum fengið lán frá Byggð- astofnun og framleiðnisjóði en áttum lengst af í brösum með fyr- irgreiðslu úr bönkum, eða þar til Búnaðarbankinn kom okkur til aðstoðar af miklum skilningi". Aðalatriði að leita þekkingar Seiðin 900.000 frá í fyrrahaust verða orðin söluvara vorið ‘88. Þá hafa eðlileg afföll að vísu orð- ið á um það bil 400.000 þeirra. Miklilax mun leyta markaðar með hjálp Skotanna, væntanlega einkum og sér í lagi á írlandi. Reynir var spurður um markaðs- horfur almennt. „Það er góður markaður fyrir laxinn en kannski erfiðara með seiðin vegna fjölda fyrirtækja í þeirri grein. En á komandi árum verður fyrst og fremst spurt um gæðin og þar teljum við okkur fyllilega samkeppnisfæra. Aðal- atriðið er að leita þekkingar til réttra aðila, því alltof mörg mis- tök hafa verið gerð í uppbyggingu fiskeldis hér vegna vanþekkingar þeirra sem í hlut áttu. Þessi stóru mistök hafa m.a. orðið til þess að það er mjög erfitt að fá tryggingar í fiskeldi“. Mikilax fékk tryggt og það hjá sjálfum Lloyds. Bændur í Fljót- unum horfa bjartsýnir fram á við. Seiðunum þeirra, sem brátt vex fiskur um hrygg, ætti að vera tryggur markaður og sala fyrir 20-30 milljónir. Reynir var að lokum spurður hvort bændur í Fljótum myndu ef til vill í fram- tíðinni hætta að búa með sauðfé og kýr og snúa sér alfarið að fiski. „Við lítum á þetta sem próf- stein. En við höfum áfram hefð- bundinn landbúnað sem kjöl- festu. Við vinnum frekar kaup- laust við þetta fyrirtæki en að láta það sýna tap. Bændur verða að leita nýrra leiða eins og mál þró- ast - og eins og nú er komið eiga Fljótin framtíð fyrir sér“. Útgerð Blönduósingar eignast togara -NökkviHU 15, nýrogglæsilegurrækjutogari með fullkomnum vinnslu-og frystibúnaði um borð Blöndósingar eignuðust nýlega sinn fyrsta togara, Nökkva HU 15, 275 brúttórúmlestaskip fró Slippstöðinni á Akureyri. Það er útgerðarfélagið Nökkvi h/f sem gerir skipið út, en stærstu hlut- hafar eru rækjuvinnslan Særún h/f og Blönduóshreppur. Nökkvi er búinn fullkomnustu tækjum til rækjuveiða og verður afli unninn og frystur um borð. Verð skipsins er í kringum 200 milljónir án veiðarfæra og þarf að veiða í kringum 1000 lestir af rækju á ári til að reksturinn startdi undir sér. -ly. SKUTBÍLL 1500 Höfum þennan frábæra farkost til af greiðslu á mjög stuttum tíma. Verð aðeins 216.000.- Góð greiðslukjör. Opið virka daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá kl. 10—16. Beinn sími í söludeild 31236. Verið velkomin. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR < Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur iFfrÚíú LADA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.