Þjóðviljinn - 25.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.04.1987, Blaðsíða 4
LEtÐARI Þaö er kosið í dag. Og margt bendirtil þess að alþingiskosninganna vorið 1987 verði lengi minnst. íslenska flokkakerfið virðist nú vera að aðlaga sig breyttum veruleika, breyttum að- stæðum, breyttu þjóðfélagi. Einkum eru það tvö atriði í sambandi við stjórnmálaþróunina, sem eru mikilvæg og vekja athygli: Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú loksins klofn- að í tvær stríðandi fylkingar. Margt bendir til þess að sá klofningur eigi eftir að verða varan- legur, enda sýna skoðanakannanir félagsvís- indadeildar, svo ekki verður um villst, að stuðn- ingsmenn Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks eru ekki af sama sauðahúsi. Hins vegar er þó Ijóst að mikil áhersla verður á það lögð að lokn- um kosningum að sameina flokkinn á nýjan leik og berja í brestina. Klofningurinn milli Borgara- flokks og Sjálfstæðisflokks ógnar miklum einka- hagsmunum og einskis verður látið ófreistað við að græða sárin. En miklu mikilvægara atriði heldur en þessi ófriður hjá íhaldinu er sú staðreynd að Alþýðu- bandalagið hefur enn á ný öðlast algera sér- stöðu í íslenskum stjórnmálum sem hinn stað- fasti flokkur vinstri manna og félagshyggjufólks sem berst fyrir réttlátri skiptingu lífsgæðanna, friði og afvopnun og frjálsu og friðlýstu íslandi. í því flokkakraðaki sem nú er á kreiki kennir ýmissa grasa, og það er gleðilegt að aðrir flokk- ar skuli nú í vaxandi mæli vera farnir að leggja aukna áherslu á áhuga sinn á félagslegum um- bótum og velferðarþjóðfélagi. Flokkur mannsins, Kvennalisti, Þjóðarflokkur og meira að segja Borgaraflokkur vilja nú gjarna X-G! gera að sínum ýmis mál og málaflokka sem Alþýðubandalagið hefur barist fyrir um árabil. En þrátt fyrir yfirlýsingar um góðan vilja eru þessirflokkar.ekki að reyna að hasla sér völl við hlið Alþýðubandalaginu til að berjast með því að framfara- og jafnréttismálum , heldur eru þetta hópar sem vilja tína upp af götu sinni ýmis mál sem eiga alla athygli þeirra í augnablikinu, en gleyma að hugsa um hagsmuni heildarinnar, þjóðarinnar allrar, eða hafa ekki burði til þess. Fyrir utan þetta flokkakraðak sem hvorki telur sig til vinstri né hægri í stjórnmálum, vegna þess að heildarstefnuna skortir, er merkilegt að virða fyrirsér þróunina í Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki, sem nú eru aftur að hamast við að reyna að ná jafnvægi á einhverjum punkti sem þeir halda að sé miðja stjórnmálanna. Fyrir nokkrum vikum stefndu báðir þessir flokkar einbeittir til hægri og voru í kapphlaupi um hvor yrði fyrri til að vistráða sig hjá Sjálfstæðisflokknum til næstu fjögurra ára. En þegar kratar og fram- sóknarmenn nálguðust höfuðbólið á hlaupun- um brá þeim í brún, því að eftir stóðu ekki annað en rjúkandi rústir. Eftir að allt hafði lent upp í loft á heimilinu. Lýðskrum og hentistefna setja svip sinn á þessar kosningar, undir slagorðunum „rétt leið” og „festa”. Einhverjir kjósendur munu sjálfsagt fá glýju í augun af gylliboðum ýmsum eða láta lokkast af fagurgala eða nýjungagirni eða of- stækisfullri „kynjastefnu.” Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en sé litið til fortíðar mun erfitt að trúa því að ís- lenskt þjóðfélag væri eins vel á vegi statt og það í rauninni er á mörgum sviðum - ef Alþýðu- bandalagsins hefði ekki notið við - ef Alþýðu- bandalagið hefði ekki ævinlega verið í farar- broddi og barist fyrir hagsmunum alþýðunnar, launafólksins, þeirra sem verðmætin skapa í þessu landi. Á sama hátt er erfitt að líta fram á veginn og sjá fyrir sér jákvæða framtíðarþróun án þess að Alþýðubandalagið sé þar í lykilhlutverki. Við viljum manneskjulegt þjóðfélag - ekki markaðshyggju. Við viljum mannsæmandi laun handa vinn- andi fólki. Við viljum vernda náttúru landsins og auð- lindir þess með virkri stefnu í umhverfismálum. Við viljum jafnrétti kynjanna. Við viljum byggja upp íslenskt atvinnulíf með áherslu á smærri fyrirtæki. Við viljum ríkisstjórn sem starfar fyrir launa- fólk - en ekki gegn því. Við viljum staðfasta stefnu í afvopnunarmál- um og frjálst og friðlýst ísland. Góður málstaður mun sigra að lokum. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á Alþýðubandalaginu. Enda þótt íhaldið í landinu eigi það til á tylli- dögum að smeygja á sig hvítum silkihönskum þá eru það sömu járngreiparnar og fyrrum sem bíða færis að sópa til sín gróðanum af vinnu annarra. Kosningarnar í dag eru enn einn áfanginn á langri og erfiðri leið til þjóðfélagslegs réttlætis og betra þjóðfélags - handa öllum. X-G! - Þráinn [ > ■ ,l LJ IOSO p I ■ •JU Mynd: Sigurður Mar þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, . Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson,.StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttstelknarar: Sœvar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjóri: Sigriður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Sfmvarsla: Katrin Anna Lund, Sigrfður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfriðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Aakrlftarverð á mánuðl: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.