Þjóðviljinn - 04.06.1987, Blaðsíða 8
Kjamoikuhreiðrið á Miðnesheiði
Öll helstu hernaðarmann-
virkin hér á landi eru hluti af
kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkja-
manna í Norður-Atlantshafi.
Þetta .kemur fram í grein sem
Vigfús Geirdal skrifaði fyrir Dag-
fara, tímarit samtaka herstöðvar-
andstæðinga. Þar kemur einnig
fram að herskip búin skotkerfum
fyrir kjarnorkuvopn, sem sigla í
íslenskri landhelgi eða koma til
hafnar hérlendis, eru að brjóta
stefnu íslenskra stjórnvalda.
Sömu sögu er að segja um „við-
dvöl“ Orion kafbátaleitarflug-
véla í Keflavík, en hér eru
stöðugt 10 slíkar flugvélar.
Þjóðviljinn hafði samband við
Vigfús til að fræðast nánar um
þetta og spurði hann hvort hann
teldi, að þrátt fyrir allar yfirlýs-
ingar, séu kjarnorkuvopn í Kefla-
vík.
Kjarnorkumaskína
Því verður hvorki játað né neit-
að fyrr en við höfum skilgreint
hvað kjarnorkuvopn eru. Fram
til þe'ssa hefur umræðan verið í
alltof þröngum og einskorðuðum
farvegi. Sú tilhneiging hefur ríkt
að skilgreina kjarnorkuvopn sem
kjarnasprengihleðslur einar og
sér, en kjarnorkuvopn eru ekki
bara sprengihleðslurnar. Fyrst
verðum við að skilgreina hvað er
kjarnorkuher og hvað er hefð-
bundinn herafli en það er engin
leið að draga slík mörk. Séu
mannvirki á Miðnesheiði skoðuð
kemur í ljós að þau eru öll hluti af
kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkj-
anna.
Herstöðin hér verður ekki
skoðuð sem einangrað fyrirbæri
einsog mjög sterk tilhneiging er
hér á landi. Herstöðin er hluti af
neti yfir 1400 herstöðva, sem
Bandaríkjamenn hafa komið upp
til að verja „bandarískt þjóðarör-
yggi“, en það er einmitt grund-
vallaratriði í hernaðarstefnu
Bandaríkjanna að verja „þjóðar-
öryggið.“ Það gera þeir með því
að umkringja Sovétríkin og fylgi-
ríki þeirra með herstöðvum í öðr-
um ríkjum og tryggja yfirráð á
siglingaleiðum, sem eru á áhrifa-
svæði Bandaríkjanna. Á her-
fræðilegu máli kallast þetta „for-
ward defence".
Þessari stefnu fylgja Bandarík-
in með beinni hernaðar- og efna-
hagsíhlutun í ríkjum þriðja
heimsins og í öðru lagi með því að
beita höfuðandstæðinginn, So-
vétríkin, kjarnorkuógnun.
Nánast öll hernaðarmaskína
Bandaríkjanna, frá fótgöngulið-
um upp í stór flugmóðurskip,
notast við taktísk kjarnorku-
vopn, jafnt og hefðbundin vopn.
Það hefur t.d. verið viðurkennt
að yfir 80% bandarískra herskipa
er með kjarnorkuvopn innan-
borðs og hermennirnir er tilbúnir
að beita þeim ef til kæmi.
Sem dæmi um þetta má nefna
að árið 1967 réðust ísraelskar
herþotur á bandarískt njósnaher-
skip, sem var að fylgjast með
átökum ísraelsmanna og Egypta,
og stórlöskuðu það. Bandaríkja-
menn sendu fantomþotur á loft
en þær urðu að hætta við árás þar
sem þær voru bara búnar kjam-
orkuvopnum. Það er í þessu
heildarsamhengi sem við verðum
að skoða herstöðina hér á landi.
Hlutverk íslands
ísland gegnir lykilhlutverki í að
tryggja bandarísk yfirráð yfir sigl-
ingaleiðum í Norður-Atlantshafi,
sem er helsta flutningaleiðin milli
Bandaríkjanna og meginlands
Evrópu. Hér eru því staðsett
fjarskipta-, stjórn- og eftilitss-
töðvar, sem allar hafa þjónustu-
hlutverk við flugvélar, ofan- og
neðansjávarherskip Bandaríkj-
anna og NATO. Ef það kæmi til
átaka í Evrópu má búast við
gífurlegum liðsflutningum Um
Island til Evrópu.
Þá er hér á landi stjórnunar-,
eftirlits-, og njósnabúnaður fyrir
kjarnorkuherafla Bandaríkj-
anna. Hér á landi er hinsvegar
enginn herafli, sem verður skil-
greindur sem her til að verja ís-
land eða íslensku þjóðina. Hug-
takið „Iceland defence force“
verður ekki skilgreint sem varn-
arlið íslands, heldur sem varnar-
lið Bandaríkjanna á íslandi. Til-
gangurinn er að verja Bandaríkin
og bandarískt þjóðaröryggi.
Sóknarstefnan
Undanfarin ár hefur verið að
þróast ný stefna í sjóhernaði
Bandaríkjamanna, Sóknarstefn-
an, sem kennd er við John Leh-
man, fyrrverandi flotamálaráð-
herra Bandaríkjanna. Hún á sér
þó lengri sögu og var byrjuð að
þróast í tíð Carters sem forseta.
Stefna þessi felst í því að færa
varnarlínuna, sem lá í gegnum ís-
land, svokallað GIUG-hlið,
lengra í norður, t.d. ernú farið að
tala frekar um Grænlands-
Íslands-Noregs hlið. Samtímis er
stefnan orðin mun árásargjarn-
ari.
Stefnan felst í því að 30 dögum
fyrir átök yrði bandarískum land-
göngusveitum komið fyrir í N-
Noregi. Bandarískir árásarkaf-
bátar ásamt Oríon flugsveitum
eiga að eyða kafbátaflota Sovét-
ríkjanna á heimaslóðum norður í
Barentshafi, sem næst heima-
höfn. í kjölfarið færu síðan fjórir
flugvélagmóðuskipaflotar
NATO og einn orustuskipafloti
norður fyrir ísland, eða samtals
um 300 herskip. Flugvélum frá
íslandi, Skotlandi og Noregi
undir stjórn AWACS-véla er ætl-
að að eyða flugvélum Sovétríkj-
anna, helst áður en þær komast í
loftið.
Þetta er í grófum dráttum sú
stefna sem hefur verið kennd við
Lehman en Sam Nunn, öldunga-
deildarþingmann, sem hefur ver-
ið orðaður sem forsetaframbjóð-
andi demókrata, deildi mjög
harkalega á þessa stefnu og kall-
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 4. júní 1987
Flmmtudagur 4. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9
vægt að fólk geri sér grein fyrir
því að andstæðingurinn mun fyrst
og fremst leggja áherslu á að
rjúfa sjálft stjómkerfið. Það er
ekki síður mikilvægt en að granda
sjálfum sprengjunum, jafnvel
mikilvægara.
Njósnastöðvar
Flytjum okkur til Stafness. Þar
er loftskeytaendurvarpsstöð,
sem er hluti af kerfi sem kallast
NARS. Þetta kerfi var sett upp á
6. áratugnum samhliða ratsjár-
stöðvunum í Rockwell og á
Stokksnesi. Um þessa endur-
varpsstöð fara allar upplýsingar
og viðvaranir til stjórnstöðvar
NORAD í Bandaríkjunum, og
upplýsingar frá viðvörunarrat-
sjárstöðvum gegn eldflaugaárás-
um, sem staðsettar eru í Thule og
Fylingdale Moor á Englandi,
fóru eitt sinn um Stafnessstöðina.
Þá fara einnig um þetta kerfi
allar upplýsingar NSA (National
Security Ágency), sem er leyni-
legasta njósnastöð Bandaríkja-
hers.
í Rockwille starfar sveit á veg-
um NSA sem rekur rafeindanj-
ósnastöð, sem hlerar sendingar
sovéska flotans í Norðurhöfum
og matar þær upplýsingar sem
þannig fást um andstæðinginn í
tölvur, þannig að hægt er að fylgj-
ast með öllum ferðum flotans og
sjá strax hvort eitthvað óeðlilegt
er á seiði. Þessar upplýsingar eru
svo sendar beint í gegnum endur-
varpsstöðina í Stafnesi til aðal-
stöðva NSA í Maryland í Banda-
ríkjunum.
Höfuðstöðvar SOSUS-
hlustunarkeðjunnar, NAVFAC
er á Keflavíkurflugvelli. Hlustun-
arkeðja þessi liggur á hafsbotnin-
um frá Grænlandi, um ísland til
Skotlands. Með SOSUS-
keðjunni er hægt að hlera.allar
ferðir sovéskra kafbáta alveg
norður í íshaf ög staðsetja kaf-
bátana innan hrings,'sem er um
50 sjómflur í radíus. .
Þegar búið er að staðsetja kaf-
bátinn staðsetja Orion kafbáta-
leitarvélarnar kafbátinn
nákvæmlega. Orion vélarnar eru
gerðar til að bera kjarnorkudjúp-
sprengjur og er hugsanlegt að
þær komi með slíkar sprengjur til
Keflavíkurflugvallar.
Orwellskur orðaforði
Þá komum við aftur að því
hvort kjarnorkuvopn séu til stað-
ar hér á landi.
Ef við skoðum orðaforða hern-
aðarhyggjunnar þá kemur í Ijós
að hann er það Orwellskasta,
sem til er. Hvaða samráð yrði
haft við íslendinga, ef til átaka
kæmi?
Yfirmaður herliðsins á Mið-
nesheiði gegnir mörgum aðskilj-
anlegum hlutverkum, í fyrsta lagi
er hann yfirmaður sameiginlegs
herafla NATO hér á landi. Sem
slíkur þarf hann að þjóna sjónar-
miðum margra landa. En hann
getur brugðið sér í það hlutverk
að vera bara yfirmaður herafla
Bandaríkjanna hér á landi og
þannig alfarið undir stjóm
Bandaríkjanna, hvað sem
NATO líður. Hann er líka sá sem
á að sjá um samskipti við íslensk
stjórnvöld, en getur einnig
brugðið sér í það gerfi að hafa
ekkert samráð við þau.
Hann er yfirmaður Naval Forc-
es Iceland og það gefur ástæðu til
að ætla að hér sé staðsett vara-
stjórnstöð alls hernaðar Banda-
ríkjanna í Norðurhöfum. Þar
með má álykta að í Keflavík séu
aði hana hreint brjálæði. Hann
benti á að Sovétríkin sætu varla
og biðu þess sem verða vildi með
stóískri ró heldur hlytu þau að
bregðast við af hörku. Með þess-
ari áæílun er verið að þrýsta á
viðkvæmasta þáttinn í kjarnorku-
vígbúnaði Sovétríkjanna, en
Kólaskaginn er slagæðin í víg-
búnaði Sovétríkjanna því að
kjarnorkukafbátarnir sem þar
eru eiga að gera endurgjaldsárás
ef kjarnorkuflaugum Sovétríkj-
anna á landi yrði eytt í árás að
fyrra bragði og gegna þannig lyk-
ilhlutverki í fælingunni. Það að
þrýst er á þennan viðkvæma
punkt skapar óöryggi og hættu á
að Sovétríkin reyni að verða fyrri
til.
f Newsweek í sl. viku kemur
fram að þrátt fyrir yfirburði
Bandaríkjanna á sjó hafi þeir
ekki þá yfirburði sem þarf til að
geta framkvæmt þessa stefnu.
ísland viðspyrna
Geir Hallgrímsson, þáverandi
utanríkisráðherra, sagði 19. febr-
úar 1985 í sjónvarpsviðtali, sem
Einar Sigurðsson átti við hann,
að hann væri feginn sóknarstefn-
unni þar sem hún létti fargi af
íslandi; átökin færðust frá íslandi
norður í höf. Þetta sjónarmið
hans er gjörsamlega á misskiln-
ingi byggt.
Allur herafli þarf ákveðið bak-
land til að tryggja sig. í átökum
yrði ísland því sú viðspyrna sem
þarf til þess að halda uppi aðgerð-
um og þar komum við að þeirri
þenslu sem er hjá hernum hér á
landi í dag. Varaflugvöllur, Helg-
uvík, stjórnstöðin í Keflavík, rat-
sjárstöðvarnar, sprengiheld
flugvélaskýli og f-15 orustuflu-
gvélar. Þessar framkvæmdir eru
allar afleiðing af sóknarstefn-
unni.
Ef til átaka kæmi yrðu sveitir
landgönguiiða frá Bandaríkjun-
um fluttar hingað til lands. Það er
því algjör misskilningur hjá Geir
að segja að þetta létti fargi af ís-
landi. Þetta gerir okkur enn fast-
ari í hernaðarneti Bandaríkj-
anna.
Mannvirki sem
tengjast
kjarnorkuhernaði
Ef við lítum fyrst á ratsjár-
stöðvarnar. Þær eru hluti af svo-
kölluðu NADS (North Atlantic
defence system). Þetta kerfi rat-
sjárstöðva nær til fjögurra landa,
frá Grænlandi um Island, Fær-
eyjar og Skotland. Hér á landi
verða fjórar ratsjárstöðvar, Roc-
kwell við Sandgerði, Stigahlíð,
Gunnólfsvíkurfjalli og á Stokks-
nesi. Inn í þetta kerfi á svo að
setja færanlega OTH (Over the
horizon) ratsjárstöð og hafa verið
uppi miklar bollaleggingar hvar
eigi að setja hana upp. íslensk
yfirvöld hafa neitað því að hún
eigi að vera staðsett hér en sé hún
staðsett í Keflavík mun hún ná
yfir það svæði sem hinar ratsjár-
stöðvarnar ná ekki til, allt norður
á Kólaskaga. Auk Keflavíkur
hafa Orkneyjar verið nefndar
sem hugsanlegur staður undir
stöðina.
Ef við lítum á önnur mannvirki
sem tengjast kjarnorkuvígbúnað-
inum beint þá er fyrst til að telja
Lóranstöðina á Gufuskálum. í
Keflavík er rekin sérstök stöð
sem samræmir lórankerfið á ís-
landi, í Grænlandi, Jan Mayen,
Færeyjum, N-Noregi, Skotlandi
og jafnvel í Þýskalandi. Lóran-
kerfið var upphaflega sett upp
Rætt við Vigfús
Geirdal,
sagnfræðing, sem
setið hefur í
stjórnarnefnd
F riðarsambands
Norðurhafa og var
einn af frumkvöðlum
um stofnun þess
fyrir kafbáta búna kjarnorku-
vopnum til þess að þeir gætu stað-
sett sig. Stöðin gegnir því hlut-
verki enn þann dag í dag sem
varakerfi en NAVSTAR gerfi-
tunglin hafa leyst lóranstöðvarn-
ar af hólmi. Þetta gerfitungl veld-
ur byltingu í nákvæmni kjam-
orkukafbáta þannig að nú geta
þeir miðað skeytum sínum á
hernaðarmannvirki með mikilli
nákvæmni.
í Grindavík er stórt svæði lagt
undir loftnet. Þar eru lágtíðnis-
endar fyrir kjamorkuvopnakaf-
báta. Þetta er ein af 20 slíkum
stövum í heiminum. Um þessa
stöð er hægt að senda fyrirskipan-
ir um árás ef svo ber undir. Þarna
eru líka fjarskiptastöðvar til her-
skipa ofansjávar, sem taka við
boðum frá Bandaríkjunum og
flytja þau áfram út á hafið.
í Grindavík er einnig kerfi sem
kallast „Green Pine“. Þetta eru
últrahátíðni sendistöðvar. Þær
gegna því hlutverki að senda boð
til B-52 sprengiflugvéla. Það er
um þessa stöð sem skilaboð ber-
ast um að skjóta eða ekki skjóta.
Þegar talað er um hættu á
kjarnorkuárás á íslandi er mikil-
staðsettir allir þeir dulmálslyklar
sem þarf til að stýra kjarnorku-
styrjöld á Norðurslóðum.
Neitum hvorki né játum
Þegar stjórnmálamenn full-
yrða að hér séu engin kjarnorku-
vopn og að ísland sé kjarnorku-
vopnalaust verður að skoða það
lykilatriði í stefnu Bandaríkj-
anna, að játa aldrei né neita til-
vist kjarnorkuvopna neinsstaðar.
Þar af leiðir að Bandaríkin hafa
aldrei gefið neina staðfestingu á
því að þau komi ekki hingað með
kjarnorkuvopn, né að hér séu
ekki slík vopn.
í herstöðvarsamningnum er
ekki orð um kjarnorkuvopn. Þá
er það lykilatriði að Bandaríkja-
menn áskilja sér rétt til að flytja
kjarnorkuvopn með flugvélum
eða herskipum og koma til hafnar
með slík vopn innanborðs eða
lenda flugvélum sem eru vopnuð
kjarnorkuvopnum, hvar sem er
og hvenær sem er. Þennan rétt
áskilja þau sér gagnvart þllum
ríkjum heims.
Þegar við spyrjum hvort hér
séu kjarnorkuvopn eða hafi ein-
hverntíman verið verðum við að
gera greinarmun á því að flytja
kjarnorkuvopn og hafa viðdvöl
með þau, eða að staðsetja þau á
staðnum og geyma til langframa.
Bandaríkjamenn áskilja sér
rétt til að flytja kjarnorkuvopn
um öll lönd, svokallað „transit",
og þessvegna hafa þeir átt í
deilum við Nýja-Sjáland. Þó
Bandaríkin viðurkenni kjarn-
orkuvopnalaust svæði í Suður-
Ameríku, koma þau til hafnar
þar með kjarnorkuvopn. Sem
dæmi um hversu mikil alvara
þeim er með því að áskilja sér
þennan rétt má rifja upp að vorið
1985 fullyrti Hu Yaobang, leið-
togi kínverska Kommúnista-
flokksins, í tilefni af væntanlegri
heimsókn bandarísks tundur-
spillis til Kína, að það væri sam-
komulag á milli ríkjanna um að
bandarísk herskip sem
heimsæktu Kína væru ekki með
kjarnorkuvopn. Bandaríkin
brugðust ókvæða við og sögðust
aldrei hafa gefið Kínverjum nein
loforð þar að lútandi. Niðurstað-
an varð sú að það var hætt við
heimsóknina.
Norsk og dönsk stjórnvöld
hafa Iýst því yfir að það þurfi ekki
að krefja bandarísk stjórnvöld
skýrra svar í hvert skipti sem her-
skip kemur í heimsókn og þar
með viðurkenna þau þennan rétt
Bandaríkjamanna í reynd.
16. apríl 1985 gaf Geir Hall-
grímsson, þáverandi utanríkis-
ráðherra út þá yfirlýsingu, að það
væri skýr stefna íslenskra
stjórnvalda að engin kjarnorku-
vopn séu geymd hér á landi og að
það bann tæki einnig til herskipa í
íslenskri lögsögu. „í samræmi við
þá stefnu sem lýst er yfir, er full-
Ijóst að sigling herskipa með
kjarnorkuvopn um íslenska lög-
sögu er óheimil og þá jafnframt
koma þeirra til hafna hérlendis.“
Þessi yfirlýsing vakti heimsat-
hygli og hefur ekkert bandarískt
herskip, sem gæti verið búið
kjarnorkuvopnum, heimsótt
landið síðan.
Orion vélarnar
Orion flugsveitin, sem staðsett
er á Keflavíkurflugvelli er á svo-
kölluðu transit“, en hugtakið
„transit" í herfræðinrií, hefur
engin tímamörk. Það þýðir bara
-að Keflavík er ekki heimavöllur
flugsveitarinnar. Orionvélarnar
koma hingað frá Bandaríkjunum
og eru hér yfirleitt um 6 mánuði,
en þá er skipt um sveit. Þetta eru
9 vélar frá Bandaríkjunum en
auk þess er ein vél frá Hollandi
staðsett hér nú.
Vélarnar frá Bandaríkjunum
koma flestar frá New Brunswick í
Maine-fylki. Þar eru miklar.
kjarnorkuvopnageymslur og
okkur hefur aldrei verið gefin
nein trygging fyrir því að Orion-
vélarnar séu ekki búnar kjarn-
orkuvopnum. Þær eru hinsvegar
fullbúnar til að bera slík vopn og
eru því kjarnorkuvopn sem slík-
ar, hvort sem sprengihleðslur eru
innanborðs eða ekki. Dvöl þeirra
hér á landi er því skýrt brot á
núverandi stefnu íslendinga um
að ísland sé kjarnorkuvopna-
laust.
Orion-vélarnar eru skil-
greindarsem kjarnorkuvopnaher
í viðræðum stórveldanna um af-
vopnum.
Einhliða yfirlýsing
Þau rök ýmissa stjórnmála-
manna gegn því að Norðurlöndin
verði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði, að þeir séu andvígir því
vegna þess að þar sé um einhliða
yfirlýsingu að ræða, eru skondin.
Núverandi stefna íslenskra
stjórnvalda um að ísland sé
kjarnorkuvopnalaust byggist
alfarið á einhliða yfirlýsingum
utanríkisráðherra um að heimila
ekki kjarnorkuvopn hér á friða-
rtímum. Þess hefur aldrei verið
krafist af Bandaríkjamönnum
eða öðrum kjarnorkuveldum, að
þau viðurkenndu þessa yfirlýs-
ingu.
Vígbúnaðarkapphlaupið í
höfunum í kringum okkur er al-
gjörlega eftirlitslaust og NATO-
ríkin fyrirhuga nú gríðarlega
aukningu í kjarnorkuherafla sín-
um á höfunum. Trident-kafbátar
Breta þýða 800% aukningíTT
kjarnorkuherafla þeirra. Frakkar
ætla að auka kjarnorkuherafla
sinn um 600% með nýjum kafbá-
tum og Bandaríkjamenn eru að
endurnýja sinn kafbátaflota sem
þýðir margfalda aukningu og ná-
kvæmni. Ætlun þeirra er að
koma upp 600 skipa flota og þar
af 15 risaflugmóðuskip. Þennan
flota á að vopna með 4000 stýrif-
laugum og jafnmargar stýrif-
laugar á að staðsetja í flugvélum.
Kapphlaupið er því á fullu allt í
kringum okkur.
íslendingar verða því að vera
vel á verði og fylgjast með því
sem er að gerast í höfunum. Það
er afar mikilvægt að við tökum
ákveðið frumkvæði í friðar- og af-
vopnunarmálum og sköpum okk-
ur traust á alþjóðavettvangi.
-Sáf
M Í
i Júni- Jútí-Agúst
Mánudaga- fímmtudaga: 10
Föstudaga: 10-20 •
Laugardaga•• Lokað
-18.30