Þjóðviljinn - 23.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRETTIRi Reglugerð um alifuglabú Útungunarstöðvar, slátrun, verk- un og geymsla afurða verður tekin til endurskoðunar næstu daga vegna þeirra salmonellu- sýkinga sem komið hafa upp hér- lendis. Landbúnaðarráðherra hefur skipað þá Pál A. Pálsson yfirdýralækni, og héraðsdýra- læknana Brynjólf Sandholt og Grétar Harðarson til að sjá um endurkoðunina. Hjónabandið í þjóðfélagi samtímans er aðal- umræðuefni prestastefnunnar sem hefst í dag og stendur fram á fimmtudag. Prestastefnan er að þessu sinni haldin í Borgarnesi. Páll F. Hólm starfsmaður rækjuverksmiðjunn- ar Bakka í Hnífsdal og félagi í slökkviliðinu á staðnum hefur hlotið gullmerki Brunabótafé- lagsins fyrir snarræði er hann sýndi fyrr á árinu er eldur varð laus í verksmiðjunni. Páll náði að hefta svo útbreiðslu eldsins með- an beðið var eftir slökkviliðinu að stjórtjóni var afstýrt. Jónsmessu- tónleikar Dómkórsins verða haldnir í kvöld kl. 22 í Dómkirkjunni. Ef veður leyfir syngur kórinn fyrst fyrir utan kirkjuna nokkur íslensk þjóðlög. Atvinnu- möguleikar á Vesturlandi verða til umræðu á ráðstefnu samtaka sveitarfélaga í kjördæminu sem haldin verður á félagsheimilinu Þinghamri í dag. M.a. verður rætt um loðdýrarækt, kanínurækt og nýtingu silungs- vatna á Vesturlandi. Þrjú prestaköll eru nú laus til umsóknar. Það eru Hjallaprestakall í Kópavogi og Hólabrekkuprestakall í Reykjavík sem bæði eru ný og Seyðisfjarð- arprestakall í Múlaprófastsdæmi. Steinsteypu- nefndin heldur hátíðarfund í dag í tilefni af 20 ára afmæli nefndarinnar. Einn fremsti alkkali sérfræðingur í heiminum dr. Gunnar Idorn mun flytja erindi á sínu og fjalla um alkalísvandamál í heiminum í dag. FRE1TIR Lágmenningarruslakistan Þungur dómur ráðherra Forstöðumenn Sjónvarpsins menntamálaráðherra um Ummæli menntamálaráðhcrra eru þungur áfellisdómur en ósanngjörn, sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri um um- mæli þau sem Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra lét falla á vígsluhátíð útvarpshússins nýja á föstudag, þess efnis að báðar sjónvarpsstöðvarnar sem nú starfa helli yfir áhorfendur efni úr útlenskum lágmenningarrusla- tunnum. Markús Örn sagði að erfitt væri þó að átta sig á þessum ummæl- um ef þau væru skoðuð í lj ósi þess sem ráðherra sagði í sjónvarps- fréttum á laugardagskvöldið, en þar áréttaði ráðherra dóm sinn samtímis sem hann lýsti því yfir að sjónvarpið á íslandi væri mun betra en víðast hvar í nágranna- Iöndunum. „Ef draga má al- menna ályktun af því sem ráð- herra sagði þá er sjónvarpið hér ekki ver sett en í nágrannalönd- unum. Það er sameiginlegt vandamál hvað framboðið á er- lendu efni, einkanlega engilsax-. nesku er mikið,“ sagði Markús. Þá sagði Markús að með hækkun og Stöðvar2 telja ummœli stöðvarnar ósanngjörn afnotagjalda ætti sjónvarpið möguleika á því að auka innlenda dagskrárgerð, en ráðherra hefur lýst því yfir að stefnt skuli að því að hún verði 50% af dagskrárefni sjónvarpsins. Á undanförnum árum hefur hlutfall innlends efnis verið á bilinu 30-36%. „Mér finnst ummæli menntamálaráðherra til hábor- innar skammar," sagði Jón Óttar Ragnarsson forstöðumaður Stöðvar 2. Jón Óttar sagði að það hlytu allir að verða að horfast í augu við það reikningsdæmi að auglýsingamarkaðurinn á íslandi væri það lítill að samanlagt færu hámarksauglýsingatekjur beggja stöðvanna ekki yfir 300 milljónir. Þetta fé dygði skammt til inn- lendrar dagskrárgerðar og það væri óðs manns æði að ætla að flutningur á innlendu efni sem hefði gæðastimpil gæti farið yfir tvær klukkustundir á dag. Hlut- fall innlendrar dagskrár af dag- skrá Stöðvar 2 er um 10% eða um ein klukkustund af 10 tíma út- sendingu stöðvarinnar. —K.Ól. Innanlandsneyslan í sumar á kindakjöti er áætluð tæp 3000 tonn og þá verða rúm 2000 tonn eftir af birgðum þegar sláturtíð hefst í haust. Kindakjötið Neyslan hefur aukist Það má búast við að kinda- kjötsbirgðirnar í Iandinu verði á bilinu 2,200 til 2,600 tonn þegar sláturtíð hefst í haust, en þá eráætlað að slátráð verði 12,300 tonnum, sagði Jóhann Guð- mundsson hjá landbúnaðarráð- uneytinu í samtali við Þjóðviljann í gær. Jóhann sagði að kindakjöts- birgðirnar í landinu hefðu gróft áætlað verið 5,200 tonn um síð- ustu mánaðamót ef frá eru talin þau 1800-1900 tonn sem vonir standa til að seljist til Japan og þau 200-250 tonn sem urðuð verða á sorphaugunum í Gufu- nesi. Áætlað er að innanlands- neyslan mánuðina júní, júlí og ágúst veri 2,600 til 3000 tonn, þannig að þá sitja sláturleyfishaf- ar uppi með 2,200 til 2,600 tonn í þann mund sem sláturtíð hefst að nýju. Samkvæmt frétt frá upplýsing- aþjónustu landbúnaðarins hefur kindakjötssala til manneldis hér innanlands verið mun meiri það sem af er þessu ári en var í fyrra. Aukningin nam allt að 71,8% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Neysla kindakjöts innanlands hefur verið mjög lítil undanfarin ár og hefur kindakjötið farið mjög halloka fyrir alifugla- og svínakjöti. En nú er sem sagt að- eins að rofa til, kannski ekki síst vegna umræðunnar um hættu á salmonellusýkingu í fugla- og svínakjötinu. - gg Vegagerðin Viðhald malaivega lamast Nú eru um 30 verkamenn hjá Vegagerð ríkisins komnir í verkfal! og þeim mun fjölga dag- lega næstu daga. AIIs eru ellefu félög komin í verkfall en sextán félög hafa boðað verkfall. Tvö bætast við á miðnætti 24. júní, eitt 27. júní og tvö 30. júní. Þá verða um 70 fastráðnir starfs- menn komnir í verkfall og þar að auki töluverður fjöldi af sumar- fólki. Samningafundur hefur verið boðaður kl. tvö í dag hjá sátta- semjara en samningar stranda á tveimur atriðum. Annarsvegar á kaupkröfunni en 5-10% ber á milli deiluaðila. Hinsvegar strandar á gildistöku samning- anna. Verkamenn vilja að þeir gildi frá 1. janúar einsog samn- ingar sem gerðir voru við Dags- brún, en Vegagerðin vill að þeir gildi frá 1. júní. Verkfallið bitnar fyrst og fremst á viðhaldi malarvega, að sögn Snæbjörns Jónssonar, veg- amálastjóra. Þá stöðvast einnig brúarvinna á vegum Vegagerðar- innar. Einnig má búast við að opnun fjallvega seinki en Vega- gerðin getur ekki rutt þá. Undir venjulegum kringumstæðum ættu fjallvegir að opna um næstu mánaðamót. Slitlagafram- kvæmdir tefjast einnig hjá þeim tveim flokkum sem Vegagerðin gerir út. Annar flokkurinn var staddur í Hvalfirði á leiðinni vest- ur' -Sáf ísafjörður Það er við ofurefli að etja. Þar sem B. M. Vallá er annars vegar. Þannig aðvið höfum neyðst til að láta í minni pokann. En hvort við rísum upp úr ösku- stónni síðar verður bara að koma í Ijós, sagði Halldór Antonsson, hjá steypustöðinni Steiniðjunni á Isafirði, en starfsmenn fyrirtæk- isins hafa látið af aðgerðum sín- um til að hindra uppskipun á steypustöð B. M. Vallá, sem fyr- irtækið hyggst setja upp í Bolung- arvík. - Við erum óánægðir með að svona stórt fyrirtæki geti komið hingað vestur og hrifsað af okkur þá litlu vinnu, sem við höfum. B. M. Vallá telur sig geta selt 2000- 2500 rúmmetra af steypu í Bol- ungarvík á Reykjavíkurverði. Við getum því miður ekki selt steypuna á sama verði og þeir, sagði Halldór Antonsson. Halldór sagði að heimamenn gætu ómögulega skilið þetta dæmi, því umtalsverður kostnað- ur er því samfara að flytja steypu- tækin vestur og í ofanálag mun B. M. Vallá flytja mölina með skipi að sunnan. - Annað hvort hlýtur að vera svona mikið lagt á steypuna frá þeim, að þetta borgi sig, ellegar að þeir selji hana undir kostnað- arverði, meðan þeir eru að bola okkur af markaði. Eflaust er það uppsteypan á ratsjárstöð hersins, sem freistar þeirra til að koma hér vestur. Ef marka má sam- komulag Varnarmálaskrifstof- Undanhald í steypustríðinu Bitist um hermangsfé og betlidali. Starfsmenn Steiniðjunnar hafa látið af mótmœlaaðgerðum vegna komu B. M. Vallá vestur. Halldór Antonsson hjá Steiniðjunni: Neyðumst til að láta í minnipokann. Hart að stórfyrirtœki geti hrifsað af okkur verkefni unnar og sveitarstjórnar Bolung- arvíkur, um að heimamenn eigi að öllu jöfnu að sitja að fram- kvæmdum við ratsjárstöðina ætti B. M. Vallá ekki að verða kápan úr því klæðinu, að hrifsa þetta verk frá okkur“, sagði Halldór Antonsson. Ekki tókst að ná í Víglund Þor- steinsson framkvæmdastjóra B. M. Vallár í gærkvöldi áður en blaðið fór í prentun. - rk Þriðjudagur 23. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fiskmarkaður Ýsan á 61.30 kr. Mjög gott verð fékkst fyrir ýsu á fískmarkaðnum í Hafnarfírði í gær. Meðalverð var 61.31 fyrir þau rúm 3 tonn sem voru til sölu. Þá fékkst einnig hæsta verð til þessa fyrir þorsk eða 36.64 kr. hvert kg. að meðaltali en alis voru seld 44 tonn út togaranum Keili. Þá voru seld um 3.5 tonn af ufsa fyrir 17.46 kr. hvert kg. og svipað magn af skarkola sem fór á 16.95 kr. hvert kg. Togarinn Sléttanes frá Þing- eyri landar í dag á Faxamarkað- inn sem verður opnaður formlega síðdegis. Afli togarans verður seldur flokkaður í stærðir. Þá verður í dag boðinn upp afli á togaranum Víði í Hafnarfírði og þar landar einnig togarinn Karlsefni á morgun. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.