Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 1
Skoðanakönnun Meirihluti iandsmanna er and- vígur byggingu ráðhúss við Tjörnina samkvæmt niðurstöð- um könnunar sem birtust í DV í gær. Af þeim sem tóku afstöðu eru 62% andvígir, en aðeins 38% fylgjandi. A höfuðborgarsvæðinu ein- göngu voru 50.3 % svafenda and- vígir ráðhúsi við Tjörnina, 32 % voru því fylgjandi, 13 % voru óákveðin-og 4.7 % vildu ekki svara. Samkvæmt þessu eru 61.1 % þeirra sem taka afstöðu and- vígir. „Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við það sem við höfðum ímyndað okkur,“ sagði Úlfur Hjörvar í samtökunum Tjörnin lifí. „Við fundum það strax við undirbúning Tjarnarfundarins hversu margir eru andvígir ráð- húsbyggingu við Tjörnina. Það streymdi til okkar fólk. Okkur hefur hins vegar gengið ákaflega illa að fínna fólk sem er staðsetn- ingunni fylgjandi og það fólk virðist vera það einkum af pólití- skri skyldurækni.“ Katrín Fjeldsted borgarstjórn- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Þjóðviljann að sér kæmi á óvart að fleiri skyldu ekki vera andvígir ráðhúsi við Tjörnina miðað við neikvæðan áróður að undanförnu, en svipuð niðurstaða hefði komið út úr könnun sem HP gerði í haust. Þá sagði Katrín að hún myndi ekki setja sig upp á móti því að Félag- svísindadeild gerði könnun á af- stöðu borgarbúa til málsins, ef tímasetning framkvæmdarinnar yrði ekki' á tímabili neikvæðs áróðurs gegn ráðhússbygging- unni. Þá hefur Davíð Oddsson lýst því yfír að hann sé nokkuð ánægður með niðurstöður skoð- anakönnunarinnar. Á borgarráðsfundi í gær lagði minnihlutinn fram fyrirspurn er varðaði ráðhússbygginguna. Beðið var um afrit af bréfí Davíðs Oddssonar til skipulagsstjórnar þar sem hann fór frammá að ráðhússkipulagið yrði afgreitt sem hluti af Kvosarskipulaginu og auk þess var beðið um dag- setningar einstakra ákvarðana varðandi ráðhúsið annars vegar og Kvosarskipulagið hins vegar. -K.Ól. Bjórinn Mikið talað Bjórfrumvarpið virðist ætla að verða það mál sem þingmenn hafa hvað mesta þörf fyrir að tjá sig um á Alþingi í ár. í gær hélt fyrsta umræða áfram, en þetta er í þriðja sinn sem fyrsta umræða um frumvarpið er á dagskrá neðri deildar. Umræðunni lauk ekki og verður gerð fjórða tilraun til að ljúka umræðunni í dag. Þegar umræðu var frestað voru tveir á mælendaskrá. -Sáf Fleiri gegn ráðhúsinu Meirihluti landsmanna er andvígur byggingu ráðhúss við Tjörnina samkvœmt skoðanakönnun. Katrín Fjeldsted: Átti von áþvíað fleiri vceru andvígir miðað við aðstœður. Ulfur Hjörvar: Þeirsem eru hlynntir eruþað einkum af pólitískri skyldu Nei, óg kaupi þau ekki á þessu verði!" sagði þessi ungi maður, er hann sá nýja eggjaverðið. (Mynd: Sig.Mar.) Eggjahœkkunin Dým eggin seijast ekki Verðlagsráð fundar með eggjaframleiðendum ídag. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna: Bíðum þar til eftir fundinn Iðja Kjaramálá táknmáli Allar umræður sem fram fara á félagsfundi Iðju, sem haldinn verður í Hótel Lind, síðdegis { dag, verða túlkaðar á táknmáli. „Nokkrir ok-kar félagsmanna hafa ekki heyrn og þurfa því þessa túlkun," sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. Guð- mundur sagði að þetta væri til- raun sem félagið hefði ákveðið að gera þar sem það hefði ágætis að- gang að konu sem kynni þetta, en ■ hún er trúnaðarmaður í Hamp- iðjunni og í stjórn Iðju. Félagið hefur ekki enn lagt fram kröfur sínar en Guðffiundur bjóst við að það yrði gert í næstu viku. Höfuðatriðið við komandi samninga er að tryggja kaup- máttinn, að sögn hans. „Ef verð- bólgan æðir áfram og ekki er samið um neina tryggingu á láunum missum við niður kaupmáttinn.“ Þá verður á fundinum fjallað um staðgreiðslukerfi skatta. -Sáf I Lítið sem ekkert seldist af eggj- um í versiunum á höfuðborgar- svæðinu í gær, nema þar sem þau fengust enn á gamla verðinu. Fólk sem Þjóðviljinn hitti að máli í verslunum í gær, lýsti yfir mikilli óánægju með þessa miklu hækk- un og sagðist bíða með frekari eggjakaup þar til niðurstaða fundar verðlagsstjóra með eggja- bændum í dag lægi fyrir. „Þetta er tvímælalaust lagabrot samkvæmt verðlagslögum, en við munum bíða og sjá til hvort Verðlagsráði tekst ekki að hafa einhver áhrif á eggjaframleið- endur á þessum fundi í dag. Ann- ars verðum við að grípa til harð- ari aðgerða,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna í samtali við Þjóðviljann í gær. Þær hugmyndir eggjaframleið- enda að setja á nokkurs konar framleiðslukvóta, taldi Jóhannes vera óeðlilegar. „Með þessu eru þeir að reyna að hindra að aðrir komist inn á markaðinn, og það Stórsveit Stuðmanna er úr stuði í bili og er því að leggja upp laupana, a.m.k. næsta árið. Hljómsveitarmeðlimir eru nú all- ir komnir „tvist og bast“ og hljóð- upptökuver þeirra Grettisgat er komið á söluskrá. „Jú, þetta er rétt. Við erum ekkert með á prjónunum og ég á ekki von á því að við spilum á hlýtur að vera óeðlilegt. Einnig hefur það þau áhrif, að þau tæki og aðstaða sem þeir hafa fjárfest í nýtist ekki sem skyldi, sem gæti haft þau áhrif að eggjaverð hækk- næsta ári. Það er hins vegar ekki útilokað að við spilum einhvern tímann saman aftur og þess vegna vil ég ekki orða það þannig að við séum hættir,“ sagði Valgeir Guðjónsson stuðmaður. Flestir hljómsveitarmeðlimir Stuðmanna starfa áfram við tón- listarsköpun. Jakob og Ragnhild- ur eru að sögn með plötu í bígerð, aði enn meir. Það er ekki enda- laust hægt að fara ofan í matar- buddu almennings," sagði Jó- hannes. Ásgeir og Þórður eru komnir í aðrar hljómsveitir og Valgeir semur tónlist og texta fyrir söng- leikinn Síldin kemur eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, sem settur verður upp í L.R eftir ára- mót. Tómas starfar við upptöku- stjórn og Egill leikur ribbalda í mynd Hrafns Gunnlaugssonar í skugga hrafnsins. -K.Ól. -ns. Tónlist Stuðmenn að hætta Valgeir Guðjónsson: Ekki útilokað að við spilum saman aftursíðar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.