Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 2
—SPURNINGIN—
Hvað finnst þér um þess-
ar aðgerðir eggjafram-
leiðenda, að vera með
samráð um verð á eggj-
um?
Þorsteinn Stmonarson:
Það er brjálæði að hækka eggin
svona mikið, en maöur verður aö
kaupa þau ef ekkert annað býðst.
Steinunn Sigurðardóttir:
Þetta er of mikil hækkun. En sem
betur fer tókst mér að hamstra
eggin áður en þau hækkuðu.
Einar Haraldsson:
Þetta er ekki löglegt og ég er al-
farið á móti þessu. Mér finnst að
egg eins og aðrar landbúnaðar-
afurðir eigi að vera á lágu verði.
Þetta er alltof mikil hækkun.
Rósa Benediktsdóttir:
Ég hef nú vorkennt þeim lengi,
eggjaframleiðendum, með allt
sitt basl, en þetta er samt of mikil
hækkun. Maður er náttúrlega á
móti öllum hækkunum.
Erla Andrésdóttir:
Þetta er alveg ómögulegt. Þetta
er of mikil hækkun og þar að auki
ólögleg. Ég kaupi eins lítið af
eggjum og ég kemst af með, og
fer þá gjarnan á milli verslana og
athuga verðið.
FRÉTTIR
Patreksfjörður
Kaupfélagið yfir um
Kaupfélagið ogfyrirtœkið Vatneyri til gjaldþrotaskipta.
Skuldir kaupféiagsins eru af
stærri gráðunni,en mikið
meira er ekki að segja um málið
eins og sakir standa, sagði Stefán
Skarphéffinsson, sýslumaður
Barðastrandarsýslu, um gjald-
þrotamál Kaupfélags Vest-
ur-Barðstrendinga, en kaupfé-
lagið hefur verið tekið til gjaldþ-
rotaskipta. Sömu sögu er að segja
af útgerðarfyrirtækinu Vatneyri
á Patreksfirði.
Að sögn Stefáns kom málið inn
á borð hjá sýslumannsembættinu
eftir lokun í fyrradag og sagði
hann að reynt yrði að ganga frá
því eins fljótt og hægt væri, og að í
því skyni yrði þústjóri skipaður
hið fyrsta.
- Kaupfélagsmenn héldu að
staðan væri betri en hún reyndist,
enda báðu þeir um þriggja mán-
aða greiðslustöðvun fyrr í haust
til að rétta fyrirtækið af, sagði
Stefán. Greiðslustöðvunin er
ekki útrunnin enn.
Skuldir kaupfélagsins eru tald-
ar nema hundrað milljónum
króna hið minnsta, en á móti á
það nokkrar fasteignir.
Þá hefur fyrirtækið Vatneyri
verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Það er hlutafélag sem sett var á
stofn síðla árs 1983 er það keypti
útgerðarfyrirtækið Skjöld. Vatn-
eyri gerði út Jón Þórðarson, en sú
útgerð varð endaslepp, og var
báturinn seldur úr byggðar-
laginu.
. HS
Neskaupstaður
Flugstöð
Egils rauða
í byggingu
Framkvœmdir hafnar við
byggingu nýrrar
flugstöðvar í
Neskaupstað. Skúrinn
víkur fyrir Agli rauða
Nú stendur yfir bygging nýrrar
flugstöðvar við Norðfj arðarflug-
völl. Grunnur stöðvarinnar hefur
nú verið steyptur og er fjárveiting
þessa árs til verksins þar með
uppurin. Aformað er að halda
áfram með bygginguna á næsta
ári og næsta haust mun flugstöðin
verða fokheld.
Þessi nýja stöð er stöðluð bygg-
ing og eru einingar í húsið byggð-
ar í Reykjavík og raðað saman á
byggingarstað. Flugstöðin á
Norðfirði verður mjög svipuð
flugstöð sem nú er fokhelcf á
Vopnafirði en þó ívið stærri.
Ný flugstöð mun bæta úr
Aðstaða fyrir flugfarþega á Norðfirði er ekki beysin. Skúrbyggingin t.v. hefur þjónað hlutverki flugstöðvar en nú horfir til
betri vegar því framkvæmdir eru hafnar við nýja myndarlega flugstöðvarbyggingu.
brýnni þörf í Norðfirði en þar
hefur hingað til verið notast við
lítinn skúr, sem í fæstum tilfella
rúmar þann farþegafjölda sem
með Fokkerum Flugleiða kemur.
Það vekur jafnan skemmtilega
athygli hjá kunnugum þegar al-
úðlegar flugfreyjur bjóða farþeg-
um að ganga inn í „flugstöðvar-
bygginguna" við komuna til
Norðfjarðar. Þau orð munu hins
vegar geta staðið fyrir sínu þegar
nýja flugstöðin kemst í gagnið en
til samræmis annarri öllu stærri á
Miðnesheiði gengur nýja flug-
stöðin að öllu jöfnu undir nafn-
inu: „Flugstöð Egils rauða”.
hb/Neskaupstað
Rússnesk-íslenska
Júríj, Sojúz, Brezhnev
íslensk málnefnd sendirfrá sér reglur um ritun rússneskra orða
Khrushchev á ensku, Hrusjtjov
á dönsku, Chruschtschow á
þýsku, Khrouchtchev á frönsku.
Þetta eru við fyrstu sýn fjórir
menn óiíkir, en að lokum dúkkar
Krúsi kallinn einn upp, - og frá og
með útkomu síðustu „Málfregna“
íslenskrar málnefndar heitir
hann Khrústsjov á íslensku.
Málnefndin hefur nefnilega
sent frá sér leiðbeiningarreglur
um umritun rússneskra orða,
fyrst og fremst sérnafna, á ís-
lensku, og er von til að með þeim
reglum linni því rugli sem Sovét-
menn hafa mátt búa við í íslensku
prentmáli.
Rússneska er einsog fleiri mál
slavnesk rituð kyrillísku letri
svokölluðu, sem suður- og
austurslavar fengu frá Grikkjum
um leið og kristindóminn. Á
flestum gamalgrónum málsvæð-
um hafa skapast hefðir um umrit-
un orða úr rússnesku og öðrum
málum rituðum kyrillísku letri og
hefur hvert menningarmál sína
hefð um þetta einsog sést berlega
í upphafi þessa texta. Á íslensku
hafa þessir hlutir lengi verið á
reiki. Málnefndin kom saman
vinnuhóp um málið eftir erindi
frá Helga Haraldssyni, sem nú er
að ljúka rússnesk-íslenskri orða-
bók, Árna Böðvarssyni og Þjóð-
viljagrein Árna Þórs Sigurðs-
sonar. í hópnum unnu málfræð-
ingarnir Árni Böðvarsson, Jón
R. Gunnarsson og Sigurður
Konráðsson og blaðamennirnir
Ámi Bergmann og Björn Bjarna-
son. Þeir hafa nú skilað áliti og
Málnefndin blessað yfir, og er
umritunarkerfið byggt á hæfi-
legum trúnaði við upphafsmálið
með tilliti til innlendrar og er-
lendrar hefðar.
Dæmi um kórrétta umritun
samkvæmt nýju reglunum:
Tsjajkovskíj, Tolstoj, Tsjek-
hov, Bolshoj, Ashkenazí, Brez-
hnev, Dmítríj, Gorbatsjov, Solz-
henítsyn, Azerbajdzhan, Tsjern-
obyl, Úzbekístan, Vladívostok.
Þjóðviljinn mun hér eftir styðj-
ast við þessar reglur við ritun
sovéskra nafna, og þess má geta
að það ætlar Morgunblaðið einn-
ig að gera. Þessi blöð tvö hefur
greint á um margt í tímans rás,
meðal annars þetta; Moggi hefur
notað enska stafsetningu, en við
hér á bæ íslenskað samkvæmt
framburði sem verða mátti.
Hefðu þótt tíðindi áður að Morg-
unblaðið og Þjóðviljinn féllust í
faðma um rússneskt mál.
í „Málfregnum" má finna um-
ritunartöflur og fjölda dæma um
nýja kerfið.
-m
Háskóli íslands
Hlutafélag
um Tækni-
garð
Framkvæmdir eru hafnar við
byggingu húss fyrir Tæknigarð
hf. en húsið mun rísa á lóð Há-
skólans í námunda við Raunvís-
indastofnun og Verkfræðideild.
Það verður 867 m2 að grunn-
flatarmáli á þremur hæðum.
Hluthafar í Tæknigarði með
háskólanum eru Þróunarfélag ís-
lands, Reykjavíkurborg, Félag
íslenskra iðnrekenda og Tækni-
þróun hf.
Hluti hússins verður leigður
fyrirtækjum á sviði upplýsinga-
tækni, tölvutækni og tækniiðnað-
ar. Einnig verður í húsinu
Reiknistofnun Háskólans, hluti
af starfsemi Raunvísindastofnun-
ar Háskólans og fleiri aðilar á
sviði upplýsinga-, rafeinda- og
tölvutækni.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 18. nóvember 1987