Þjóðviljinn - 18.11.1987, Síða 3
FRÉTTIP
Verðbréf
10% af markaðinum
Velta verðbréfamarkaða er um 6-8 milljarðar í ár, komfram í máli Ásmundar
Stefánssonar í umrœðu um lánsfjárlög á þingi í gær
Velta verðbréfamarkaðanna
hefur aukist gífurlega á und-
anförnum árum og er nú um 10%
af peningamarkaðinum. Þetta
kom fram í máli Ásmundar Stef-
ánssonar í umræðu um lánsfjár-
lög á þingi í gær.
Ásmundur vitnaði til ræðu Sig-
urðar Stefánssonar hagfræðings,
á aðalfundi SAL fyrr í haust, en
þar kom fram að velta verðbréfa-
markaðanna hefði aukist úr um
100 milljónum árið 1983 í um 6-8
milljarða króna í ár. Heildarvelta
bankakerfisins er um 80 millj.
Tölur Sigurðar eru þó settar
fram með vissum fyrirvara þar
sem erfitt er að fá upplýsingar um
fjármagnsstreymi á verðbréfa-
mörkuðunum.
Jón Baldvin Hannibalsson
taldi þetta mjög athyglisverðar
upplýsingar og sagði tímabært að
gerðar yrðu meiri kröfur um upp-
lýsingaskyldu frá verðbréfamark-
aðinum. Guðmundur H. Garð-
arsson tók einnig undir það, að
það bæri að setja ákveðnar
leikreglur um slík viðskipti,
hvernig þau færu fram og um
upplýsingaskyldu fyrirtækjanna.
Ásmundur gagnrýndi lánsfjár-
áætlunina og sagði hana mark-
lítið plagg, sem byggði á ófullko-
minni þjóðhagsáætlun, þar sem
forsendur verðlags og launa van-
tað í hana auk þess sem forsendur
varðandi aflamark vantaði einn-
ig. Sagði hann að það svartnætti
sem Þjóðhagsstofnun málaði nú
væri í sjálfu sér ekkert nýtt þegar
kjarasamningar væru framund-
an, en gengi sú spá eftir þá væri
fjárlagafrumvarpið í maski og
það sama mætti segja um lánsf-
járáætlun.
Ásmundur benti á að verð-
bólgan væri nú um 2% meiri en
hún var þegar fjárlagafrumvarpið
var í vinnslu og að matarskattur-
inn mundi hækka framfærsluna
um 5% hjá láglaunafólki en um
3% almennt.
Jón Baldvin mótmælti þessu
ekki en sagði að á móti kæmu
tollalækkanir og sérstakar að-
gerðir vegna matarskattsins
þannig að hækkunin yrði um 1%.
-Sáf
ASÍ
Skerðingu
mótmælt
Á miðstjórnarfundi ASÍ um
helgina var samþykkt ályktun þar
sem þeim áformum, sem felast í
tillögum ríkisstjórnarinnar í
fjárlagafrumvarpinu, að ríkis-
sjóður dragi sér hluta af lögboðn-
um framlögum til Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs er harðlega mót-
mælt.
í ályktuninni segir ennfremur:
Hið gagnstæða væri eðlilegra, að
framlag ríkisins til sjóðsins yrði
aukið, þar sem sjóðnum hafa á
undanförnum árum verið falin
margvísleg verkefni, sem kostað
hafa hann mörg hundruð
milljónir króna, án þess að auka
tekjur hans.
-K.Ól.
Arnarneshæð
Kollurinn tekinn af
Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræðingurááœtlanadeild
Vegagerðarinnar: Hafnarfjarðarvegur lœkkaður á háhœðinni
Það er ráðgert að Hafnarfjarð-
arvegurinn verði lækkaður á
háhæðinni. Þá er áætlað að Arn-
arnesvegur fari á brú yfir hann
þar, sagði Jón Rögnvaldsson,
yfirverkfræðingur hjá áætlana-
deild Vegagerðar ríkisins, en veg-
farendur hafa veitt framkvæmd-
um við Hafnarfjarðarveg athygli
að undanförnu.
Að sögn Jóns eru engar stór-
framkvæmdir í gangi núna; jarð-
vegskannanir standa yfir, og er sú
Útgerðarfélagið Eldey
Betur má ef
duga skal
framkvæmd liður í hönnun
mannvirkja.
Jón segir að gengið verði frá
þessari hönnunarvinnu í vetur.
Hann telur sennilegt að fram-
kvæmdir verði síðan boðnar út í
vor eða sumar.
Reiknað er með að hæðin
lækki um fjóra til fimm metra í
meðförunum. Jón var spurður
hvenær búast mætti við að fram-
kvæmdum þessum lyki, og sagði
hann að slíkt væri að sjálfsögðu
háð fjármagni. En menn hafa
gælt við að brúin komist í gagnið
á árinu 1989, sagði hann. jj§
Kannanir standa nú yfir á yfirborði bergsins á og við Arnarneshæð, og eru þær
liður í mannvirkjahönnun. Áætlað er að Hafnarfjarðarvegurinn lækki um 4-5
metra á háhæðinni, og að Arnarnesvegur fari á brú yfir hann þar.
Það er óhætt að segja að söfn-
unin hafi gengið mjög vel. En
hversu mikið af hlutafé kom inn
vitum við ekki ennþá, því fjöl-
margir nemendur eiga eftir að
skila af sér. Alls voru um 100
nemendur úr Fjölbrautaskóla
Suðurnesja sem gengu í svo til öll
hús á Suðurnesjum, eða í 4.796
hús. Það vakti athygli okkar að
stuðningurinn við hlutafjársöfn-
unina var áberandi meiri meðal
íbúa utan Keflavíkur og Njarð-
víkur, sagði Kristján Grétarsson,
varaformaður Nemendafélags
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Keflavík í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Um síðustu helgi skipulagði
Nemendafélagið söfnun hlutafjár
fyrir stofnun útgerðarfélagsins
Eldeyjar, sem verður 29. nóvem-
ber næstkomandi. Tilgangur fé-
lagsins er að auka útgerð á Suður-
nesjum, en þar hefur útgerð farið
halloka á síðustu árum.
Að sögn Loga Þormóðssonar,
eins af forvígismönnum að stofn-
un félagsins, skipulögðu nem-
endurnir söfnunina sjálfir í sam-
vinnu við undirbúningsnefndina
að stofnun félagsins. Sagði Logi
að menn syðra væru ángæðir með
árangurinn í aðalatriðum, þó ef-
laust mætti gera enn betur. „Við
verðum varir við blússandi með-
byr, en við þurfum nauðsynlega
að ná inn 100-150 milljónum
króna í hlutafé ef dæmið á að
ganga upp. Fram að stofnfundi
verður því um stanslausa áróð-
ursvinnu að ræða til að ná settum
markmiðum,“ sagði Logi Þor-
móðsson. grj,
Sjómenn
Slysavamaskólinn verði
aftur settur á fjárlög
Áhafnir rúmlega hundrað fiskiskipa skora áfjármálaráðherra að sjá
til þess að Slysavarnaskóli sjómannafáiframlög áfjárlögum.
Þorvaldur Axelsson skólastjóri: Eindregin afstaða með skólanum
Vestfjarðabónus
Tekið með varúð
Fólk tekur nýjungum með var-
úð. Áður en það samþykkir
kerfið vill það sjá hvað það gefi í
VSI/VMST
Fundinum
frestað
Samningafundi Verkamanna-
sambandsins og Vinnuveitenda-
sambandsins sem halda átti í gær
var frestað fram til klukkan 11 í
dag.
Búist er við því að til tíðinda
geti dregið á fundinum.
—K.ÓI.
aðra hönd, sagði Óðinn Baldurs-
son starfsmaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða um viðbrögð
fiskvinnslufólks við nýju hóp-
bónuskcrfi, en það hefur nú þeg-
ar verið kynnt í tveimur frysti-
húsum fyrir vestan.
Óðinn sagði að starfsfólk í
hverju frystihúsi fyrir sig réði því
hvort horfið yrði frá gamla bón-
uskerfinu og það nýja tekið upp,
en áður en gengið yrði til at-
kvæðagreiðlu um það yrði kerfið
kynnt í öllum húsunum. Þá yrðu
líka launalínurnar í samningun-
um að liggja fyrir. „Fólk gengur
ekki að þessu kerfi nema það fái
það sama út úr því og því gamla.
Það er þó ljóst að það mun aldrei
gefa minna en hitt,“ sagði Óðinn.
-K.ÓI.
Eg er mjög ánægður með þessa
eindregnu afstöðu sem sjó-
menn hafa tekið með Slysavarna-
skólanum, sagði Þorvaldur Ax-
elsson skólastjóri í gær, en áhafn-
ir yfir hundrað fiskiskipa hafa
skorað á ijármálaráðherra að sjá
til þess að Slysavarnaskóla sjó-
manna verði tryggt fé á fjár-
lögum.
- Fjármunum sem varið er til
slysavarna sjómanna er ekki
kastað á glæ. Áskorun sjómanna
sýnir það álit sem þeir hafa á
skólanum, sagði Þorvaldur.
Skólinn fékk um átta milljónir
á fjárlögum í fyrra en ekkert í ár.
Hann hefur starfað frá því í hitti-
fyrra, en fyrsta námskeiðið á veg-
um skólans var haldið í maí það
ár.
Að sögn Þorvalds er nú búið að
innrétta Sæbjörgina - gamla Þór
- fyrir skólahaldið, en ennþá
skortir mjög tilfinnanlega að-
stöðu í landi, og þá fyrst og fremst
vegna eldvarna- og björgunaræf-
inga.
Þorvaldur sagði að í Noregi
hefðu verið sett lög þess efnis að
allir sem fást við sjósókn skuli
hafa farið á námskeið í öryggis-
fræðslu fyrir árið 1993, og hafa
bréf upp á það. Þar í landi var
varið sem svarar 70 milljónum ís-
lenskra króna til öryggisfræðslu
meðal sjómanna á síðasta ári.
HS
Afkoma útgerðar
Verulegur munur
efUr svæðum
Hagdeild Fiskifélags íslands: Rúmlega tvöfalt
betri afkoma hjá minni togurumfyrir norðan
en sunnan. Bœði með afla- og sóknarmarki
Verulegur munur er á rekstrar-
afkomu togara og báta eftir
því hvort þeir eru á norður- eða
suðursvæði. Norðursvæðið er
Vestfirðir, Norðurland og Aust-
firðir. Suðursvæðið er frá Látra-
bjargi suður um að Höfn í Horna-
firði.
Samkvæmt nýútkominni
skýrslu frá hagdeild Fiskifélags
íslands um afkomu útgerðar á
síðasta ári, er hún rúmlega tvöfalt
betri hjá minni togurum með
aflamarki á norðursvæði en afla-
marki suðursvæðis. Hún er tvö-
falt betri með sóknarmarki á
norðursvæði en með sóknar-
marki á suðursvæði.
Munur á afkomu stærri togara
á norður- og suðursvæði er mun
minni, en þó sýnir norðursvæðið
með aflamarki nokkru betri af-
komu.
Aftur á móti snýst dæmið við
þegar skoðuð er afkoma minni
báta. Þar er hún mun betri á
suðursvæði upp að 200 brúttó-
rúmlestum, en snýst svo aftur við
þegar kemur að bátum yfir 200
brúttórúmlestum. 8rú
Miðvikudagur 18. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3