Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 9
PENINGA MARKAÐURINN
Verðhrunið á kauphallarmarkaðnum í Wall
Street boðar ekki heimskreppu, en viðbrögðin
sýna okkur að hagkerfi heimsins eru sam-
tvinnuð í órofa heild. Jafnvægisleysið í
heimsviðskiptum eru hinar óbeinu orsakir
verðhrunsins, og það hefur nú vakið upp vax-
andi óvissu um það hvort þjóðir heimsins hafi
jafn góða stjórn á hagkerfum sínum og álitið
var. Vofa kreppunnar er fólgin í þessari óvissu,
segir í eftirfarandi grein eftir bandaríska hag-
fræðinginn Robert J. Samuelson, sem hér er
birt lauslega endursögð úr tímaritinu
Newsweek.
-
VOFA KREPPUNNAR
Vofa kreppunnar grúfði yf ir
Ameríku í síðasta mánuði.
Ekki sem yfirþyrmandi
hætta, heldur sem óljós og
ógnvekjandi ótti. Minning-
arnar frá fjórða áratugnum
setja óhjákvæmilega svip
sinn á yfirstandandi kreppu
og vekja upp daprar minn-
ingar um biðraðireftir
brauði og öðrum nauðsynj-
um. Ekki svo aö skilja að
menn sjái fram á efnahags-
legt hrun, en enginn átti
hins vegar heidur von á því
að hlutabréf gætu glatað
fimmtungi af skráðu verð-
gildi sínu á einum degi. Það
sem vekur nú kvíða er ekki
vissan um dómsdag, held-
ur öllu fremur sú óþægilega
tilfinning að við séum að
missa tökin á hlutunum. Við
höfum staðið í þeirri trú að
við hefðum það góðan
skilning á gangverki hag-
kerfisins að við gætum
komið í veg fyrir stóráföll.
Kauphallarhrunið í Wall
Street hefur svipt okkur
þeirri trú.
Ójafnvægi í
heimsviðskiptum
Er þessi kvíði á rökum reistur?
Trúlega ekki. Þrátt fyrir alla sína
veikleika þá býr hagkerfi Banda-
ríkjanna yfir duldum krafti. Það
hefur náð að lyfta sér upp úr
lægðinni frá því í kringum 1980
með miklum þrótti.
Frá 1982 hefur það náð að
skapa nærri 14 miljón ný atvinnu-
tækifæri. Þjóðarframleiðslan hef-
ur aukist um um það bil 20%.
Ríkisstjórnin hefur komið sér
upp öryggiskerfi, - varasjóðum
og atvinnuleysistryggingum - til
þess að koma í veg fyrir kreppu.
En þrátt fyrir þetta er nagandi
óttinn til staðar. Það sem vekur
fyrst og fremst kvíða eru ákveðn-
ar hliðstæður við heimskreppuna
á 4. áratugnum, sem ná út fyrir
sjálft verðfallið. Efnahagskerfi
heimsins er í ójafnvægi. Sam-
vinnan á milli efnahagsstórveld-
anna, Bandaríkjanna, Japans og
Vesturþýskalands, stendur á
brauðfótum.
Viðbrögð
í ökla eða eyra
Skelfingin sem greip um sig í
Wall Street hefur leitt til tveggja
viðbragða, sem bæði voru fyrir-
sjáanleg: Annars vegar yfirlýs-
ingar stjórnvalda þess efnis að
allt væri í stakasta lagi. Svipaðar
yfirlýsingar voru líka gefnar eftir
verðhrunið miklla 1929. „Útlitið
er betra í dag en það var í gær“,
sagði Henry Ford. Hins vegar eru
það öfgarnar á hinn bóginn, þar
sem djöfullinn er málaður á vegg-
inn: „Wall Street hefur tekið
stöðu Las Vegas, Monte Carlo og
Disneylands sem afkastamesta
draumafabrikkan,“ sagði einn af
sérfræðingum Harvardháskóla.
Bæði þessi viðbrögð endur-
spegla nokkurn sannleika. Hin
mikla uppsveifla á kauphallar-
markaðnum, sérstaklega á síð-
astliðnum 12mánuðum, varítak-
mörkuðu samræmi við raunveru-
leikann. Verð hlutabréfa hækk-
aði stöðugt án tillits til óveðurs-
teikna. Þegar hæst lét í ág-
ústmánuði síðastliðnum voru
verðin tuttuguogtvöföld miðað
við hagnað. Verðhlutfall miðað
við hagnað hafði ekki verið svo
hátt síðan í upphafi 7. áratugar-
ins.
En þótt yfirhitaður markaður
feli þannig í sér einungis tak-
markaða hættu, þá verða
bjartsýnisorð Henry Ford hjá-
róma í dag, og sama má segja um
skoðanabræður hans nú. Engu að
síður eru þeir kannski ekki eins
heimskir og þeir líta út fyrir að
vera. Því það var ekki verðhrunið
1929 sem olli heimskreppunni
miklu, og það er ástæða til þess
að draga í efa að verðhrunið í
Wall Street muni gera það held-
ur.
Baktrygging
stjórnvalda
Það er talið að um fjórðungur
allra fjölskyldna í Bandaríkjun-
um hafi lagt hluta af sparifé sínu í
hlutabréf (utan við lífeyrissjóð-
ina). Þessi sparnaður var að með-
altali um 4000 dollarar á fjöl-
skyldu 1983 og er talinn hafa vax-
ið upp í 12000 dollara á þessu ári.
Hver verða viðbrögð þessara
hlutabréfaeigenda við verðhrun-
inu?
Sumir óttaslegnir hlutafjár-
eigendur kunna að halda að sér
höndum með fjárútlát, sum fyrir-
tæki kunna að draga úr fjárfest-
ingum. Þessi viðbrögð kunna að
hafa í för með sér samdrátt í hag-
kerfinu, en afar ólíklegt er að þau
leiði til kreppu.
Það sem orskaði heimskrepp-
una miklu var stjórnarfarsleg
vanræksla. Yfirstjórn fjármála í
Bandaríkjunum vanrækti að
vernda bankakerfið. Á árunum á
milli 1929 og 1933 urðu 2 af hverj-
um 5 bönkum í Bandaríkjunum
gjaldþrota. Innistæður voru
frystar eða glötuðust. Viðskipta-
lánastarfsemi hrundi saman.
Keðjuverkandi hruni var komið
af stað. Gjaldþrot með til-
heyrandi atvinnuleysi jukust
hröðum skrefum, óttaslegnir
sparifjáreigendur tóku fé sitt úr
bönkunum, og drógu þannig enn
frekar úr nauðsynlegu framboði á
lánsfé. Fjármálaráðuneyti
Bandaríkjanna gerði ekki það
sem í þess valdi stóð til þess að
veita bönkum lánsfé og svara
þannig eftirspurn viðskiptavina
þeirra.
Hliðstæð keðjuverkandi at-
burðarás virðist óhugsandi í dag.
Bankakerfið býr nú við tryggingu
sem á að koma í veg fyrir hrun
þess hliðstætt því sem gerðist á 4.
áratugnum. Þannig kom banda-
ríska fjármálaráðuneytið til
dæmis í veg fyrir gjaldþrot Cont-
inental Illinois bankans l984, og
það hefur nú lýst því yfir nýverið
að það muni halda hlutverki sínu
sem „lánveitandi þegar annað
þrýtur".
Alþjóðlegar
rætur vandans
Hins vegar er heldur ekki hægt
að halda því fram að hvellurinn í
Wall Street í síðasta mánuði hafi
bara verið tilviljunarkennt
krampaflog. Hin dýpri hagfræði-
lega merking þess sem gerðist
skýrist af ótta um efnahagskerfi
heimsins.
Sá vöxtur sem átt hefur sér stað
í heiminum hefur verið hættulega
einhliða. Vöxturinn skapaðist af
útflutningi annarra ríkja til
Bandaríkjanna. Árið 1986 var
viðskiptahalli Bandaríkjanna 156
miljarðar dollara. Öllum var ljóst
að þannig gat það ekki gengið til
lengdar. Hin öhjákvæmilega af-
leiðing þess að menn eyða um-
fram það sem þeir afla er skulda-
söfnun. Og jafnvel þótt Banda-
ríkjastjórn héldi áfram að taka
stöðugt meiri og meiri lán, þá
hlaut að koma að því að hvorki
neytendur né fyrirtæki í Banda-
ríkjunum gætu haldið því áfram.
Hnífurinn í kúnni
Það sem blasir því við þegar til
lengri tíma er litið er hættan á
efnahagslegri stöðnun og póli-
tískri þráskák. Bandaríkin valda
því ekki ein að knýja áfram hag-
vöxtinn í heimninum, og aðrar
þjóðir leggja ekki sitt af mörkum.
Hið ákjósanlegasta væri að aðrar
þjóðir - Vesturþjóðverjar, Jap-
anir, Kóreubúar, Brasilíumenn,
- myndu auka eyðslu sína á með-
an Bandaríkin hægðu á lántökum
sínum. Bandaríska hagkerfið
myndi þá styrkjast af vaxandi út-
flutningi til annarra landa. Hag-
vöxtur annars staðar myndi byg-
gjast á vaxandi innanlands-
neyslu. En þar stendur hnífurinn
í kúnni'. Hagvöxtur sem byggist á
útflutningi hefur skýlt duldum
veikleika í hagkerfinu í Evrópu
og Asíu. Evrópa er að kafna í of
háum sköttum og of ströngum
reglum. Stórlega hefur dregið úr
hagvexti í Japan. Og þróunar-
löndin eru að sligast undan skuld-
abyrði.
Innbyggðar
mótsetningar
Fyrir utan hreina ævintýra-
mennsku þá byggðist uppsveiflan
á hlutabréfamarkaðnum á þess-
um áratug á tvennum forsendum:
lítilli verðbólgu og stöðugum
vexti. Síðastliðið sumar var
margt sem benti tii þess að hvor-
ugt fengist staðist. Óttinn greip
um sig. Útflytjendur til Banda-
ríkjanna vildu ekki safna upp
dollurunum, sem þeir fengu fyrir
vörur sínar. Fall dollarans blasti
við og vaxandi verðbólga í
Bandaríkjunum. Verðbólgan
myndi síðan aftur hafa í för með
sér vaxtahækkun, og sá hagvöxt-
ur utan Bandaríkjanna, sem
byggði á útflutningi þangað,
myndi hægj a á sér. Verð á hlutab-
réfum tók að lækka vegna þess að
hlutabréfaeigendur sáu enga leið
út úr þessum mótsetningum.
Raunhæf samlíking
við heimskreppuna
|að er hér sem samlíkingin við
■ jKjð á fjórða áratugnum
verður raunhæf. Heimskreppan
um allan heiminn.
tefnan blossaði
peningakerfið
reyndu mörg
takmarkaða
því að tak-
jalán,
ÞÍóðum
ftar:
áanleg. Þfisst
mikla
/ei
u
bygi
ríki
gullvara
marka in.i:
sem voru
nauðsynleg til
viðskipti sín, urðú
þróun hafði
heimsviðskiptin. Áiö 1933
þau komin niður fyrir _
þess sem þau höfðu verið
Hverjar eru hliðstæðurnar viö
það sem er að gerast í dag?
í fyrsta lagi virðist ekki vera
fyrir hendi nægilegur skilningur á
þeim efnahagslegu forsendum
sem liggja til grundvallar. Á
þriðja áratugnum virtust þjóðirn-
ar ekki ná að skilja hvað það fól í
sér að byggja á gullfætinum. Nú
eru þjóðir heims í óvissu vegna
ójafnvægis í heimsviðskiptunum.
Algeng - og röng - skýring er sú
að vandamálið eigi að öllu leyti
rætur sínar að rekja til „tvíbura-
bræðranna" fjárlagahalla og við-
skiptahalla í bandarísku efna-
hagslífi. Það er að vísu rétt að
Bandaríkin ættu að draga úr
hvoru tveggja. En ef aðrar þjóðir
Svartur mánudagur á kauphöllinni
I Wall Street.