Þjóðviljinn - 18.11.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Qupperneq 10
HAGKERFI A BRAUÐFOTUM VOFA KREPPUNNAR Framhald af bls. 9 örva ekki hagkerfi sitt um leið, mun bandarísk viðleitni í þessa átt verða árangurslaus og leiða til hins verra. Minni eyðsla í Banda- ríkjunum mun verða enn frekari hemiil á eíhahagslegan vöxt í heiminum. Vaxandi þjóðernishyggja í öðru lagi sjáum við að efna- hagsleg þjóðernishyggja er í vexti. Neðri deild Bandaríkja- þings er nú að undirbúa lagafr- umvarp sem felur í sér víðtækustu verndaraðgerðir sem komið hafa fram frá því að Smoot-Hawley verndartoilalögin voru samþykkt á Bandaríkjaþingi 1930. í öðrum löndum kemur þjóðernisstefnan fram í því að sökinni er skellt á Bandaríkin. Ríki eins og Vest- urþýskaiand, Japan og fleiri koma sér undan því að svara erf- iðum spurningum um það hvers vegna efnahagskerfi þeirra sé svo háð útflutningi og hafi ekki meiri innri vaxtarmöguleika en raun ber vitni, með því að kenna fjár- lagahalla Bandaríkjanna um all- an efnahagsvanda heimsins. Skuldabaggi þróun- arlandanna í þriðja iagi er skuldakreppa þróunarríkjanna enn óleyst. Pró- unarríkin verja gífurlegum hluta af viðskiptajöfnuði sínum við út- lönd til þess að mæta vaxtabyrði erlendra lána. Árið 1986 varsam- eiginlegur viðskiptajöfnuður Argentínu, Brasilíu og Mexíkó jákvæður um 15 miljarða dollara. Þessi jákvæði viðskiptajöfnuður, sem fer til þess að mæta erlendum skuldum, sviptir bandaríska út- flytjendur heilbrigðum markaði um leið og þau leggja þá kvöð á iðnríkin með Bandaríkin í broddi fylkingar að taka á sig gífurlegan innflutning til þess að koma í veg fyrir að vaxtagreiðslur af lánum falli niður. Hvað ber að gera? Undirstöður stöðugs vaxtar í efnahagskerfi heimsins eru veikar. Kauphallarverðhrunið í síðasta mánuði boðar ekki yfir- vofandi dómsdag, en það stað- festir enn þá fullyrðingu, að þeir sem fjárfesta eru allir á einum báti. Markaðir um allan heim brugðust eins við, vegna þess að meginhagkerfi heimsins eru sam- tvinnuð. Kannski verður glund- roðinn til þess að knýja ríkis- stjórnir heimsins til þess að huga betur að undirstöðunum. Það sem þarf að gera eru flókn- ar, erfiðar og fyrirsjáanlega um- deildar aðgerðir. í Evrópu þurfa ríkisstjórnir að létta á viðskipta- hömlum og þeirri skattlagningu, sem er að kæfa hagvöxtinn. Jap- anir verða að hætta að vernda óhagkvæman landbúnað sinn og allt of háan kostnað við landbún- aðarframleiðsluna og eyða meira fé í uppbyggingu húsnæðis, fé- lagslega þjónustu og ódýran mat- vælainnflutning. Leita verður leiða til þess að draga verulega úr skuldum þróunarlandanna og koma á endurbótum í hagstjórn- arkerfi þeirra, sem er of þrúgað af skriffinnsku. Enginn veit hvort þessar breytingar eru mögulegar, eða ef svo er ekki, hvað muni þá taka við. Getum við haft stjórn á þró- uninni? Svarið er enn óskrifað. Vofa kreppunnar nú felst einmitt í þeirri óvissu. —ólg. snéri lauslega úr Newsweek. Sumt í lífinu er tilviljun annað ekki. Til dæmis getur tilviljun ráðið því við hvaða banka þu skiþtir. Hins vegar er það ekki tilviljun að hjá Alþýðubankanum fer hærra hlutfall útlána til einstaklinga en hjá nokkrum öðrum banka ness vegna ættir þú ekki að láta tilviljun ráða þvi við hvaða banka þú skiptir. Alþýðubankinn hf Það virðist sama hvert er litið, sérfræðingar um heimsviðskipti virðast alls staðaráeinu máli um það að sá takmarkaði hagvöxt- ur sem átt hef ur sér stað meðal iðnríkja heimsins undanfarin ár byggi á ó- traustum undirstöðum eða jafnvel fölskum forsendum, sem séu um það bil að bresta. Greinin hér að framan, sem er eftir bandarískan hagfræðing, lýsir vandanum út frá bandarísk- um sjónarhóli. Eins og fram kem- ur í greininni, þá segir höfundur- inn ójafnvægið í heimsviðskipt- unum koma fram í viðskiptahalla og fjáriagahalla Bandaríkjanna. En á meðan Evrópuríkin og Jap- an benda á þennan fjárlagahalla sem höfuðmeinsemd, þá bendir höfundur á að Evrópuríkin og Japan eigi takmarkaðan hagvöxt undangenginna ára fyrst og fremst að þakka mikilli kaupgetu á Bandaríkjamarkaði, sem ein- mitt sé fjármögnuð með viðskipt- ahalia og erlendum lántökum. Nú sé komið að Japönum og Vesturþjóðverjum að lækka hjá sér vexti, liðka þannig enn frekar fyrir fjármagnsstreymi til Banda- ríkjanna og skapa aukna eftir- spurn eftir bandarískum vörum á sínum heimamarkaði. Krepp- unni verði afstýrt með samræmd- um aðgerðum þar sem Bandarík- in muni jafnframt draga úr fjárl- agahallanum. Vesturþýskt nei í nýjasta hefti breska viku- biaðsins The Economist er því haldið fram að vesturþýski seðla- bankinn sé ófús til þess að lækka vexti enn frekar, þar sem þeir séu nú með því lægsta sem þeir hafi verið í þýskri sögu. Auk þess séu Vesturþjóðverjar ófúsir til þess að taka að sér það hlutverk að vera dráttarbátur fyrir banda- ríska hagkerfið eftir reynsluna sem þeir fengu af slíkri tilraun 1978. Sömu greinarhöfundar segja að Japönum finnist þeir hafi þeg- ar gert of mikið til þess að halda bandaríska hagkerfinu gangandi: prentun japanska seðlabankans á yen-seðlum til þess að kaupa dollara hafi þegar aukið peninga- magn í umferð um 11% á þessu ári og skapað óeðlilega þenslu og verðbólgu. Rödd frá Japan í bandaríska dagblaðinu The Washington Post birtist nýverið athyglisverð grein eftir Ken Ohmae, einn af forstjórum stór- fyrirtækis í Tokyo, þar sem hann fer hörðum orðum um undirlægj- uhátt japanskra stjórnvalda gagnvart bandarískum valda- hroka sem birtist ekki hvað síst í því að Bandaríkjamenn séu sífellt að segja Japönum hvernig þeir eigi að stýra sínu efnaghagslífi. Þar segir meðal annars: „Það eru Bandaríkin sem hafa skapað glundroða í fjármálakerfi heims- ins sérstaklega með óskammfeil- inni tilraunastarfsemi með geng- isskráningu dollarans (sem hefur sveiflast frá 260 yenum niður í 137 yen á einu ári) og með gífur- legum fjárlagahalla. í stað þess að rétta fjárlagahall- ann hafa Bandaríkin beðið Vest- urþýskaland og Japan að lækka hjá sér vexti til þess að greiða fyrir fjármagnsstreymi til Banda- ríkjanna. Hvers vegna ættu Bandaríkin ekki sjálf að hækka sína vexti? Þeir segjast ekki geta það vegna hagsmuna neytenda og bænda. Japan hefur þannig mátt fjármagna þriðjung fjár- lagahallans í Bandaríkjunum, að- allega með kaupum á ríkis- skuldabréfum. Þrátt fyrir þetta hefur fall dollarans komið harkalega niður á japönskum fjárfestingaraðil- um. Þannig hafa fimm stærstu tryggingafélögin í Japan mátt afs- krifa sem svarar 13 miljörðum sterlingspunda í bandarískum ríkisskuldabréfum - sem gerir af- skriftir bandarískra banka á bras- ilískum lánum smámuni eina.“ Og þessi japanski iðjuhöldur lýkur grein sinni með því að segja að Bandaríkin .verði að láta af yfirdrottnunarstefnu sinni. Japan og nokkur öflugustu iðnríki Evr- ópu hafi bæði rétt og skyldu til að deila forystu með Bandaríkjun- um þannig að tekið verði á vand- amálunum út frá hagsmunum heimsins í heild sinni en ekki bara stundarhagsmunum Bandaríkj- anna eða Japans. Samdráttur en ekki kreppa Við leituðum til tveggja ungra íslenskra hagfræðinga, þeirra Björns Rúnars Guðmundssonar hjá Þjóðhagsstofnun og Yngva Arnar Kristinssonar hjá Seðla- bankanum og spurðum þá álits á þessum málum. Er kreppan yfir- vofandi? Svör þeirra voru á þessa leið: Fyrir verðhrunið í Wall Street hafði verið spáð litlum hagvexti í Evrópu og N-Ameríku, eða um 2% á næsta ári. Verðhrunið í kauphöllinni í Wall Street felur í sér að Bandaríkjamenn tapa um 2 miljörðum dollara. Það mun hafa í för með sér einhvern sam- drátt. Fyrirhugaðar skattahækk- anir og niðurskurður fjárlaga í Bandaríkjunum mun einnig hafa í för með sér samdrátt. Saman- lagt mun þetta trúlega hafa þau áhrif að OECD-spáin um 2% ha- gvöxt er allt að 2% of há, og hag- vöxtur verður því lítill sem eng- inn á næsta ári. En þetta þýðir hins vegar ekki að kreppan sé skollin á, og flestir trúa því að til séu meðul til að afstýra henni. Hagvöxtur á fölskum forsendum Er það rétt að hagvöxtur und- angenginna ára í Evrópu stafi að miklu leyti af mikilli eftirspurn á Bandaríkjamarkaði, sem fjár- mögnuð hafi verið með erlendri skuldasöfnun, viðskipta- og fjárl- agahalla í Bandaríkjunum? Jú, það mun vera nokkuð til í því. En jafnframt hefur fjár- magnsstreymið frá Evrópu til Bandaríkjanna dregið úr fjárfest- ingu og getu hagkerfisins í Evr- ópu til þess að ráða við atvinnu- leysið. Og hinir háu vextir sem Bandaríkjamenn hafa haldið uppi til þess að draga til sín fjár- magn hafa lagst þungt á þróunar- löndin sem hafa haft gífurlega vaxtabyrði vegna lána í dollur- um. Sá árangur sem höfundur greinarinnar í Newsweek segir að bandaríska hagkerfið hafí sýnt þrátt fyrir allt með 20% vexti síð- an 1982 byggir reyndar líka á þessum hæpnu forsendum að miklu leyti. Menn eru yfirleitt sammála um að hagvöxturinn hjá OECD-ríkjunum undanfarin ár byggi á veikum forsendum og að vantað hafí heilbrigðara og sam- stilitara átak forysturíkjanna til þess að skapa traustari undirstöð- ur undir hagkerfið með hægfara en öruggum hagvexti. Gjaldþrota hagstefna Hefur hagstefna Reagan- stjórnarinnar þá endanlega siglt í strand? Það er löngu orðið ljóst að for- Vesturþjóð verj- arogjapanir eru að gefast upp á að halda hrip- lekri skútu Reagan- stjórnarinnar á floti með stöð- ugu fjármagns- streymi til Bandaríkjanna sendur hennar stóðust ekki: sam- hagvexti sem skilaði sér endan- fjárlagahallinn til. Síðan beitti kvæmt upphaflegu kenningunni lega í auknum ríkistekjum þrátt Reaganstjórninharðripeningast- áttu skattalækkanirnar að valda fyrir lækkaða skatta. Ríkistekj- efnu til þess að fjármagna aukinni eftirspum og auknum urnar jukust aldrei og því varð fjárlagahallann,semleitthefurtil þessa mikla misvægis í heimsvið- skiptunum. Það er þessi hnútur sem menn standa nú frammi fyrir að leysa. Og flestir eru sammála um að það verði ekki gert nema með sameiginlegu átaki fleiri þjóða. Nú heldur Robert Samuelson því fram að það þurfi að lækka skatta og aflétta höftum í Evr- ópu. Hvers vegna? Við fáum ekki séð að það séu veruleg viðskiptahöft í Evrópu, nema þá helst á sviði landbúnað- arframleiðslunnar. En Banda- ríkjamenn verja stórfé í að borga mönnum fyrir að koma í veg fyrir offramleiðslu landbúnaðaraf- urða á sama hátt og Efnahags- bandalagið verndar óhagkvæman landbúnað, þannig að á því sviði er nokkuð jafnt á komið með báðum aðilum. Samuelson virð- ist álíta að skattalækkun muni auka, neyslu og eftirspurn og þar með auka hagvöxt, en það er mjög umdeilanlegt hvort svo sé. Það mætti frekar halda því fram með rökum að Bandaríkjamönn- um bæri að hækka sína skatta. Annars virðist þessi vandi Bandaríkjamanna meðal annars vera fólginn í því að þeir hafa orð- ið afturúr í tækni og vöruþróun, sem birtist í því að þrátt fyrir mikla lækkun dollarans hefur það haft í för með sér tiltölulega litla aukningu í útflutningi. Vörur þeirra virðast standast illa sam- keppni við margar evrópskar og japanskar vörur. Að brúa bilið Það mætti slá botninn í þessa umræðu með tilvitnun í nýjasta hefti hins virta blaðs The Econ- omist, en þar segir í ritstjórnar- grein: „Álagið á gengi dollarans eykst með hverjum deginum sem það dregst að grípa til traustvekjandi aðgerða til að draga úr fjárlaga- halla Bandaríkjanna. Útiending- ar lýsa því hástöfum yfir að þeir muni ekki brúa bilið á milli sparn- aðar og eyðslu í Bandaríkjunum með því að leggja til meira af sín- um sparnaði. Ef ekki verður dregið verulega úr fjárlagahall- anum verður að brúa bilið með einhverju sem dregur úr bandarí- skri fjárfestingu. Það brúarefni er kaliað „a slump“, sem mætti út- leggjast sem „hrunið mikla" -ólg 10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 18. nóvember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur með háum vöxtum sem gefur kost á heimiid tií yfirdráttar og iáni, auk margvís■ legrar greiðsluþjónustu. Einkareikningur er framtíðarreikningur. L Landsbanki fslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.