Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 18.11.1987, Side 13
Indriði Jónsson: Skemmtilegt og fjölbreytt starf Indriði: „Aukin vinna og ábyrgð með tölvuvæðingunni". Gjaldkerastarfið Eins og Matador „Þetta er skemmtilegt starf, það kemur náttúrlega mikið af fólki hingað og það er mikill um- gangur, þannig að þetta er nokk- uð !íflegt,“ sagði Indriði Jónsson, yfirgjaldkeri í Alþýðubankanum á Suðurlandsbraut. - Hvernig tilfinning er það að vera með alla þessa peninga í höndunum, er það ekki svolítil freisting? Að hirða þá og stinga bara af? „Nei, þetta er allt öðruvísi til- finning heldur en þegar maður er með eigin peninga. Þetta er mikil ábyrgð, miklir peningar, en ekki ósvipað og að spila Matador. Ef- laust hafa einhverjir fundið fyrir þessari freistingu, en þeir eru þá ekki rétta manngerðin í þetta starf.“ - Nú hefur tœknin í bankákerf- inu aukist mjög, þýðir það aukið vinnuálag á gjaldkera eða öfugt? „Vinnuálagið hefur aukist gífurlega. Starfið er orðið miklu viðameira en það var áður, og mp—------------------j—i—|------- spannar víðara svið. Við tökum verkefni að okkur sem áður voru unnin „fyrir innan“, eins og gagnaskrár o.fl.“ - Hina ýmsu reikninga er hœgt að greiða á pósthúsum, notfœrir fólk sér það, eða borgar það allt í bönkunum? „Fólk borgar mest allt í bönkum, og ég mæli ekki með pósthúsunum sem greiðslustöð- um. Þau eru ekki í sambandi við Reiknistofu bankanna og eru þess vegna fremur sein í svifum. Annars er það ennþá þannig að fólk borgar reikninga í þeim bönkum sem þeir eru merktir. Það er miklu betra að hafa bara einn viðskiptabanka og greiða allt þar, í stað þess að hlaupa á milli.“ - Ég hef heyrt að fólk, og þá kannski sérstaklega eldra fólk, borgi alla reikninga, gíróseðla o.þ.h. sem það fœr sent heim. Er eitthvað til í þessu? „Já, þetta er rétt. En það er þó ekkert frekar eldra fólkið, það gera þetta margir. Fólk virðist vera afar samviskusamt, það fær kannski sendan happdrættis- miða, og það á að draga í happ- drættinu eftir tvo mánuði, en á fyrsta degi mánaðarins er það mætt til að greiða. Eins er með ýmsa pappíra þar sem fólki er gefinn nokkurra daga frestur, en það er sama, fólk mætir þann fyrsta til að greiða og bíður jafnvel tímunum saman í röð.“ - Hver er framtíð gjaldkerans nú á tímum aukinnar tcekni og tölvuvœðingar? „Framtíðin er aukin vinna og ábyrgð. Gjaldkerum mun fjölga, en fólkinu „fyrir innan“ fækka að sama skapi. Það er alitaf að leggj- ast meira og meira á gjaldkerann, og þó svo tölvuvæðingin sé að aukast, þá verður alltaf þörf fyrir einhver mannleg samskipti í bönkunum,“ sagði Indriði Jóns- son að lokum. -ns. ............. ..mm ............I GETUR DUANHEWNAR HðneraEEtaflaus og býðurþér HÁVAXTA ★ Háa vexti frá fyrsta innborgunardegi ★ Vexti sem færöir eru á höfuðstól tvisvar á ári ★ Hávaxtaauka reynist verðtryggð kjör betri Betri hjörbjððastvarta # 0 iMVINNUBANKIf SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF GEGN STAÐGREIÐSUh EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 3.400,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Sími Hlulabréfamarkaóunnn hl. 21677 Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. Gleymirðu stundum að slökkva á ökuljósunum? Verður bíllinn rafmagnslaus Við höfum lausnina - Aðvörunarbjöllu sem hringir ef Ijósin hafa ekki verið siökkt þegar svissað er af bílnum. Passar í alla bíla. Auðveld ísetning. Verð aðeins kr. 300.- Sveinn EgiBsson hf. Skeifan 17 — Sími: 685100 Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnum! UUMF RÁÐ ALLIR f RÉTTA RÖÐ Alllr í rétta röð. Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð samþandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von bráðar. \ UREVFIll / 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.