Þjóðviljinn - 18.11.1987, Síða 14
Frakkland
ERLENDAR FRÉTTIR
Mitterrand
ber af
sér sakir
Forsetinn sver og sárt við leggur að
Sósíalistaflokkurinn hafi ekki hagnastá
ólöglegri vopnasölu til Irans
Aðeins fáeinum klukkustund-
um eftir að Francois Mitter-
rand, forseti Fraklands, sleit
fundi sínum og fréttamanna um
ólöglega vopnasöiu Frakka til
írans árin 1982-1986 og meintan
gróða Sósíalistaflokksins af henni
birtust í dagblaði þar syðra nýjar
aðdróttanir á hendur honum og
fyrrum stjórn hans.
í útkjálkadagblaðinu „Lyon-
Figaro" var það haft eftir ónefnd-
um liðsforingja í Frakklandsher í
gær að flutningavélar flughersins
hefðu flogið með vígtól til frans
og frak. „Svo er að sjá sem vopn-
asalan til frans og frak hafi ekki
eingöngu verið í höndum einka-
fyrirtækja. Á árunum 1982-1986
flugu vélar franska hersins beint
frá Strassborg til Bagdað og Te-
heran með vopn.“
í fyrradag rauf Mitterrand
tveggja vikna þögn sína um
vopnasölumálið sem valdið hefur
miklu írafári í Frakklandi að und-
anförnu. f ljós hefur komið að
Luchaire vopnasölufyrirtækið
seldi mikið magn vígtóla til írans
um fjögurra ára skeið í trássi við
vopnasölubann sósíalistastjórn-
arinnar. Hægri sinnaðir fjölmiðl-
ar hafa gert því skóna að ráðherr-
ar hafi verið með í ráðum og
jafnvel forsetinn sjálfur og þóst
hafa komið á hann höggi sem geri
útslagið um það að hann falli í
forsetakosningum á sumri kom-
anda gefi hann kost á sér að nýju.
Á mánudagsfundinum bar
Mitterrand af sér alla ábyrgð á
vopnasölunni. Sér hefði á sínum
tíma verið greint frá grun-
semdum um að viss fyrirtæki
hefðu hunsað sölubannið en
bætti við: „í stjórnarskránni eru
engin ákvæði er skylda mig til að
kanna útflutningsleyfi vopna-
framleiðenda."
Forsetinn vísaði á bug fullyrð-
ingum um að mál þetta væri
samskonar hneykslismál og
Írans/Kontraskandall kollega
síns í Washington. Hann hefði
sjálfur sett vopnasölubannið á
írani er Luchaire fyrirtækið virti
að vettugi.
Mitterrand lagði áherslu á að
engar eldflaugar hefðu verið
Hefur þú
áhugaá
í þ róttaf rétta mennsku?
Þjóöviljann vantar íþróttafréttamann/konu til
starfa. Viðkomandi þyrfti aö geta hafiö störf
sem fyrst og ekki síðar en um áramót. Til
greina kemur einnig V2 starf.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist framkvæmda-
stjóra Þjóöviljans fyrir 26. nóvember n.k.
Þjóðviljinn
Síðumúla 6
108 Reykjavík
Barnaheimili í
Vogahverfi
Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar
eftir fóstrum, uppeldismenntuðu fólki og aðstoð-
arfólki til starfa í 100% og 50% stöður.
Upplýsingar í síma 36385.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Francois Mitterrand Frakklandsforseti vísar á bug sögusögnum um að hann hafi lagt blessun sína yfir vopnasölu til frans.
seldar til írans einsog fullyrt hafði
verið heldur envörðungu fall-
byssusprengjur. Hann kvað held-
ur engan fót vera fyrir þeirri fregn
að vopnasalan hefði átt að liðka
fyrir lausn fimm Frakka er írans-
vinir halda föngnum í Líbanon.
Forsetinn sagðist reiðubúinn
að leggja hönd sína á eld og
sverja að Sósíalistaflokkurinn
hefði ekki þegið mútufé frá Luc-
haire. Hann sagði að allskyns ás-
akanir og staðhæfingar um að fra-
nskir stjórnamálaflokkar væru
reknir fyrir illa fengið fé „hefðu
eitrað pólitískt andrúmsloft í
landinu í rúma öld“ og væri mál
að linnti. Hvatti hann þvínæst
ríkisstjórn Jacques Chiracs til að
setja hið snarasta lög um fjármál
stj órnmálaflokka.
Höfundur greinarinnar í
„Lyon-Figaro“ staðhæfir að fyrir
augu sín hafi borið opinbert plagg
með fyrirmælum um að vopna-
sendingarnar skyidu ekki skráðar
hjá flugmálayfirvöldum þannig
að salan kæmist ekki í hámæli.
„Samkvæmt heimildum okkar
voru það einkum eldflaugakerfi
sem herflugvélarnar fluttu.“
Talsmaður franska varnarmála-
ráðuneytisins vildi ekkert tjá sig
um frétt þessa í gær.
Vopnasölumál þetta komst í
hámæli fyrir tveim vikum er
leyndarskýrslu ríkisstjórnarinnar
var komið til hægri sinnaðra fjöl-
miðla. í henni er því haldið fram
að aðstoðarmaður Charles
Hernu, fyrrum varnarmálaráð-
herra sósíalistastjórnarinnar,
hafi haft hönd í bagga með
vopnasölu Luchaire fyrirtækisins
til Irans gegn því að fyrirtækið léti
myndarlega fjárupphæð af hendi
rakna í sjóði Sósíalistaflokksins.
Bæði Hernu og aðstoðarmaður
hans hafa harðneitað þessum
fullyrðingum.
-ks.
Nicaragua
Reagan áhugalaus
um frið
Daníel Ortega, forseti Nicarag-
ua, sagði í fyrradag að stífni
Ronalds Reagans Bandaríkja-
forseta, er þverskallast við að
hefja beinar viðræður við
stjórnvöld í Managua um vopna-
hlé, sýndi mönnum svo ekki væri
um að villast að ráðamenn í Was-
hington hefðu engan áhuga á því
að friður kæmist á í Mið-
Ameríku.
Ortega er um þessar mundir
staddur í Mexíkó. Hann sagðist
enn bíða formlegs svars frá Kont-
raliðum við tilboði sínu um frið-
aráætlun í 11 liðum er hann gerði
þeim í Washington í fyrri viku. Pá
átti hann viðræður við Jim
Wright, forseta fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, en Reagan
neitaði að koma að máli við hann
og lét þau orð falla að friðarmál
Nicaragua væru alfarið á ábyrgð
landsmanna sjálfra. „Sú stað-
reynd að Bandaríkjaforseti taldi
ekki ástæðu til að eiga fund með
mér sýnir að hann skortir pólit-
ískan vilja fyrir lausn þessa
máls,“ sagði Ortega.
Kardínáli Nicaragua, Miguel
Obando Y Bravo, hafði boðist til
að vera milligöngumaður í
óbeinum viðræðum ráðamanna í
Managua og Kontraliða. Hann
bar hinum síðarnefndu tilboð Or-
tegas á föstudag en þeir höfnuðu.
Vilja þeir að viðræður fari fram í
■ ■
Oflug neytendasamtök í Evrópu
hafa lýst því yfir að þau muni
ráða fólki frá að kaupa ákveðnar
vörur nema Evrópubandalagið
og framleiðendur takmarki enn
frekar magn efna sem valda
skemmdum á ósonlaginu um-
hverfis jörðina.
Efni þessi nefnast klórflúor-
karbón og er að finna í úðunar-
brúsum, ísskápum, ýmiss konar
kvoðu og umbúðum. í fyllingu
tímans berast þau út í andrúms-
loftið og af þeirra völdum mynd-
ast göt á ósonlaginu.
Samtökin tala um að veita
framleiðendum þriggja mánaða
höfuðborg Nicaragua en Ortega
vill að þær fari fram í Washington
þar eð „sú borg sé stjórnstöð at-
lögunnar á hendur íbúum Nicar-
agua.“
-ks.
umþóttunartíma,og meta ástand-
ið upp á nýtt að þeim tíma liðn-
um.
„Ef djúpt verður á viðbrögðum
munum við ráðleggja fólki að
kaupa ekki varning sem inniheld-
ur klórflúorkarbón," segir for-
stjóri samtakanna, Tony Venab-
les. „Það má vel notast við aðrar
vörur í staðinn, og eins geta
neytendur leitað nýrra leiða,“
segir hann.
Svissneskir neytendur hafa
hunsað ósonfjandsamlegar vör-
ur, og hollendingar munu fljót-
lega fylgja fordæmi þeirra, að
sögn Venables.
HS
Umhverfismál
Vemdum ósonlagið
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. nóvember 1987