Þjóðviljinn - 26.11.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.11.1987, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTHR England Sham skoraói tvö Everton vann nokkuð öruggan sigur yfir Bayern Miinchen í vin- áttuieik liðanna í Liverpool í gær, 3-1. Graeme Sharp var maðurinn á bakvið sigur Everton, en hann skoraði tvö fyrstu mörkin á 14. og 22. mínútu. Mark Hughes minnkaði mun- inn fyrir Bayern á 36. mínútu, en Adrian Heath innsiglaði sigur Everton skömmu fyrir leikslok. -Ibe/Reuter Knattspyrna Hlynur til Víkings Hlynur Stefánsson einn af helstu markaskorurum ÍBV í sumar hefur ákveðið að ganga til liðs við Víkinga í 1. deildinni í knattspyrnu. Hlynur var einn af lykil- mönnum ÍBV í sumar. Hann mun án efa reynast Víkingum góður liðsstyrkur í erfiðri keppni í 1. deild. Hlynur skoraði fimm mörk fyrir ÍBV í sumar. -Ibe Kvennahandbolti Létt hjá Haukum Sigruðu Val með sjö marka mun. Margrét með 12 mörk Nýliðarnir í 1. deild kvenna, Haukar, fóru illa með Valsstúlk- ur í gær. Haukarnir fóru á kost- um og unnu yfirburðasigur 22- 15. Margrét Theodórsdóttir fór á kostum og skoraði tólf marka Hauka. Haukarnir náðu sínum besta leik til þessa, en Valsstúlkurnar voru í sömu lægðinni og þær hafa verið í síðustu leikjum. Það var því aldrei spurning um úrslit og sigur Hauka öruggur. Haukastúlkur voru mun á- kveðnari í byrjun og náðu fimm marka forskoti, 8-3. Þessum mun Knattspyrna Melbann í Englandi Varnarmaðurinn Steve Walsh hjá Leicester var í gær dæmdur í níu leikja bann fyrir gróft brot. Þetta er þyngsti dómur sem breska knattspyrnusambandið hefur kveðið upp fyrir brot af þessu tagi. Walsh er þekktur fyrir að leika gróft og hann var rekinn útaf í leik gegn Shrewsbury, en þá kjálkabraut hann David Geddis. Fyrir það fékk hann sex leikja bann. Hann var svo bókaður í næsta leik Leicester og fékk fyrir það þrjá leiki til viðbótar. Hann hvílir sig því á knattspyrnu fram í miðjan janúar. -Ibe/Reuter Hlaup Daníel sigraði Daníe) Guðmundsson, USAH, sigraði í Stjörnuhlaupi FH um helgina. Daníel sigraði eftir spennandi keppni við Bessa Jó- hannesson ÍR. Daníel kom í mark á tímanum 15.45, en Bessi kom sex sekúnd- um síðar. Steinunn Jónsdóttir, Ármanni sigraði í kvennaflokki á 11.45, en Björg Long, FH. hafnaði í 2. sæti á 13.13. í flokki karla eldri en 35 ára sigraði Höskuldur Guðmannsson á 20.24 og í flokki drengja var það Björn Pétursson, FH, sem bar sigur úr býtum. -Ibe héldu þær og í hálfleik var staðan 10-5, Haukum í vil. í síðari hálfleik tóku Valsstúlk- ur Margréti Theodórsdóttur og Hrafnhildi Pálsdóttur úr umferð, en það var ekki nóg. Sigur Hauka var öruggur og sanngjarn. Pað voru þær Margrét og Hrafnhildur sem voru bestar í liði Hauka, en Sólveig Steinþórsdótt- ir varði mjög vel í markinu. Hjá Val stóð engin uppúr. Mörk Hauka: Margrét Theodórsdóttir 12, Hrafnhildur Pálsdóttir 6, Steinunn Þorsteinsdóttir 2, Björg Bergsteinsdóttir 1 og Inga Kristinsdóttir 1. Mörk Vals: Katrín Fredriksen 4, Kristín Arnþórsdóttir 3, Erna Lúövíks- dóttir 2, Guörún Kristjánsdóttir 2, Harpa Sigurðardóttir 2 og Ásta Sveinsdóttir 2. Staöan i 1. deild kvenna:-MHM Hilmar Sigurgíslason svífur inn af línunni gegn Aftureldingu. Honum tókst þó ekki að skora úr þessu færi frekar en öðrum í leiknum. Mynd: E.ÓI. Handbolti Ömggt hjá Víkingum Sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik Bikarkeppninnar Fram 8 7 1 0 171-111 15 FH 7 5 0 2 136-100 10 Haukar 7 3 1 3 139-120 7 Víkingur 7 3 0 4 137-111 6 Stjarnan 6 3 0 3 133-122 6 Valur 6 3 0 3 107-98 6 KR 6 1 0 5 87-144 2 Þróttur 7 0 0 7 98-194 0 Víkingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 2. umferð Bikarkeppni HSÍ. Þeir sigruðu Aftureldingu, 20-31, eftir jafnan fyrri hálfieik. Það stefndi allt í hörkuleik framan af. Afturelding byrjaði vel og stóð í Víkingum allt til loka fyrri hálfleiks. Þegar staðan var 10-10 hrukku Víkingar í gang og skoruðu fimm mörk í röð. Staðan í leikhléi var 15-10 og eftir það var vart spurning um hvorum megin sigurinn hafnaði. Víkingar juku forskotið smám saman og mestur varð munurinn 12 mörk. Afturelding náði þó ágætum köflum annað slagið, en ekki nóg til að standa í íslands- meisturunum. Afturelding byrjaði vel, en það var eins og leikmenn liðsins gæf- ust upp þegar Víkingar tóku við sér. Vörn þeirra, sem hafði verið þokkaleg, hrundi og sóknarleik- urinn varð klúðurslegur. Gunnar Guðjónsson var yfirburðamaður í liði Aftureldingar, lék mjög vel og var markahæstur. Viktor varði vel í markinu og Lárus Sigvalda- UEFA-bikarinn son átti ágæta spretti. Víkingar voru með rólegasta móti og á köflum kærulausir. Þeir léku þó þokkalega inná milli og það tryggði þeim sigurinn. Sig- urður Gunnarsspn var besti mað- ur Víkinga og Árni Friðleifsson lék einnig vel. Þá varði Sigurður Jensson vel. Mörk Aftureldingar: Gunnar Guðjóns- son 8(2v), Lárus Sigvaldason 5, Er- lendur Davíðsson 3, Viktor Viktorsson 2, Steinar Tómasson 1 og Tryggvi Scheving 1. Mörk Víkings: Sigurður Gunnarsson 10(5v), Árni Friðleifsson 6, Guðmundur Guðmundsson 6(1v), Bjarki Sigurðsson 4, Einar Jóhannesson 3( 1 v) og Karl Þrá- insson 2. -ÁV Fátt sem kom á óvart Það var ekki margt sem kom á óvart í gær þegar fyrri leikirnir í 3. umferð Evrópukeppninnar fóru fram. Úrslit voru flest eins og við var búist. Vestur-þýsku liðin komust vel frá leikjum sínum í gær. Borussia Dortmund ætti að vera öruggt í 3. umferð eftir öruggan sigur yfir Club Brugge, 3-0. Það var mark- akóngurinn Frank Mill sem skoraði tvö marka Dortmund og Ingo Anderbrúgge bætti þriðja markinu við. Bayer Leverkusen náði mjög góðum úrslitum gegn Feyenoord á útivelli, 2-2. Það var reyndar Leverkusen sem náði forystunni með tveimur mörkum frá Buncol og Falkenmeyer á fyrsta hálftím- anum. Feyenoord náði að jafna fyrir leikhlé, en það voru Been og Hökstra sem skoruðu mörk Fey- enoord. Það byrjaði glæsilega hjá Wer- der Bremen gegn Dynamo Tiblis- hi og eftir 17 mínútur var staðan 2-0. Það voru Frank Neubarth og Karl-Heinz Riedle sem skoruðu mörk Bremen eftir góðan undir- búning Norbert Meier, sem var besti maður vallarins. Varnarmistök á 20. mínútu færðu Dynamo hinsvegar dýr- mætt útimark. Ramaz Shengeliya náði boltanum í vítateig Bremen og skoraði af öryggi. Það sem eftir var leiksins lék Dynamo með 10 menn í vörn og þrír leikmenn liðsins voru bókað- ir fyrir að tefja leikinn. Gary Linecker skoraði tvö marka Barcelona í öruggum sigri yfir Flamutari Vlora frá Albaníu, 4-1. Barcelona átti ekki í nokkrum vandræðum með smáliðið frá Al- baníu og það voru Urbano Or- tega og Francisco Carrasco sem skoruðu hin tvö mörk Barcelona. Linecker féll þó í skuggann af lítt þekktum Ungverja, Kalman Kovacs, en hann skoraði.fjögur mörk í sigri Honved Budapest yfir Panathinakos, 5-2. Espanol virðist ætla að ganga vel að tína Milano liðin úr keppn- inni. Espanol sló AC Milano út í 2. umferð og náði jafntefli gegn Inter Milano á útivelli, 1-1. Inter náði forystunni á 32. mín- útu með marki frá Aldo Serena. Inter réði svo gangi leiksins og hefði átt að bæta fleiri mörkum við. Það var aðeins markvörður- inn frá Kameroon, Thomas ‘Komo sem kom í veg fyrir það með frábærri markvörslu. Það var svo danski landsliðs- maðurinn John Lauridsen, ný- kominn inná sem varamaður, sem tryggði Espanol jafntefli tíu mínútum fyrir leikslok. Það gekk öllu betur hjá löndum Inter, í Verona. Þeirsigr- uðu Sportul Bukarest 3-1. Það voru Fontalan og Pacino sem náðu forystunni fyrir Verona, en Coras minnkaði muninn fyrir Sportul. Daninn Preben Elkjær Larsen bætti þriðja marki Ver- ona við á 82. mínútu úr víta- spyrnu. -Ibe Spánn ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 UEFA-bikarinn 3. umferð - fyrri leikir Honved Budapest (Ungverjalandi)-Panathinakos (Grikklandi)..... Feyenoord (Hollandi)-Bayer Leverkusen (V-Þýskalandi).......... Barcelona (Spáni)-Flamutari Vlora (Albaníu)................... Guimares (PprtúgalJ-Vitkovice (Tékkóslóvakíu)................. Inter Milano (Ítalíu)-Espanol (Spáni)......................... Werder Bremen (V-Þýskalandi)-Dynamo Tiblishi (Sovétríkjunum). Verona (Ítalíu)—Sportul Bukarest (Rúmeníu).................... Borussia Dortmund (V-Þýskalandi)-Club Brugge (Belgíu)......... .5-2 .2-2 .4-1 .2-0 . 1-1 .2-1 .3-1 .3-0 Real í 2. umferð Real Madrid slapp áfram í 3. umferð í bikarkcppninni á Spáni. Real sigraði 2. deiidarliðið Se- asto, 3-0. Real vann samanlagt, 3-0. Fyrri viðureign liðanna, sem lauk með jafntefli 0-0, var söguleg. Þá fékk Hugo Sanchez kamapvíns- flösku í höfuðið og varð að yfir- gefa völlinn. Þá gerðu Las Palmas og Rayo Vallecano jafntefli 1-1. Las Palmas komst þó áfram með sigri í fyrri leiknum 3-1. -Ibe/Reuter I kvöld í kvöld eru þrír leikur í Bikar- keppninni í handknattleik og einn leikur í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. í Bikarkeppninni mætast Val- ur og KA í Valsheimilinu, Njarð- vík og Fram í Njarðvík og Grótta og KR b. í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Állir leikirnir hefjast kl. 20. í Hagaskólanum taka KR- ingar á móti ÍBK í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, kl. 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.