Þjóðviljinn - 10.12.1987, Blaðsíða 9
BÆKUR
LEITIÐ
og þér munuð fínna
(eitthvað allt annað en leitað er að)...
(sak Harðarson
Isak Harðarson:
Útganga um augað læst
Svart á hvítu 1987
...gæti verið rauði þráðurinn í
þessari fimmtu ljóðabók ísaks
Harðarsonar. Þó er þráðurinn
frekar blár, og hangir í honum
flest það sem mönnum er við-
komandi, margt er hér á ystu nöf
eins og svo oft áður í bókum
skáldsins - en samt ekki fallið
fram af. Þótt fsak hafi gjarnan
lýst heimi á heljarþröm hefur
hálfkæringurinn fylgt með, ljóðin
hafa fólgið í sér visst afdrep fyrir
vitfirringunni, nefnilega kald-
hæðnina. Minna ber á slíku hér
en áður. Ljóðin eru nakin og
menn birtast hér afkróaðir og án
undankomu. Kannski opinberast
það í þessari bók sem einn nem-
andi í framhaldsskóla orðaði svo
um skáldskap ísaks: f ljóðum
hans væri „ljúfur náungi" sem
þættist vera „rosa nagli“. Ekki
fjarri lagi.
Svo bregður nú við, þegar
sýndarharkan er ekki sérlega ná-
læg, að umkomuleysi mannanna
verður harla augljóst. Sá auðnar-
legi hr. sahara í samnefndu kvæði
„rær yfir göturnar flæddar / (nú)
mittisdjúpum ótta“ og páfa-
gaukurinn (tapast hefur svartur
páfagaukur) flýgur allan daginn í
leit að sjálfum sér án árangurs þar
til honum hugkvæmdist að
hringja heim til sín og fær þá
þetta svar:
...Það er enginn með
þetta símanúmer!
Vinsamlegast athugið
hvort þér eruð ekki
einhver annar...
INGI BOGI
BOGASON
Grunnliturinn er svartur og
aðrir litir eru tilbrigði við hann,
það er gjarnan nótt, myrkur,
svart og meira myrkur. Skáldið
eyðir ekki dýrmætum tíma (sem
óðum styttist í annan endann) í
að gefa eitthvað í skyn eða ýja að
heldur tekur hann pensil af
stærstu gerð og dýfir honum í
óblandaðan litinn og dregur stór-
ar línur, svartar.
Uggurinn um hugsanleg enda-
lok menningar og jafnvel
mannkyns er áleitið viðfangsefni
í bókum ísaks. Hættan á alls-
herjartortímingu er nálæg og það
er ekki skorast undan þessari
hugsun hér. Ljóð eins og café
nagasaki 1945 og hraðbæn eru
dæmi um það. Og þegar menn
eru farnir að hugsa í slíkum yfir-
skilvitlegum stærðum þá er fárán-
leikinn aldrei langt undan. í
Lækkuðu verði birtist hann í
hnyttilegum orðaleik („allt til
skólans 7 allt til jólanna/.../ allt til
dauðans").
En skáldið bindur sig ekki við
mannkyn í heild, miklu frekar er í
þessari bók fjallað um manninn
stakan og möguleika hans til að
lifa af- og eru sannast sagna ekki
miklir. Maðurinn í ljóðum ísaks
getur ekki á heilum sér tekið,
bara í pörtum og kannski bara
hálfum. Hann er hlaðinn byrð-
um, hann er sekur (sektin er hins
vegar óljós) og gjarnan ófull-
nægður. Ósætti manns og um-
hverfis er kannski hvergi betur
lýst en í einhyrningi: „á nóttinni
liggur allt niðri; /.../ aðeins ég /
stend lóðréttur hér og þar /.../ er
rekinn hvað eftir annað / í myrkr-
ið“.
Hver er svo útgönguleiðin? Er
hún til? í café aquarius 1963 er
fólkið „marglitt vefjasýni úr lík-
ama óendanleikans“ en jafn-
framt „sjónfruma í auga þess sem
skoðar“ og skyldi það vera ein-
hver annar guð? Ef svo þá er veg-
ur guðs „órans akanlegur" en
heilagur andi þýtur með ný boð
til að gjörbreyta lífi mannanna.
Og það verður ekki annað skilið
af þessu ljóði en mannlífið sé einn
allsherjar mekanismi sem byggir
á lögmálumum orsök og afleið-
ingu, áreiti og andsvar: sérhvert
ferli er bundið fyrirfram gerðum
rásum. Er þá ekki happadrjúgast
að loka augunum, harðlæsa
þeim, og vera Palli einn í heimin-
um? Af einskærri tillitssemi svar-
ar skáldið þessari spurningu
neitandi í ljóðinu án fugls:
dag eftir dag flugu
augu þin á þéttvaxna
rimlana af ódrepandi
þrá til þess eins að
falla blóðhlaupin aftur
á kvöldin
það kom glufa
—íAUGUN
og þú varst ekki bundinn
í þessari bók.
Með þrautseigju og harðfylgi
er flest unnt, jafnvel að snúa á
niðurbeygðan lesanda.
Ingi Bogi
Með afa og
ömmu á
Skriðuklaustri
Ný útgáfa frá Vöku-Helgafelli
Vandratað í veröldlnní
eftlr Franzlscu Gunnarsdóttur
Út er komin hjá Vöku-
Helgafelli fyrsta bók Franziscu
Gunnarsdóttur, Vandratað í ver-
öldinni. (bókinni segir Franzisca
frá dvöl sinni á Skriðuklaustri í
Fljótsdal í Múlasýslu hjá afa sín-
um, rithöfundinum Gunnari
Gunnarssyni, og ömmu sinni
Franziscu.
Bókin er fyrst og fremst saga af
uppvexti ungrar stúlku og höf-
undurinn varpar ljósi á ýmsa
þætti sem tengjast hugmynda-
heimi barnsins og þroskaferli á
viðkvæmu mótunarskeiði. í bók-
inni eru einnig kaflar um skáldið
Gunnar Gunnarsson og fá les-
endur að kynnast honum í nýju
ljósi.
Auk annars er hér á ferðinni
heimild um daglegt líf manna og
störf á íslensku stórbýli. Sam-
skipti sveitunganna við skáldið
lýsa vel tengslum íslenskrar al-
þýðu við rithöfunda sína og af því
sem öðru verða skemmtilegar
sögur.
Höfundur vefur saman þjóð-
sögum og ævintýrum sem henni
voru hugleikin á barnsaldri, lífs-
skoðunum og hugmyndum sem
hún tekur í arf frá umhverfinu -
afa sínum, ömmum, móður og
föður - og þeirri alþýðlegu skyn-
semi sem sveitafólki er töm. Úr
þessu verður bók sem hefur
nokkra sérstöðu meðal æviminn-
ingabóka.
Barnalæknir
segir frá
Bókaútgáfan FORLAGIÐ hef-
ur sent frá sér bókina Minningar
barnalæknis, lífssaga Björns
Guðbrandssonar. Matthías
Viðar Sæmundsson skráði.
Björn Guðbrandsson kemur
víða við í minningum sínum.
Hann rifjar upp æskuárin í
Skagafirði þegar örþreyttir
sveitalæknar riðu um héruð og
börn hrundu niður úr barnasjúk-
dómum. Síðan víkur hann að
dvöl sinni í Þýskalandi eftir
stúdentspróf og lýsir kynnum sín-
um af forsprökkum nasista árið
1939.
Á stríðsárunum stundar Björn
nám við læknadeild Háskóla ís-
lands og er um leið aðstoðar-
læknir á Vífilsstaðahæli. Hann
lýsir af hreinskilni baráttuþreki
og dauðastríði sjúklinganna. Síð-
an heldur Björn vestur um haf og
verður þar einn af fyrstu sérfræð-
ingum íslendinga í barnalækn-
ingum.
Á síðustu dögum Víetnam-
stríðsins er hann við læknisstörf í
Saigon og tveimur áratugum áður
er hann staddur í Tokyo á vegum
bandaríska hersins. Kóreustríðið
geisar og Björn kemst í kynni við
mannlegar hörmungar og ógnir
styrjalda.
Eftir Kóreustyrjöldina tekur
Björn til starfa við Landakots-
spftala í Reykjavík. í sögu sinni
bregður hann upp myndum úr
læknisstarfi sínu og spítalalífi,
stefnumótum við dauðann, sorg-
um og sigrum.
HANNES PÉTURSSON
MISSKIPT
ER
MANNA
LÁNI
HEIMILDAÞÆTTIR III
Heimildaþættir
Hannesar
Péturssonar
Mlsskipt er manna láni III
eftir Hannes Pétursson
IÐUNN hefur gefið út bókina
MISSKIPT ER MANNA LÁNI III,
en með henni lýkur þriggja binda
safni heimildaþátta Hannesar
Péturssonar skálds. Efnið sækir
höfundur hér til Skagafjarðar
eins og löngum fyrr.
í kynningu útgefanda á efni
verksins segir svo:
„í bókinni eru þrír langir
þættir. f hinum fyrsta segir af
Gottskálk Gottskálkssyni sem
uppi var í byrjun nítjándu aldar.
Hann átti ævintýralegan lífsferil,
var langdvölum erlendis í her-
þjónustu og barðist í tveimur orr-
ustum gen Napóleon, en var
fluttur sjúkur og vegalaus á
kostnað yfirvalda heim til æsku-
stöðva þar sem hann átti eftir að
verða vel bjargálna bóndi. -
Annar þáttur rekur sögu Jóhanns
P. Péturssonar á Brúnastöðum í
Lýtingsstaðahreppi, hreppstjóra
þar undir lok síðustu aldar og
fram á þessa. Hann var auðsæll
héraðshöfðingi í gömlum stíl,
hófst úr fátækt til þess að verða
stólpi sveitar sinnar. - Loks segir
frá Skúla Bergþórssyni á Meyjar-
landi á Reykjaströnd, einu síð-
asta rímnaskáldi sem hélt órofa
tryggð við það kveðskaparform.
Safnrit um
íslenskan
fróðleik
IÐUNN hefur gefið út fjórða bindi
í flokk bóka um íslenskan fróðleik
sem GESTUR nefnist, en efni í
þessar bækur hefur Gils Guð-
mundsson tekið saman og rit-
stýrt.
í þessu nýja bindi er sem í hin-
um fyrri margt forvitnilegra frá-
sagna úr íslensku þjóðlífi. Tölu-
verður hluti efnisins er áður ó-
prentaður.
Lengstur áður óbirtra þátta
segir af fjórum Hornstrending-
um, lifandi lýsing á mannlffi vest-
ur þar framan af þessari öld. Um-
sjónarmaður verksins hefur tekið
saman þátt um útilegumannatrú
fyrrum, „um hulin pláss“. Af
áður prentuðu en fágætu efni er
ástæða til að benda á frásögn Þor-
steins skálds Erlingssonar af
Bessastaðaför 1903. Þá er nýr
þáttur um minnilegan þjóðmála-
skörung, Pál Zóphóníasson.
íslensk
spennusaga
Áttunda fórnarlambið, heitir
fimmta skáldsaga Birgittu H.
Halldórsdóttur, en áður hafa
komið frá hennar hendi: Inga,
Háski á Hveravöllum, Gættu þín
Helga og í greipum elds og ótta,
allt „spennusögur" - Skjaldborg
gefur út.
Eins og í fyrri bókum Birgittu
blómstar ástin hjá sögupersónum
þessarar bókar, en það er ekki
friðsamlegt eða átakalaust í
kringum þá ástarelda. Hvað eftir
annað er lífsdansinn háður á ystu
nöf, þar sem enginn fær séð hvort
framundan er líf eða dauði. -
Unnendur spennubóka, sem
fja.Ha um ástir og afbrot, fá hér
bók í hendur, þar sem byggt er á
íslenskum aðstæðum og íslenskri
hugsun.
Fimmtudagur 10. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9