Þjóðviljinn - 31.12.1987, Qupperneq 5
M jög róstusamt var í Suður-Kóreu á þessu ári. I sumar knúðu gífurleg
mótmæli alþýðu manna Chun forseta til þess að boða til forsetakjörs nú í
desember. Skjólstæðingur hans, Roh Tae Woo, sem hér sést samanpúslaður
bar sigur úr býtum en stjórnarandstæðingar saka ráðamenn um svindl.
I haust fóru fram vitnaleiðslur í irans/Kontrahneykslismálinu í Washington. Þessir tveir, Pointdexter aðmíráll og North
ofursti, voru í sviðsljósinu en staðhæfðu báðir að góðvinur þeirra, Reagan forseti, væri sýkn að sök.
2 50 þúsund blakkir námamenn í Suður-Afríku lögðu niður vinnu í ágústmánuði og lömuðu vinslu í helstu kola- og
gullnámum landsins um þriggja vikna skeið.
Lönguvitleysunni lokið! Þegar Anatoly Karpov játaði sig sigraðan í 24. skák-
inni í einvígi hans og Kasparovs var merkum áfanga náð: Eftir fjögur einvígi og
120 skákir á fjórum árum var loks úr því skorið hvor þeirra ber heimsmeistaratit-
ilinn næstu þrjú árin. Myndin sýnir þá félaga - sem Spassky líkti raunar við
gömul hjón - í vinalegum samræðum að leikslokum.
antur eða fórnarlamb? Mannorð Kurts Waldheims og heldur skuggaleg
fortíð hans í her nasista hefur mjög verið í brennidepli á árinu. Alltaf eru ný og ný
skjöl að koma fram í dagsljósið sem þykja sanna að þessi fyrrum aðalritari
Sameinuðu þjóðanna hefur óhreint mjöl í pokahorninu
Tímamót á Ítalíu. Klámdrottningin
Ciccolina brosir glaðbeitt til stuðn-
ingsmanna sinna eftir að hafa verið
kjörin á þing ítala. Kosning hennarfór
fyrir brjóstið á mörgum.
Landflótta Nóbelsskáld. Það vakti talsverða undrun þegar sænska akademí-
an gerði kunnugt að Josif Brodsky hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels þetta árið.
Brodsky er sovéskur en var útlægur ger fyrir hálfum öðrum áratug.
R áðamenn á Sri Lanka og Indlandi sömdu í sumar áætlun um að binda
enda á borgarastríðið í eyríkinu. Indverskur her var sendur til nágrannannna en
fyrr en varði hafði brotist úr stríð milli hans og Frelsistígra tamíla. Hér sjást tveir
Tígrar á varðbergi í Jaffnaborg, skömmu áður en þeir voru ofurliði bornir af
Indverjum.
Stríðið endalausa. Nú um áramótin eru liðin rétt átta ár síðan Sovétmenn sendu hersveitir til Afghanistan. Skæruliðar
þjóðfrelsisfylkinga hafa frá öndverðu barist gegn hernáminu þrátt fyrir lítinn utanaðkomandi stuðning. Stríðið hefur
kostað gífurlegar mannfórnir og hundruð þúsunda Afghana eru landflótta. Vonir stóðu til að Mikhail Gorbatsjov myndi
tilkynna um brottnám Sovétmanna á leiðtogafundinumí Washington. Þær vonir brugðust og enn sér ekki fyrir endann á
þessu stríði.