Þjóðviljinn - 13.03.1990, Page 2

Þjóðviljinn - 13.03.1990, Page 2
FRETTIR Borgarstjórnarkosningar Afram unnið að G-lista Birting vill aðABR skiptium skoðun ogfari ísameiginlegtframboð. Stefanía Traustadóttir: Akvörðun um G-lista stendur óhögguð. Ný samtök í uppsiglingu Akvörðun félagsfundar um að bjóða fram G-lista stendur óhögguð og ég sé ekkert annað í kortunum en að gengið verði frá þessum lista. Við stefnum að því að koma forvalsgögnum út um helgina, sagði Stefanía Trausta- dóttir, formaður ABR og kjör- nefndarmaður, í samtali við Þjóðviljann í gær. Þetta er svar Stefaníu við álykt- un Birtingar þar sem stjórn Al- þýðubandalagsins í Reykjavík er hvött til þess að endurskoða af- stöðuna til sameiginlegs fram- boðs Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og fólks utan flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. í ályktuninni er því beint til stjórnar ABR að hún sýni ábyrgð og beiti sér af fullri alvöru í stjórnmálabaráttunni. „Þetta er lokatilraun okkar til þess að fá Alþýðubandalagið í Reykjavík með í sameiginlegt framboð. Við bíðum nú eftir svari,“ sagði Kjartan Valgarðs- son, formaður Birtingar, við Þjóðviljann í gær. Birtingarmenn funda annað kvöld til þess að ræða framboðs- mál. Á sama tíma eru félagar úr Birtingu, Alþýðuflokksmenn og fólk utan flokka að leggja drög að stofnun samtaka undir kjörorð- inu „Lýðræði gegn flokksræði". Samtökin hyggjast vinna að sam- eiginlegu framboði vinstri manna og óháðra kjósenda. f fréttatilkynningu frá undir- búningsnefnd að stofnun samtak- anna segir að hér sé um að ræða hóp áhugafólks úr ýmsum pólit- ískum samtökum og óháða ein- staklinga sem „telja brýnt að fram komi raunhæfur valkostur í komandi borgarstjórnarkosning- um, þar sem málefni og brýnustu verkefni eru tekin fram yfir hagsmuni einstakra flokka". A meðal þeirra sem unnið hafa að stofnun samtakanna eru Mar- grét Björnsdóttir, Hrafn Jökuls- son, Einar Heimisson, Svanur Kristjánsson, Guðmundur Ein- arsson, Birgir Dýrfjörð og fleiri. „Þetta er hópur fólks sem hef- ur ekki trú á að hefðbundin fram- Handbolti A- eða B-þjóð? Ljótt tapfyrir Frökkum sendi íslenska liðið niður í B-keppnina. Svíar heimsmeistarar Það var heldur lágt risið á ís- lensku landsliðsmönnunum í handbolta eftir tap, 23-29, fyrir Frökkum í síðasta leik heims- meistarakeppninnar í Prag. Það þýddi að liðið lenti í 10. sæti í keppninni og verður að taka þátt í B-keppninni í Austurríki árið 1992 og keppa þar um rétt til að komast í A-keppnina í Svlþjóð árið 1993. Eftir leikinn gegn Frökkum á laugardaginn héldu forráðamenn Handknattleikssambands íslands því fram að 10. sætið gæfi eftir allt saman rétt til þátttöku í A- keppninni 1993. Hafði Jón Hjalt- alín Magnússon formaður HSÍ þetta eftir Ervin Lang, forseta Alþjóða handknattleikssam- bandsins. í gær bar Lang þetta til baka í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins. Staðfesti hann það að ísland væri B-þjóð eftir tapið fyrir Frökkum og bætti því við að þetta hefði forráða- mönnum HSÍ verið ljóst frá því í upphafi keppninnar. Ollu betur gekk frændum okk- ar Svíum sem komu verulega á óvart með þvf að leggja hið harð- snúna lið Sovétríkjanna að velli með fjögurra marka mun í skemmtilegum úrslitaleik. Svíar urðu því heimsmeistarar, Sovét- menn fengu silfrið og Rúmenar bronsið eftir sigur á Júgóslövum. Spánverjar unnu Ungverja í keppninni um 5. sætið, Tékkar unnu Austurþjóðverja í leiknum um 7. sætið. Frakkar urðu ní- undu, íslendingar tíundu, Pól- verjar elleftu, Suðurkóreumenn tólftu, Svisslendingar 13., Kú- banir 14., Japanir 15. og Alsíring- ar ráku lestina í 16. sæti. _þh boð skili árangri. Ég vona að ABR skipti um skoðun og hætti við að bjóða fram G-lista,“ sagði Margrét Björnsdóttir í gær. Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að efna til prófkjörs í vikunni fyrir páska og Birgir Dýrfjörð, formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, sagðist reikna með að þar yrði um að ræða prófkjör fleiri aðila en Alþýðuflokksins. Vinna kjörnefndar ABR er að ljúka að sögn Stefaníu Trausta- dóttur og er gert ráð fyrir að for- valsgögn verði send út um helg- ina. Stefanía vildi ekki gefa upp nöfn þeirra sem gefa kost á sér í forval, en nöfn Gunnars H. Gunnarssonar, Haraldar Jó- hannessonar, Guðrúnar K. Óla- dóttur og Arnórs Péturssonar hafa komið fram í fjölmiðlum. „Fjölmiðlar hafa farið rangt með bæði nöfn og fjölda þeirra sem ætla að taka þátt í forvali. Við lendum ekki í neinum vand- ræðum með að fylla þann fjölda sem til þarf í forval,“ sagði Stef- anía í gær. _gg ísafjörður Kosið um bensínskatt? Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta og í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við þetta sjón- armið. Hins vegar hef ég heyrt frá brottfluttum Vestfirðingum að þeir séu tilbúnir að greiða þennan skatt fái þeir tækifæri til þess í öðrum iandsfjórðungum, sagði Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri. Þær raddir hafa nú heyrst frá einstaka íbúa á norðanverðum Vestfjörðum að skynsamlegast sé að greiða um það atkvæði í kom- andi sveitarstjórnarkosningum hvort meirihluti sé fyrir því að taka á sig aukaskatt til að greiða fyrir gerð jarðganga í gegnum Breiðadals- og Botnsheiðar. -grh Yfir fimmtungur allra umferðaróhappa á (slandi er aftanákeyrslur, en nú ætla Umferðarráð og bifreiðatrygg- ingarfélögin að skera upp herör gegn þessum slysum. Mynd Jim Smart. Umferðin Herferð gegn aftanákeyrslum Er nokkurt vit í því að koma svona aftan að fólki? Þessa spurningu ætla Umferðarráð og bifreiðatryggingarfélögin að bera upp við ökumenn í sérstöku átaki gegn aftanákeyrslum, en rúmlega fimmtungur allra umferðaró- happa á Islandi eru aftanákeyrsl- ur. Átakið fer fram í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndahúsum á nmn éia itilrlim Hættum aftanákeyrslum, segir í auglýsingum herferðarinnar, enda má rekja rúmlega fimmtung allra meiðsla í umferðarslysum til þess að bíll keyrir aftan á annan. Auk þess eru aftanákeyrslur tald- ar kosta tæplega hálfan miljarð króna á ári. Tíðni aftanákeyrslna mun hafa aukist á undanförnum árum. Að sögn forsvarsmanna her- ferðarinnar er algengasta orsök þessara óhappa sú að ekki er haft nægilega langt bil á milli bíla. Ungir karlar keyra oftast aftan á, en fólk á aldrinum 45-54 ára lendir sjaldnast í þess háttar óhöppum. -gg Kristniboðsvika í Reykjavík Samband íslenskra kristniboðsfé- laga stendur fyrir kristniboðsviku í Reykjavík. Kristniboðsvikan hófst sl. sunnudag og lýkur á sunnudaginn kemur, 18. mars. í dag verður samkoma í Grensás- kirkju, á morgun í Seltjarnarnes- kirkju, á fimmtudag í Hallgríms- kirkju og síðustu þrjár samkom- urnar, á föstudag, laugardag og sunnudag verða í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2B. Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga varð 60 ára á síðasta ári. Það starfar nú í Eþíópíu og Kenya. Nýjasta verkefnið er í Voitó-dal í Eþíópíu þar sem unnið er að því að koma upp kristniboðs- og heilsugæslustöð. Hjálparstofnun kirkjunnar tekur þátt í verkefn- inu og er áætlað að ljúka upp- byggingu fyrir 12 miljónir ís- lenskra króna á þremur árum. Heildarfjárhagsáætlun SÍK í ár er tæpar 20 miljónir króna. Sam- komurnar hefjast kl. 20.30 hvert kvöld og eru allir velkomnir. Nordal og Ravel á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun verða Há- skólatónleikar í Norræna húsinu. Flytjendur eru þær Bryndís Páls- dóttir fiðluleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari og munu þær leika verk eftir þá Jón Nordal og Maurice Ravel. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Viðhorf í Sovátríkjunum í dag koma hingað til lands tveir gestir á vegum MÍR, þau Elena Lúkjanova lögfræðingur og Al- exander Lopúkhin blaðamaður. Þau munu flytja fyrirlestra og svara fyrirspurnum í félagsheim- ili MÍR, Vatnsstíg 10 í kvöld kl. 20.30, auk þess sem þau munu mæta á aðalfund félagsins að loknum aðalfundarstörfum, á laugardag. Lúkjanova er dósent við lagadeild Ríkisháskólans í Moskvu og er sérgrein hennar innan lögfræðinnar ríkisréttur. Hún hefur samið nokkur fræðirit og tekið þátt í samningu frum- varps til nýrra laga um alþýðu- fræðslu í Sovétríkjunum. Lopúk- hin er sálfræðingur og hagfræð- ingur að mennt og hefur um langt árabil unnið við blaðamennsku og starfar nú á ritstjórn Prövdu. Auk þess að koma fram hjá MÍR munu þau koma fram á fundi hjá Flokki mannsins í Gerðubergi annaðkvöld kl. 20.30. Opið hús í Gerðubergi Á miðvikudag verður í fyrsta sinn opið hús fyrir foreldra og börn þeirra í Gerðubergi. Þar geta for- eldrar sem eru heimavinnandi eða eiga morgunstund aflögu komið og fengið sér kaffibolla, spjallað saman, kynnst og jafnvel föndrað með börnunum. Opið hús hefst kl. 10 árdegis og því lýkur kl. 12 á hádegi. Framvegis er stefnt að því að hafa slíkt opið hús á sama tíma á miðvikudögum vikulega. Sólrisuhátíð á ísafirði Nemendur við Menntaskólann á ísafirði hafa með aðstoð skóla- meistara og fyrirtækja bæjarins skipulagt sólrisuhátíð. Hátíðin hófst á sunnudag og henni lýkur nk. sunnudag. Boðið er upp á margskonar menningarefni á hverju kvöldi. í kvöld les Sig- mundur Ernir Rúnarsson úr nýj- ustu ljóðabók sinni og strax á eftir er Jassvaka með bandi Tóm- asar R. Einarssonar. Á morgun verður meistari Megas með tón- leika í Alþýðuhúsinu. Á fimmtu- dagskvöld er menningarkvöld nemenda. Á laugardag heldur Stúdentakórinn í Reykjavík söngskemmtun í Alþýðuhúsinu kl. 16 og kl. 23. um kvöldið verð- ur dansleikur í Sjallanum fyrir 16 ára og eldri og sér Rokkabillý- band Reykjavíkur um fjörið. Á sunnudagskvöld er svo umræðu- fundur um hvalamál og mætir Magnús Skarphéðinsson á hann. 2 S(ÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 13. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.