Þjóðviljinn - 03.05.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.05.1990, Blaðsíða 11
VIÐHORF Klám og mitt eigið fjallavelsæmi Veturliði Guðnason skrifar Þannig er að ég les sjaldan blöð og horfi lítið á sjónvarp vegna þess að ég er haldinn þeirri áráttu að lesa og hlusta og horfa í alvöru þegar ég les, horfi eða hlusta því varla væri þetta efni komið í fjöl- miðla ef það ætti ekki erindi til fjöldans, svo sem grein um bann við lausagangi búfjár, hvort Hverfisgatan sé umferðarþrö- skuldur eða hvað hafi gerst í af- mæli tengdamóður Dons John- son. Þetta eru áreiðanlega allt merk mál þótt misjöfn séu og áreiðan- lega ekki einkamál eins né neins heldur hljóta þau að eiga fullt er- indi inn á síður DV í dag. Ég leyfi mér samt að láta sem þessi og fjölmörg önnur málefni, sem viðruð eru í fjölmiðlum, komi mér ekkert við því ég hef auðvitað nóg á minni könnu. Öðru hvoru gagntekur mig þó sektarkennd yfir þessu skeyting- arleysi mínu því maður á nú að heita borgari í þessu þjóðfélagi með tilheyrandi réttindi og skyldur og þar með er manni beinlínis siðferðilega skylt að „fylgjast með". Þjóðverjar kenn- du mér það af biturri reynslu að það er rangt að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur eins og þeir gerðu þegar embættismenn komu að sækja gyðingana. Sektarkenndina slævi ég þá yf- irleitt með því að telja mér trú um að í þessu litla þjóðfélagi sé slík ofgnótt fjölmiðla að hér geti eng- in mjög vond mál komið upp án þess að einhver taki eftir þeim og veki athygli annarra á þeim og treysti þar ekki síst á DV, vegna þess að blaði sem telur afmælis- veislu tengdamóður Dons John- son ekki einkamál þeirrar fjöl- skyldu heldur fréttaefni getur varla verið nokkuð mannegt óviðkomandi. Þess vegna varð ég svo hissa þegar ég sá að ritstjóri einmitt þessa blaðs, Ellert B. Schram, telur öfuggahátt samkynhneigðra vera þeirra einkamál sem af vel- sæmisástæðum eigi ekki erindi inn á síður blaðsins. Veit maðurinn ekki að þessi öfuguggaháttur er snar þáttur í lífi 10 prósenta af þjóðinni, sem sagt um 25 þúsund manns, og að helmingurinn af þeim heldur fast við öfuggaháttinn alla sína ævi - ef treysta má upplýsingum Kins- eys og landlæknisembættisins? Veit hann ekki að hér á landi eru eftir naumustu áætlunum að minnsta kosti 100 manns með smitandi kynsjúkdóm sem heitir alnæmi, án þess að þeir viti af því, og að stór hluti þeirra er einmitt fólk sem er að fikta við þennan öfuguggahátt án þess að geta ákveðið sig hvort þeir eigi að halda sig við hann? (Til skýringar skal þess getið að hér á landi hafa 53 einstak- lingar greinst með alnæmissmit og þeir komu allflestir fyrst til greiningar þegar þeir voru orðnir veikir. Alnæmissmit hefur hins- vegar oft væg eða engin einkenni og því geta menn verið smitaðir og smitandi án þess að vita af því nema þeir fari í mótefnamælingu. Hér smitaðist alnæmi fyrst aðal- lega við kynmök karla og margir veigra sér við að fara í mótefna- mælingu af ótta við að verða bendlaðir við öfuguggahátt. Fyrst var talið að reikna mætti með 10 smituðum fyrir hvern greindan einstakling en nú telja læknar það óþarfa svartsýni. - Eina vörnin gegn alnæmi er „ör- uggt kynlíf“, notkun smokks o.s.frv., sem þykir sjálfsagður hlutur meðal þeirra sem hafa gert upp við sig hvoru kyninu þeir vilji sofa hjá en vill gleymast hjá karl- mönnum sem telja það hvort eð er jafngilda sjálfsmorði að sofa hjá strák, þótt þá langi til þess og geri það á fylliríum.) Mér þótti þessi fullyrðing rit- stjórans, að þetta væri einkamál, bera vitni um svo afbrigðilega blaðamennsku að ég lagði það á mig að pæla dálítið í málefninu sem hún spratt af. Nú hef ég að sjálfsögðu frétt af herferð kvenna gegn klámi en reyndi í lengstu lög að leiða hana algjörlega hjá mér- af áðurgreindu skeytingarleysi - enda hélt ég að klám væri bannað með lögum á íslandi og það þyrfti því enga herferð gegn því, það ætti að nægja að ná í næsta lög- regluþjón. Nú veit ég auðvitað að málið er ekki svona einfalt. Eftir því sem ég fæ best séð hafa skeleggar og vel menntaðar konur stofnað samtök til að berjast gegn menn- ingarafurðum sem talin eru „tæki til að halda konum niðri í feðra- veldisþjóðfélagi" - eða svo segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kyn- fræðingur í Pressunni 11. janúar. „Konur gegn klámi“ færa greinargóð rök fyrir því að slíkur iðnaður sé mjög tengdur kúgun og andlegu og líkamlegu ofbeldi í garð kvenna og vilja berjast gegn slíku með því að „efna til umræðu um klám og boðskap þess“. Ég vona að þetta sé rétt skilið hjá mér. Þær eru ekki að berjast á móti fræðslu um kynlíf, sjálfræði í kynferðismálum og umfjöllun um erótík í máli og myndum heldur gegn því að karlar beiti konur valdi til að fá þær til að gera það sem þeim er ekki eiginlegt - þ.e. fara eftir dæmigerðu atferl- ismynstri karla í kynlífi. Alla tjáningu slíks í máli og myndum nefna þær klám og setja þannig jöfnunarmerki: klám = ofbeldi. (Talið er að almennt séu karlar fljótari til í kynmök án nokkurra annarra tengsla eða skuldbind- inga en meðal kvenna sé kynlíf ævinlega hluti af stærri heild. Þessi almenna meginregla kemur heim og saman við það að vændi felst aðallega í því að karlar kaupi konur til skyndimaka; nokkuð er um að karlar kaupi slíka þjónustu annarra karla en sýnu fátíðara mun vera að konur kaupi sér karla og svo til óþekkt að konur kaupi sér konur til skyndikynna. Þessi munur á atferlismynstrum kynjannna er talinn eðlislægur; þótt konur hefðu peningavaldið myndu þær ekki setja upp hóru- hús með körlum.) Frá þessum sjónarhóli eru öll klámverk, sem konur koma fyrir í, ofbeldisverk, hversu „venju- leg“ sem þau eru, og sé beitt of- beldi í þeim er það viðbót en eng- inn eðlismunur. Þess vegna á að banna öll slík verk, sérstaklega myndbönd af því að þau eru að- gengilegust. „Konur gegn klámi“ eru ekki að berjast gegn ímyndaðri af- brigðilegri kynhneigð til að horfa á klámmyndir heldur gegn raun- verulegri hneigð karla til að neyta aflsmunar; hellisbúinn með kylf- una lifir enn í litla heila allra karl- manna en ofbeldið kemur fram á annan hátt, ekki eingöngu í klám- myndum heldur kannski skýrast í að vilja ekki hlusta á konur og að minnsta kosti reyna að skilja þær. Þar er ritstjóri DV ekki undan- skilinn. Reyndar varast „Konur gegn klámi“ beinlínis að hætta sér út á þá hálu braut að dæma eitt af- brigðilegt og annað ekki. Þær treysta sér ekki einu sinni til að segja berum orðum að samkyn- hneigð sé ekki afbrigðileg kyn- hneigð og öfuguggaháttur heldur nefna homma og lesbíur „minni- hlutahóp sem á í vök að verjast“ (sem einnig mætti segja um brennuvarga og barnanauðgara því víst eru þeir í minnhluta og miður vel staddir) og „meðsystur og bræður“ (sem endurómar af- stöðu Þjóðkirkjunnar: Við erum allir syndarar). Þannig má gera því skóna að „Konur gegn klámi“ myndu ekki telja það í sínum verkahring að amast við klámi með körlum ein- um framleiddu handa körlum, sem sagt hommum; þar fylgja karlar sínu eigin atferlismynstri, engin kona er niðurlægð og móð- ir náttúra hefur séð fyrir því að það er auðséð á augabragði hvort karlarnir í klámmyndinni hafa verið kúgaðir til leiks; hafi ekki allir fulla reisn er myndin óseljan- leg. Líklega hefðu „Konur gegn klámi“ nákvæmlega ekkert um slíkar myndir að segja. Ráðgjafar um „öruggtt kynlíf“ samkynhneigðra karla gætu jafnvel mælt með hommaklám- myndum því eins og breska heil- brigðisfræðslan (Health Educati- on Authority) auglýsir: „Áður var sjálfsfróun talin óholl, nú gæti hún bjargað lífi þínu.“ Veturliði Guðnason er þýðandi hjá RÚV. .. hellisbúinn með kylfuna lifir enn ílitla heila allra karlmanna en ofbeldið kemurfram á annan hátt, ekki eingöngu í klámmyndum, heldur kannski skýrast í að vilja ekki hlusta á konur og að minnsta kosti reyna að skilja þœr. Par er ritstjóri DV ekki undanskilinn“ í DAG þlÓDUILIINN fyrir 50 árum Frí var gef iö í Prentsmiðju Þjóö- viljans 2. maí fyrir 50 árum og því kom ekkert blað út 3. maí. 3. maí fimmtudagur. Krossmessa á vori. 123. dagur ársins. 3. vika sumars hefst. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 4.54-sólarlag kl. 21.58. Viðburðir Stúdentar loka Árnagarði fyrir Rogers utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1972. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 27. apríl til 3. maí er I Breiðholts Apóteki og Apóteki Austur- baejar. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22 til 9 (til lOfrídaga). Siðarnefnda apótekiðer opiðákvöldin 18til22virkdagaogá laugardögum 9 til 22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik............sími 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltjarnarnes........sími 1 84 55 Hafnarfjörður........sími 5 11 66 Garðabaer............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjukrabilar: Reykjavík............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltjarnarnes........sími 1 11 00 Hafnarfjörður........simi 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes, og Kópavog er í Heilsu verndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til kl. 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, síma- ráðleggingar og timapantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- þjónustu eru gefnar í simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspítal- inn: Göngudeildin er opin kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin all- an sólarhringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt Sími65666, upplýsingar um vaktlækna sími51100. Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 áLækna- miðstöðinnisimi: 23222, hjá slökkvilið- inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki sími 22445. Farsímivaktlæknis985- 23221. Keflavik: Dagvakt. Uppjýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna sími 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspftallnn: Alla daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspítal- inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg- ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð- ingardeild Landspítalans: 15 til 16. Feðratími 19.30 til 20.30 Öldrunar- lækningadeild Landspitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14 til 20 og ettirsamkomu lagi. Grensásdelld Borgarspítala: Virka daga 16 til 19, helgar 14 til 19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30. Landakotsspftall: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Barndeild: Heimsóknirann- arraenforeldrakl. 16 til 17daglega. St.Jósefsspftall Hafnarfiröi: Alladaga 15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspftal- inn: Alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19. Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til 16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra- ness: Alladaga 15.30 til 16og 19til 19.30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alladaga 15 til 16og 19.30 til20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf tyrir unglinga, Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræði- legum efnum. Sími: 687075. MS-félagið, Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til 22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra, sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, simi 21500, sfm- svari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúlrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiðfyrirnauðgun. Samtökin 78. Svarað er i upplýsinga- og ráögjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum timum. Siminn er91 -28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: sími: 27311. Rafmagnsveita bilanavakt sfmi: 686230. Rafveita Hafnarf jarðar: Bilanavakt, sími: 652936. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyriralla krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúkaog aðstandendúr þeirra. Hringið i síma 91 -2240 alla virka daga. Stígamót, miðstöð fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar.-Vestur- götu3, R. Sfmar: 91 -626868 og 91 -626878 allan sól- arhringinn. GENGIÐ 27. apríl 1990 Bandaríkjadollar.............. 60,9000 Sterlingspund................ 99,41000 Kanadadollar................. 52,34000 Dönsk króna................... 9,54170 Norsk króna................... 9,32760 Sænsk króna................... 9,98610 Finnskt mark................. 15,31880 Franskur franki.............. 10,81180 Belgískur franki.............. 1,75710 Svissneskur franki........... 41,63110 Hollenskt gyllini............ 32,23330 Vesturþýskt mark............. 36,25540 (tölsk Ifra................... 0,04945 Austurriskur sch.............. 5,15160 Portúg. escudo................ 0,40930 Spánskur peseti............... 0,57330 Japanskt jen.................. 0,38296 Irskt pund................... 97,28500 KROSSGÁTA Lárétt: 1 hring 4 stafn 6 for7vökvi9gróf 12 hysknir14þögla15 borði 16 orku 19 þram- mi 20 ugg 21 þátttak- andi Ljóðrótt: 2 þjóta 3 veg- ur 4 vaxi 5 leyfi 7 blundar8reika10 spurðiH synjar13spil 17sveifla18fantur Lárétt: 1 gabb 4 kúst6 aur7sker9íbit12naf- ar14eld15efa16ílát 19lýsa20stóð21 Lóðrétt: 2 akk 3 bara 4 kria5sói7svells8 endast 10 bretti 11 trauði13fól17far18 ást Fimmtudagur 3. maí 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.