Þjóðviljinn - 07.06.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1990, Síða 2
FRETTIR Núlllausnin Faimenn samþykkja íþriggjci vikna allsherjaratkvœðagreiðslu var samningurinn samþykktur með 55 % atkvæða VR Atvmnuleysi vex enn Því miður fer atvinnuleysi fé- lagsmanna VR vaxandi og ég sé enga ástæðu til þess að vera bjart- sýnn um framhaldið. Ástandið er ekki of gott í verslunarfyrirtækj- um, segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í samtali við Þjóð- viljann. Atvinnuleysi hefur verið með mesta móti meðal félagsmanna VR að undanförnu og að sögn Magnúsar greiðir félagið 10 milj- ónir króna á mánuði í atvinnu- leysisbætur. Nú eru um 240 fé- lagar VR á skrá. -gg Um mánaðamótin lauk þriggja vikna allsherjaratkvæða- greiðslu félaga yfírmanna á kaup- skipum um nýjan kjarasamning og var hann samþykktur með 55% gildra atkvæða. Samningur- inn er innan ramma þess samn- ings sem aðilar vinnumarkaðar- ins sðmdu um fyrr á árinu. Á kjörskrá voru 402 og at- kvæði greiddu 133. Já sögðu 71, nei sögðu 58 og 4 skiluðu auðu eða ógildu. Samningurinn gildir til september á næsta ári en með endurskoðunarákvæði eftir ára- mót. Þá eru undirmenn á kaup- skipum með fastan kjarasamning frá síðasta sumri sem gildir til 31. desember 1991. Að sögn Helga Laxdal varafor- seta Farmanna- og fiskimannas- ambandsins kann hann enga skýringu á því hve kjörsókn var lítil en atkvæðaseðlar voru sendir heim til allra hlutaðeigandi í pósti. Við afgreiðslu samningsins greiddu félagsmenn í Skip- stjórafélaginu atkvæði sér og samþykktu en félagsmenn í Vél- stjórafélaginu, félagi bryta og fé- lagi loftskeytamanna í samein- ingu. í síðastnefnda stéttarfé- laginu voru aðeins þrír á kjörskrá og greiddu tveir atkvæði. Samningaviðræður yfirmanna á fiskiskipum við útgerðarmenn liggja í láginni og að sögn Bene- dikts Valssonar framkvæmda- stjóra Farmanna- og fiskimann- asambandsins hefur engin ákvörðun verið tekin um fram- haldið. Félög yfirmanna hafa fyrir nokkru aflað sér verkfalls- heimilda. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands sagði að næsti fundur sjómanna með útgerðar- mönnum hjá sáttasemjara verði haldinn 19. júní og þá ræðst hvert framhaldið verður. Vel flest að- ildarfélög Sjómannasambandsins hafa aflað sér verkfallsheimilda. -grh EB og EFTA Aukin þekking Frá blaðamannafundi SATES í gær þar sem niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar á viðhorfum íslendinga til EB voru kynntar. Viðhorf íslendinga til aukins samstarfs og samskipta við þjóðir Vestur-Evrópu eru mjög jákvæð og verða jákvæðari með aukinni þekkingu á málefninu. Þetta kemur í Ijós í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæmdi fyrir SATES, eða samstarfshóp atvinnulífsins um evrópska samvinnu. Könnunin var gerð dagana 8.-14. maí sl. og var hún gerð í framhaldi af svip- aðri könnun sem SATES stóð fyrir í október á síðasta ári. Hlutfall þeirra sem telja æskilegt að ísland sæki um aðild að EB er um 38%, en hlutfall þeirra sem telja að slíkt sé óæski- legt er um 24%. Hlutfall þeirra sem eru óvissir eða hlutlausir er 36%. Þegar þeir sem voru hlutlausir eða töldu aðild óæskilega voru spurðir hver afstaða þeirra væri ef önnur Norðurlönd gengju í EB, breyttist afstaða fólks til að- ildar. Um 64% töldu aðild vera æskilega, en um 14,5% voru á móti og um 21,5% voru hlut- lausir. í könnuninni í október sl. kom í ljós að veruleg vanþekking var á málefninu, en í kjölfar könnunar- innar urðu miklar umræður í fjöl- miðlum um málefni Evrópu. Þær umræður hafa greinilega leitt af sér aukna þekkingu sem sést í könnuninni nú. Sem dæmi um það má nefna að í könnuninni í október kom í ljós að aðeins 22% aðspurðra vissu að ísland er í EFTA, en 32% vissu það nú. Ef svörin við spurningunni um hvort aðild að EB sé æskileg eða ekki eru greind eftir þjóðfélags- hópum, kemur í ljós að yngra fólk er frekar fylgjandi aðild en eldra fólk, og konur eru ekki eins vissar um hvort sækja eigi um að- ild eins og karlar. Hvað varðai afstöðu fólks miðað við fylgi stjórnmálaflokka, sést að um 49% stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokks eru fylgjandi því að sækja um aðild, en um 33% stuðningsmanna Al- þýðubandalagsins. Einnig er nokkur munur á af- stöðu fólks eftir því við hvaða atvinnugrein það starfar. Um 20% þeirra sem starfa við land- búnað og fiskvinnslu telja æskilegt eða frekar æskilegt að sækja um aðild, en um 48% þeirra sem starfa við verslun og þjónustu. Þá telja um 45% þeirra Fimm sveitarfélög skáru sig úr sem hreinir svæðisbundnir markaðir í rannsókn sem Verð- lagsstofnun hefur gert á svæðis- bundnum mörkuðum á Islandi. Hreinir svæðisbundnir markaðir eru þar sem íbúar svæðisins kaupa yfir 90% allrar vöru og þjónustu innan sveitarfélagsins. sem starfa við fiskveiðar það æskilegt. Athyglisvert er að þegar svar- endur voru beðnir um að nefna lönd sem væru aðilar að EFTA og EB, nefndu 59% ekkert EFTA- Þessir fímm staðir voru Akureyri 96%, Húsavík 93%, Reykjavík 92%, Sauðárkrókur 91% og Neskaupstaður 90%. í Ijós kom að því smærri sem sveitarfélögin eru og nær Reykja- vík, þeim mun ólíklegra er að þau séu svæðisbundnir markaðir, en land og 53% nefndu ekkert EB- land. Þeir sem könnunina gerðu telja að þegar niðurstöður af þessu tagi séu túlkaðar beri að hafa í huga hvernig þekking al- mennings um önnur efni mælist í mörk svæðisbundins markaðar eru skilgreind þannig að 70% út- gjalda heimila fari til viðkomandi markaðar. Þannig er ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, fyrir utan Reykjavík, svæðisbundinn markaður. Hafn- arfjörður kemst næst því en 64% 1 viðskiptanna eru innan sveitarfé- könnunum og nefna sem dæmi að í könnun sem Félagsvísindastofn- un gerði árið 1986, gátu 52% svarenda ekki nefnt neinn þing- mann Framsóknarflokksins sem ekki var ráðherra. ns. lagsins. f Kópavogi eru það 45%, Mosfellsbæ 41%, Garðabæ 32% og á Seltjarnarnesi 31%. íbúar Sandgerðis virðast stunda innkaup sín nær alfarið utan sveitarfélagsins því einungis 20% útgjaldanna eru í Sand- 1 gerði. -Sáf Verðlagsstofnun Svæðisbundnir mækaðir Ríkey sýnir í Vestmannaeyjum Myndlistakonan Ríkey opnar á morgun sýningu í Akogeshúsinu í Vestmannaeyjum. Hún sýnir postulínslágmyndir, málverk og skúlp- túra. Þetta er fjórtánda einkasýning Ríkeyjar og stendur hún fram í næstu viku. Misþroska börn Á fundi Foreldrafélags mis- þroska barna var samþykkt álykt- un þar sem skorað er á yfirvöld að kanna í samráði við fagfólk og foreldra hvernig bæta megi að- stöðu misþroska barna. í álykt- uninni segir að umönnun mis- þroska barna sé ekki síður erfið en umönnun annarra fatlaðra barna. „Nú hefur 10. greinin svokallaða verið endurskoðuð með það fyrir augum að kippa burt stuðningi við þennan hóp án þess að nokkrar aðrar ráðstafanir hafi komið í staðinn. Kvótar um sérkennslu í grunnskólum eru ennþá jafn naumir og gefa þeir áhugasömum kennurum og sér- kennurum naumast nokkurt svig- rúm til þess að sinna að gagni þessum hópi barna, sem þó á í flestum tilfellum fullt erindi í al- menna skóla, fái þau rétta að- stoð.“ Foreldrafélagið lýsir yfir þungum áhyggjum sínum með þessa meðferð mála. Steingrímur til Búlgaríu Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra heldur í dag til Soffíu í Búlgaríu en hann mun ásamt Madaleine Kunin ríkis- stjóra í Vermont í Bandaríkjun- um leiða alþjóðlega sendinefnd 30 stjórnmálamanna sem fylgjast munu með þingkosningunum í Búlgaríu 10. júní. Það var Walter Mondale fyrrum forsetafram- bjóðandi í Bandaríkjunum sem fór þessa á leit við Steingrím. Nefndin mun m.a. ferðast til ým- issa kjörstaða í landinu, ræða við leiðtoga stjórnmálaflokka og samtaka og fylgjast með kosning- aundirbúningi og framkvæmd kosninganna. Breyting á gangbrautaljosum Gangbrautaljós á Miklubraut við Stakkahlíð hafa verið samstillt við umferðarljós á nærliggjandi gatnamótum. Við þetta hefur biðtími gangandi vegfarenda lengst og er svipaður og biðtími fyrir þá, sem ganga yfir Miklu- braut á ljósastýrðum gatna- mótum. Sjukraþjalfun 1990 í tilefni 50 ára afmælis Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara verður opnuð sýning í anddyri Landspít- alans í K-byggingu, laugardaginn 9. júní kl. 14. Sýndur verður ýmis tækjabúnaður, sem notaður er í sjúkraþjálfun í dag og sýnishorn frá eldri tímum. Þá verður einnig umfangsmikil kynning á faginu í máli og myndum og gjörðum. Fyrsta sýningardaginn verður gestum gefinn kostur á að reyna ýmsan tækjabúnað, láta þrekp- rófa sig og einnig geta þeir fengið leiðbeiningar um vöðvateygjur o.fl. Þarna verður einnig kynnt ungbarnaþjálfun og sjúkraþjálf- un tengd hagræðingu á vinnu- stað. Kennarar við Námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ munu veita upplýsingar um námið. Sýningin verður opin í einn mánuð. Templarar þinga Stórstúkuþing hefst í dag kl. 10 með guðsþjónustu í Hallgríms- kirkju. Eftir venjuleg þingstörf verður kvöldverður í Viðeyjar- stofu í boði borgarstjórnar Reykjavíkur. Morgundagurinn hefst með heimsókn til Byggða- safns Akraness, Akranes verður skoðað og hádegisverður snædd- ur í boði bæjarstjórnar Akraness. Eftir hádegi verður þingstörfum haldið áfram í Reykjavík. Þing- slit verða svo eftir hádegi á laug- ardag. Unglingaregluþing var sett kl. lOámiðvikudagsmorguní Templarahölliunni. Eftir hefð- bundin þingstörf var farið í ferða- lag til Galtalækjar þar sem boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði á vegum Sumar- heimilis Templara. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.