Þjóðviljinn - 02.08.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJlNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Stjömustríð
Það vill brenna við nú sem endranær, að reynt sé að
persónugera grundvailardeilumál sem bitbein stefnu-
fastraeinstaklinga. í BHMR-deilunni hafatd. fjármálaráð-
herra og formaður BHMR verið gagnrýndir víða fyrir bæði
óforsjálni og einstrengingshátt, rétt eins og lausn mála
tefjist vegna einhvers persónulegs ágreinings þeirra.
Þegar þar við bætist að þeir hafa sannarlega verið hvor í
sínum armi Alþýðubandalagsins verður þessi skýring
enn nærtækári fyrir suma. Loks fylgja formanni BHMR að
málum bæði núverandi og fyrrverandi formaður Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, sem báðir sitja í samninga-
nefnd BHMR, en grunnt hefur verið á því góða með
formanni flokksins og forystu hans í Reykjavík. Stjórn
ABR sendi frá sér í fyrradag, í ályktun um deiluna, hvassa
sendingu í garð fjármálaráðherra. Ýmsir munu hér þykj-
ast merkja enn eina staðfestinguna á því að BHMR-
deilan sé að einhverju leyti hluti af valdatafli innan Al-
þýðubandalagsins, þar sem ákveðin öfl reyni að vera
formanninum eins óþægir Ijáir í þúfu og frekast sé unnt.
Við þessa mynd af innanflokksmálum bætist svo, að
fjármálaráðherra og formaður flokksins hefur ráðið til
sérstakra verkefna í ríkiskerfinu fyrrverandi forstöðu-
mann Tilraunastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá,
sem landbúnaðarráðherra og varaformaður flokksins
leysti nýlega frá störfum vegna samstarfsörðugleika og
hlotist hafa svo mikil eftirmál af, að stefnir í úrskurð dóm-
svalda.
Sem sagt, nóg er af pólitískum og persónulegum
þráðum sem tvinnast inn í kjaradeiluna núna, til þess að
láta sér sjást yfir raunverulegan heildarvef hennar. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að í sjálfri gerð og atburðarás
BHMR-deilunnar skýrast nú óðum margar meginlínur í
þróunarferli verkalýðshreyfingarinnar og ekki verður ann-
að séð, en hlutskipti hennargeti orðið býsnadapurlegt, ef
það færist enn frekar í þá átt sem gerst hefur með mörg-
um vestrænum þjóðum að undanförnu.
íslendingar gera sér iðulega ekki grein fyrir því, að
samtakamáttur hagsmunahreyfinga hérlendis er miklu
sterkari en gengur og gerist erlendis, þar sem hreyfingar
hafa tvístrast og misst máttinn. Það er leitun á því ríki, þar
sem það þykir jafn sjálfsagt og hér, að sjómenn, bændur
og landverkafólk hvers konar sé nánast 100% félags-
bundið í stéttarfélagi. Enn fjarlægari er sú staða í út-
löndum, að ríkisvald, atvinnurekendurog launamenn geri
með sér á jafnræðisgrundvelli sáttmála um endurreisn
efnahagslífs, með ákveðnum fórnum á báða bóga, með-
an stefnt er að stöðugleika.
Þjóðarsáttin sem tengist febrúarsamningunum er ekk-
ert venjulegt samkomulag á vinnumarkaði, heldur rammi
sem boðar ný sóknarfæri í atvinnulífi og efnahagsmálum,
gerir okkur fær um að ná jafnstöðu við viðskipta- og
samkeppnislönd, einmitt nú þegar mikið liggur við á tíma
örra breytinga og hagræðingar ytra. Að breyttu
breytanda mætti orða það svo, að „kalda stríðinu" milli
stærstu aðila vinnumarkaðarins hafi kannski verið frest-
að, eða því lokið, í febrúar, þegar þeir komust að þeirri
niðurstöðu að ráðast bæri gegn sameiginlegum óvinum
eins og til að mynda verðbólgu og óstöðugleika í efna-
hagslífinu.
Barátta BHMR til að ná leiðréttingum sínum er eðlilegt
réttlætismál. En vopnin, samningsákvæðin sem nú er
deilt um, voru hönnuð fyrir lok „kalda stríðsins" í sam-
skiptum aðila á vinnumarkaði. Það er kjarni málsins.
A leiðtogafundinum í Höfða 1986, þegar Ronald Reag-
an og Mikhail Gorbatsjov þóttust næstum hafa komist að
þolanlegum niðurstöðum í afvopnunar- og varnarmálum,
steytti á stjörnustríðsáætlunum Bandaríkjamanna.
A þeim tæpum fjórum árum sem liðin eru hefur vopna-
búnaður þessa SDI-varnarkerfis, sem áður var eitt helsta
þrætueplið, nánast gufað upp í umræðunni. Bandaríkja-
menn misstu ekki aðeins áhugann og trúna á stjörnu-
stríðstækjum, heldur hafa þeir hvorki efni á þeim né telja
þau forgangsverkefni lengur. Lok kalda stríðsins færa
með sér samvinnu um leið og varpað er fyrir róða óhen-
tugum baráttutækjum.
Á aðeins fjórum árum hefur þetta heilaga baráttumál
Reagans forseta breyst í stjörnuhrap. Tímarnir eru
breyttir. Og tækni frá tímum ógnarjafnvægis á vinnumark-
aði höfðar ekki til þjóðarinnar í bili. ÓHT
KLIPPT QG SKORIP
Gjaldþrot og vöruverð
Það var birt grein um eina af
mörgum afleiðingum gjaldþrota í
dagblaðinu Tímanum á dögun-
um. Lagt var út af því, að Versl-
unarráð íslands hefði gert könn-
un sem sýndi að um þrír miljarðar
króna af viðskiptakröfum hefðu
tapast í íslensku viðskiptalífi
vegna gjaldþrota á árinu sem leið
og þá mest í versluninni. Blaðið
spurði Vilhjálm Egilsson, fram-
kvæmdastjóra Verslunarráðs, að
því á hverjum þetta tap lenti svo
þegar upp er staðið. Þetta kemur
auðvitað fram í hærra vöruverði á
endanum, sagði hann.
Blaðið spyr því hvort gjaldþrot
fyrirtækja í fyrra og á þessu ári
komi til með að kosta íslenska
meðalfjölskyldu í kringum 100
þúsund krónur í hækkun vöru-
verðs... Og í fréttagreininni er
líka þessa klausu að finna:
„Þannig að landsmenn deila
þessu á milli sín að lokum og tapa
þannig allir á þessu?
Já á endanum gera menn það“
( svarar Vilhjálmur Egilsson).
Margur er
nauðungarskatturinn
Þessi orðaskipti koma upp í
hugann, þegar maður heyrir það
og sér, að einhverjir sniðugir
menn ætla að skera upp herör
gegn nauðungarsköttum sem þeir
kalla svo. Þeir eiga þá við einn
skatt fyrst og fremst, en það er
afnotagjald af ríkisútvarpinu,
undir honum treysta þeir sér ekki
til að búa í landinu. En það er
náttúrlega mikil þröngsýni og
herfilegur skortur á rökvísi og
hugmyndaflugi að festa allan sinn
mótmælakjark við það gjald. Til
dæmis var Tíminn þarna á dögun-
um að minna okkur á mikinn og
stóran nauðungarskatt: Fyrirtæki
fara á hausinn og við skulum
leyfa okkur að ætla að þar sé um
mörg og mikil sjálfskaparvíti að
ræða. Einnig að heildsalar og
verslanir, sem tapa miklu á óvar-
legri sölu til gjaldþrotalista-
manna í veitingarekstri og smá-
sölu, beri drjúga ábyrgð á sínu
tapi. En hvernig sem menn velta
og snúa ábyrgðinni fyrir sér: „á
endanum" erum við öll neydd til
að borga hærra vöruverð og svo
getur vitleysan marsérað áfram,
eins og Þórbergur karlinn sagði.
Nauðungarskattur er þetta vit-
anlega og það af versta tagi. En
einmitt af því að hann er af versta
tagi þá dettur engum í huga að
það sé yfir höfuð hægt að mót-
mæla honum eða koma honum út
úr tilverunni.
Vont er þeirra frelsi
Það má reyndar með mála-
fylgju sýna fram á það að þjóðfé-
lagið er fullt af nauðungar-
sköttum. Með öðrum orðum:
skattheimtu sem við erum ekki
spurð sérstaklega hvort við vilj-
um, skattheimtu sem felur í sér
greiðslu fyrir þjónustu sem við
kannski aldrei notum. Sem fyrr
segir ætla einhverjir fjandmenn
Ríkisútvarpsins (hljóðvarps og
sjónvarps) að skera upp herör
gegn afnotagjaldinu. Þeir segja
það skelfilega raun fyrir sín
mannréttindi að borga slíkt gjald:
kannski vilji þeir alls ekki horfa á
ríkissjónvarpið þótt þeir eigi
sjónvarpstæki, hlusti aldrei ekki
einu sinni á hádegisfréttir RÚV
þótt þeir eigi fimm útvarpstæki.
Út af þessari raun verða þeir
svo klökkir og miður sín að mað-
ur á víst að halda að Gúlagið hafi
flutt frá Rússlandi til Islands
skömmu eftir að Stalín dó og sé
þar niður komið síðan.
Það getur svosem vel verið að
með ítrustu lagakrókum megi
sanna, að afnotagjöld til ríkisút-
varpsins brjóti einhvern rétt. En
nú sannast hið fornkveðna: hinn
ítrasti réttur er hið mesta rang-
læti. Efþeirsemberjast gegn afn-
otagjaldinu hefðu erindi sem erf-
iði, þá gerðist ekki annað en að
útvarpsrekstrarfrelsi hefðum við
fengið aðeins til þess að útvarps-
og sjónvarpsdagskrár yrðu í
reynd einhæfari, fátæklegri og
ómerkilegri en þær hafa verið -
eins þótt þær væru bornar fram í
fleiri umbúðum (á fleiri rásum).
Og mætti hafa um það mörg fleiri
orð ef óskað er.
0g ég sem er
barnlaus og bíllaus!
En meðan við erum að þessu:
það væri nú ekki úr vegi að minna
hina prinsípföstu andstæðinga
nauðungarskatta á fleiri álögur
en það afnotagjald sem þeir hafa
á heilanum. Við höldum uppi
Þjóðleikhúsi án þess að hver og
einn skattborgari samþykki það.
Við erum alltaf að borga í malbik
og vegabætur og hugsum ekki eitt
andartak um heilagan rétt hinna
síðustu móhíkana sem ekki
kunna einusinni á bíl, en verða að
borga í púkkið eins og hinir. Það
er líka augljóst mál, að það er illa
farið með barnlaust fólk að láta
það með skattheimtu taka þátt í
að greiða kostnað af dagvist
barna. Er ekki einsemdin í tilver-
unni nægileg refsing þótt ekki sé
farið að bæta á hana með því að
láta einstæðinga borga með
barnagamni hinna? Ég segi nú
ekki margt.
0g svo er það
þjóðkirkjan
Og ef áfram er haldið með
hugsunarhátt fjandmanna af-
notagjaldsins: engin nauðungar-
skattur er, honum samkvæmt,
svívirðulegri en sá, að við tökum
öll þátt í því að halda upp lúther-
skri þjóðkirkju. Hér blasir það
við, að ekki er aðeins verið að
heimta gjald af þeim sem aldrei
nota þjóðkirkjuna til neins (sbr.
þá sem segja: „ég ætla bara að
horfa á Stöð 2“). Hér er verið að
stríða gegn mannréttindasáttmál-
um um samviskufrelsi, hvorki
meira né minna. Það er verið að
þvinga guðleysingja, kaþólska,
aðventista, gyðinga og múslíma,
sem íslenskir ríkisborgarar eru,
til að styðja norðurþýska kristna
kirkjudeild, sem sagan vildi hing-
að senda fyrir nokkrum öldum
með konunglegu ofbeldi. (Meira
um það hjá Halldóri Laxness og
fleiri merkum höfundum).
Skilji menn þessi orð ekki sem
svo, að Klippari hafi minnstu
löngun til að fara í fjármálastríð
við þjóðkirkjuna. En það liggur í
augum uppi að þeir sem ætla sér
að stofna samtök gegn nauðung-
arskatti, þeir hljóta, samkvæmt
sjálfri rökvísi síns málstaðar, að
stilla þjóðkirkjunni upp við hlið-
ina á ríkisútvarpinu - ef ekki fyrir
framan það - í baráttu sinni fyrir
hinum ítrásta rétti.
ÁB.
þJÓDVIUINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sfmi: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorleifsson, Elias Mar (pr.), Garöar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davfðsdóttir, Þrðstur
Haraldsson, Ragnar Karlsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir.
Útbreiðslu- og aigreiöslustjóri: Guðrún Gisladóttir.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrífstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvík.
Simi: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 2. ágúst 1990