Þjóðviljinn - 20.11.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1990, Blaðsíða 2
 Stormað á samningafiind. Samninganeftid yfirmanna á fiskiskipum kom til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara um hálf þrjú-leytið í gær, nokkru á eftir samninganefnd útvegsmanna. Við upphaf fundarins var Kristján Ragnarsson formaður LIU bjartsýnn á að samningar væru í höfn, en Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins sagði þá að ekki væri hægt að fullyrða neitt um það að samning- ar væru að takast. Fyrr um morgunin fóru yfírmenn til fundar við Halldór Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra þar sem rætt var um afnám virðis- aukaskatts á flotvinnubúningum og um starfsmenntun yfírmanna. Þessi atriði eru þó ekki hluti af þeim samningi sem virðist vera í burðarliðnum, heldur hluti af hinum almennu starfskjörum yfirmanna. Þegar síðast fréttist voru saminganefhdir aðila enn að, en boðað verkfall yfírmanna á fískiskipum kemur til framkvæmda á hádegi í dag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Mynd: Kristinn. FRETTIR KGB á Islandi Alvarlegar ásakanir Jóhann Einvarðsson: Verður tekiðfyrir í utanríkismálanefnd Eg mun inna starfsmenn ut- anríkisráðuneytisins og ráð- herra hvort menn hafi kynnt sér þennan fréttaflutning Morgunblaðsins og viðtalið við Oleg Gordíevský á fundi á föstudaginn,“ sagði Jóhann Einvarðsson formaður utanrík- ismálanefndar Alþingis vegna viðtals Morgunblaðsins við Gordíevský þar sem fram kom að KGB hefði komið á leynilegu trúnaðarsambandi við þrjá stjórnmálamenn íslenska árið 1981. Gordíevský flúði frá Sovét- ríkjunum árið 1985, en hann var séríræðingur KGB í málefnum Norðurlandanna. Hann segist í viðtalinu hafa fengið þær upplýs- ingar frá herbergisfélaga sínum um skeið, fyrrum yfirmanni KGB á Islandi, að trúnaðarsambandi hefði verið komið á við íjóra menn á íslandi, einn úr Alþýðu- bandalaginu, einn úr stærsta stjómmálaflokki landsins og einn úr Framsóknarflokknum, auk manns úr friðarhreyfíngunni. Jóhann sagði að þessi frétt kæmi sér á óvart, en að þama væm alvarlegar ásakanir á menn og ástæða til að forvitnast um nvort þetta geti verið rétt, þó hann eigi ekki von á að svo sé. Formenn Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins vom sam- mála um að um alvarlegar ásak- anir væri að ræða. Olafúr Ragnar Grímsson og Þorsteinn Pálsson vom ltka sammála um að erfitt væri að draga ályktanir af þessu ummælum mannsins. Þorsteinn sagði þó, að lengi hefði verið vit- að um ákveðið trúnaðarsamband Alþýðubandalagsins við Sovét- ríkin og benti á mikil umsvif sendiráðsins hér þegar hann var spurður hvort honum kæmi á óvart að hér væri Sjálfstæðismað- ur neftidur til sögunnar. Ólafur Ragnar sagði það sem dæmi um óáreiðanleika Sovét- mannsins að hann þekkti ekki stærsta stjómmálaflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn, með nafni. Hann sagði að ekki væri annað hægt að gera en að fordæma al- mennt það athæfi að láta í té upp- lýsingar fyrir utanlandsferðir og gjafír, þar sem liðin væm tíu ár og allar upplýsingar mjög ónákvæm- ar. -gpm Fiármálaráðherra Valddreifing hjá ríkinu eir 3000 starfsmenn heil- brigðisstofnana sem verða Verðbólgan rúm 8% Umreiknuð til árshækkunar hefur lánskjaravísitalan hækk- að um 5,9% í síðasta mánuði, 2,8% síðustu þrjá, 4,6% síðustu sex mánuði og um 8,4% síðustu tólf mánuði. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans á lánskjaravísitölu fyrir desembermánuð þá hefur hún hækkað um 0,48% frá mán- uðinum á undan og gildir því lánskjaravísitala 2.952 fyrir næsta mánuð. Þá hefur Hagstofan reiknað út Ólympíuskákmótið Skin og skúrir tf iðureign íslendinga og ■ Frakka á ólympíuskákmót- inu i Júgóslavíu í gær lauk með því að Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartar- son gerðu jafntefli, en skák Jóns L. Árnasonar fór í bið og er staða Jóns talin lakari en staða Frakkans. íslendingar em nú með 7 vinninga og eina biðskák eftir þrjár umferðir. I fyrstu umferð töpuðu Islendingar fyrir Indveij- um með 1,5 vinning gegn 2,5 vinningum. Betur gekk í annarri umferð, en þá sigruðu íslendingar Urúgvæmenn 4- 0. —Sáf vísitölu byggingarkostnaðar og hefur hún hækkað um 1,1% síð- ustu þijá mánuði sem samsvarar 4,5% hækkun á ársgrundvelli. Á síðustu tólf mánuðum hefur hún hinsvegar hækkað um 10,3%. Miðað við verðlag um miðjan þennan mánuð reyndist vísitala byggingarkostnaðar vera 0,5% hærri en i október eða 174,1 stig sem gildir fyrir desember. Af ein- stökum eftiisliðum olli 1,5% hækkun á verði steypu tæplega 0,2% vísitöluhækkun, en að mati Hagstofunnar má að öðm leyti rekja hækkun vísitölunnar til ým- issa annarra liða. Samkvæmt útreikningum Hagstofúnnar á launavísitölu fyrir nóvembermánuð hefur hún hækk- að um 0,3%. -grh ríkisstarfsmenn um næstu ára- mót samkvæmt lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga þurfa ekki að leita til launaskrifstofu ijármálaráðu- neytisins um launamál sín eftir áramótin. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármálaráðherra, sem lagt var fram á Alþingi í gær, verður fjármálaráðherra heim-ilað að fela einstökum rík- isstofnunum að annast fram- kvæmd kjarasamninga fyrir sína hönd. Þetta þýðir að vald og verk- svið verður fært frá launaskrif- stofu ráðuneytisins til starfs- mannastjóra ríkisstofhana, og er jafnframt stefht að mikilli fækkun starfsfólks á launaskrifstofu ráðu- neytisins. - Þetta er í samræmi við raun- hæfa byggðastefnu og um leið liður í þeirri stefnu ráðuneytisins að koma á virkari valddreifingu innan rikiskerfisins, sagði Svan- fríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra á blaðamanna- fundi í gær. Með frekari útfærslu þessarar stefnu má einnig vænta þess að fræðsluráðin á hveijum stað sjái bæði um mannaráðning- ar og launaútreikninga og - greiðslur fyrir starfsmenn skól- anna. Önnur breyting varðar rétt þeirra starfsmanna sveitarfélaga, sem gerast rikisstarfsmenn 1. nóvember 1990 eða 1. janúar 1991 á grundvelli verkaskipting- arlaganna, til þess að vera áfram í sama stéttarfélagi. Lögin gera ráð fyrir slíkri heimild, og að við- komandi stéttarfélag fái samningsumboð fyrir þeirra hönd gagnvart ríkinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Gera lögin ráð fyrir því, að í starfsmannafé- lögum sveitarfélaga um land allt verði sérstakar deildir ríkisstarfs- manna. Fj ármálaráðherra segir að frumvarpið sé einn ávöxtur þess starfs sem nú sé verið að vinna að innan ráðuneytisins við að koma á aukinni valddreifingu og færa ábyrgð á fjármálum og rekstri í auknum mæli til stjómenda og starfsmanna einstakra ríkisstofn- ana. -ólg. m Rásníu Talstöðvaklúbburinn Bylgjan hefur gefið út fyrsta tölublað af Rás 9, sem er fréttabréf og félaga- tal klúbbsins. Bylgjan hefúr að- setur að Þinghólsbraut 10 í Kópa- vogi, og er síminn 45530. Póst- box: 355, 202 Kópavogi. For- maður klúbbsins er Valdimar Óskar Jónsson. Svavar til Frakklands Svavar Gestsson mennta- málaráðherra hefur fengið boð frá Jack Lang menningar- og menntamálaráðherra Frakklands um að koma í opinbera heimsókn til Frakklands. Þetta boð er í framhaldi af komu Lang til Is- lands í ágúst sl. í bréfi til Svavars ítrekar Lang þakkir sínar fyrir þær móttökur er hann varð að- njótandi og þá listviðburði og menningarstarfsemi sem hann komst í snertingu við hér á landi. Hann ítrekar einnig vilja sinn að standa að sameiginlegum verk- efnum Islands og Frakklands á menningarsviðinu. Píanóleikur á Háskola- tónleikum Öm Magnússon píanóleikari mun leika á háskólatónleikum í Norræna húsinu kl. 12.30 á morg- un. Á efnisskránni em verk eftir Nielsen, Ravel og Debussy. Kvöldvaka Ferðafélagsins Ferðafélagið efnir til kvöld- vöku í Sóknarsalnum, Skipholti 50a annað kvöld kl. 20.30. Bjöm Rúríksson sér um efhi og lýsir hann í máli og myndum aðdrag- anda að gerð bókar sinnar „Yfir íslandi“. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Aðgangur kr. 500, kaffí innifalið. Honey B and the T-bones. Finnskur blús Finnska blús- og rokktríóið Honey B and the T-bones verður með tónleika á Borginni miðvikudaginn 21. nóvember, en auk þeirra koma Vinir Dóra fram. Á fimmtudags- og föstudagskvöld koma Finnamir fram á Tveimur vinum, og seinna kvöldið munu Gal i Leó skemmta með þeim. Á laugardagskvöld leika þau á Ströndinni á Akranesi og á sunnudagskvöld koma þau aftur fram á Tveimur vinum. Hljómnsveit- in er á hljómleikaferð um Evrópu, en auk íslands mun hún heimsækja Sviss, Þýskaland, Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Alls kemur hljóm- sveitin 54 sinnum fram á þessari ferð sinni. Þetta er i þriðja sinn sem hljómsveitin heimsækir ísland Borgaralegar útfarir Siðmennt, félag áhugafólks um borgaralegar athafnir, heldur fund fimmtudaginn 22. nóvem- ber. Á dagskrá verða framsögur og umræður, annarsvegar um borgaralegar útfarir og hinsvegar um aðskilnað ríkis og kirkju. Fundurinn verður haldinn í húsa- kynnum Félags bókagerðar- manna að Hverfisgötu 21 og hefst kl. 20.30. Fundurinn er öllum op- mn. telandsbanki Gullinbrú Islandsbanki opnaði nýtt úti- bú í gær. Það er staðsett að Stór- höfða 17 í Reykjavik. Útibúið er kjamaútibú og býður alla þjón- ustu, innlend og erlend viðskipti, jafnt fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Útibússtjóri er Jóhann T. Egilsson, áður útibússtjóri ís- landsbanka Strandgötu, Hafnar- firði og íslandsbanka Garðabæ. Starfsmenn em 12 og koma úr sjö útibúum bankans á Reykjavíkur- svæðinu. Fundaðumbiands- kynningu Menntamálráðuneytið og Norræna húsið verða með um- ræðufund og móttöku í Norræna húsinu á morgun kl. 18. Til um- ræðu verða tvær íslandskynning- ar, annarsvegar þátttaka íslands i Bókasýningunni í Gautaborg og menningarviðburðum í tengslum við hana og hinsvegar íslandsvik- an i Tampera. Framsögur hafa Svavar Gestsson menntamálaráð- herra, Lars Áke Engblom, Anna Einarsdóttir, Borgþór Kjæmested og Sigrún Valbergsdóttir. Síðan em fijálsar umræður. Boðið verð- ur upp á veitingar. Sýnd verða fréttaskot frá sjónvarpsstöðvum hér og erlendis er tengjast þætti íslands í þessum viðburðum, auk þess sem dreift verður úrklippu- bókum sem innihalda alla um- fjöllum í dagblöðum. mmmmsmmnBi * niiii 11111 m 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.