Þjóðviljinn - 03.05.1991, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.05.1991, Qupperneq 10
Floamaekaður Þtoðviltaws Ýmislegt Skiptinemi Sextán ára gömul stúlka frá Þýska- landi.sem talar svolitla tslensku, óskar eftir að finna fjölskyldu sem vill taka þátt í nemendaskiptum. Stúlkuna langar til þess að setjast ( 1. bekk f íslenskum menntaskóla næsta vetur og vantar fjölskyldu til að búa hjá. Fjölskylda hennar er reiðubúin að taka á móti íslenskri skiptinemastúlku árið eftir. Helstu áhugamál stúlkunnar eru dýr, eink- um hestar og reiðmennska, flautu- leikur, kökubakstur og Island. Frek- ari upplýsingar fást hjá Margréti Halldórsdóttur, síma 93-56716 eða hjá stúlkunni, Viki Mullerweibus. Peter Lundig-Weg 33, 2087 Hasloch, Deutschland, stmi 9049- 4106-2689. í eldhúsiðl Fátækt kvikmyndafyrirtæki vantar eldhúsgripi, á tímabilinu mat-júlí, að láni, gefins eða ódýrt. Til dæmis: Eldunarhellur, ofn, (sskáp, frysti- kistu, hrærivél, mínútugrill, örbylgju- ofn og síðast en ekki slst stóran pott, 20-25 lítra og stórar pönnur. Einnig óskum við eftir stórum bölum og álíka ílátum. Uppl. gefur Hlynur ( síma 624504 á skrifstofutlma. Óskast Vantar lltinn ísskáp, ódýrt eða gef- ins. Uppl. í sima 23649 á kvöldin og 27022 á daginn. Nanna. Takið eftir þið sem eruð að stofna heimili. Til sölu fataskápur, barnakerra, sjón- varp, sláttuvél, leirtau, allskyns fatn- aður og ótal margt fleira. Allt ódýrt. Anna í síma 689651. Gamalt og gott pönk Vantar eldri plötur með Tappa tíkarr- ass, Kuklinu ofl. Sími 672463, Ingi, e. kl. 18. Eldhúsinnrétting Til sölu notuð eininga- eldhúsinn- rétting. Auðveld ( uppsetningu. Eldavél, vifta og vaskur fylgja með. Verð kr. 25.000,- Sími 25410 Hjálp Mig vantar sárlega bolla inn ( settið mitt sem er frá Bing og Gröndal og heitir „Saxneska blómið". Er heima í síma 671190 e. kl. 18. Lopapeysur og leðurfrakki Nýjar lopapeysur til sölu. Einnig nýr leðurjakki á 14-15 ára dreng. Uppl. í síma 33518. Rokkarar Söngvari óskast ( kraftmikla rokk- hljómsveit. Uppl. ( síma 91- 26532 og 91-38045. Til sölu Lítið notuð rauð hettukápa á telpu. Kápan er nr. 164 og er frá Oily. Selst á kr. 5.000.- Uppl. ( síma 43039 eft- ir kl. 19.00. Húsnæði Húsnæði Mig vantar einstaklings- eða 2-3 herb. íbúð í Þingholtunum eða Skuggahverfinu. Sími 35779, laug- ardag og sunnudag. ibúð óskast Ungt par með barn óskar eftir að taka á leigu 3 herb. íbúð frá 1. sept. í Reykjavík eða Kópavogi. Góðri fyr- irframgreiðslu og reglusemi heitið. Sími 96-23706 íbúð óskast Þriggja til fjögurra herbergja íbúð óskast til leigu. Staðsetning helst í Vesturbergi eða Hólahverfi. Uppl. í síma 72490. fbúð Óska eftir að taka á leigu litla íbúð. Uppl. I síma 678689. (búð í Vesturbæ Óska eftir þriggja herbergja (búð ( Vesturbæ Reykjavíkur frá 1. ágúst n.k. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. (sima 40591. Heimilis- og raflæki Kraftmagnari Nýr Yamaha kraftmagnari fyrir söngkerfi til sölu. Sími 689714, Jón. Soda-Stream Soda-Stream tæki óskast til kaups. Uppl. í síma 91-71858. Hrærivél Óska eftir notaðri hrærivél, ódýrt eða gefins. Dóra ( síma 84704. Eldavél Notuð eldavél fæst gefins eða fyrir lítið. Sími 40169. Ódýrt sjónvarp Til sölu 24“ sjónvarp. Sími 21702. Tölva Til sölu IBM Personal Computer XT 286. Innra minni 640 Kb, 20 Mb harður diskur, 5 1/4" 1,2 Mb disk- lingadrif. Sími 28062 á kvöldin. Hjól Loksins fæst það keypt Nítján tommu, 18 gíra Muddy Fox Courier ( frábæru standi á góðu verði. Alvöru fjallahjól. Einnig fæst Fiat Panda ‘83. Þarfnast smá lag- færinga og selst ódýrt. S(mi 625201. BMX-reiðhjól Þriggja ára BMX reiðhjól, 20", er til sölu. Hjólið er vel með fariö og kost- ar 5.000,- kr. Uppl. ( síma 84992. Stelpuhjól til sölu Bleikt Eurostar, 24“ reiðhjól til sölu. Hjólið er mjög vel með farið. Uppl. I sima 642012 eftir kl. 16.00. BMX hjól Blátt 16“ BMX reiðhjól til sölu á kr. 6000. Sími 675550 á kvöldin. Dýrahalci Fyrir fiskabúr Ljós og loftdæla fyrir fiskabúr óskast til kaups. Uppl. í s(ma 75209. Fyrir hörn Barnakerra SIMO barnakerra til sölu. Kerran er vel með farin og með henni fylgja skermur, svunta, innkaupagrind og poki. Verð 12.000,- kr. Uppl. ( slma 34868 eftirkl. 15.00. Barnastóll á reiðhjól Óska eftir barnastól á reiðhjól, með öruggum festingum. Uppl. ( sima 642393. Til sölu Nýlegur barnavagn með stálbotni til sölu. Dýna, innkaupagrind og plast- yfirbreiðsla fylgir. Einnig til sölu létt kerra. Sími 689173. Barnagæsla Óska eftir að fá að passa 1 eða 2 börn ( Mosfellsbæ. Er með Rauða- krossnámskeið. Uppl. gefur Katrin ( síma 666698. Bílar og varahiutir Sparneytinn bíll Litla MICRAN mln er til sölu. Hún er í toppstandi, skoðuð 92, ekin 111 þús. km. Bílasalan setur á hana 240.000,- kr., en þú getur hringt og athugað hvort við komumst að sam- komulagi um þá tölu sem þér finnst henta. Síminn er 681333 á skrif- stofutlma, 98-21873 á kvöldin, Svanheiður. Til sölu 4 sumardekk á felgum af Lödu til sölu. Uppl. í síma 688904. Vantar bfl Á einhver gangfæran bíl á verðinu 5- 10 þúsund? Vinsamlega hringið ( s(ma 53960. Þjónusta Garðeigendur Nú er rétti tíminn til að klippa tré og runna. Vönduð vinna. Guðlaugur Þór Ásgeirsson, s(mi 28006. Máiningarþjónusta Við erum tveir málaranemar og tök- um að okkur alhliða málningar- vinnu. Uppl. ! síma 75543. Viögerðir Tek að mér smáviðgerðir á húsmun- um. Hef rennibekk. Uppl. ( sfma 32941. Garðeigendur Bjóðum húsdýraáburð, trjáklipping- ar, hellulagnir, garðúðun og fleira. Uppl. I símum 13322 (Sigurjón) og 12203 (Sverrir) Húseigendur Trésmiður getur bætt við sig verk- efnum strax. Uppl. I s(ma 24867. Atvirina óskast Mig vantar sumarvinnu Ég er 17 ára menntaskólastúlka á eðlisfræðibraut ( MH. Mig bráðvant- ar sumarvinnu. Ef einhver þarf áreiðanlegan og reglusaman starfs- kraft þá er ég laus frá 20. ma(. Uppl. I sima 34937. Atvinna óskast Fjölskyldumaður, 22 ára, óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Slmi 689714, Jón. Atvinna óskast 29 ára gamall maður óskar eftir at- vinnu. Allt kemur til greina. Upp. ( símum 77337 eða 72108 eftir kl. 18.00. Sumarvinna óskast 14 ára telpa óskar eftir vinnu I júnl og júlí. Er létt á fæti. Uppl. ( síma 43924. Húsgögn Hjónarúm Óska eftir antik-hjónarúmi með eða án dýnu. Sími 674506. Hjónarúm Dux hjónarúm til sölu og sófasett sem selst á kr. 15.000. Sfmi 21702. Frá Borgarskipulagi Hverfaskipulag borgarhluti 3 Tún, Holt, Norðurmýri og Hlíðar ORÐSENDING FRÁ BORGARSKIPULAGI TIL ÍBÚA OG HAGSMUNAAÐILA Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er að hefjast vinna við hverfaskipulag borgarhluta 3, sem afmarkast af Kringlumýrarbraut að austan, Fossvogi að sunnan, Snorrabraut að vestan og strandlengju að norðan. íbú- ar og aðrir hagsmunaaðilar á þessu svæði eru hvattir til jess að koma ábendingum á framfæri við Borgarskipu- ag um það sem þeir telja að betur mætti fara í borgar- ilutanum t.d. varðandi umferð, leiksvæði og önnur úti- vistarsvæði. Þær munu verða teknar til gaumgæfilegr- ar athugunar og metnar með tilliti til heildarskipulags borgarhlutans. Ábendingum óskast skilað munnlega eða skriflega fyr- ir 1. júní 1991 til Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, deildar- stjóra hverfaskipulags, eða Ragnhildar Ingólfsdóttur, arkitekts, á Borgarskipulagi Reykjavíkur. Dagvistardeild Akureyrarbæjar Auglýsir eftir leikskólastjórum, fóstrum, þroskaþjálfum eða öðru uppeldismenntuðu fólki sem tilbúið er til að flytja út á landsbyggð- ina og reyna eitthvað nýtt. Á Akureyri bjóðum við upp á fjölbreytt uppeld- isstarf, regluleg námskeið, öfíugt félagslíf og síðast en ekki síst góða veðrið og skíðafærið. Fyrir utan leikskólastjóra og deildarfóstrur vantar okkur 2 stuðningsaðila, þroskaþjálfa eða fóstrur í 100% störf fyrir 2 fötluð börn. Boð- ið er upp á stuðningsnámskeið og handleiðslu. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um störfin eru veittar á dagvistar- deild í sima 96-24600 alla virka daga frá 10-12 og hjá starfsmannastjóra í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 15. maí og umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum til starfsmannastjóra Akureyrarbæjar, Geisla- götu 9, 600 Akureyri. Ert þú grúskari? Safnar þú heimildum um áhugamál þitt? Hópur bókavarða vinnur nú að því að safna upplýs- ingum um prentaðar íslenskar heimildir í þeirri von að fleiri geti nýtt sér þetta efni í framtíðinni. Ef þú safnar íslenskum heimildum um áhugamál þitt og hefur skráð þessar heimildir hjá þér vill hópurinn gjarnan fá upplýsingar um það. Nánari upplýsingar gefa: Anna Torfadóttir, Borgarbókasafni.s. 91-27155 Ingibjörg Árnadóttir, Háskólabókasafni, s. 91-694335 Ragna Sleinarsdóttir, Kennaraháskóla íslands, s. 91- 688700 ALÞÝÐUBANPALAGTfí Kosningahappdrætti G-listans í Reykjavík Drætti f kosningahappdrætti G- listans I Reykjavík hefur verið frestað til 14. maí. Félagar og velunnarar eru vinsamlegast beðn- ir að gera skil hið fyrsta. Kosningastjórn G-listans i Reykjavík AB Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur verður i Þinghóli þriðjudaginn 7. mal kl. 20.30. Dagskrá: 1. Almennt um stjórnmálaviðhorfm. 2. Staða bæjarmála. 3. Önnur mál. Stjórn bæjarmálaráðs AB Keflavik og Njarðvíkum Opið hús Opið hús I Ásbergi á laugardögum kl. 14. Félagar og stuðningsmenn velkomnir I kaffi og rabb. Stjórnin ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. maí 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.