Þjóðviljinn - 03.05.1991, Page 15
GAHÐ
Fleiri stjórnar-
skiptavísur
Áfram streyma vísumar um
stjómarskiptin í gegnum
skráargatið. Þessar munu
eiga upptök sín í Austur-
landskjördæmi:
Ber nú margur
brotinn væng,
brestur heill á Fróni,
erþarganga í eina sæng
Afglapi og Dóni.
Til vinstri hann sagðist
vinda sér,
það varð bara óvart svona,
og presturinn nú
með prýði er
pólitísk gleðikona.
Og ung stúlka hringdi eftir-
farandi vísu inn í tilefni fyrir-
sagnar í DV í gær, þar sem
vitnaö er í Karl Steinar
Guðnason: Ríkisstjónin hef-
ur harðan svip:
Hefur stjómin harðan svip,
hæst í tómu bylur.
Dregur rósin Davíðs skip,
en Denna eftir skilur.
Dýr Naisbitt
Einsog kemur fram annars-
staðar í blaðinu bá kemur
John Naisbitt til Islands í júní
og heldur fyrirlestur í boði
Stjórnunarfélags Islands.
Ekki mun sá fyrirlestur gef-
inn, því Naisbitt er með dýr-
ustu fyrirlesurum sem þekkj-
ast. Erlendis fær hann um
35 til 40 þúsund dollara, eða
rúmar tvær miljónir íslenskra
króna fyrir að koma fram og
flytja erindi sitt. Eitthvað mun
hann þó hafa verið ódýrari á
því við Stjórnunarfélagið,
þótt ekki fáist uppgefið hvað
hann tekur fyrir komu sína til
Islands, og mun það vera
trúnaðarmál.
Forseti,
þingsköp
Guðmundur Árni Stefánsson
bæjarstjóri Hafnarfjarðar
skipaði einsog kunnugt er
fjórða sæti framboðslista
krata í Reykjaneskjördæmi.
Kratar lögðu einsog kunnugt
er áherslu á að það yrði bar-
áttusætið í kosningunum,
þótt þriðja sætið yrði svo að
lokum baráttusætið. Guð-
mundur Ámi mun þó hafa lif-
að í voninni fram á síðustu
stundu og samkvæmt Fjarð-
arpóstinum hefur hann verið
búinn að æfa sig heilmikið í
því að vera þingmaður. Á
síðasta bæjarstjórnarfundi
ætlaði bæjarstjórinn að biðja
forseta um orðið til að ræða
fundarsköp. „Forseti, þing-
sköp,“ sagði Guðmundur
Ámi, áttaði sig svo og leið-
rétti hálf kyndugur á svip og
sagði „fundarsköp“.
Framhjá
eða fram hjá
Fyrst farið er að tala um
fundi bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar er hér ein lítil frá
sama fundi, einnig tekin úr
Fjarðarpóstinum:
„I umræðum um samninginn
við forstöðumann og fóstrur
Garðavalla benti Magnús
Jón á, að setningu í samn-
ingnum yrði að lesa þannig
að orðin fram hjá, lentu ekki
í einu orði, þ.e. framhjá, en
setningin er þannig: „Bók-
hald leikskólans fer fram hjá
bókhaldsdeild bæjarins.“ “
Strákarnir [ 10. bekk Z I Álftamýrarskóla stilltu sér upp fýrir Ijósmyndara Þjóðviljans áður en þeirfóru I íþróttatlma. Mynd: Kristinn.
Verðlaun fyrir að reykja ekki
Nýlega var dregið til verð-
launa sem veitt eru reyklausum
10. bekkjum í grunnskólum
Iandsins. Þetta er ijórða árið í
röð sem slík verðlaun eru veitt.
Fleiri bekkir en nokkru sinni
birtu yfirlýsingu um „reykleysi",
eða samtals 52 bekkir úr 40 skól-
um í öllum fræðsluumdæmum
landsins.
Þjóðviljinn heimsótti 10. bekk
Z í Álftamýrarskóla, Reykjavík,
sem er einn þeirra bekkja er sendi
Krabbameinsfélaginu yfirlýsingu
um að hann væri reyklaus. í
bekknum eru 12 hressir strákar
sem fannst þetta ekki mikið mál að
vera reyklausir. Það eru aðallega
stelpumar sem reykja hér í þessum
skóla, sögðu þeir. - Þær eru svo
viljalausar, ef ein byrjar að reykja
þá eru þær allar famar að púa
þenna íjanda, sagði einn nemand-
inn og glotti.
Verðlaunin frá Krabbameinsfé-
laginu voru í fyrsta lagi peningar í
ferðasjóð, 2.500 krónur á hvem
nemanda í hlutaðeigandi bekk.
Strákamir í Álftamýrarskólanum
vom ekki svo heppnir að vinna
þau, en verðlaunabekkimir vom
sex, þeir em: 10. E framhaldsskól-
anum á Húsavík, lO.bk. Gmnn-
skóla Reyðarfjarðar, 10. F Holta-
skóla Keflavík, 10.3 Hólbrekku-
skóla Reykjavík, lO.bk. Lauga-
landsskóla í Holtum og lO.bk.
Laugaskóla í Dalasýslu. Auk þess-
ara verðlauna fengu þrír bekkir
Þórsmerkurferð í verðlaun, þeir
em: 10. KV Garðaskóla, lO.bk.
Laugagerðisskóla Snæfellsnesi og
lO.bk. Vikurskóla Vík í Mýrdal.
Ennfremur fékk hver þátttöku-
bekkur afsláttarkort frá Félagi sér-
leyfishafa fyrir tvo nemendur
bekkjarins. Strákamir í 10. Z í
Álftamýrarskólanum tóku sig til og
héldu hlutaveltu um það hver
þeirra hlyti hnossið, en þó að að-
eins tveir hafi haft kost á því að fá
afsláttarkortið virtust þeir samt
mjög ánægðir með þann heiður, að
vera einn af reyklausum bekkjum
landsins.
-sþ
i i
Enn eitt
fórnarlamb
hagnýtrar
fmmspeki.
Siðgæðismask-
ínan mfn hlýtur
að vera vera
með innbyggö-
an Ijótleikaeyöi.
Meiriháttar
magnað, maður!
Ég er snillingur!
Síða 15
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur3. maí 1991