Þjóðviljinn - 08.06.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 08.06.1991, Side 11
Ár söngsins á Islandi september 1991 - ágúst 1992 (Frá Tóniistarbandalagi jr Isiands) Islendingar hafa ætíð verið söngelsk þjóð. Fram til þessa hefur söngur verið ómissandi á flestum sam- komum og mannamótum. Söng- lög hafa hjálpað þjóðinni að festa ljóð í minni og styrkt þann- ig stoðir íslenskrar tungu. Söng- ur mildar mannleg samskipti og sættir fólk. Samsöngur tengir kynslóðir saman og eflir sam- kennd. Með söng gerist einstak- lingur virkur þátttakandi. Þegar best lætur er söngur meðal áhrifaríkustu tjáningarforma. Á síðustu árum hefur þó dreg- ið nokkuð úr söngiðkun meðal al- mennings. Það stafar að einhveiju leyti af aukinni tónlistarmötun sem leiðir til minni þátttöku einstak- linga í söng. Ef þjóðin gleymir að rækta þennan þjóðlega arf er hæt við að sönghefð og sönggleði glat- ist þegar tímar líða. Þeir sem starfa að uppeldi og kennslu yngri kyn- slóða gera sér grein fyrir þessari þróun. Af þessum sökum hefur. Tón- listarbandalag Islands ákveðið að hrinda af stað margþættu átaki til að hefja almennan söng til vegs og virðingar á ný. Það er ásetningur bandalagsins að allir aðilar, sem með einhveijum hætti hafa áhuga á söng, taki höndum saman um að gera þetta átak sem árangursríkast. Leitast verður við að ná til allra aldurshópa, til nemenda í skólum, til heimilanna og til allra þeirra sem syngja sér til skemmtunar og yndisauka, áhugamannahópa, kóra og almennings. Bandalagið hefur ákveðið að hefja þetta átak við upphaf næsta Vínardrengjakórinn skólaárs. Opnunarhátið söngársins verður á íslenska tónlistardeginum: 26. október n.k. Tíminn ffam til hausts verður því notaður til undirbúnings, skipulags og æfinga þar sem það á við. Stefnt er að margvíslegum uppákomum er byggjast á söng all- an næsta vetur. Á vordögum 1992 verður hald- in „Uppskeruhátið" með söngviku um allt land. Framkvæmdastjóri ,y\.rs söngsins" er María Jóhanna Ivarsdóttir, sími:667634. Æfið söng í sumar Mmming Karl Jóhann Sighvatsson Eg sá hann fyrst í Silfurtungl- inu. Hann var að syngja hástöfum Sinatra-lagið „Strangers in the night“, sjálfur nýkominn á mölina af sementsskaganum og genginn til liðs við þekktan kvartett, Tóna. Svo kom orgelsóló og þá breyttist krúnerinn i negra og orgelið í tryllitæki. Það var þá sem ég ákvað hvemig nýfengnum fermingar- gróðanum skyldi varið. Eg skellti mér á Farfisa-orgel daginn eftir. Okkur varð snemma vel til vina, mér og Karli Sighvatssyni. Vegur hans óx ört í íslenska tón- listarbransanum á þessum tíma, enda hafði slíkur fimbulorganslátt- ur ekki áður heyrst hér á landi. Hann eignaðist ungur dýrindis hljóðfæri sem var bandarískt Hammond-orgel og upphófst þar með hið mesta ástarævintýri sem aldrei tók enda. Slíkur var ástar- briminn í öndverðu að ekki dugðu til tíu fimir fingur, heldur var bók- staflega öllum líkamanum beitt: handarbökum, olnbogum, hnjám, höku, nefi og enni svo eitthvað sé nefht. Og síðan umbreyttist þessi unglingslosti smám saman í eins- konar foðurlega umhyggju fyrir þessu hljóðfæri og öðrum þeim Hammond-orgelum sem hann smám saman eignaðist eða útveg- aði öðrum. Hann var í stöðugu sambandi við innlenda Hammond- eigendur sem erlenda með vemdun og viðhald stofnsins að leiðarljósi, sífellt að huga að velferð þessara dýrgripa sem nú er hætt að ffam- leiða. „Þetta er eins og bömin mín,“ sagði hann, „það verður að hugsa vel um þau.“ Orgelástin varð til þess að hann hélt utan til æðra tónlistamáms, bæði í Vínarborg og i Boston hvaðan hann sneri margefldur heim og lék Drottni til dýrðar í kirkjum landsins til hinsta dags. Og sem kirkjuorganisti var hann engum líkur. Eg mun aldrei gleyma því er ég gekk með ný- fædda dóttur mina inn í Akureyrar- kirkju fyrir nokkrum misserum, en þá hafði Karl nýlokið þar tónleik- um ásamt fleiri kirkjuorganistum. Þegar hann kom auga á sinn gamla vin niðri á kirkjugólfinu með ný- fætt bam í fanginu, þá opnaði hann orgelið aftur, kveikti á því og hóf að leika af fingmm ffam þann magnaðasta spuna sem ég hef heyrt ti! þessa. Kollegar hans stóðu agndofa í kringum hann, bamið mitt var uppnumið og ég að sjálf- sögðu harla ánægður með þessi fyrstu kynni bamsins af kirkjutón- list. Eftir á harma ég það eitt að hafa ekki haft segulbandstæki handbært, en því miður hefur allt of lítið varðveist af organspuna þessa sérstæða listamanns. Eg stend í þakkarskuld við Karl fyrir margra hluta sakir. I fyrsta lagi var hann sá sem einatt hvatti menn til dáða, leiðbeindi og hrósaði óspart þegar vel tókst til. Hann varð jafnframt til þess að opna augu mín og margra annarra fýrir mikilvægi hollrar fæðu og meðvitaðrar ræktunar sálar og lík- ama. Fyrir tuttugu ámm byrjaði hann að drifa mig með sér í dag- legar sund- og heilsuræktarferðir sem enn i dag em mér kær ávani. Fyrst og síðast var hann þó traustur vinur vina sinna og aldrei vílaði hann fyrir sér langferðir eða langlinusímtöl ef því var að skipta. Okkar vinátta var að því leyti sér- stök að mæður okkar fengu einnig að njóta hennar meðan þær lifðu. Þannig heimsótti Karl iðulega móður mína til að spjalla og leika fyrir hana á píanó, og ég snæddi reglulega með móður hans og við ræddum það sem henni var kærast: strákamir hennar tveir. Kalli var afar lengi að jafha sig eftir fráfall hennar, svo sterk vom þau bönd. Hann átti í rauninni oft mjög erfitt í sínu lífi, svo tilfinninganæmur og opinn sem hann var. En þjáningin átti vafalítið einnig sinn þátt í að skapa hinn stóra og litríka lista- mann Karl Sighvatsson. Um fyrri helgi ræddum við lengi saman og það var mikill hug- ur í mínum manni. Hann hafði tek- ist á hendur ábyrgðarstarf við und- irbúning og framkvæmd mikillar pílagrímsferðar íslenskra kirkju- organista og kirkjukóra á slóðir meistaranna í París, Caprí og Róm. Langþráður draumur um að fá að hlýða á orgel Péturskirkjunnar í Róm, sjá og heyra helstu orgel- snillinga og kirkjukóra álfunnar átti að rætast í þessari ferð. Jafh- framt var fyrirhugaður tónlistar- flutningur á allmörgum stöðum. Þetta var sú ferð Karls Sighvats- sonar sem aldrei var farin. í kvöld hefði hafnn staðið með félögum sínum við leiði meistara Chopin og sungið honum lof. Þess í stað stendur hann nú við hlið meistarans og hlýðir á sönginn, handan móðurinnar miklu. Fjöl- skyldu, unnustu og syni votta ég innilegustu samúð. Okkar er minn- ingin um góðan dreng. Jakob Frímann Magnússon ÞJÓNUS TUAUGLÝSINGAR | RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 BÍLSKÚRS OttWMMMtNUmtR GLÓFAXIHF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 Lekur hjá þér þakið? Hafðu þá samband við mig og ég stöðva lekann! Upplýsingar í síma 91-670269 J7/ Orkumælar frá KAKHTBUI1 METRO A/B • LJR HF. Innflutnlngur — Txknlþjónusta 4 Sími652633 Rennslismælar fri HYDROMETER Varahlutir í hemla Hemlavlðgerðir Hjólastillingar 1 Vélastillingar ' Ljósastillingar Almennar viðgerðir Borðinn hf —. SMIÐJUVEGt 24 SÍMI 72540 t—m ÞJÓÐVIIJINN Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag - föstudags kl. 9-17 Símar 681310 og 681331 Siða 11 ' ÞJÖÐVILJÍNN Laúgðrdágurtl. júnl '1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.