Þjóðviljinn - 08.06.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 08.06.1991, Qupperneq 16
V|S/VJ01SVDNISATDnvnN?íJH Gæti þurft að skera niður í Húsdýra- garðinum Ef fé Stefnis Ólafssonar í Laugardal verður fargað þá verður rannsakað hvort í því finnst riðu- veiki en það getum við ekki gert á lifandi fé. Sé svo gæti farið svo að það yrði að skera nið- ur skepnur í Húsdýragarðinum líka, segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og ráðgjafi sauðfjár- sjúkdómanefndar.Fé var sjcorið niður vegna riðu hiá Stefni Ólafs- syni á Reykjaborg arið 1983 en hús ekki sótthreinsuð eins og skylt er. Stefnir fékk sér kindur í óleyfi eftir það og það var látið óátalið á meðan engar aðrar skepnur voru í dalnum, að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki fundist riðu- veiki í þessum kindum þannig að það er erfitt fyrir okkur að ganga fram og heimta niðurskurð. Því rit- uðum við borgaryfirvöldum bréf og mæltum með því að það yrði komist að sanngjörnu samkomulagi við Stefni um að hann hætti með sauð- fé,“ segir hann. „Þetta fé hefur verið okkur þymir í augum því það hefúr verið að fara út úr girðingum og dýr eru líka að sleppa út úr Húsdýra- garðinum. En oetri girðingar duga ekki til að útiloka smit því það er stutt á milli, landið hallar í áttina að Húsdýragarðinum og fuglar fljúga á milli. Okkar hlutverk er að berjast gegn riðuveiki og það er gert með niðurskurði, fjárleysi í ákveðinn tíma og sótthreinsun. Eftir það geta menn tekið fé aftur ef þeir hafa til þess leyfi frá sínu sveitarfélagi. Okkar vegna getur hann tekið fé af Stefnir Ólafsson á Reykjaborg segist ekki ætla að láta flæma sig úr Laugardalnum og hyggst höfða mál gegn borginni ef hann fær ekki frið. Sigurður Sigurðarson dýralæknir segir að ekki hafi fundist riða (fé hans en smithættan sé fyrir hendi og stofni skepnum í Húsdýragarðinum í hættu. Mynd: Kristinn heilbrigðu svæði aftur ef það er sótthreinsað hjá honum en það var ekki einu sinni gert. Svo var verið að smygla til hans hrútum í haust sem er alveg forkastanlegt og megi þeir menn sem það gerðu hafa skömm fyrir,“ segir Sigurður. Stefnir Olafsson er hátt á átt- ræðisaldri en vel em. Hann hefur verið lasinn af flensu síðustu daga en segist vera að hressast og ætli sér ekki að láta flæma sig burt úr Laug- ardalnum. „Samningurinn segir að ég megi vera hér þangað til ég dey, Davíð kóngur sem var borgarstjóri þá, sagði það,“ segir hann. „Það er rétt að samningurinn segir að é§ megi ekki hafa kindur en ég vildi fa því breytt og vil ekki samþykkja petta. I þessum samningi stendur líka að þao megi höfða mál fyrir Bæjar- þingi ef mér er sýndur einhver dónaskapur og rudtlaskapur og það ætla ég að gera ef þeir þalda þessu áfram. Þá kæri ég þá. Eg vil hafa þennan búskap og eg hef ekki séð að það sé nein riða í þessu fé. Þeir vilja flæma okkur hér í burtu og setja mig og dóttur mína, sem er öryrki, á einhveija stofnun.“ -vd. REYKVISK HEIMILI, FLOKKI URGANGINN Þetta fer á gámastöðvar en alls ekki í sorptunnuna: • Málmhlutir • Grjót Og steinefni (smærri farmar, stærri farmar fara á „tippa") • Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í efnamóttöku og á öörum viöurkenndum stööum s.s. lyf hjá apótekum og rafhlöður á bensínstöövar) Þetta má afhenda á gámastöðvum en er óæskilegt í sorptunnuna: • Prentpappír • Garöaúrgangur sem ekki er notaður í heimagarði I sumarbyrjun tóku íbúar höfuöborgarsvæöisins upp nýja umgengni við úrgang - ný vinnubrögð og nýjar reglur. Fullkomin flokkunarstöö úrgangs - SORPA - er tekin til starfa. Hvert heimili og hver vinnustaöur þarf aö temja sér strax nauösynlegar flokkunaraðferðir ef árangur á aö nást. Viö höfum skyldum aö gegna gagn- vart lífríkinu og komandi kynslóöum. Ellilífeyrisþegarí Reykjavík geta hringt í hverfisbækistöðvar gatnamála- stjóra ogfengið sóttan garöaúrgang sem erí pokum viö aökomu lóöar. Sorppokarveröa hirtir eins og áöur ef þeir eru settir endrum og eins viö hliö sorpíláta. Þeir sem þurfa hins vegar oft aukapoka veröa að nota sér- merkta poka frá Reykjavíkurborg sem eru til sölu á bensínstöðvum. Upplýsingarfást hjá skrifstofu borgarverkfræöings í Reykjavík, sími 1 80 00, hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar, sími 1 32 10 og hjá SORPU, sími 67 66 77. • Timbur (smærri farmar) Tökum á fyrir hreinni framtíð Borgarverkfræöingurinn í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.